Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
- Einn vinnustaður
Stýrihópur um uppbyggingu
búsetuúrræða fyrir eldri
borgara í Reykjavík óskar
eftir samstarfi
Af þessu tilefni er auglýst eftir
samstarfsaðilum varðandi uppbyggingu
búsetuúrræða fyrir eldri borgara
í Reykjavík. Einkum er horft til samstarfs
við sjálfseignarstofnanir, félög eldri
borgara, samtök launþega og aðra
hagsmunaaðila sem hafa reynslu af
uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu
við eldri borgara.
Viðbrögð við auglýsingu þessari sendist
sviðsstjóra velferðarsviðs,
Láru Björnsdóttur, Tryggvagötu 17,
101 Reykjavík, fyrir 27. júlí 2006.
Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið
að vinna að auknum og bættum
búsetuúrræðum fyrir eldri borgara
í Reykjavík á komandi kjörtímabili.
Lögð verður m.a. áhersla á eftirtalin
forgangsverkefni:
● Uppbyggingu þjónustuíbúða og/eða
öryggisíbúða í tengslum við
þjónustukjarna.
● Uppbyggingu söluíbúða og þjónustu-
og/eða öryggisíbúða með
þjónustukjörnum þaðan sem hægt er
að veita fjölþætta heimaþjónustu.
● Byggingu hjúkrunarheimila í eldri og
nýjum hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið
Raðauglýsingar 569 1100
Listmunir
Listmunir
Erum að taka á móti verkum
á næsta listmunauppboð.
Fyrir viðskiptavini leitum við
að góðum verkum eftir
Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím
Jónsson, Þórarin B. Þorláks-
son, Nínu Tryggvadóttur,
Louisu Matthíasdóttur, Gunnlaug Blöndal,
Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason,
Kristínu Jónsdóttur, Jón Stefánsson, Jóhann
Briem og Kristján Davíðsson.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14,
Sími 551 0400.
Til sölu
Bækur til sölu.
Biskupasögur 1-2, 1858, Árbækur Espolin 1-12 lp., Sturlungasaga
1-2, 1-3, Safn fræðafélagsins 1-13, Borgfirskar æviskrár 1-6, Nokkrar
Árnesingaættir, Örnefni í Saurbæjarhreppi, Byggðasaga Austur
Skaftafellssýslu 1-3, Manntal 1801, Manntal 1816, Jarðartal á Íslandi
1847, Frumvarp til nýrrara jarðabókar fyrir Ísland 1848, Sóknarlýsing
Vestfjarða 1-2, Sagnaþættir landpóstanna 1-3, Austantórur 1-3, Hvað
er bak við myrkur lokaðra augna, Ferðaféag Íslands 1928 -81 ib,
frumprent, Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar 1-16, Ættir austfirðinga
1-9, Ferðabók 1-4, Landfræðisaga Íslands 1-4, Lýsing Íslands 1-4,
Þorvaldur Thoroddsen, Eldfjallarit ÞTH, 1925, Homopatísk lækninga-
bók 1882, Svarfdælingar 1-2, Flateyjarbók 1-4, Saga alþingis 1-5,
Rauður loginn brann st. st., Nokkrar sögur Laxness, Kvennafræðarinn
Elín Briem, 3 pr. Fingrarím 1838, Myndir úr Strandasýslu, Letters
from high latitudes, Ísland, Walter Iwan 1935, Prentlistin 500 ára,
Árbók Finns Jónssonar 1926, Kvöldvökurnar 1794 (1848), Roðskinna,
Með flugu í höfðinu, Lífsgleði á tréfæti, By fell and fjord (Oswald),
Skaftfellskar þjóðsögur, Íslensk fornrit, 22 st., skinn, Kortasaga
Íslands 1-2, Akranes 1-11. Upplýsingar í síma 898 9475.
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um-
hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á
umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.
Öskjuleið (F 88) um Lindaá í Herðubreiðar-
lindum í Skútustaðahreppi.
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er ein-
nig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
www.skipulag.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 19. ágúst
2006.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Raðauglýsingar
augl@mbl.is
FRÉTTIR
SEGLSKIPIÐ Sedov leggst að
Grandabakka í Reykjavíkurhöfn í
dag, 19. júlí, en ekki á föstudag eins
og sagði ranglega í frétt í blaðinu í
gær. Áhugasömum gefst kostur á að
skoða skipið á morgun milli kl. 10.00
og 22.00. Samanlögð stærð segla
skipsins er enn fremur 4.195 fer-
metrar en ekki um fjórir ferkíló-
metrar. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Nafn ljósmyndara
NAFN ljósmyndarans Elísabetar
Vilmarsdóttur vantaði við mynd sem
hún tók og birtist með frétt í blaðinu
sl. mánudag undir fyrirsögninni
„Fyrsta gegnumbrotið í aðalgöngum
við Kárahnjúka“. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Seglskipið Sedov
STRÆTÓ bs segir í yfirlýsingu
sinni að um misskilning sé að ræða
hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands
að ferðatími námsmanns frá Selás-
hverfi að Háskóla Íslands muni tvö-
faldast með þeim breytingum á
þjónustu Strætós sem nýverið voru
kynntar.
„Með breytingum á tímatöflum
verður biðtími við tengingu á milli
leiðar 19 og stofnleiðar 6 að há-
marki 3 mínútur. Ferðatími náms-
manns á milli Árbæjar- og Selás-
hverfis og Háskóla Íslands mun því
lengjast sem því nemur. Þá verður
þjónustutími leiðar 19 lengdur til
miðnættis, til samræmis við akstur
á stofnleiðum.
Það er því misskilningur í álykt-
un SHÍ, að ferðatími námsmanns
frá Seláshverfi að Háskóla Íslands
muni tvöfaldast með þeim breyt-
ingum á þjónustu Strætós sem ný-
verið voru kynntar.
Í tilkynningu sem Strætó bs sendi
frá sér sl. föstudag vegna breytinga
á þjónustu vegna hallareksturs
sagði m.a.: „Til að vega upp á móti
fækkun ferða á stofnleiðum verður
aukavögnum bætt við á mestu ann-
atímum. Stofnleið S5 verður lögð
niður en breytingar gerðar á þjón-
ustutíma leiðar 19 til mótvægis.
Breytingarnar, sem kynntar
voru í síðustu viku, taka gildi með
vetraráætlun sem hefst þann 20.
ágúst. Þó mun akstur á leið 19 til
miðnættis hefjast þegar þriðjudag-
inn 8. ágúst,“ segir í yfirlýsingunni.
Ferðatími
tvöfaldast ekki
hjá námsmanni
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands
lýsir yfir óánægju sinni með þá
ákvörðun borgaryfirvalda að draga
úr þjónustu Strætó bs. með því að
leggja niður stofnleið 5 og fækka
ferðum á álagstímum. Þetta kemur
fram í ályktun sem Stúdentaráðs-
.Þar segir jafnframt að þessi ákvörð-
un bitni sérstaklega illa á náms-
mönnum en þeir séu stór hluti af
viðskiptavinum Strætó bs.
„Því hefur verið haldið fram að
borgarbúar hafi „valið“ einkabílinn
fram yfir almenningssamgöngur.
SHÍ er því ósammála og telur að
borgaryfirvöld hafi með stefnu sinni
í skipulags- og samgöngumálum á
undanförnum áratugum „valið“ bíl-
inn fyrir borgarbúa. Borgaryfirvöld
hafa í raun takmarkað möguleika
borgarbúa til þess að ferðast með
öðrum hætti en með einkabíl og ekki
sýnt lausnum á sviði almennings-
samgangna nægilegan áhuga,“ segir
í ályktuninni.
Þar segir einnig að borgaryfir-
völd ættu að standa við gefin loforð
og kanna möguleika á bættri þjón-
ustu og lækkun á fargjaldi handa
námsmönnum.
Lýsa yfir óánægju
vegna Strætós bs.
SAMBAND ungra sjálfstæðismanna
(SUS) fagnar þeim sjónarmiðum sem
fram koma í nýútkominni skýrslu
formanns matvælanefndar forsætis-
ráðherra um að afnám tolla og ann-
arra innflutningshafta sé besta leiðin
til að lækka matvælaverð hér á
landi. SUS harmar hins vegar að
samstaða um þær tillögur hafi ekki
náðst í nefndinni vegna andstöðu
forræðis- og forsjárhyggjuafla sem
þar áttu fulltrúa sína, eins og komist
er að orði í ályktun SUS vegna
skýrslu formanns matvælanefndar
forsætisráðherra.
Þar segir jafnframt að þær til-
lögur sem fram koma í skýrslunni
séu skref í rétta átt en gangi þó allt
of skammt að mati ungra sjálfstæð-
ismanna.
„Samband ungra sjálfstæðis-
manna skorar á ríkisstjórnina að
fylgja vinnu nefndarinnar eftir með
niðurfellingu á tollum og öðrum inn-
flutningshöftum sem enn hvíla á inn-
fluttri matvöru. Samhliða þarf að
gera grundvallarbreytingar á ís-
lensku landbúnaðarkerfi og skapa ís-
lenskum bændum svigrúm til að
keppa á frjálsum markaði. Ríkisaf-
skipti hafa aldrei haft jákvæð áhrif á
neina atvinnugrein og það á ekki síst
við um íslenskan landbúnað,“ segir
m.a. í ályktuninni.
Fagna sjónarmið-
um formanns
matvælanefndar
HÓPUR japanskra þingmanna var á
ferð hér á landi í síðustu viku og var
tilgangurinn með ferð þeirra m.a. að
kynna sér einkavæðingu hér á land.
Óskuðu þingmennirnir sérstak-
lega eftir að fræðast um verklag við
sölu á eignarhlut ríkisins í Símanum
sem fram fór á síðasta ári. Þing-
mennirnir eiga allir sæti í allsherjar-
nefnd fulltrúadeildar japanska
þingsins, en undir hana heyra m.a.
póst- og fjarskiptamál.
Með þingmönnunum í för voru
embættismenn frá innanríkis- og
fjarskiptaráðuneyti Japans, auk
starfsmanna japanska þingsins. Áttu
þeir fund í fjármálaráðuneytinu með
Baldri Guðlaugssyni ráðuneyt-
isstjóra sem sæti á í einkavæðing-
arnefnd, og Stefáni J. Friðrikssyni,
sérfræðingi í fjármálaráðuneytinu og
starfsmanni einkavæðingarnefndar.
Fræðst um einka-
væðingu á Íslandi