Morgunblaðið - 19.07.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 21
UMRÆÐAN
-o
rð
sku
lu
stan
d
a!
Staf
fyrir
staf
569 7200
www.isprent.is
Fyrir heimili, sumarhús, fyrirtæki o.fl.
HALLDÓR Blöndal (HB) alþing-
ismaður ritar grein 6. júlí síðastlið-
inn í Morgunblaðið undir óskilj-
anlegri yfirskrift:
„Einkavæðing er brot-
hætt orð.“ Hvernig
geta orð verið brot-
hætt? Hann var að
svara grein eftir Þór
Sigfússon og mun
sennilega hafa átt við
að einkavæðing felist
ekki í því að svonefnd
„skuggagjöld“ verði
innheimt frá ríkinu af
notkun umferð-
armannvirkja, sem
einkafyrirtæki hafa
reist. Svo segir hann:
„að við skulum ekki koma óorði á
einkavæðinguna.“ Hann skrifar
gegn aðferðinni, en svo skín í gegn
að hann er á móti breikkun Hellis-
heiðarbrautar á þann hátt og kemur
að áhuga sínum á göngum undir
Vaðlaheiði; dæmigert kjördæmapot.
Eitt er pot í samgöngumálum en
annað og alvarlegra er það í sjávar-
útvegi. Í þeim efnum hefur HB oft
komið við sögu og er orðsporið ekki
til að guma af. Árið 2003, skömmu
eftir kosningar, varð mikil umræða
um svokallaða „línuívilnun“, en aðal-
fundur Sjálfstæðisflokksins hafði
samþykkt tillögu Guðmundar Hall-
dórssonar í Bolungarvík um það
efni eftir frækilega framgöngu
hans. Einsýnt var því að flokkurinn
hlyti að beita sér fyrir henni á þingi.
Deilur urðu þar og kom HB við
sögu og þótti ýmsum hann beita sér
gegn ívilnuninni í harkalegri bar-
áttu fyrir togaraútgerð á Akureyri
og þá gegn hagsmunum smábyggða,
því þær stunda mest línuveiðar. HB
sagði línuívilnun minnka kvóta ann-
arra útgerða og svar-
aði gagnrýni sem
frægt varð: „að það
væri jafnvont fyrir
Ólafsfjörð og Dalvík“!
Ívilnunin var síðan
samþykkt frekar
naumlega á þingi.
Flestum er nú ljóst,
að togaraútgerð á Ak-
ureyri hefur dregist
mjög saman og munar
mestu um að ÚA, síðan
Brim, var selt og
smám saman hefur
kvótinn rjátlast burt. Á
síðasta ári hafði botnfiskafli á Ak-
ureyri minnkað um þriðjung bara
frá 2003, en fyrir kosningar það ár
kom þorskurinn við sögu í kosning-
unum, en úthlutun afla varð mun
hærri en Hafró lagði til og manna á
milli var talað um „kosningakvóta“.
Með línuívilnun var stigið lítið skref
til veiðarfærastjórnunar og það er
synd hversu fáir hafa skilið mik-
ilvægi þessa og reyndust andstæð-
ingar þess á þingi.
Þjösnagangur utan þings
Ritari þessa pistils (JB) var for-
maður Varðar 1987 og var í fyr-
irsvari fyrir e.f. tillögu ásamt flest-
um formönnum
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og
Kópavogi, ásamt Heimdalli og Hvöt
o.fl., í næstæðstu valdastofnun
Sjálfstæðisflokksins: „Flokksráðs-
og formannafundur Sjálfstæð-
isflokksins haldinn á Selfossi
21.11.1987 ályktar, að núverandi
kvótakerfi í sjávarútvegi eigi að
leggja niður við fyrsta tækifæri, en
takmarka megi veiðisókn þess í stað
þegar nauðsyn krefur með öðrum
leiðum svo sem með veiðibönnum og
veiðileyfasölu. Nú þegar verður að
sníða verstu agnúa af gildandi
kvótakerfi, sem heftir frumkvæði og
atvinnufrelsi einstaklingsins. Miða
ber reglur við þau markmið, að
veiðiréttur verði ekki framseldur
varanlega og án endurgjalds og að
bættur rekstrargrundvöllur fiski-
skipa, sem skapast vegna veiði-
stjórnunar og takmörkunar, nýtist
þjóðfélaginu í heild. Ennfremur
verði séð til þess, að áhrif sjávar-
útvegs á gengisskráningu verði
minnkuð til hagsbóta fyrir aðra út-
flutningsstarfsemi. Fundurinn
bendir þó sérstaklega á í þessu sam-
bandi, að koma verður í veg fyrir að
veiði leggist niður eða verði mjög
takmörkuð í einstökum lands-
hlutum. Þess vegna þarf að miða
sölu veiðileyfa eða veiðikvóta við
hagsmuni byggðanna.“ – Tillagan
fékkst ekki rædd né afgreidd vegna
endurtekins yfirgangs HB ásamt
Tómasi I. Olrich, varaþingmanni.
JB mótmælti og sagði um að ræða
mál flutt í nafni allra helstu félaga
flokksins á höfuðborgarsvæðinu, en
fundarstjórinn, Þorsteinn Pálsson
formaður flokksins, tók því fálega
og lét málið ekki koma til afgreiðslu.
Vissulega eru nokkur efnisatriði í
umræddri tillögu, sem hvert og eitt
yrði að taka fyrir sérstaklega. –
Þetta er rifjað upp nú þar sem HB
er enn við sama heygarðshornið og
til þess vís að stöðva framkvæmdir
á Hellisheiði vegna kjördæmapots
og án innsæis í mikilvægi mála, rétt
eins og í sjávarútvegi. Þegar litið er
til þess, að þorskafla þarf að minnka
niður í 150 þ. tonn, að sögn forstjóra
Hafró, og að horfur fyrir þorsk-
veiðar eru mjög slæmar og þær
komnar niður í þriðjung af því sem
þær áður voru, má vera ljóst, að
svona vinnubrögðum á þingi verður
að linna.
Í ljósi reynslunnar og þeirrar
þekkingar, sem nú liggur fyrir um
togveiðar á alþjóðavísu og afla-
kvótakerfi með framsalsrétti, sem
og þess öngstrætis sem þorskveiðar
við Ísland eru nú komnar í, er ljóst
að betra hefði verið að fara faglega í
saumana á nefndum málum. Þá
voru krossgötur og ástæða til að
staldra við. Í þessu máli var ekki
tekist bara á um skiptingu fjöreggs-
ins heldur miklu fremur um aðferðir
til að hlúa að því og styrkja það.
Deilur um kvóta og útdeilingu hans
á þingi líkjast æ meir dæmisögu
Esops um krákuna og refinn, sem
gátu ekki komið sér saman um
skiptingu á ostbita og fengu apann
til þess verks. Einmitt ætluð einka-
væðing í fiskveiðistjórnun er nú að
verða þorskinum að fjörtjóni vegna
flausturs og áróðurs fyrir togveið-
um. Nær væri að segja að einka-
væðing eigi illa við brothættan
þorskinn.
Mannorð er brot-
hætt en orðin ekki
Jónas Bjarnason fjallar um
fiskveiðikvóta og gerir
athugasemd við grein Halldórs
Blöndal
’Deilur um kvóta og út-deilingu hans á þingi líkj-
ast æ meir dæmisögu
Esops um krákuna og
refinn, sem gátu ekki
komið sér saman um
skiptingu á ostbita og
fengu apann til þess
verks. ‘
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.