Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 17
MINNSTAÐUR
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
2
2
7
2
3
Nú n SKJÁEINUM í gegnum Digital Íslandærðu
Bein útsending í kvöld
Fyrir þá sem ekki geta vakað verður þátturinn sýndur kl. 21.30 á fimmtudaginn.
Fylgstu með hvernig Magna gengur í úrslitunum
í Rock Star: Supernova á miðnætti í kvöld.
AKUREYRI
hringurinn 24x24 vísar til þess að
leiðin liggur yfir 24 tinda af og að
markmið þess sem ætla alla leið sé að
ljúka göngunni á 24 tímum.
„Við höfum nú þegar skráð um 60
þátttakendur, en ég geri ráð fyrir að
um 100 manns taki þátt þegar gangan
hefst við Skíðastaði kl. 8 á laugar-
dagsmorgun,“ segir Ragnar Sverr-
isson einn þeirra sem skipulagt hefur
viðburðinn. Vitað sé um marga sem
hugsi sér mjög til hreyfings og ætli að
vera með.
Fyrsta gangan á fjallstindana 24 í
Glerárdalshringnum var farin í fyrra
og voru þátttakendur þá 46 talsins, 17
luku allri göngunni.
„Það góða í þessu er,“ segir Ragn-
ar, „að menn þurfa ekki endilega að
ganga á alla tindana, enda er það heil-
mikil áskorun, það er hægt að fara
hálfan hring eða hvað sem er í raun-
inni, allt eftir úthaldi hvers og eins.“
Flugmenn á sveimi og
Súlnamenn fylgjast með
Ragnar segir að samstarf sé nú við
Björgunarsveitina Súlur á Akureyri,
„þeir munu fylgjast vel með fólki á
leiðinni, við verðum í fjarskipta-
sambandi við þá félaga og eins munu
þeir sjá um að aka þeim sem það vilja
niður úr Fálkafelli að lokinni göngu,“
segir Ragnar og bætir við að Súlna-
menn muni bjóða upp á heita súpu og
kakó þegar á leiðarenda er komið.
Flugmennirnir Arngrímur Jó-
hannsson og Magnús Þorsteinsson
fljúga yfir svæðið og henda út glaðn-
ingi til göngumanna, vatni, orku-
drykkjum og jafnvel sviðasultu.
Á vefsíðunni glerardalur.is er að
finna ýmsar upplýsingar um gönguna
og þar er einnig hægt að skrá þátt-
töku.
Kynnt í útlöndum
„Veðurspáin er mjög fín, það verð-
ur glimrandi gott veður um helgina,
þannig að við eigum von á miklum
fjölda þátttakenda,“ segir Ragnar, en
stór hluti göngumanna er af höf-
uðborgarsvæðinu og víðar að af land-
inu að hans sögn. „Við stefnum svo að
því að markaðssetja þessa göngu í út-
löndum, það eru gríðarlega margir
sem hafa áhuga fyrir fjallgöngum af
þessu tagi,“ segir Ragnar.
ALLT stefnir í að um eitt hundrað
þátttakendur verði í fjallamaraþon-
inu Glerárdalshringurinn 24x24, nú
um helgina, en þetta er öðru sinni
sem til þess er efnt.
Glerárdalshringurinn 24x24 er fé-
lag sem stofnað er utan um göngu
sem farin verður í júlí á hverju ári.
Gengið er fjallahringinn sem myndar
Glerárdal í Eyjafirði og eru 24 tindar
á leiðinni. Samanlögð hækkun er um
4.000 metrar og heildarvegalengd
leiðarinnar eru rétt tæpir 50 km.
Hæsta fjall á leiðinni er Kerling 1.538
m.y.s. en það lægsta er Hlíðar-
hryggur 1.100 m.y.s. Þess má geta 10
af þessum fjöllum eru yfir 1.400
metrar.
Áhugaverð gönguleið
fyrir fríska
Þorvaldur Þórsson kom þessari
erfiðu gönguleið á kortið sumarið
2003, en það var svo að tilstuðlan
Ragnars Sverrissonar að hafist var
handa við að skipuleggja og markaðs-
setja Glerárdalshringinn sem nokk-
urskonar fjallamaraþon. Glerárdals-
hringurinn þykir áhugaverð
gönguleið fyrir fríska göngumenn og
talsvert krefjandi. Frá upphafi hefur
það verið markmið skipuleggjenda að
fleiri geti tekið þátt þótt þeir gangi
ekki alla leið. Yfirskriftin Glerárdals-
24 tindar við Glerárdal gengnir á sólarhring
Stefnir í að þátttakendur
verði um 100 talsins
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
C
1
'
"
,"
#
!
!"
"
#!$!
%
&!
#
&
'
$%&$
'
(
(
!
)
0
)
% #!
(
!
(
*
&!
'
+
&
#
"
,
"
-
.!
#*
#
#!-
!
! /
$%*&
$
!
0"!
1
++++++
)
#!-
1%
+,,
$$$-
$%.-
$%&%
$*-.
$%.%
$%/0
$%,$$,&/
$*.+
/00
$0&-
$0-%
$.0-
$0$.
$0.*
$0,/
$,$0
%
9# *
$
,
0
%
.
Ánægðir göngugarpar Ragnar
Sverrisson, Kristján Þórisson og
Valtýr Hreiðarsson á Steinsfelli.
Tignarlegt Þarna má sjá berg-
gang, í kvöldsólinni, rétt sunnan
við Syðri-Súlu.