Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 16
Reykjavík | Mikið verk er að halda eigum borgarinnar hrein- um og fínum. Umferðarskiltin eru þar á meðal. Nauðsynlegt er að halda þeim hreinum svo þau gegni hlutverki sínu. Óhrein- indin eru ekki öll óumflýjanleg því það gerist alltaf annað slagið að einhverjir noti skiltin til að fá útrás fyrir annarlegar hvatir. Það hefur gerst á þessum gatnamótum, einhver lagði það á sig að krassa á biðskyldu- merkið. En Edda Arnaldsdóttir mætti með klút og hreinsilög og þegar hún hafði lokið verkinu gátu ökumenn speglað sig í skiltinu á meðan þeir biðu. Morgunblaðið/Eggert Stórhreingerning á gatnamótum Stöðvunarskylda Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Gaf listaverk | Myndlistarkonan Mireya Samper færði íbúum Kaldrananeshrepps að gjöf listaverkið „Lagrima“ á dögunum, í tilefni myndlistarsýningar sem hún hélt í Grunnskólanum á Drangsnesi. Mireya Samper var listamaður Bryggjuhátíðar 2006 og dvaldi viku á Drangsnesi og vann þar hörðum höndum, segir á fréttavefnum strandir.is. Listaverkið er hoggið í grjótið í kringum heitu pottana. Verkið myndar mjög skemmtilega umgjörð um pottana og pass- ar þar fullkomlega, segir á vefnum. Jenný Jensdóttir, oddviti Kaldrananeshrepps, tók á móti listaverkinu fyrir hönd sveitarfé- lagsins.    Landsþing um andleg mál | Ráðstefnan Á sveimi – landsþing um andleg mál verður haldin á Seyðisfirði dagana 29. september til 1. október. Bæjarráð Seyðisfjarðar fagn- ar hinu merka framtaki Sálarrannsóknar- félags Seyðisfjarðar og staðfesti á fundi sínum nýlega ákvörðun fyrri bæjarstjórnar um aðstoð og stuðning við þingið.    Byggðamerki | Efna á til samkeppni um byggðamerki fyrir sveitarfélagið Langa- nesbyggð, sem er sameinað sveitarfélag Skeggjastaðahrepps og Þórshafnarhrepps. Tillögum skal skila á skrifstofur Langa- nesbyggðar á Þórshöfn, eða Bakkafirði, í lokuðu umslagi merkt „Byggðamerki“. Til að gæta hlutleysis hefur verið ákveðið að tillögur njóti nafnleyndar þar til byggða- merki hefur verið valið. Það skal gert þannig að með tillögu að byggðamerki fylgi í lokuðu umslagi nafn og heimili höfundar ásamt smækkaðri mynd af tillögunni. Skilafrestur er til og með fimmtudagsins 31. ágúst 2006.    Ekki fleiri Murneyramót | Hestamanna- félagið Smári í Árnessýslu mun að öllum líkindum segja upp leigusamningi fyrir land á Murneyrum á næstunni og þar með eru svokölluð Murneyramót hestamanna úr sögunni. Þau hafa verið haldin síðast- liðin 40 ár, lengstum af Smára og Sleipni á Selfossi. Eftir uppbyggingu vallar á Sel- fossi fyrir þremur árum hætti félagið þar þátttöku, að því er fram kemur á frétta- vefnum sudurland.is. Einnig kemur fram að Smári hefur ekki lengur bolmagn til að reka völlinn. Murneyramótið sem haldið var 23. júlí sl. var því síðasta mótið á þessum stað. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Stundum er talað um að éta eitthvaðupp til agna eða með húð og háriog það átti svo sannarlega vel við þegar gulbröndótti kötturinn í mak- indum gleypti í sig þrastarunga á hlaðinu við gamla prestsbústaðinn á Laufási. Hann var ekkert að fara í felur með miðdegisverðinn, kom sér bærilega vel fyrir og skeytti engu þótt fjölmargt fólk fylgdist með aðförunum. Kisi gerði mat sínum góð skil, það var hvorki tang- ur né tetur eftir af hinum óheppna þrast- arunga þegar hann hafði lokið sér af. Áhorfendum þótti kötturinn ganga skipulega til verks, en sumum í hópnum þóttu örlög ungans fulldapurleg. Morgunblaðið/Margrét Þóra Sporðrenndi þrastarunga Það er kallað sum-arauki þegar viðr-ar vel að hausti. Jódís Jósefsdóttir orti til Bomma [Hjálmars Júl- íussonar] þegar þau voru byrjuð að vera saman: Eitt ég segja ætla þér á ef viltu hlýða sumarauki eru mér ástúð þín og blíða. Jódís orti til dótt- ursonar vinkonu sinnar: Að þú fetir æviveginn bjarta óska ég í mínu gamla hjarta að þú verður alltaf hress og glaður en þó fyrst og síðast góður maður. Pétur Stefánsson orti eftir helgina á Akureyri: Helgin féll körlum í kramið þeir kætina vart gátu hamið. Hér var drukkið og skriðið og drukkið og riðið og drukkið og sniffað og lamið. Bjarni Ásgeirsson orti á nefndarfundi árið 1935: Fjórir mættir, fundur settur, fyrir tekið er: frumvarpsbunki býsna þéttur borinn fram af mér. Sumarauki og ævivegur pebl@mbl.is ♦♦♦ Miðfjörður | Grettishátíð verður haldin á Laugarbakka og Bjargi í Miðfirði dagana 11. til 13. ágúst næstkomandi. Hátíðin er haldin til heiðurs Gretti sterka Ásmund- arsyni frá Bjargi. Er þetta tíunda skipið sem Grettishátíð er haldin og af því tilefni verður hún veglegri en áður. Grettishátíð hefst á föstudagskvöldið með opnun víkingabúða og handverkssýn- inga í Grettisbóli á Laugarbakka. Þar verður dagskrá á laugardag. Meðal atriða má nefna að félagar úr víkingahópunum Rimmugýg og Hringhorna sýna bardaga- listir og fornmannaleiki. Benedikt Búálfur og persónur úr ávaxtakörfunni skemmta börnum ásamt því að þrautabraut og hest- ar verða á svæðinu. Að lokum verður grill- veisla að hætti víkinga. Á laugardagskvöldið verður dagskrá í félagsheimilinu Ásbyrgi þar sem fram koma félagar úr kvæðamannafélaginu Vatnsnesingi, Elfar Logi Hannesson sýnir einleik um Gísla sögu Súrssonar og að lok- um stígur á stokk þjóðlagatríóið Kliður fornra strauma en tríóið skipa þau Stein- dór Andersen, Sigurður Rúnar Jónsson og Bára Grímsdóttir. Á sunnudaginn 13. verður dagskrá á Bjargi í Miðfirði. Þar verður boðið upp á söguskoðun og leiðsögn ásamt því að háð verður aflraunakeppni. Grettishátíð er hátíð fjölskyldunnar þar sem jafnt ungir og þeir sem eldri eru munu án efa finna eitthvað við sitt hæfi, segir í fréttatilkynningu frá mótshöldurum. Tjaldstæði eru á Laugarbakka og fjöl- margir aðrir gistimöguleikar á svæðinu. Tíunda há- tíðin til heið- urs Gretti Laugar | Við setningu níunda Unglinga- landsmóts Ungmennafélags Íslands, sem haldið var á Laugum í Reykjadal um helgina, var tilkynnt að mótið yrði haldið í Þorlákshöfn sumarið 2008. Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynnti í ræðu sinni við setn- inguna að á stjórnarfundi UMFÍ í síðasta mánuði hefði verið ákveðið að Þorlákshöfn yrði fyrir valinu. Kemur þetta fram á vef UMFÍ. Auk Þorlákshafnar sóttu forystu- menn í Grundarfirði og Borgarnesi um að fá að halda mótið. Fyrir ári var ákveðið að mótið 2007 yrði haldið á Höfn í Hornafirði, á 100 ára afmælisári UMFÍ. Landsmót 2008 í Þorlákshöfn Skagafjörður | Færra fólk sótti hina árlegu guðsþjónustu í Ábæjarkirkju sem var sl. sunnudag en oft áður. Ávallt er messað um versl- unarmannahelgina í Ábæjarkirkju sem er í eyðibyggðinni Austurdal í Skagafirði. Talið er að liðlega 140 manns hafi verið við athöfnina nú en algengt er að vel á þriðja hundrað manns mæti. Rigning og þokusúld hafa eflaust átt sinn þátt í að færri lögðu leið sína í dalinn en oft áður enda leiðin torsótt, ekki síst í bleytu og þorri kirkjugesta verður að hlýða á athöfnina utan- dyra. Hundrað þrjátíu og sex komu í kirkjukaffi að Merkigili eftir athöfn- ina. Þar hafa systkini Helga heitins Jónssonar, síðasta sóknarbarns í Ábæjarsókn, ávallt boðið gestum til kaffidrykkju eftir messu líkt og Helgi gerði meðan hann lifði. Það var Ólafur Hallgrímsson, sóknarprestur á Mælifelli, sem messaði. Íris Bald- vinsdóttir söng einsöng, Sveinn Sig- urbjarnarson lék á trompet og Anna María Guðmundsdóttir á orgel. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fátt Þótt færra hafi verið við messu í Ábæjarkirkju nú um verslunar- mannahelgina þurftu margir kirkjugestir að standa utan dyra. Færri mættu í messu í Ábæjarkirkju en oft áður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.