Morgunblaðið - 09.08.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 09.08.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 37 MENNING ÉG HEF aldrei verið neinn sér- stakur talsmaður þess að nauðsyn- legt sé að spila gömul tónverk á upp- runaleg hljóðfæri. Það er þó alltaf gaman að heyra í forfeðrum nútíma- hljóðfæra ef vel er spilað á þau, líkt og átti sér stað þegar Alþjóðlega bar- okksveitin í Den Haag heimsótti okk- ur nýlega og tók þátt í flutningi Matteusarpassíunnar eftir Bach í Hallgrímskirkju. Tónleikar nokk- urra meðlima sveitarinnar fáeinum dögum síðar voru einnig opinberun; andrúmsloftið sem raddir gömlu hljóðfæranna sköpuðu var svo sér- stætt að lengi verður í minnum haft. Barokktónlist á nútímahljóðfæri er einhvern veginn allt öðru vísi. Samt er ekkert verra að flytja hana þannig; persónulega kann ég betur við Goldbergtilbrigðin eftir Bach úr nútímaflygli en sembal. Vandamálið við sembalinn er hversu veikróma hann er; það þarf helst að magna hann upp til að hann hljómi almenni- lega, a.m.k. í nútímaeyru sem eru vön THX kerfum kvikmyndahús- anna. Veikburða rödd sembalsins skap- aði vandamál á tónleikum sem haldn- ir voru í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á þriðjudagskvöldið. Nicole Vala Cariglia spilaði á venjulegt nú- tímaselló þrjár sónötur sem Bach samdi fyrir forföður sellósins, gömbu, en með henni lék Árni Heim- ir Ingólfsson á sembal. Ég spyr: Af hverju? Af hverju spilaði Árni Heim- ir, sem er píanóleikari, ekki bara á flygilinn sem var þarna við hliðina? Hljóðfærin tvö blönduðust álíka illa og hafragrautur og kók; rödd sellós- ins var alltof hvell við hliðina á semb- alnum; það var aldrei eins og að hljóðfæraleikararnir væru að spila saman. Hljómburðurinn í safninu er ríkulegur og hann magnaði sellóið upp en gerði ekkert fyrir sembalinn. Engin heildarmynd var á flutn- ingnum og var útkoman verulega bjöguð. Það er synd, því í sjálfu sér var hljóðfæraleikurinn til fyrirmyndar. Árni Heimir spilaði meistaralega vel á sembalinn; hröð hlaup og trillur voru nákvæmar og jafnar og hafi hann slegið einhverjar feilnótur gat ég ekki heyrt þær. Nicole Vala var líka oftast með sitt á hreinu; þetta er viðkvæm músík sem þolir illa minnstu ónákvæmni og þótt hún hafi einstöku sinnum verið örlítið óhepp- inn var auðheyrt að hún er fram- úrskarandi músíkant. Bestu atriðin á tónleikunum voru einleiksverkin. Annars vegar var það sarabanda úr fimmtu partítu Bachs sem Árni Heimir spilaði af svo mikilli innlifun og þokka að unaður var á að hlýða. Og Allemande úr sjöttu selló- svítu Bachs var yfirleitt falleg og gædd réttu stemningunni. Óneit- anlega hefði maður viljað heyra fleiri einleiksverk á tónleikunum. Ósamstæð- ur Bach TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Nicole Vala Cariglia sellóleikari og Árni Heimir Ingólfsson fluttu tónlist eftir Bach. Þirðjudagur 1. ágúst. Kammertónleikar Jónas Sen SENNILEGA er kammertónlist al- gengasta tónleikaformið á Íslandi. Þrátt fyrir það er ekki mikið um að erlendir kammerhópar komi hingað til tónleikahalds. Vissulega heim- sækir okkur stundum tónlistarfólk frá útlöndum og heldur kamm- ertónleika í Salnum í Kópavogi, en það var þó ekki sérlega algengt síð- asta vetur. Því má segja að hin al- þjóðlega tónlistarhátíð í Reykholti hafi talsverða sérstöðu í tónlistarlíf- inu á Íslandi, en þar koma oft fram frábærir kammerhópar. Einn slíkur hópur er Trio Polskie sem samanstendur af Tomasz Bar- toszek píanóleikara, Sebastian Gu- gala fiðluleikara og Arkadiusz Dobrowolski sellóleikara. Óhætt er að fullyrða að tónleikar hópsins í Reykholti á laugardagskvöldið hafi verið með bestu kammertónleikum sem hér hafa verið haldnir í lengri tíma. Strax í upphafi hins glaðlega tríós í Es-dúr Hob. XV/36 eftir Ha- ydn gat að heyra óvanalegan skýr- leika sem ekki aðeins mátti rekja til yfirburðatækni hvers tónlistar- manns fyrir sig, heldur einnig til af- burðanákvæmni í samleiknum. Tímasetningarnar voru hárréttar og styrkleikajafnvægið á milli ólíkra radda hljóðfæranna eins og best verður á kosið. Þríeykið spilaði eins og einn maður, en það gerist ekki oft. Auðvitað er ekki nóg að tæknin sé á hreinu, túlkunin verður að vera bitastæð líka. Og túlkun Trio Polskie var ávallt sannfærandi; tríóið eftir Haydn var líflegt og skemmtilegt og Es-dúr tríóið op. 70. nr. 2 eftir Beethoven, sem á eftir kom, var tignarlegt og glæsilegt. Byrjunin á verkinu var óvanalega falleg; það var eins og tónlistin yrði til á staðnum, svo eðlilegur var hljóðfæraleikurinn. Þessi ferskleiki glataðist aldrei. Tríó í C-dúr op. 87 eftir Brahms var einnig einstaklega hrífandi; sú skáldlega dýpt sem einkennir tón- skáldið komst fyllilega til skila í vandaðri túlkuninni. Og tríó í e-moll op. 67 eftir Shostakovich var stór- kostlegt; tryllingurinn í hröðum öðr- um kaflanum var óheftur, en að sama skapi útfærður af ótrúlegri ná- kvæmni. Þríeykið náði líka vel myrkrinu og drunganum, en jafn- framt kaldhæðninni sem einkennir hina kafla verksins. Skipti þá engu hvort um var að ræða innhverfari, hljóðlátari augnablik eða brjál- æðislegan ofsa. Hvorutveggja var snilldarlega sett fram og voru and- stæður tónlistarinnar í raun ekkert minna áhrifamiklar en ef heil sinfón- íuhljómsveit hefði verið að spila. Gaman væri ef Trio Polskie héldi einhvern tímann tónleika í Reykja- vík! Hinn þríeini músíkant TÓNLIST Reykholtskirkja Trio Polskie flutti verk eftir Haydn, Beethoven, Brahms og Shostakovich. Laugardagur 29. júlí. Kammertónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.