Morgunblaðið - 09.08.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 09.08.2006, Síða 1
Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FJÁRMAGNSTEKJUR eru sífellt að verða stærri hluti skattgreiðslna Íslendinga og á síðasta ári voru 2.170 framtelj- endur, einstaklingar og sam- skattað sambúðarfólk og hjón, sem höfðu eingöngu fjármagns- tekjur. Samtals höfðu rúmlega 6.600 framteljendur, 4% allra sem töldu fram, hærri fjár- magnstekjur en launatekjur á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum sem unnar hafa verið af emb- ætti ríkisskattstjóra fyrir Morgunblaðið. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir að í dag sé staðan sú að stór hópur einstaklinga lifi af fjármálastarfsemi og hafi engar aðrar tekjur. Þeir einstaklingar greiða 10% fjármagnstekjuskatt af sinni innkomu og geta notað hluta af persónuaf- slætti þar á móti, en þeir sem hafa launatekjur greiða hins vegar 36,72% tekjuskatt af því sem þeir afla en draga persónuafsláttinn að fullu frá. „Þetta samrýmist illa því jafnræði og jafnrétti sem á að vera í skattalögunum, auk þess sem svona munur gerir það að verkum að menn freistast til að reyna að færa tekjur sem eru raunverulega launa- tekjur í það form að vera fjármagnstekjur,“ segir Indriði. Hann tekur dæmi af einstaklingum sem hafi ekki annan starfa en að fylgjast með hlutabréfum sín- um, kaupa og selja þegar hentar, og hafa af því fjár- magnstekjur. „Menn sem stunda þetta, eru í fullu starfi við að gera þetta, og reikna sér ekki laun fyrir það. Auðvitað eru þeir að vinna að þessu. […] Það eru leiðir til að færa tekjur á milli, og stundum eru skilin milli eignatekna og vinnutekna mjög óljós.“ Fjölgar um fjórðung Þeim framteljendum sem hafa hærri fjármagns- tekjur en launatekjur hér á landi hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Frá árinu 2000, þegar 4.966 framteljendur voru í þessari stöðu, hef- ur aukningin verið 33,5% til ársins 2005, þegar þeir voru orðnir 6.627. Á sama tíma hefur þó fjöldi framteljenda einnig aukist. Ef fjöldi þeirra sem hafa hærri fjármagns- tekjur en aðrar tekjur er skoðaður sem hlutfall af framteljendum í heild má sjá að þeir voru 3,18% ár- ið 2000, en voru 3,96% í fyrra, sem er um fjórðungs aukning á sex árum. 2.200 framteljendur ein- göngu með fjármagnstekjur  6.600 framteljendur | Miðopna Indriði H. Þorláksson ÞAÐ er engu líkara en þessar stúlkur í Íslensku hreyfiþróun- arsamsteypunni séu að spila veiðimann. Svo er þó ekki held- ur er um að ræða æfingu á dans- og leikhúsverkinu Meyj- arheftið sem frumsýnt verður á morgun og markar upphaf listahátíðarinnar ArtFart. | 36 Morgunblaðið/Sverrir Áttu drottningu? MÆLINGAR vísindamanna hafa leitt í ljós að sjófuglinn gráskrofa flýgur á einu ári allt að 74.000 kíló- metra yfir Kyrrahafið eftir „átta- laga“ leiðum, sem staðfestir að hún flýgur allra fugla lengst. Gráskrofan flýgur því árlega um helmingi lengri vegalengd en krían, sem flýgur lengst allra íslenskra varpfugla. Þessara nýju upplýsinga var aflað með því að koma fyrir sérstökum rafrænum sendum á 33 gráskrofum, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins Times í gær. Þessir sendar mældu staðsetningu, lofthita og dýptina sem gráskrofurnar köfuðu. Ári eftir að athugunin hófst tókst að ná í 20 af sendunum og veittu 19 þeirra fullar upplýsingar um flugið. Í þeim gögnum kom ýmislegt at- hyglisvert í ljós. Gráskrofan kafar allt að 68 metra niður í hafið í leit að æti, sem er aðeins um sex metrum styttra en Hallgrímskirkjuturn. Þá sýndu gögnin að hún flýgur allt að 910 km á dag í ætisleit, á leið sinni frá heimkynnunum á Nýja-Sjálandi til viðkomustaða á norðurhveli jarð- ar. Sést hér við land á sumrin Ævar Petersen, fuglafræðingur, segir að gráskrofan sjáist hér á landi á sumrin. Hann segir lengi hafa ver- ið vitað að hún flygi langar leiðir og að þessi gögn staðfesti það með skemmtilegum hætti. „Kyrrahafið er enda miklu stærra en þessi pollur sem er Norður-Atlantshafið,“ sagði Ævar í léttum tóni í gær. Ljósmynd/Björn Gísli Arnarson Gráskrofan flýgur allra fugla lengst HAMAD bin Jassem al-Thani, utanríkisráðherra Katar, kallaði eftir því fyrir hönd Arababanda- lagsins á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna í gær, að ráðið fyrirskip- aði Ísraelsstjórn að draga herlið sitt frá Líbanon, svo koma mætti á vopnahléi eftir blóðug átök liðsmanna Hizboll- ah-hreyfingarinnar og Ísr- aelshers í suðurhluta landsins. Frakkar og Bandaríkjamenn náðu um helgina samkomulagi um uppkast að ályktun um vopnahlé, en þar var ekki kveð- ið á um tímasetningu á brott- flutningi Ísraelshers frá Líbanon. Áskorunin er því hluti af stuðningi bandalagsins við beiðni líb- anskra stjórnvalda um breytingar á uppkastinu. Óánægja líbanskra stjórnvalda með uppkastið hefur þannig frestað samþykkt ályktunarinnar. Það vakti því athygli þegar Fuad Siniora, for- sætisráðherra Líbanons, fullyrti í gær að árangur hefði náðst í að sannfæra Frakka og Bandaríkja- menn um ágæti breytingartillagna Líbana. Við sama tilefni lögðu Rússar, sem fara með neitunarvald í ráðinu, til að „vopnahlé í mann- úðarskyni“ yrði samþykkt þegar í stað, tækist ekki að ná samkomulagi um nýtt uppkast að vopnahlésályktun. Sean McCormack, talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, tjáði sig í gær um það tilboð Líbana að senda 15.000 manna herlið að landa- mærunum. Sagði hann það ófullnægjandi, í ljósi þess að her landsins væri enn of veikburða til að koma í veg fyrir árásir Hizbollah. Seint í gærkvöldi sagði Jean-Marc de La Sabl- iere, fulltrúi Frakka á fundinum með sendimönn- um Arababandalagsins í gær, að Frakkar og Bandaríkjamenn ynnu að nýju uppkasti sem vonir stæðu til að yrði samþykkt fyrir vikulok. Hætta dreifingu hjálpargagna Christiane Berthiaume, talsmaður Matvæla- áætlunar SÞ, sagði í viðtali við breska ríkisútvarp- ið, BBC, í gær að ákveðið hefði verið að stöðva flutning hjálpargagna til S-Líbanon af öryggis- ástæðum. „Það er engin trygging fyrir öryggi,“ sagði Berthiaume. „Ástandið fer versnandi.“ Ályktun SÞ um Líbanon seinkar enn Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jassem al-Thani Krónísk saxófónárátta Jónas Th. Lilliendahl safnar saxófón- um af miklum móð | Daglegt líf Þýskar konur í íslenskri sveit Walter Laufenberg kannar afdrif þýskra vinnukvenna | Menning Kluft varði titilinn í sjöþraut  Eyjólfur velur landsliðshópinn  Öruggur sigur hjá Arsenal Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 213. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.