Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 4
4|Morgunblaðið
Í skólanum eru nemendur á öllum
aldri, þeir yngstu eru þriggja ára og
þeir elstu um áttrætt. Nemendur
stunda ýmist fullt nám eða sækja
einstök námskeið.
Kermikhönnun
Í fullu námi eru þeir sem eru að
undirbúa sig undir háskólanám í
myndlist eða hönnun en listaskólar
gera almennt kröfur um undirbún-
ing og að nemendur framvísi möppu
sem sýni fram á getu þeirra og hug-
myndaauðgi.
„Þessir nemendur stunda ýmist
nám hálfan vetur eða heilan og nota
tímann til að koma sér upp áhuga-
verðri möppu með sýnishornum af
vinnu sinni og áhugasviði. Bæði geta
nemendur stundað almennt und-
irbúningsnám en einnig nám í ker-
amikhönnun, en Myndlistaskólinn
er eini skólinn á Íslandi sem býður
upp á heildstætt keramiknám,“ seg-
ir Ingibjörg Jóhannsdóttir, skóla-
stjóri Myndlistaskólans.
Námskeiðahald er fjölbreytt, boð-
ið er upp á klassísk málunar- og
teikninámskeið þar sem nemendur
skerpa sýn á viðfangsefnið, þjálfa
skynjun sína og læra aðferðir við
litablöndun, fjarvíddarteikningu,
formótun og þess háttar. Einnig er
boðið upp á námskeið fyrir lengra
komna þar sem áhersla er ýmist á
teikningu, litameðferð eða sjálfstæð
vinnubrögð. Flest þessara nám-
skeiða standa ýmist allan veturinn
eða eitt misseri.
Tölvu- og ljósmyndanámskeið
Hins vegar er boðið upp á stutt
helgarnámskeið í tölvuvinnslu, og
ljósmyndun svo eitthvað sé nefnt.
Á hverju ári eru alltaf einhverjar
nýjungar og er frekari upplýsingar
að finna á heimasíðu skólans
www.myndlistaskolinn.is. Flest
námskeiðin hefjast í lok september
og er hægt að skrá sig í gegnum
heimasíðu eða á skrifstofu skólans.
„Allir kennarar skólans eru starf-
andi myndlistamenn og hönnuðir,
hver um sig á kafi í sinni listgrein og
eru því í góðum tengslum við list-
umhverfið og fag sitt og eiga auðvelt
með að miðla, leggja sig fram og
miðla hugmyndum sínum og aðferð-
um á áhugaverðan hátt,“ segir Ingi-
björg.
Nemendur koma úr öllum áttum;
hér eru smiðir, kennarar, læknar,
ljósmyndarar, myndlistamenn,
dómarar, mannfræðingar, pípulagn-
ingamenn, verslunarmenn að
ógleymdum framhaldsskólanemum
svo eitthvað sé nefnt.
Formleg endurmenntun
„Námskeiðin sækja alltaf drjúgur
hópur nemenda sem stefna á frek-
ara nám á sviði myndlistar eða
tengdra greina og fá þeir þá námið
hér metið til eininga í sínum fram-
haldsskólum. Einnig er stór hópur
sem sækir hingað formlega endur-
menntun, til dæmis kennarar þó
auðvitað megi segja að allir þeir
sem eru við nám í skólanum séu að
endurmennta sig með einhverjum
hætti. Markviss þjálfun í að horfa og
gefa umhverfinu gaum getur nefni-
lega bætt svo miklu við lífið og upp-
lifun manns á umhverfið – hvað er
mikilvægara en það,“ segir Ingi-
björg.
Myndlista-
skólinn með
fjölþætt tilboð
Bæði geta nemendur stundað almennt undirbún-
ingsnám en einnig nám í keramikhönnun, en
Myndlistaskólinn er eini skólinn á Íslandi sem býð-
ur upp á heildstætt keramiknám,“ segir Ingibjörg
Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans
Morgunblaðið/Kristinn
Ingibjörg Jóhannsdóttir Myndlistaskólans í Reykjavík.
Ævintýri á lausu
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 594 4020 og á www.mk.is.
Menntaskólinn í Kópavogi við Digranesveg | Sími: 594 4020 | fsk@mk.is
Kennsla hefst 28. ágúst
F
A
B
R
I
K
A
N
Inntökuskilyrði: Umsækjendur þurfa að hafa náð 21 árs aldri,
vera með stúdentspróf eða annað sambærilegt nám
og hafa gott vald á tveimur tungumálum.
Kennsla fer fram síðdegis.
Starfstengt ferðafræðinám
Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja starfa
hjá ferðaþjónustufyrirtækjum.
Flugþjónustunám
Undirbúningsnám fyrir þá sem vilja
starfa í farþegarými flugvéla.
Rope Yoga kenn-
aranámskeið verður
haldið dagana 27. apríl
til 30 apríl. Framhalds-
námskeið síðan dagana
8. september til 10. sept-
ember. Leiðbeinandi er
Guðni Gunnarsson stofn-
andi RopeYoga.
Rope Yoga kerfið er
kjörið tækifæri fyrir
jógakennara, sjúkra-
þjálfara, líkamsrækt-
arþjálfara og þá sem
hafa menntun í íþrótta-
fræðum til að auka gildi
núverandi þjónustu með
Rope Yoga hug og heilsurækt-
arkerfinu.
„Það sem snerti hjarta mitt mest
var hlýjan og umhyggjan sem blasti
við mér frá Guðna og kennurum
hans. Mikil fagmennska, gott skipu-
lag. Mér fannst ég svo velkomin,
andrúmsloftið svo gott, og svo mikil
eining og hlýja. Þetta er það sem
skiptir mig mestu máli.“ Sigríður
Guðjohnsen.
Rope Yoga er kerfi vellíðunar og
þjálfunar sem tekur beint á gagn-
kvæmum tengslum líkama og hug-
ar. Hugsanir og gjörðir falla saman
við heimspeki og iðkun til að skapa
verundarástand sem eflir lífsfyll-
ingu og hamingju. Að sama skapi
sameinar Rope Yoga öndun, hreyf-
ingu og hugsun. Þessi sameining
öndunar og hreyfingar hefur þrek
og heilsu upp í nýjar hæðir og iðk-
endur sjá sjálfa sig í nýju ljósi og
öðlast þar af leiðandi mátt til að
skapa nýjan og gjöfulan veruleika.
Rope Yoga er einfalt og öflugt
kerfi sem stuðlar að heilbrigðu lífi.
Við nefnum það aðgæsluhreysti;
ástand dýpri vellíðunar, betri ár-
angurs og gnóttar sem leiðir til lif-
andi lífs (að lifa lífinu lifandi).
Gerðar eru kröfur um að þeir
sem sækja námskeiðið hafi hald-
góða þekkingu á sviði heilsuræktar,
hafi kennt eða ástundað yoga, rétt-
indi á sviði sjúkraþjálfunar, einka-
þjálfunar og/eða íþróttakennslu.
Námskeiðið er haldið í Reykjavík
og fer fram í tveimur hlutum.
Fyrsti hluti er fjórir dagar og er
haldið dagana 27. apríl til 30. apríl.
Kennd verða undirstöðuatriði Rope
Yoga, tækni og heimspeki.
Seinni hluti fer fram daganna 8.
til 10. september. og munu þátttak-
endur skila heimavinnu, sýna kunn-
áttu og væntanlega útskrifast sem
Rope Yoga kennarar.
Námskeið í Rope Yoga
Guðni Gunnarsson er leiðbeinandi á námskeiði
fyrir þá sem vilja verða kennarar í Rope Yoga
Morgunblaðið/Árni Sæberg