Morgunblaðið - 09.08.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.08.2006, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjörtur S.Hannesson fæddist á Herjólfs- stöðum í Álftaveri hinn 14. mars 1921. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 29. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Hannes Hjartarson bóndi á Herjólfsstöðum, f. 12.1. 1882, d. 26.9. 1980, og Signý Þor- kelsdóttir, f. 2.11. 1893, d. 29.3. 1976. Systir Hjartar var Elínborg S. Hannesdóttir, f. 14.3. 1919, d. 29.11. 2005. Hinn 4. okt. 1947 kvæntist Hjörtur Vigdísi Mörtu Magnús- dóttur, f. 16. jan. 1920 frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þeirra börn eru: 1) Elín Hjartardóttir, maki Jón Björnsson, þeirra börn eru: a) Björn Óttarr, hans maki er Þyri Hjörtur , c) Þórunn, unnusti henn- ar er Sveinbjörn Bragason, og d) Þórir. Hjörtur ólst upp við almenn störf í sveit og eftir árs búsetu í Reykjavík 1946–1947, tóku hann og kona hans við búskap á Herj- ólfsstöðum þar til þau brugðu búi 1983 og fluttu að Kirkjubæjar- klaustri þar sem þau bjuggu til ársins 2002 er þau fluttu til Reykjavíkur. Með búskapnum stundaði Hjörtur vörubílaakstur um margra ára skeið og síðari árin vann hann samhliða bústörfum við að keyra póst frá Kirkjubæjar- klaustri um Skaftártungu og Álftaver. Hjörtur tók þátt í ýmsum félagsmálum alla tíð og var m.a. sveitarstjórnarmaður í Álftaveri og í stjórn Verslunarmannafélags V- Skaftfellinga um margra ára skeið. Þekktastur var Hjörtur lík- lega af miklum tónlistaráhuga, hann spilaði á harmoniku á dans- leikjum frá tólf ára aldri og til átt- ræðs og fór þá gjarna sýslna á milli. Hann var í hinum ýmsu kór- um í hart nær sjötíu ár. Hjörtur verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ásta Hafsteinsdóttir og þau eiga dæturnar Birtu og Snædísi, b) Vigdís Edda, hennar maki er Halldór Val- geirsson, c) Birgir Örn. 2) Hanna Sigríð- ur Hjartardóttir, maki Vigfús Ólafs- son, þeirra börn eru: a) Hjörtur Freyr, hans sambýliskona Jónína Birna Björns- dóttir og synir þeirra Sigurður Tómas og Hjörtur Björn, b) Ólafur Fannar, hans sambýliskona er Kristrún Jónsdóttir og þeirra sonur Vigfús Máni, c) Vignir Snær, hans sambýliskona er Þorbjörg Sæmundsdóttir og þeirra synir Hrafnkell Daði og Arnaldur Logi. 3) Hannes Hjartarson, hans kona er Ingibjörg Þórisdóttir, þeirra börn eru: a) Hrafnhildur, unnusti hennar er Hálfdán Ágústsson, b) Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku, hjartans pabbi minn. Þessi sálmur kemur svo oft upp í huga minn núna þegar ég kveð þig í hinsta sinn. Ég minnist þess hve við sung- um hann oft saman í kirkjunni okkar og ég naut þess að heyra þína djúpu og fallegu bassarödd. Þetta er því kveðja mín nú, ég veit að við hitt- umst hinum megin. Guð gefi okkur öllum sem unnum þér kraft til að takast á við sorgina. Yndisleg minning um ljúfan mann lifir að eilífu. Þín Hanna. Elsku afi minn. Glaður, kátur, sæll, flottur, duglegur, traustur og hamingjusamur. Orðalistinn um þig er svo langur en þú varst einfaldlega allt það sem mér finnst að allir ættu að vera. Ótrúleg persóna og allt sem mig langar að vera og stefni ennþá að. Eftir öll þessi frábæru ár með þér áttar maður sig á því að ávallt varst það þú sem hlustaðir á, og fylgdist með öllum „þínum“. Þú ein- blíndir stöðugt á hvernig okkur, fjöl- skyldu þinni, vegnaði. Þú ert og verður fyrirmynd uppalenda og börnin mín (og þín) verða alin upp á þennan hátt. Þú samgladdist öllum sigrum og framþróun allra ættingja þinna og það var svo gott að koma og monta sig af hverju afreki, litlu sem stóru. Eftir situr nú að þú flaggaðir aldrei þínu eða minntist á þitt og þau ótrúlegu afrek sem þú framkvæmdir á þinni löngu ævi. Stórbóndi, póstur, tónlistarmaður, söngvari, fjölskyldu- maður í stærstu meiningu þess orðs en fyrst og fremst jákvæður og skemmtilegur vinur allra sem kynnt- ust þér. Þú gerðir alla glaða, meiri og betri sem voru í kring um þig. Á unga aldri kenndir þú mér meðal annars að keyra og skipti það engu hvort það var einhver af nýju bílun- um þínum eða gamli græni traktor- inn, alltaf gafstu þér tíma til að leið- beina, leiðrétta og hrósa. Þú átt svo stóran hlut í mér en ávallt ýttir þú undir sjálfstæða hugs- un og fylgdir því eftir með stuðningi og endalausri jákvæðni. Á hverjum degi á Herjólfsstöðum lærði maður eitthvað nýtt og stefndi að því að gera betur í dag en í gær. Aldrei voru verkefnin mér ofviða heldur jafnt og þétt gerðir þú mig að manni og ég áttaði mig á því löngu síðar hversu mikil forsjárhyggja og natni voru til staðar. Snemma morguns sat maður á dráttarvél og fann fyrir nyt- semi og gagni þess að vera til, en jafnframt var svo gott að vera strák- urinn þinn og nafni og fá að sofa á milli þín og ömmu þegar þannig stóð á. Þitt ótrúlega jafnaðargeð og bjart- sýni hefur leitt mig áfram í gegn um lífið og oft hef ég montað mig af því að vera með þitt glaðværa gen. Þó vita það allir sem mig þekkja að svo er ekki alltaf, en hins vegar þá leitar minn hugur til þín þegar erfiðleikar steðja að og ég einbeiti mér að bjart- sýni þinni og brosi. Ég mun gera það meðan ég lifi. Þú hefur fylgt mér eft- ir frá því að ég fæddist og ég veit að svo verður áfram. Ekki eyða þó of miklum tíma í okkur sem þú hefur komið á legg heldur vertu stöðugt með henni ömmu sem saknar þín svo mikið. Þið eruð og verðið fallegasta fólk sem ég hef kynnst. Bænir ykkar og sálmar sem við fórum með saman kvöld eftir kvöld í sveitinni létta mér þungbært fráfall þitt og styrkja mig trúnni á eftirlíf og hin góðu öfl sem umlykja okkur öll. Ég hlakka til þess að hitta þig síð- ar, elsku afi minn. Við kyrjum bass- ann saman eða hvaða rödd sem vant- ar í kórinn, þú getur allt! Þinn nafni og lærlingur að eilífu, Hjörtur Freyr. Það er gott að hugsa til þess að núna er afi kominn til himna, og get- ur loksins hvílt sig í friði í sveitinni sinni. Ofarlega í hugann gægist fram mynd af ungum og hraustum afa með húsin á Herjólfsstöðum í bak- grunni. Ef augunum er lokað kemur hins vegar myndin af afa eins og við öll þekktum hann, fullfrískum, ávallt glaður og gamansamur. Nærgætinn, hlýr, skemmtilegur, gestrisinn, gjaf- mildur, klár og lífsgleðin allsráðandi í einu og öllu. Það var notalegur straumur sem leið um mann þegar gengið var yfir þröskuldinn á Skaftárvöllum 7 – heimsóknir í sveitina til afa og ömmu áttu sér enga hliðstæðu. Spilað rommí í eldhúsinu með ömmu meðan afi hlustaði gaumgæfilega á veður- fréttirnar í bakgrunni, póstferðir, austur í Öræfi, suður í Meðalland eða vestur á Mýrdalssand. Afa þótti allt- af gaman að sýna borgarbörnunum náttúruna í sveitinni. Núpsstaða- heimsóknir, Skaftafellsrúntur, berjamó, Systrafoss og stapi, ferðir sem allar enduðu í eldhúsinu með pönnukökum, kleinum og mjólk. Amma er ekki langt undan þegar afi kemur upp í hugann, bestu vinir alla ævina. Þau áttu alltaf tíma og skynjuðu vel hvers virði hann er, tóku á móti okkur öllum hvenær sem var sólarhringsins. Sennilega passa fáir eins vel saman og afi og amma, samhent og ástfangin. Lifðu fyrir og með hvort öðru í blíðu sem stríðu og við getum talist lukkuleg ef við fáum að upplifa sambærilega ást í okkar lífi. Með sinni góðu nærveru löðuðu þau til sín alla sem á vegi þeirra urðu, og við erum heppin að hafa kynnst afa og fengið að vera til með honum. Takk innilega fyrir allt, við vitum að þú bíður ömmu og tekur henni opnum örmum þegar þar að kemur, en þangað til fáum við að njóta nærveru hennar. Hrafnhildur, Hjörtur, Þórunn og Þórir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Hjartar Hannessonar sem var „tengda-afi“ og vinur minn. Hjörtur var mjög glæsilegur maður með mikla útgeislun og alltaf svo fínn. Hann var Skaftfellingur í húð og hár, hæglátur og mjög hógvær. Í þau 16 ár sem ég þekkti hann held ég hafi aldrei heyrt hann neita á annan hátt en „ætli það nokkuð“ eða „held ekki“. Ég var fyrsta tengdabarnabarnið, kona Hjartar Freys elsta barna- barnsins og var strax tekið sem einu barnabarninu. Við Hjörtur eldri urð- um strax miklir vinir þar sem við höfðum það áhugamál sameiginlegt að hafa áhuga á fólki og þess vegna gátum við setið langtímum saman og rætt um (oftast) Sunnlendinga og tengsl þeirra á milli. Hjörtur var líka vinur minn vegna þess að hann hafði áhuga á því sem ég var að fást við hverju sinni sem og að fá fréttir af vinum og fjölskyldu. Það er erfitt að skrifa um Hjört nema minnast á hans góðu konu Vigdísi Magnúsdótt- ur því þau hjónin hafa verið einstak- lega samstiga, hamingjusöm og ást- fangin allt fram á hinstu stund í 60 ár. Hjörtur var fæddur og uppalinn á bænum Herjólfsstöðum í Álftaveri þar sem hann og Vigdís bjuggu svo búi sínu og eignuðust þrjú börn. Mikið var um gestakomur á Herj- ólfsstöðum þar sem bærinn stóð stutt frá Mýrdalssandi og ég held ekki síður vegna þess að húsráðend- ur höfðu svo gaman af gestakomum alla tíð og tóku einstaklega vel á móti gestum. En búskapur var ekki það eina sem Hjörtur sinnti á sinni lífsleið. Hann var mjög músíkalskur og spil- aði á harmoniku á böllum og sam- komum í sveitunum í kring frá u.þ.b. 12 ára aldri. Hann spilaði þó ekki bara á harmoniku því hann var líka mikill söngmaður og söng bassa í hinum ýmsu kórum. Tónlist var hon- um alla tíð hugleikin, ekki bara að flytja hana sjálfur heldur líka til að njóta og ég sé hann fyrir mér sitja í brúna hægindastólnum sínum hlusta á einsöngvara eða kóra. Auk búskapar og tónlistarinnar var Hjörtur landpóstur í Vestur- Skaftafellssýslu frá Álftaveri og að Klaustri. Hann kunni mjög vel við það starf enda góður bílstjóri sem hafði gaman af því að vera á góðum bílum. Það hefur sennilega verið strembið að sinna póststarfinu á hol- óttum malarvegum með búskapnum en eftir að þau hjónin fluttust að Klaustri varð þetta hans aðalstarf. Ég var svo heppin að ná því að fara tvær jólapóstferðir með Hirti um sveitirnar. Þá var gott að hafa að- stoðarmann því pakkarnir voru margir og dagurinn langur. Þessar ferðir voru hin mesta skemmtun. Það var einstök upplifun að keyra um sveitirnar með Hirti sem þekkti hverja þúfu, hvern hól og var hafsjór af fróðleik um menn og málefni. Hjörtur og Vigdís bjuggu á Klaustri í 20 ár, undu þau hag sínum vel og voru elskuð og dáð á staðnum. Þau tóku það svo í áföngum að flytja suð- ur, fyrst bara yfir veturinn en komu á Klaustur á sumrin eins og aðrir farfuglar. Hjörtur naut þess að taka þátt í mannamótum og gleðjast með fólk- inu sínu. Þegar þau bjuggu á Klaustri fannst þeim ekki mikið mál að keyra suður til að vera viðstödd atburði í fjölskyldunni. Ég veit að Hirti fannst sárt að geta ekki komið í hina nýju Úthlíðarkirkju í vor og verið viðstaddur skírn á nýjum nafna sínum en það var samt svo gott að geta upplifað hvað hann var ánægð- ur með nafngiftina og samgladdist heitt og innilega eins og svo oft áður. Síðustu mánuðir hafa verið Hirti erf- iðir þó hann væri það heppinn að geta verið heima fram á síðasta mán- uð því Vigdís vakti yfir honum með umhyggjusemi. Minningin um Hjört Hannesson mun halda áfram að lifa og við sem hann þekktum rík að hafa átt hann að. Nú er hann sjálfsagt búinn að taka upp harmonikuna hinum megin og situr í hópi fólks og spilar og syngur Ljósbrá, hans uppáhaldslag. Þannig er fyrsta minning mín um hann úr 70 ára afmælinu hans og þannig vil ég muna hann. Elsku Vigdís mín, Guð gefi þér styrk við þennan missi, Guð blessi minningu Hjartar Hannessonar. Jónína B. Björnsdóttir (Ína). Sumarið skartaði sínu fegursta þegar heiðursmaðurinn Hjörtur Hannesson frá Herjólfsstöðum í Álftaveri kvaddi þennan heim. Slík- an dag hefði bóndinn kunnað að meta. Það er sigið langt í þrjá áratugina síðan ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að kynnast Hirti og eiginkonu hans, Vigdísi Magnúsdóttur frá Steinum. Ágústa eiginkona mín fór þá með mig að Herjólfsstöðum í heimsókn í fyrsta skipti. Ég áttaði mig á því síðar að Ágústa vildi ganga úr skugga um hvernig þeim hjónum litist á gripinn áður en lengra væri haldið í sambandi okkar. Ágústa var sjö sumur á Herjólfsstöðum hjá þeim hjónum og mótaðist því mikið af því uppeldi sem hún naut þar. Fór strax að loknum prófum til að ná sauðburðinum og kom ekki aftur til borgarinnar fyrr en að loknum rétt- um á haustin. Væntumþykja og virð- ing fyrir frænda sínum Hirti sem og Vigdísi hefur fylgt henni alla tíð. Þörf fyrir að sjá þau og heyra sem oftast hefur verið hluti af okkar dag- lega lífi, ekki síst síðustu vikur og mánuði, þegar Hjörtur barðist hetjulega við krabbameinið, barátta sem nú hefur tekið enda. Hvernig á að lýsa manni eins og Hirti sem hafði ótrúlega margt til brunns að bera. Hann var ljóngáf- aður, skemmtilegur, hreinn og beinn í öllum samskiptum. Hafði alltaf eitt- hvað jákvætt til málanna að leggja. Hann var músikalskur, spilaði t.d. listavel á harmoniku, sem hann þandi á böllum sem ungur maður við góðan orðstír. Ég tel að Hjörtur hafi verið einn af þessum fáu mönnum sem hefði skarað fram úr í hverju því sem hann hefði tekið sér fyrir hend- ur. Hjörtur var hins vegar hógvær í öllu sínu æði og tranaði sér hvergi fram. Ég minnist samtala við Hjört um ýmis þjóðfélagsmál á góðum stundum og það sem situr eftir hjá manni er það gildismat sem Hjörtur lagði áherslu á. Það sem skiptir í raun máli fyrir einstaklinginn og um leið þjóðfélagið sem slíkt. Áherslan á góða menntun sem lykil að góðri framtíð. Margir svokallaðir ráða- menn hefðu haft gott af að leggja við hlustir þar sem oft sýnist að óljóst sé hvert við Íslendingar stefnum í þeim efnum eða hvaða markmið ef ein- hver, ráða ferð. Á laugardagskvöldum á Herjólfs- stöðum var algengt að húsgögnin í stofunni væru færð útí horn, Hjörtur tæki fram nikkuna og þar kenndu heimasæturnar Elín og Hanna Ágústu og Hannesi yngri bróður sín- um að dansa gömlu dansana. Ágústa hefur oft minnst á þessi kvöld og þarna lærði hún að dansa alla gömlu dansana sem ég hef alltaf öfundað hana af að kunna ásamt textum við öll helstu dægurlög þess tíma. Hjörtur og Vigdís eignuðust þrjú börn, Elínu, Hönnu og Hannes sem öll eru mætir þjóðfélagsþegnar. Barnabörnin fjölmörg og barna- barnabörn. Hjörtur og Vigdís voru glæsileg hjón sem tekið var eftir hvar sem þau fóru. Að leiðarlokum vottum við Ágústa Vigdísi og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur. Hallgrímur Jónasson. Heimilið í vesturbænum á Herj- ólfsstöðum í Álftaveri er hjá mér einn þeirra áfangastaða liðinna ævi- daga sem enginn fölskvi fellur á. Þar bar mig fyrst að garði sumarið 1952 og var svo vel fagnað að seint gleym- ist af eldri hjónunum, Hannesi Hjartarsyni og Signýju Þorkelsdótt- ur, og yngri hjónunum, Hirti Hann- essyni og Vigdísi Magnúsdóttur. Vigdísi þekkti ég vel frá rausnar- garði foreldra hennar, Magnúsar Tómassonar og Elínar Bárðardótt- ur, ljósmóður í Steinum undir Eyja- fjöllum, heimili við alfaraleið, fjöl- mennu og með ósvikna mannlega velvild í garð allra er sóttu það heim. Hjört heyrði ég fyrst spila létt og leikandi fyrir dansi undir Eyjafjöll- um og hann fangaði yngstu heima- sætuna í Steinum. Mér er ekki grun- laust um að sumir ungir menn í sveitinni hafi horft eftir henni öfund- araugum austur í Álftaver. Þar átti hún eftir að hasla sér völl í fórnfúsu starfi fyrir eiginmann og fjölskyldu og allan þann fjölda manns sem bar að garði á öllum árstímum. Gamli bóndinn, Hannes á Herj- ólfsstöðum, varð mér ógleymanlegur vinur, mikill fróðleiksbrunnur og frábær smiður á tré og málm. Byggðasafninu í Skógum smíðaði hann gripi sem hann mundi frá fyrri tíð og ekki fengust með öðrum hætti. Óspar var hann og á það að láta í té gagnlegan fróðleik um horfna lífs- hætti. Þjóðháttaritgerðir hans margar og gagnmerkar í þjóðhátta- deild Þjóðminjasafnsins bíða von- andi útgáfu. Heimili Hjartar og Vigdísar laðaði hvern mann, gestrisið og gott heim að sækja svo að af bar. Þau hjónin voru samhuga í því að fagna gestum með mikilli hlýju og rausnarlegum veitingum. Vel man ég dagana 1972 er Þjóðminjasafnið hóf rannsókn á miðalda bæjarrúst í Kúabót í Álfta- veri. Rannsóknarmenn áttu sér at- hvarf í gamla barnaskólanum á Herjólfsstöðum og sátu að veislu- borði hvern dag hjá Vigdísi og Hirti. Hannes sonur þeirra ók liðinu á bíl föður síns um lítt færan vatnsysju- veg niður úr Kælurum í rústahólinn. Rannsóknin sú var mjög lærdóms- ríkur kafli í fornleifafræði landsins. Vafi leikur á hvort þeirri rannsókn hefði í byrjun orðið til vegar komið án skilnings og velvilja Herjólfs- staðahjóna. Hjörtur var jafnan léttur í máli, skemmtinn í samræðu, mikill unn- andi tónlistar og bassarödd hans bar af í söng. Snyrtimennska var áber- andi í búskap beggja ættliða á Herj- ólfsstöðum. Margar ljúfar minningar á ég um komur mínar til Hjartar og Vigdísar, fyrst á Herjólfsstöðum og síðar á fögru heimili þeirra á Skaftárvöllum á Kirkjubæjarklaustri. Ætíð var manni fagnað opnum örmum, glað- værð og gestrisni sátu í fyrirrúmi og þar var hver stundin fljót að líða. Ég hef aldrei þekkt hjón sem tóku Hirti og Vigdísi fram í því að vera eins og HJÖRTUR HANNESSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.