Morgunblaðið - 09.08.2006, Page 38

Morgunblaðið - 09.08.2006, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á SUNNUDAGSKVÖLDI Innipúk- ans stigu margar af skemmtilegustu hljómsveitum landsins á svið og var ég afar spennt að sjá þær og heyra. Tónleikarnir hófust með hljóm- sveitinni Koju frá Keflavík. Koja spilar rokk og gerði það með ágæt- um. Fáir voru mættir þegar hljóm- sveitarmeðlimir byrjuðu klukkan sex en þeir létu það ekki á sig fá og komust vel frá sínu. Nortón tóku við af Koju en þar sem þeir voru gít- arleikaralausir það kvöldið, höfðu þeir tekið upp það sem hann átti að spila og birtu svo myndband af hon- um í sjónvarpi sem þeir höfðu hjá sér uppi á sviði. Nortón-menn voru hressir að vanda en sviðsframkoma þeirra var mjög lifandi og skemmti- leg. Skakkamanage er áhugaverð hljómsveit sem spilar einhvers kon- ar indípopp en mér virðist sem hljómsveitarmeðlimum fjölgi í hvert skipti sem ég sé þau spila. Þegar Mr. Silla og Mongoose áttu svo leik um áttaleytið var nokkuð tekið að fjölga af fólki á NASA. Þau fluttu blúsaða raftónlist feikivel og voru með betri flytjendum kvöldsins. Að þeim lokn- um steig Mammút á svið. Hún spilar ágætis indípopp en tilþrifalaust var það. Ghostigital var í miklu fjöri þegar hún hóf sinn leik. Þá var klukkan farin að ganga tíu og farið að fjölga verulega í húsinu. Þeir spiluðu tvö ný lög og voru tónleikar þeirra kraftmiklir og skemmtilegir. Ghostigital er ekki hljómsveit sem er allra og því alltaf svolítið skemmtilegt að fylgjast með þeim á tónleikum. Fólk hefur oft ekki hug- mynd um hvernig það á að bregðast við tónlist þeirra, en á Nasa var góð- ur andi og ég sá ekki betur en að fólki tækist að hreyfa sig svolítið með þeim. Danska sveitin Speaker Bite Me þótti mér leiðinleg. Ég tók varla eft- ir því hvenær eitt lag endaði og það næsta byrjaði og eiginlega notaði ég bara tækifærið og fór í löngu klósettröðina sem myndast alltaf á NASA á svona kvöldum. Mugison kom næstur og var best- ur. Hann kemur fram ásamt trommu- og bassaleikara um þessar mundir og fá lögin hans að njóta sín í sveitatónlistarformi. Það sem er svo skemmtilegt við að sjá Mugison er að engir tvennir tónleikar eru eins. Hann breytir útsetningum laga sinna og snýr þeim oft á tíðum alveg á hvolf. Þetta þykir mér góður siður. Núverandi stíll lagsins „Murr Murr“ er mjög blúsaður en líka skemmti- lega hallærislegur kántrífílingur sem allir geta dillað sér við. Svo er Mugison sjálfur svo hress á sviði að það er óhjákvæmilegt að smitast af gleði hans. Leikkonan Cate Blanch- ett var komin til að sjá Mugison og sagðist vera sérlega ánægð með að hafa dembt sér á tónleika á Íslandi. Því næst tók Ampop við, hún skil- aði sínu ágætlega en það hlýtur að hafa verið erfitt að koma fram á eftir Mugison. Ég skil ekki af hverju hún var ekki látin spila á undan honum. Baggalútur lauk síðan kvöldinu með sinni hressandi sveitatónlist. Fólk dansaði og skemmti sér vel enda eru böll Baggalúts þekkt fyrir mikla gleði. Það getur verið svolítið þreytandi að vera á tónleikum í átta klukku- tíma. Það er lítið um sæti á NASA og bjórinn þar er rándýr. Sem betur fer þarf ekki að fara langt ef maður vill fá sér í svanginn. Í heildina var þetta ágætis púki í ár, lítið var um seink- anir og voru þær ekki miklar. Mér fannst sunnudagskvöldið vera lang- sterkast, svona hvað tónlistina varð- ar, en hver hefur sinn smekk. Ágætis púki TÓNLIST NASA Þriðja kvöld Innipúkans, sunnudaginn 6. ágúst Innipúkinn Mugison var bestur á sunnudagskvöldinu að mati gagnrýnanda. Morgunblaðið/Golli Ampop er með vinsælli sveitum hér á landi og spilaði á eftir Mugison. Helga Þórey Jónsdóttir Sími - 564 0000Sími - 462 3500 SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. eeee P.B.B. DV S.U.S XFM 91.9 Miami Vice kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára Miami Vice LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 The Sentinel kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Ástríkur og Víkingarnir kl. 4 og 6 Silent Hill kl. 10 B.i. 16 ára Over the Hedge m. ensku.tali kl. 4 og 8 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 4 og 6 Stick It kl. 8 og 10.20 Miami Vice kl. 8 og 10.40 B.i. 16.ára. The Sentinel kl. 8 og 10 B.i. 14.ára. Ástríkur og Víkingarnir kl.6. Stormbreaker kl.6. Það hefur ekki verið svikari í leyniþjónustunni í 141 ár... þangað til núna! Mögnuð spennu mynd í anda „ 24“ Með stórleikurunum Michael Douglas og Kiefer Sutherland ásamt Evu Longoriu og Kim Basinger eeee „Einfaldlega frábær spennu- mynd með toppleikurum“ K.M. - Sena COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS Framleiðslufyrirtæki George Lucas hefur gefið grænt ljós á það að allur Stjörnustríðsbálkurinn verði styttur úr 13 tímum í 20 mín- útur. Annar stofnenda leikfélagsins Reduced Shakespeare Company eða „Shakespeare í smækkaðri mynd“, sem er þekkt fyrir að stytta leikrit leikskáldsins fræga niður í 97 mínútur, vinnur nú að leikgerðinni „Stjörnustríð – í styttri útgáfu!“ Leikfélagið lofar því að allt það helsta úr kvikmyndunum muni halda sér í leikritinu, þ.e.a.s. hvernig Anakin Skywalker snýst á sveif með hinu illa, Leiu prinsessu er bjargað og þá verður sagt frá smíði nýs Dauðastirnis. Annar stofnandi Reduced Shake- speare Company, Adam Long, mun leika aðalhlutverk ásamt tveimur öðrum leikurum. Þá mun Long jafn- framt leikstýra og skrifa handritið. „Þetta var æskudraumur minn. Á 20 mínútum mun ég vera Jabba the Hutt, Jar Jar Binks, Svarthöfði og Anakin Skywalker,“ segir Long. Stjörnustríðsleikritið verður sett upp einu sinni fyrir framan 600 boðsgesti í Criterion-leikhúsinu. Aðdáendur geta unnið miða á sýn- inguna sem fram fer 17. ágúst. Hún verður svo sýnd á Sky Movies- sjónvarpsstöðinni, en vikan frá og með 26. ágúst nk. verður tileinkuð Stjörnustríðsmyndunum á Sky Movies. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.