Morgunblaðið - 09.08.2006, Side 11

Morgunblaðið - 09.08.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR FERÐAFÉLAGIÐ Augnablik hefur undanfarin ár gefið fólki kost á að kynna sér með eigin augum öræfin norðan Vatnajök- uls og svæðið sem fer undir vatn vegna Kárahnjúka- virkjunar. Þrjár tveggja daga ferðir verða farnar nú í mánuðinum, sú síðasta 26. ágúst, enda stefnt að því að byrja að hleypa vatni á Hálslón í september. Ósk Vilhjálmsdóttir myndlist- armaður, sem hefur stýrt ferðum Augnabliks ásamt Ástu Arn- ardóttur leikkonu, hyggst nú bjóða öllum ráðherrum ríkis- stjórnarinnar í tveggja daga ferð 19. ágúst til að skoða svæðið sem hið geysistóra Hálslón mun leggja undir sig að verulegu leyti. „Ég ætla að bjóða íslensku rík- isstjórninni í tveggja daga ferð um fyrirhugaðan lónsbotn og fossaröðina í Jökulsá á Fljóts- dal,“ segir Ósk. „Þau kynnast þá landinu sem á að hverfa. Þau munu sjá jökulsárnar tvær sem eru hvor sínum megin við Snæ- fellið, þær eru eins ólíkar og hugsast getur. Sú vestari er aurugasta og kaldasta jökuláin á landinu og með mestan rofmátt, engir fossar og hún er ekkert nema orkan. Hin er þessi fínlega sem hefur skilið eftir sig leirinn á Eyjabökkum og myndar þessa miklu fossaröð. Annað fljótið á að fylla upp en hitt á að hverfa. Rúta, fullt fæði og gist í skála Ráðherrarnir þurfa bara að koma sér til Egilsstaða, nóg að taka með sér lítinn dagspoka og hitabrúsa en séð er um allan mat og gist í skála við Snæfell eina nótt. Fólk getur staðfest þátttöku á vefsíðunni minni, halend- isferdir.is, og gott ef það yrði gert fyrir 15. ágúst. Ekið verður að Sauðafellsöldu og gengið stuttan spöl að Töfrafossi. Nú eru berin að þroskast en þarna er mikið af aðalbláberjum og krækiberjum og hægt að fara í berjamó í leiðinni. Gengið er niður með gljúfrum Kringilsár að ármótum hennar og Jöklu, þar næst niður með Jöklu í áttina að Kárahnjúkum að Sauðárfossaröðinni. Þá er ekið inn á Vesturöræfin þar sem Kringilsárrani blasir við og hugs- anlegt að sjáist til hreindýra en ekki farið inn á ranann sjálfan, tíminn leyfir það ekki. Nátt- staður verður í skála við Snæfell þar sem boðið verður upp á dýr- indis kvöldmáltíð og um morg- uninn gengið með fossaröðinni í Norðurdal. Fólkið verður komið heim til Reykjavíkur á sunnu- dagskvöld.“ – En nú veistu að ráðherrarnir eru hlynntir virkjuninni … „Já, en þessar ferðir eru ekki fyrir andstæðinga eða stuðnings- menn hennar, þær eru einfald- lega fyrir fólk sem vill kynna sér þessa staði og öræfin. Þetta eru ekki einhverjar halelújaferðir. Allir eru velkomnir, hvaða skoð- anir sem þeir hafa. Við höfum hins vegar í þessum ferðum boðið ferðalöngum að stíga út úr rút- unni og sýna öræfunum samstöðu með stuttri þagnarstöðu í fegurð og friði í 10 mínútur við Kára- hnjúka. Þátttakan er algerlega frjáls, sumir fara út en aðrir sitja áfram.“ Ætlar að kynna jarðhita- svæðið við Torfajökul Ósk hyggst nú hafa frumkvæði að því að kynna almenningi önn- ur fáfarin svæði sem rætt hefur verið um að virkja og nátt- úruverndarsinnar hafa áhyggjur af að verði spillt. „Ég er búin að stofna fyr- irtækið halendisferdir.is og ætla að gefa fólki kost á að sjá þessi svæði með góðum fyrirvara, áður en áætlanir um framkvæmdir eru komnar lengra. Þetta eru svæði eins og við hverasvæðin við Torfajökul. Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því að svæðið sé í hættu en hún er samt til staðar. Fólk þekkir ekki almennt Vesturdali, Reykjadali og Háu- hveri, staði sem eru í kringum Laugaveginn. Það bara gengur Laugaveginn í einum grænum en gefur sér ekki tíma til að skoða það sem er í grennd við hann. Það er nauðsynlegt að halda sig stundum utan við stikaðar leiðir og ég er búin að þvælast víða um þetta svæði með erlenda ferða- menn. Þar eru eiginlega skemmtilegustu staðirnir og ætl- unin er að fara núna í haust og skoða stærstu og flottustu hverina vestast í Hrafntinnu- skeri. Aðrir staðir sem rætt hef- ur verið um að virkja eru m.a. Þeistareykir og Skjálfandafljót og ég ætla að kanna aðstæður þar með tilliti til gönguleiða. Vesturdalir, þar sem menn íhuga að virkja jarðhita, eru ger- ólíkir Kringilsárrana vegna þess að þarna er ekkert dýralíf. Þarna er aska og vikur, gróður hefur myndast í þessu öllu saman en þetta er svo laust í sér. Ef maður stígur fast til jarðar rifnar jarð- vegurinn undan manni. Þarna er hægt að leggjast í leirhveri, við biðjum fólk hins vegar að fara úr skónum til að skemma sem minnst umhverfið. Ef hópurinn er ekki nema sjö manns er þetta í lagi en ef um 40 manna hóp væri að ræða myndu ummerkin sjást lengi. Þetta er ekki staður til að fara á með grillið og allan útbúnaðinn sem margir eiga. Maður getur auðvitað verið ánægður með að viðkvæmir stað- ir verði ekki fyrir miklum ágangi ferðamanna og ég er ekki tals- maður þess að það sé gott að- gengi að öllu. En það getur hins vegar unnið mjög gegn svona perlum að nánast enginn hafi séð þær, þá er svo auðvelt að fórna þeim. Ég gekk í gær [mánudag] og skoðaði fossaröðina í Jökulsá á Fljótsdal í dásamlegu veðri. En það hefur unnið gegn þessum fossum hvað aðgengi hefur verið lélegt, ef allir þekktu Kirkjufoss, Faxa og Gjögurfossaröðina væru þeir ekki í neinni hættu. Þetta er því og verður alltaf þversagna- kennt.“ Kringilsárrani viðkvæmur – Er Kringilsárrani gott dæmi um svæði þar sem takmarka þarf aðgengið? „Hann er mjög gott dæmi um þennan vanda, þarna er hann í hnotskurn. Fossaröðin við Jök- ulsá þolir ágætlega ágang og gljúfrin líka. En maður er satt að segja með í maganum þegar maður fer með fólk þarna um Kringilsárranann. Ég hef séð fólk fara í kláfinn inn á ranann með hund, inn á friðland heiða- gæsa! Þetta var reyndar ágætis fólk og var með hundinn í bandi en það á að harðbanna svona framferði á friðlandi. Eyjabakkarnir eru vel varðir vegna þess að það er svo erfitt að ganga þar, svæðið er svo blautt. Maður þarf eiginlega að vaða berfættur um bakkana, það fer enginn í lautartúra þarna. Þetta er svæði sem maðurinn getur aðeins notið í þeim skiln- ingi að við höfum vitneskju um lífríkið þarna og þá er það spurn- ingin hvort okkur finnst það ómerkilegt og einskis virði. Við verðum að velta því fyrir okkur hvort við viljum ekki eiga svona svæði sem eru frátekin fyrir aðrar lífverur en okkur,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir. Ráðherrum býðst að skoða botn væntanlegs Hálslóns Ósk Vilhjálms- dóttir vill stuðla að því að ráðamenn kynnist náttúrunni við Kárahnjúka af eigin raun Morgunblaðið/RAX Breiður af eyrarrós við Sauðá. Horft út Sauðárdal en hluti hans fer undir Hálslón þegar það verður að veru- leika. Í fjarska til vinstri eru Hvannstóðsfjöll, Kárahnjúkarnir tveir til hægri og Lambafell á milli. Ósk Vilhjálmsdóttir Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SVEITARFÉLAGIÐ Árborg var í gær dæmt til að greiða fyrrum heimilisfræði- kennara tæplega 790.000 krónur sem Hér- aðsdómur Suðurlands taldi að væru vangold- in laun fyrir tækjavörslu og fleira á árunum 2001 til 2004. Fimm aðrir einstaklingar hafa höfðað mál gegn sveitarfélaginu vegna sams- konar mála og bíða þau afgreiðslu hjá dóms- kerfinu. Upphaf málsins er að árið 1991 ákvað bæj- arráð Selfoss að greiða kennurum í verkleg- um greinum sérstaklega fyrir tækjavörslu, innkaup og umsjón með verkmenntastofum í grunnskólum bæjarins. Greiðslurnar voru síðan felldar niður 1. ágúst 2001, um leið og nýr kjarasamningur á milli Kennarasam- bands Íslands og launanefndar sveitarfélag- anna tók gildi. Í málinu byggði heimilisfræðikennarinn m.a. á því að gildur samningur hefði tekist um greiðslur fyrir innkaup og fleira og þeim samningi hefði aldrei verið sagt upp. Sveitar- félagið hefði á hinn bóginn fellt greiðslurnar niður samkvæmt einhliða ákvörðun launa- nefndarinnar en Hæstiréttur hefði í tveimur öðrum málum komist að þeirri niðurstöðu um að væri að ræða einstaklingsbundnar greiðslur og því hefði þurft að segja þeim upp gagnvart hverjum og einum kennara. Krafð- ist hún því greiðslu fyrir árin 2001–2004 þeg- ar hún lét af störfum. Sér til varnar benti sveitarfélagið m.a. á að umræddar greiðslur hefðu verið felldar inn í vinnuskyldu kennara samkvæmt samningn- um sem tók gildi 1. ágúst 2001 og að kenn- arinn hefði ekki gert athugasemd vegna breytinga á greiðslutilhöguninni fyrr en með aðkomu lögmanns hennar árið 2004. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi að sveit- arfélaginu hefði borið að segja upp samn- ingnum við kennarann með lögformlegum hætti kysi það að losna undan skuldbinding- um sem í honum fælust en það hefði ekki ver- ið gert. Þá hafnaði dómurinn því að kenn- arinn hefði fyrirgert kröfu sinni með tómlæti. Upphæðin sem kennaranum var dæmd, 790.000 krónur, er laun auk dráttarvaxta. Hjörtur O. Aðalsteinsson kvað upp dóm- inn. Lögmaður kennarans var Guðni Á. Har- aldsson hrl. og lögmaður Árborgar var Sig- urður Sigurjónsson hrl. Árborg dæmd til að greiða kenn- ara 790.000 krónur Grímsey | Ný flugvél Flugfélags Íslands, Dash 8, lenti á Grímseyjarflugvelli eftir aðeins 15 mínútna flug á leiðinni Akureyri – Grímsey. Hann var að vonum glaður flugstjórinn, Kolbeinn Ingi Árnason, þegar hann flaug þessum glæsta farkosti á heim- skautsbaug ásamt fríðu föruneyti, farþegum og áhöfn. Kolbeinn Ingi sagði að FÍ hefði á dögunum fengið tvær flugvélar af þessari gerð. „Dashinn“ tekur 37 farþega og er sérhannaður fyrir stuttar og erfiðar brautir. Hann mun verða inn á milli í flugi til Grímseyjar í framtíðinni. Frá Akureyri til Grímseyjar á fimmtán mínútum F.v. Guðfinna Sævarsdóttir flugmaður, Kolbeinn Ingi Árnason flugstjóri og Sara Dögg Ásgeirsdóttir flugfreyja fyrir framan Dash 8 í Grímsey. HEILDARFJÖLDI frjókorna í júlí reynd- ist undir meðallagi í Reykjavík og á Ak- ureyri. Í Reykjavík var fjöldi grasfrjóa að- eins hálfdrættingur meðaltals áranna 1988–2005 og heildarfjöldi súrufrjóa sum- arsins stefnir í að vera undir meðaltali sömu ára eftir því sem segir í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Á Akureyri voru grasfrjó rétt helmingur þess sem mælist í meðalári og mældust aðrar teg- undir stopult og í litlu magni. „Mér virðist að þegar frjókornin fara yfir tíu hjá grösum finna flestir sem eru greind- ir með grasofnæmi fyrir því. Það voru í sjálfu sér ekki margir þannig dagar í júlí, og því var þetta með hagstæðari árum fyrir þá sem eru með grasofnæmi,“ segir Margrét Hallsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun. Tölur hærri inn til landsins „Þetta á við um Reykjavík og Akureyri en svo getur verið að frjótölur séu mun hærri þegar komið er inn í landið þar sem hafáhrif koma ekki fram,“ segir Margrét og segir að með mikilli einföldun megi segja að eftir því sem sólskin sé minna og rigning meiri því hagstæðari séu sumrin fyrir þá sem hafa frjókornaofnæmi. Nokkrar grastegundir eru enn í blóma, eru það einkum erlendir slæðingar og rækt- uð túngrös. Uppspretta grasfrjóa er því enn til staðar og verði veður þurrt og vindasamt í ágúst gætu þeir dagar komið að frjótölur verði háar. Fjöldi frjó- korna með lægsta móti ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.