Morgunblaðið - 09.08.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 09.08.2006, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Getur maður neytt sjálfan sig til að elska einhvern sem maður elskar ekki? Prófaðu það í dag. Þú verður að minnsta kosti ástríkari fyrir vikið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tímabundið peningaleysi gæti verið það besta sem gerst hefur í fjármálum þínum í langan tíma. Með því neyðistu til þess að sýna ráðsnilld. Fjárhags- legar ráðleggingar frá ættingja eru of góðar til þess að virða að vettugi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Himintunglin gefa í skyn að ást og peningar séu innan seilingar – allt sem þig vantar er örlítið meira traust. Dressaðu þig upp, stórkostlegt tæki- færi bíður þín. Ljón sýnir þér rausn- arskap og velvild, það er að segja ef þú kemur ekki illa við viðkvæmt egó þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Að þínu mati er mikilvægara að gera gagn en að vera miðdepill en ekki fara allir eftir reglunum í bókinni þinni. Lykillinn að hamingju þinni er um- burðarlyndi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er ekki bara vel metið og vel liðið heldur er það gefið til kynna á hátt sem það kann vel að meta. Það er ekkert að því að þrá viðurkenningu. Baðaðu þig í henni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan hefur bæði verið misskilin og eftirsótt í seinni tíð. Kannski ertu orð- in leið á rússíbana rómantíkurinnar og vilt fara úr vagninum. Smávegis pása gerir þér gott. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Notaðu daginn til þess að flagga dynt- um þínum. Sérviska þín er ekki jafn- góð vísbending um brjálæði þitt og hreinskilnin. Allir eru skrýtnir innra með sér, en þú ert sú eina sem er nógu hreinskilin til að viðurkenna það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Umræðuefni sem sporðdrekinn má ekki minnast á kemur upp í samtali. Þú hefur margvíslegar skoðanir sem kannski samrýmast ekki allar. Að geta haft tvær skoðanir á sama málinu er reyndar greindarmerki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Útkoman úr því sem gerist í dag er ekki í samræmi við það sem bogmað- urinn á von á, heldur miklu betri. Ein- hverjir upplifa sameiginlega reynslu og úr verður ástarsamband, ekki síst ef vog eða vatnsberi er með í spilinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stefna steingeitarinnar er sú að kvarta hvorki né útskýra. Í dag á hún hugs- anlega eftir að gera hvort tveggja og í kolröngum aðstæðum. Hver er ávinn- ingurinn? Þú sýnir breyskleika þinn. Svo þú skalt slaka aðeins á. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Lífið er fullt af möguleikum, bæði spennandi og ógnvekjandi. Traust undirstaða er það sem gerir þér kleift að hugsa um það sem getur orðið. Rómantíkin byrjar með einhverju hversdagslegu, eins og því að taka upp símtólið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Skap fisksins ræðst frekar af viðhorf- inu í dag en kringumstæðunum. Þinn innri ljómi laðar ástríkasta fólkið að þér. Stjörnuspá Holiday Mathis Brjálaði vísindamaðurinn er kominn aftur í gervi hins fulla tungls. Í þetta skipti er það fullt af skrýtnum hug- myndum, kenningum og tilraunum sem eru nógu brjálaðar til þess að geta gengið upp. Ef hugur þinn smellur og brestur með spennandi hugdettum um hvað kem- ur næst skaltu ekki hika við að láta reyna á þær. Árangurinn kemur á óvart. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 sperðill, 4 stygg, 7 haldast, 8 urg, 9 bólfæri, 11 skrifa, 13 grenja, 14 þrautir, 15 grískur bókstafur, 17 jörð, 20 aula, 22 renn- ingar, 23 spil, 24 fiski- vaða, 25 orasenna. Lóðrétt | 1 stúfur, 2 kostnaður, 3 einkenni, 4 lagleg, 5 endar, 6 híma, 10 eyktamörkin, 12 vætla, 13 amboð, 15 efsti hluti hússtafns, 16 fær af sér, 18 snákum, 19 toga, 20 óska, 21 mjög. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 pakkhúsið, 8 endum, 9 tíran, 10 ana, 11 asnar, 13 kengs, 15 sennu, 18 skaut, 21 ryk, 22 látni, 23 ólatt, 24 brandugla. Lóðrétt: 2 aldin, 3 kamar, 4 úrtak, 5 iðrun, 6 fela, 7 snös, 12 ann, 14 eik, 15 sálm, 16 nætur, 17 urinn, 18 skópu, 19 aðall, 20 tota.  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Bláa kirkjan, Seyðisfirði | Arna Kristín Ein- arsdóttir og Elísabet Waage halda hörpu- og flaututónleika flytja tónlist frá ýmsum heimshornum, 9. ágúst kl. 20.30. Loka- tónleikarnir verða 16. ágúst á Norskum dög- um. Bellarti tríóið mun kveðja sumarið í Bláu kirkjunni á aukatónleikum 23. ágúst. Reykholtskirkja | Strengjakvartettinn Quartetto Constanze frá Toronto heldur tónleika 10. ágúst kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Beethoven, Schu- mann, Jón Leifs, Piazzola og R. Murray Schafer og einnig nýfundið verk eftir vest- ur-íslenska tónskáldið Þórð Sveinbjörnsson. www.reykholt.is Tónleikar í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju og FÍO verða haldnir 13. ágúst kl. 17. Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið og Kristín R. Sigurðardóttir, sópran, syngur. Nánari uppl. á www.reykholt.is Myndlist 101 gallery | Serge Comte – sjö systur – se- ven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–laug. kl. 14– 17. Anima gallerí | Múni – Árni Þór Árnason og Maríó Múskat (Halldór Örn Ragnarsson). Á sýningunni eru málverk sem þeir hafa unnið saman að síðan sumarið 2005. Stendur til 12. ágúst. Opið fim., fös. og lau. kl. 13–17. Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning gallerísins Art-Iceland.com Skólavörðustíg 1a. Listamennirnir sem sýna eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álf- heiður Ólafsdóttir. Sýningin er í Versluninni Mublunni, Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Byggðasafn Garðskaga | Samsýning: Reyn- ir Þorgrímsson, Reynomaticmyndir sem eru litríkar nærmyndir af náttúrunni. Björn Björnsson tréskúlptúr. Opið kl. 13–17, alla daga. Nýtt kaffihús er á staðnum. Café Karólína | Karin Leening sýnir en hún málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kennir börnum myndlist. Stendur til 1. sept. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým- isverk til 26. ágúst. Opið virka daga og laug- ardaga kl. 14–18 í sumar. Eden, Hveragerði | Árni Björn með mál- verkasýningu. Sýningin er opin kl. 9–22 dag- lega til 14. ágúst. Energia | Sölusýning á landslagsmyndum eftir myndlistarmanninn Mýrmann. Stendur út ágústmánuð. Nánari upplýsingar á http://www.myrmann.tk Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar er „hin blíðu hraun“ og er sjónum beint að hrauninu í Hafnarfirði. 12 listamenn sýna. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning á verkum Ásgerðar Búadóttur veflistakonu stendur til 26. ágúst. Sýningin er í samvinnu við Lista- safn Háskóla Íslands. Handverk og Hönnun | Til sýnis íslenskur listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlut- ir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Stendur til 27. ágúst. Opið alla daga kl. 13– 17, aðgangur er ókeypis. Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir afstrakt málverk. Sýningin ber titilinn Himinn & jörð. Stendur til 1. sept. Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harðardóttir sýnir veggskúlptúra úr leir. Til 13. ágúst. Kirkjuhvoll Akranesi | Listsýning á verkum eftir 12 nýútskrifaða nema frá Listaháskóla Íslands. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga kl. 15–18. Til 13. ágúst. Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafstein Austmann og Kristín Þor- kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einnig eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo- uisa Matthíasdóttir. Sýningin rekur lista- mannsferil Louisu í sex áratugi. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Landslagið og þjóðsag- an, sýning á íslenskri landslagslist frá upp- hafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Opið í Safnbúð og í Kaffitári í kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Opið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga, til 19. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverka-verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin endurspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir íslenskir lista- menn, meðal annars listmálarinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst.Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síðastliðnu ári. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn- ingunni sem spannar frá aldamótunum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum. Sjá nánar á www.lso.is Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri til 27. ágúst. Ljósmyndir frá Austur-Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga kl. 9–17, laugardaga og sunnudaga kl. 12–17. Out of Office – Innsetning. Listakonurnar Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn Knútsdóttir í sýningarsal til 30. september. Opið alla dag kl. 12–15, nema mánudaga. Gjörningar alla laugardaga og sunnudaga kl. 15–17. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Thorvaldsen Bar | Jónína Magnúsdóttir, Ninný, með myndlistarsýninguna Í góðu formi. Sýningin stendur til 11. ágúst. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur í tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13– 17. Ókeypis aðgangur. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar veit- ingar í Gamla Presthúsinu. Opið daglega kl. 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn. Frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari uppl. á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá 13–17 til 15. sept. 400 kr. inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns og lit- ið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morgundaginn lítið eitt bærilegri en gær- daginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landnámssýningin Reykjavík | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík 2001. Fróð- leik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10– 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.