Morgunblaðið - 09.08.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 09.08.2006, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Keflavík | „Ég ákvað það þegar ég tók við starfi framkvæmdastjóra að stefna að því að hætta á meðan ég hefði enn góða starfskrafta og gæti gengið óstuddur út af skrifstofunni. Mér sýnist menn hafa stundum brennt sig á því að vera of lengi í svona erilsömu starfi,“ segir Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja og framkvæmda- stjóri Samkaupa hf. Hann mun láta af starfi framkvæmdastjóra Samkaupa í næsta mán- uði og Sturla Eðvarðsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Kefla- víkurflugvelli, taka við. Guðjón er þó ekki alveg hættur hjá fyr- irtækinu sem hann hefur unnið hjá nánast óslitið frá fermingu því hann verður áfram kaupfélagsstjóri. Kaupfélag Suðurnesja er eignarhaldsfélag þar sem hlutafé í Sam- kaupum er aðal eignin. „Það er fyrirhugað að efla fasteignarekstur kaupfélagsins og gera ákveðnar breytingar á honum. Ég einbeiti mér nú að kaupfélaginu. Ég reikna með að taka ár eða svo í það, til þess að trappa mig aðeins niður,“ segir Guðjón. Kaupfélag verður matvörukeðja Guðjón hóf störf hjá Kaupfélagi Suð- urnesja sem sendill á árinu 1957, nýfermdur unglingur. Hann vann síðan ýmis störf hjá fyrirtækinu, meðal annars í verslunum. Að loknu námi við Samvinnuskólann á Bifröst varð hann skrifstofustjóri kaupfélagsins og síðar fjármálastjóri og aðstoðarkaupfélags- stjóri. Á árinu 1988 tók hann við sem kaup- félagsstjóri. Þegar Guðjón tók við ábyrgð á rekstri Kaupfélags Suðurnesja var það hefðbundið kaupfélag, var í fjölbreyttum rekstri sem bundinn var við Suðurnesin. Félagið var meðal annars umsvifamikið í útgerð og fisk- vinnslu, rak sláturhús, brauðgerð og flutn- ingastarfsemi. Það breyttist smám saman og fyrir fimmtán árum var ákveðið að kaup- félagið einbeitti sér að rekstri hefðbundinna matvöruverslana ásamt kjötvinnslu fyrir eig- in verslanir. Rekstrinum var skipt upp 1998 með því að nýtt hlutafélag, Samkaup hf., tók við verslunarrekstrinum. Þegar Guðjón tók við rak félagið sjö verslanir á Suðurnesjum en Samkaup hafa síðan fært út kvíarnar og reka nú 35 matvöruverslanir úti um allt land. Auk Suðurnesja er félagið öflugt í versl- unarrekstri á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi og á Austurlandi rekur Kaup- félag Héraðsbúa verslanir undir nafni Sam- kaupa. Félagið er einnig með verslanir á Suð- urlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Verslanirnar eru reknar undir nafni Sam- kaupa ásamt Nettó og Kaskó. Skekkir samkeppni „Annars er aðalmálið að stækka á höf- uðborgarsvæðinu. Þar er fólkið. Okkur hefur ekki gengið of vel að finna staði fyrir versl- anir þar. Það breytist vonandi á næstu árum með því að sveitarfélögin sjái hvað það er mikilvægt að viðhalda samkeppni á þessu sviði,“ segir Guðjón. Afar hörð samkeppni hefur ríkt í mat- vöruversluninni á undanförnum árum. „Þetta er erfiður markaður vegna þess hvað einn að- ili er afgerandi stærstur, með hátt í 60% hlut- deild. Það skekkir alla samkeppni,“ segir Guðjón og vísar til fyrirtækja Baugs. Sam- kaup er aftur á móti minnst af stóru mat- vörukeðjunum sem svo hafa verið nefndar, með vel innan við 20% hlutdeild. „Vegna þessarar stöðu okkar verðum við að fara gætilega og megum ekki misstíga okkur,“ segir Guðjón. Hann segir að reksturinn hafi samt gengið vel. Samkaup hefur til að mynda aldrei verið rekið með tapi. Hann segir að síðasta ár hafi verið erfiðast vegna gegnd- arlausra undirboða sem þá voru. „Vöruverðið var langtímum saman langt undir innkaupsverði. Þannig er ekki hægt að vinna á samkeppnismarkaði. Þetta leiðir venjulega til þess að markaðurinn ryðst verulega, kaupmenn gefast upp, eins og gerst hefur á síðustu fimmtán til tuttugu árum.“ Sameiginlegt fasteignafélag Sturla Eðvarðsson, sem tekur við fram- kvæmdastjórastöðunni hjá Samkaupum af Guðjóni, vann í mörg ár hjá Samkaupum áð- ur en hann fór til Fríhafnarinnar á Keflavík- urflugvelli. Var verslunarstjóri, inn- kaupastjóri og rekstrarstjóri. Guðjón segir að hann þekki því vel til rekstursins. Hann tekur við í byrjun september. Guðjón mun einbeita sér að rekstri Kaup- félags Suðurnesja sem hann hefur stjórnað frá sama skrifborði frá stofnum Samkaupa. Hann mun vinna að breytingum á kaup- félaginu. Kaupfélagið er stærsti hluthafinn í Samkaupum, með 57% hlut. Það á einnig hlut í Lyfju og fasteignir, aðallega á Suð- urnesjum, meðal annars verslunarhúsnæði Samkaupa þar. Ákveðið hefur verið að færa fasteignirnar inn í sérstakt fasteignafélag ásamt fasteign- arekstri Ágústs Gíslasonar og félaga á Ísa- firði. Ágúst verður framkvæmdastjóri hins nýja félags. Guðjón segir að ætlunin sé að efla þennan rekstur og færa út kvíarnar. „Við treystum því að það verði litið til okkar hjá sveitarfélögunum, til þess að hægt verði að efla samkeppni í verslunarrekstri. Síðan mun fasteignafélagið nýta önnur þau tækifæri sem gefast,“ segir Guðjón. Meira í golf Hann reiknar með að vera við kaupfélagið í að minnsta kosti eitt ár, á meðan þessar breytingar ganga yfir, en setjast síðan í helg- an stein. Guðjón er að verða 63 ára og segist vera farinn að finna fyrir því álagi sem fylgi því að vera í svona erilsömu starfi í langan tíma. Svo sé aldurinn kannski farinn að toga aðeins í þótt hann sé enn ágætlega heilsu- hraustur. „Ég finn að álagið hefur öðruvísi áhrif á mig en áður.“ Ekki hefur Guðjón haft tíma fyrir fjöl- breytt tómstundastörf. Hann hefur verið virkur í félagsmálum í sínum heimabæ, Keflavík, og aðeins lagt stund á golfíþróttina. „Ég get vonandi komist eitthvað meira í golf. Og svo ræktað fjölskyldu og frændgarð. Maður hefði gjarnan mátt gera meira af því þegar mest gekk á í starfinu,“ segir Guðjón Stefánsson. Guðjón Stefánsson hættir í erilsömu framkvæmdastjórastarfi hjá Samkaupum en stjórnar kaupfélaginu áfram Vill geta gengið óstuddur út af skrifstofunni Ljósmynd/Hilmar Bragi Stígur til hliðar Guðjón Stefánsson dregur sig út úr fremstu víglínu í harðri samkeppni á mat- vörumarkaðnum en einbeitir sér að breytingum á rekstri Kaupfélags Suðurnesja. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Selfoss | Klúbburinn Strókur á Suðurlandi fékk um mán- aðamótin afhent nýtt hús frá byggingafyrirtækinu Tinda- borgum á Selfossi. Það var Guðgeir Gunnarsson frá Tinda- borgum sem afhenti Bryndísi Tryggvadóttur, forstöðumanni hjá Stróki, hið nýja 53 fer- metra sumarhús sem sett var niður framan við aðstöðuhús klúbbsins á gæsluvellinum við Stekkholt á Selfossi þar sem klúbburinn hefur aðsetur. Strókur tekur húsið á leigu fram til ársloka 2007 en þá hefur klúbburinn fengið fyr- irheit um húsnæði við Skóla- velli hjá Sveitarfélaginu Ár- borg. Mikil þörf var, að sögn Bryndísar, fyrir þetta nýja hús því aðsókn að starfsemi klúbbsins hefur verið mjög góð og félögum fjölgað jafnt og þétt. Heimsóknir klúbbfélaga í aðstöðuna við Stekkholt voru um 120 í júlí en aðstöðuleysi var farið að hefta starfsemina og framgang hennar. Klúbburinn Strókur er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn starfar eftir hug- myndafræði Fountain House, sem byggist á markvissri upp- byggingu á hæfileikum og getu einstaklingsins. Með tilkomu nýja húsnæðisins opnast nýir möguleikar í starfsemi klúbbs- ins og unnt er að taka á móti fleira fólki. Klúbburinn hefur fengið góðan stuðning víða að í sam- félaginu, með góðum gjöfum frá fyrirtækjum og peninga- legum stuðningi frá Rauða krossinum, fjárlaganefnd Al- þingis og fleiri aðilum. Þá nýt- ur klúbburinn stuðnings frá Sveitarfélaginu Árborg með fríum afnotum af aðstöðunni á leikvellinum við Stekkholt. Klúbburinn Strókur og starf- semi hans skapað nýja mögu- leika fyrir fólk sem hefur átt við geðræn veikindi að stríða. Hún sagði við afhendingu hússins að klúbburinn væri gott úrræði við að byggja upp getu einstaklingsins til nýta sínar sterkustu hliðar og þjálfa sig til víðrar þátttöku í sam- félaginu. Á stjórnarfundi sama dag og húsið var afhent var einnig gengið frá ráðningu starfs- manns, Hafdísar Marvins- dóttur, í hlutastarf og mun hún starfa með Bryndísi Tryggvadóttur forstöðumanni að málefnum klúbbsins og með klúbbfélögum að markmiðum þeirra. Að sögn Bryndísar hefur Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Aðstaða Hafdís Marvinsdóttir starfsmaður og Bryndís Tryggvadóttir forstöðumaður framan við aðstöðu Klúbbsins Stróks við Stekkholt á Selfossi. Klúbburinn Strókur fær nýtt aðstöðuhús Eftir Sigurð Jónsson LANDIÐ Fljótsdalur | Opnuð hefur verið í galleríi Klaustri á Skriðuklaustri sýning á ljósmyndum Hrannar Axelsdóttur. Sýningin er hluti ef verkefni sem hún hefur unnið að í nokkur ár og kallar Huldu- fólk og álagablettir. Myndirnar eru teknar af stöðum og blettum sem tengjast vitnisburðum um atvik eða bústaði huldufólks. Þær eru frá því í maí 2005, þegar Hrönn dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri. Myndirnar vinnur hún með tækni sem kölluð er camera obscura, þ.e. á einfalda myndavél án linsu. Um ástæðuna fyrir valinu á myndavélinni segir listamaðurinn: „Hún breytir umhverfinu, við þekkjum það en það lítur öðruvísi út. Er sjón sögu ríkari eða er það upplifunin? Eða þarf mað- ur hvorttveggja til að geta séð hlutina í nýju ljósi.“ Sýningin stendur fram í september og er opin alla daga kl. 10 til 18, fram til 20. ágúst en eftir það kl. 12 til 17. Huldufólk og álagablettir Hvanneyri | Síðasti bændamarkaður Búnaðar- samtaka Vesturlands í sumar verður haldinn á Hvanneyri næstkomandi laugardag, milli klukkan 13 og 17. Búnaðarsamtök Vesturlands hafa staðið fyrir bændamarkaði á Hvanneyri í sumar. Búið er að halda tvo markaði og er óhætt að segja að við- tökurnar hafi verið góðar, segir í fréttatilkynn- ingu. Á bændamarkaði BV eru ýmis matvæli til sölu og má þar nefna sauðaosta, geitaosta, geitakjöt, hákarl, harðfisk, silung, grænmeti, ís- lenskar jurtir, hvannamarmelaði, brjóstsykur, bakkelsi og margt annað góðgæti. Halda síðasta bændamarkaðinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.