Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 31
Morgunblaðið |31
Á haustönn verður boðið upp á:
5 ára og eldri: Byrjenda- og framhaldsnámskeið
Unglingar: Byrjenda- og framhaldsnámskeið
Fullorðnir: Byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Aldursskiptir hópar. Haldnir
verða tónleikar á námskeiðinu
og nemendur fá upptöku með
söng sínum á geisladiski í lok
námskeiðs.
Markmið söngkennslunnar er að þjálfa
nemendur í túlkun, raddbeitingu, sjálfsstyrkingu og framkomu.
Skólinn leitast við að veita nemendum sínum tækifæri til að koma
fram opinberlega, svo sem við hljóðritanir, framkomur í sjónvarpi
og á öðrum vettvangi. Skólinn leitast við að hafa sérþjálfað
starfslið sem eru atvinnumenn hver á sínu sviði.
SÖNGNÁMSKEIÐ
Fákafeni 11 • www.poppskolinn.is • Sími 588 1111
María Björk
Skólastjóri/Kennari
Regína Ósk
Yfirkennari/Kennari
Hera Björk
Söngkona/Kennari
Jónsi
Söngvari/Kennari
Sara Dís
Söngkona/Kennari
Friðrik Ómar
Söngvari/Kennari
Þóra
Söngkona/Kennari
Sessý
Söngkona/Kennari
Védís Hervör
Söngkona/Kennari
NÝTT!
Núna bjóðum við einnig upp á forskóla fyrir 3-5 ára krakka.
Söngskólinn er í leit
að hæfileikaríku fólki
Erum að velja börn úr Söngskólanum
í verkefni sem verður unnið í samstarfi
við stóra aðila í tónlistarbransanum
sem kemur út fyrir jólin.
HAUSTÖNNIN
ER AÐ HEFJAST
Skráning og upplýsingar:
Sími: 588 1111, 575 1512 & 897 7922
E-mail: aria@islandia.is
MARÍU BJARKAR
Söngvaborg
kemur í
heimsókn
til yngstu
krakkana.
FRÁBÆRIR
2
Leynigesta-
kennarar
Fjöltækniskólinn býður upp á
fjölda námskeiða sem henta bæði
þeim sem vilja endurmennta sig
eða bæta við menntun sína. Sum
af þessum námskeiðum er hægt að
taka í fjarnámi.
Mikilvægur hlekkur siglinga
Fjöltækniskólinn hefur um ára-
bil verið með öflug tengsl við sam-
bærilega skóla víða um Evrópu og
fundar árlega innan samtaka skól-
anna.
Mikilvægt er fyrir menntastofn-
anir að fylgjast vel með því sem er
að gerast á faglegum nótum og
eru þessi samskipti því mikil-
vægur hlekkur í starfi skólans.
Skólinn starfar í samræmi við
ýmsar alþjóðareglur þar sem nem-
endur eru útskrifaðir til að starfa í
alþjóðaumhverfi, og skiptir þá
miklu máli að skólinn standist
kröfur alþjóðalaga.
Alþjóðasiglingamálastofnunin
gegnir mikilvægu hlutverki í þessu
sambandi og þurfa skólarnir að
standast gæðakröfur samkvæmt
alþjóðastöðlum.
Skólinn hefur lokið vottunarferli
vegna ISO 9001.
Námskeið sem henta öllum
Hér eru upplýsingar um ýmis
námskeið sem geta nýst hvort
heldur er skipstjórnarmönnum eða
vélstjórnarmönnum, sem og öðrum
starfsmönnum er starfa við sjóinn
eða störf honum tengd.
Tölvunámskeið
Vandað tölvunámskeið, jafnt fyr-
ir byrjendur og lengra komna.
Fjarnámskeið í samstarfi við
NEMANDA-fjarnámsskóla sem
hefur fengið einstaklega góðar
móttökur hjá bæði byrjendum og
þeim sem lengra eru komnir.
Þetta er 8 vikna tölvunámskeið
sem er alfarið í fjarnámi, engar
forkröfur á þekkingu, enginn sér-
útbúnaður í tölvu.
Nemendur fá námsgögnin send í
pósti; bók og vikulegar sendingar
af geisladiskum. Auk þess er nem-
endum fylgt eftir símleiðis og þeir
hafa aðgang að þjónustusíma sem
er opinn 9–21 virka daga.
Efnisþættir námskeiðsins eru:
Tölvuleikni (Tölvufærni / Stýri-
kerfið)
Ritvinnsla (MS Word)
Töflureiknir (MS Excel)
Internetið og tölvupóstur
Upplýsingatækni.
Námskeiðið er sniðið sér-
staklega að aðstæðum sjómanna.
30 rúmlesta réttindanám
Kennd eru þau grundvallarfög
sem þarf til að öðlast skipstjórn-
arréttindi á skipi sem er 30 rúm-
lestir eða minna, skv. 7. gr. laga
nr. 112/1984 með breytingum sam-
kvæmt lögum nr. 62/1995 um at-
vinnuréttindi skipstjórnarmanna í
íslenskum skipum.
Efnisþættir námskeiðsins eru:
Siglingafræði og samlíkir, sigl-
ingareglur og vélfræði, siglinga-
og fiskileitartæki, sjóhæfni, veð-
urfræði og öryggismál. Að hluta
kennt í samlíkjum. Námskeiðinu
lýkur með prófum.
Vélgæslunámskeið
A-námskeið fyrir vélgæslumenn
skv. reglugerð 246/2003.
Námskeiðið er grunnur að
375kW atvinnuréttindum vélgæslu-
manna á minni bátum. Efnisþættir
námskeiðsins eru:
Afgas + kerfi, álagskeyrsla véla,
dísilvélin + kerfi, eldsneyti +
kerfi, forhleðsla o.fl., frágangur
véla, kælikerfi (freon), rafmagn,
reglur o.fl., varahlutir & vetr-
argeymsla, vökvakerfi. Námskeið-
inu lýkur með prófi.
Hásetafræðsla
Kennt er skv. Alþjóðasamþykkt
STCW.
Farið er yfir ýmsa efnisþætti,
s.s. áttavitann, stýrisskipanir,
sjálfstýring/handstýring, siglinga-
reglur, neyðarmerki, sjómerki, við-
vörunarkerfi og neyðarbaujur,
vaktreglur og vaktaskipti, grund-
vallaratriði ratsjár og dýpt-
armælis.
Að hluta kennt í samlíkjum.
Málmsuða fyrir almenning
Við bjóðum áhugavert málm-
suðunámskeið fyrir þá sem ekki
hafa lært málmsuðu en eru að fást
við það og langar að læra meira.
Þetta er námskeið fyrir almenning
um rafsuðu (pinnasuðu, Mig/Mag
o.fl.) og logsuðu. Verklegt.
Baader fiskvinnsluvélar
(kennt eftir pöntun og víða um
land)
Námskeiðið er ætlað starfandi
Baader-mönnum um borð í fiski-
skipum og/eða þeim sem hafa véla-
þekkingu og réttindi, þ.e. vél-
virkjar, vélstjórar, vélgæslumenn
o.þ.h.
Námskeiðið er bæði bóklegt og
verklegt.
Stjórnun vinnuvéla um
borð, kranar og vindur
(kennt eftir þörfum víða um
land)
Námskeiðið er ætlað sjómönnum
og haldið í samstarfi Fjöltækni-
skóla Íslands, Siglingastofnunar og
Iðntæknistofnunar. Námskeiðið er
haldið víða um land eftir þörfum.
Farið verður í meðferð vinnu-
véla (kranar, spil) sem eru um
borð í skipum í dag. Fjallað um
uppbyggingu, notkun, fyrirbyggj-
andi viðhald og öryggismál. Farið
er ítarlega í meðferð kranavíra,
stroffa, ofurtogs (dynex) og áslátt-
arbúnaðar.
Meðferð og frágangur
afla um borð í veiðiskipi
(kennt eftir þörfum víða um
land)
Markmið námskeiðsins er að
kenna meðferð og frágang afla um
borð í veiðiskipum til að halda
verðmæti aflans og gæðum sem
mestum. Námskeiðið hentar vel
fyrir alla starfsmenn um borð.
Undirmenn á skipum geta sótt um
styrk til Sjómenntar.
Efnisatriði námskeiðsins eru
blóðgun, þvottur, frágangur, kæl-
ing og meðferð til að tryggja há-
marksgæði. Örverufræði og mik-
ilvægi hreinlætis, meðferð
hreinsiefna og áhalda til hreins-
unar um borð. Áhrif togtíma á
fiskigæði, mikilvægi almenns
hreinlætis um borð og áhrif þess á
líf og heilsu. Fræðsla á starfsemi
innlendra og erlendra fiskmarkaða
í þeim tilgangi að gera starfsmenn
meðvitaðri um tilgang bættrar
meðferðar á fiskafurðum.
Skipaskoðun
(kennt eftir þörfum)
Fjöltækniskóli Íslands býður
námskeið fyrir skoðunarmenn fjar-
skiptabúnaðar fiskiskipa sem eru
minni en 24m og sigla eingöngu á
STK svæði.
Námskeiðið er áþekkt og þau
námskeið sem Stýrimannaskólinn
hefur áður haldið fyrir Skipaskoð-
un ríkisins og síðar Siglingastofn-
un.
Markmið þessa námskeiðs er að
skipaskoðunarmenn öðlist færni í
skoðun fjarskiptabúnaðar smá-
skipa.
Farið er yfir rafgeyma, neyð-
argeyma og ræsigeyma, mælingar
geymanna með álagsmæli og eðl-
isþyngdarmæli. Verkefnaskil.
Farið verður í afriðun, breyt-
ingu á riðspennu í jafnspennu,
mælingu spennunnar og gáru-
spennu (riðspennutoppa á jafn-
spennunni).
Farið er yfir teikningu á raf-
kerfi smáskipa.
Farið er í mæliverkefni með
AVO mælum (Amper, Volt, Ohm).
Nemendur gera mæla- og út-
leiðslumælingar. Verkefnaskil.
Mælar sem skipaskoðunarmenn
verða að kunna skil á vegna vinnu
sinnar verða kynntir og sýndir,
svo sem Bird mælir, Megger, af-
hleðslumælir með álagi fyrir raf-
geyma og eðlisþyngdarmæli.
Skoðunarhandbók, skoð-
unarskýrslur og samskipti við
PFS.
Áhugaverð námskeið
smá-
auglýsingar mbl.is