Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ eeee V.J.V, Topp5.is FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU S.U.S. XFM 91,9 „...EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS...“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee FRÁBÆR SUMARMYND HLAÐIN SPENNU OG MÖGNUÐUM ATRIÐUM. Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! OVER THE HEDGE ÍSL TAL. kl. 6 - 8 THE LAKE HOUSE kl. 10 SUPERMAN RETURNS kl. 6 - 9 B.I. 10 SUPERMAN kl. 5:30 - 8:40 - 10:30 B.I. 10.ÁRA. OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 6 - 8 - 10:10 THE BREAK UP kl. 6 - 8:15 - 10:40 THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 5:50 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 8:15 KEEPING MUM kl. 10:30 B.I. 12.ÁRA. OVER THE HEDGE ÍSL TAL kl. 6 - 8 THE BREAK UP kl. 10.10 SUPERMAN kl. 6 - 9 ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! Fyrrum strandvarða-stjarnan Carmen Electra og eiginmaður hennar, rokkarinn Dave Navarro, hafa tilkynnt að þau ætli að skilja. Þau taka fram að þau séu góð- ir vinir og skilji í góðu. Þau giftu sig í nóv- ember 2003 og gátu áhorfendur MTV-sjónvarpsstöðvarinnar fylgst með athöfninni í þætti þeirra hjóna, „Til Death Do Us Part“. Electra, sem er 34 ára, var um skeið gift körfuboltastjörnunni Dennis Rodman. Navarro, sem hefur spilað á gítar með hljómsveit- unum Jane’s Addiction og Red Hot Chili Peppers, er nú gestadómari í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova.    Fólk folk@mbl.is Eins og allir vita reyndi mik-ið á Brad Pitt á síðasta ári þegar hann skildi við Jennifer Aniston til að vera með Angel- inu og ganga börnum hennar tveimur, Maddox og Zahara, í föðurstað. Hann segist hins vegar vera mjög hamingju- samur þessa dagana eftir að honum og Angelinu Jolie fædd- ist dóttirin Shiloh. Gildismat hans hafi fyrir vikið breyst mikið. „Það er alveg ótrúlegt að eignast börn. Það breytir því algjörlega hvernig maður horfir á heiminn. Maður hættir að einblína á sjálfan sig, og fyrir það er ég þakklátur.“ Þetta sagði leik- arinn góðkunni í spjalli við NBC á dögunum. „Sko. Maður getur skrifað bók eða málað mynd eða teiknað eða gert mynd en það að eignast börn er það ótrúlegasta sem ég hef nokkurn tíma gert á ævinni. Bara ef ég fæ hana litlu (Shiloh) til að ropa, finnst mér ég hafa afrekað eitthvað.“    KVIKMYNDIN Ultraviolet gerist síðla á 21. öldinni þegar ný teg- und manna sem nefnast „Hemophages“ hefur sprottið fram. Þessi nýja tegund hefur lent í genabreytingu sem gerir það að verkum að hún er fljótari, þolnari og mun greindari en hin almenna mann- skepna Stjórnvöldum til mikils ama er tegundin hins vegar sífellt að breytast sökum reglulegrar stökkbreytingar sem hún verður fyrir og því er ákveðið að útrýma hinu genabreytta kyni. Kona af Hemop- hages-kyni ákveður þó að berjast til varnar sinni tegund og ná fram réttlæti gagnvart þeim sem breyttu lífi hennar fyrir fullt og allt. Jafnvel þótt margir gætu haldið annað, er þessi kvikmynd ekki hluti af langri runu mynda gerðra eftir teiknimyndasögu. Leikstjór- inn Kurt Wimmer byggir myndina á kvikmyndinni Gloria eftir John Cassavetes frá árinu 1980. Það er Milla Jovovich sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, en auk hennar leika í henni m.a. Cameron Bright, Nick Chinlund og William Fichtner. Frumsýning | Ultraviolet Hefnd hinna stökkbreyttu Milla Jovovich er hér komin í annað kvenhetjuhlutverkið. ERLENDIR DÓMAR Los Angeles Times 40/100 The New York Times 30/100 The Hollywood Reporter 20/100 Variety 20/100 New York Post 0/100 ÞAÐ er komið vor og Verne og félagar hans í skóginum, vakna eftir langan vetur. Sér til mikillar hrellingar sjá þeir að undarlegur grænn veggur hefur risið í miðjum heimkynnum þeirra á meðan þeir lágu í dvala. Þvottabjörninn RJ hefur skýringu á reiðum höndum; handan veggsins er veröld, betri en sú sem þeir sjálfir heyra til þar sem und- arleg dýr sem kalla sig mannverur, lifa til að borða en ekki öfugt. Verne er einhverra hluta vegna tortrygginn á útskýringu RJ og legg- ur til að vinir hans og fjölskylda haldi sig „réttu“ megin við limgerðið. RJ lætur þó ekki segjast og sannfærir dýrin í skóginum um að þau geti notið góðs af því sem hinn heimurinn hefur upp á að bjóða. Af illri nauðsyn ákveða Verne og RJ að bindast vináttuböndum því að það mun þarfnast samvinnu að komast af við hlið þessa nýja heims sem mannfólkið kallar „úthverfi“. Myndin er bæði sýnd með ensku og íslensku tali og í aðal- hlutverkum í ensku útgáfunni eru: Bruce Willis, Garry Shandling, Steve Carrell, William Shatner, Catherine O’Hara, Eugene Levy, Wanda Sykes, Nick Nolte, Thomas Hayden Church og Avril Lavigne. Þeir íslensku leikarar sem ljá persónunum raddir sínar eru: Magn- ús Jónsson, Harald G. Haralds, Rúnar Freyr Gíslason, Inga María Valdimarsdóttir, Björn Thorarensen, Ólafur Darri Ólafsson og Valdi- mar Flygenring. Frumsýning | Over the Hedge Öll dýrin ferðast um eyðimerkur úthverfanna í Over the Hedge. Handan limgerðisins ERLENDIR DÓMAR The Hollywood Reporter 70/100 The New York Times 40/100 Washington Post 70/100 Variety 60/100 Roger Ebert 75/100 Dúettinn Síbylur, skapandi sumarhópur hjáHinu húsinu, heldur lokatónleika sína fimmtudaginn 20. júlí klukkan 20 á Kaffi Hljóma- lind. Síbylur hefur í sumar unnið með ýmis stef sem í gegnum árin hafa heyrst í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum og verða tónleikarnir yfirferð á af- rakstri sumarsins. Meðlimir Síbyls, þeir Finnur og Andri, fá til liðs við sig marga góða gesti, flesta þeirra tónlistarfólk úr öðrum sumarhópum Hins hússins. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.