Morgunblaðið - 18.08.2006, Side 21
Morgunblaðið |21
hljóðfæri:
ánari upplýsingar eru
skrifstofu skólans að
aut 54, sími 552-7366
10-16 alla virka daga.
•
www.songskolinn.is
> Rafræn Reykjavík
Reykjavík
06-2007 •
Hóla er ekki getið í Landnámu. Talið
er að þeir hafi byggst um miðja 11.
öld úr landnámsjörðinni Hofi, sem er
um 2,5 km fyrir framan Hóla, en hana
byggði Hjalti Þórðarson. Því heitir
dalurinn Hjaltadalur.
Biskupsstóll og
stofnun Hólaskóla
Um miðja 11. öld bjó á Hólum Oxi
Hjaltason af ætt Hofsverja. Hann lét
gera kirkju mikla. Um 1100 átti Illugi
Bjarnason jörðina. Þegar ákveðið var
að stofna biskupsstól á Norðurlandi,
gaf hann Hóla til biskupsseturs.
Fyrsti biskupinn á Hólum var Jón
Ögmundsson helgi. Hann tók vígslu
árið 1106. Jón hélt skóla á staðnum
fyrir prestsefni. Skólinn var kallaður
Hólaskóli og má segja að þetta hafi
verið háskóli þess tíma. Viðfangs-
efnin voru fjölbreytt. Fór mikið
frægðarorð af skólahaldi hans og
kirkjustjórn. Rætur Hólaskóla nú-
tímans teygja sig langt aftur í tímann
eða allt til ársins 1106. Frá tíð Jóns
Ögmundssonar er orðtakið, sem síð-
an hefur lifað á vörum Norðlendinga;
heim að Hólum.
Höfuðstaður Norðurlands
Á sjö alda tímabili voru Hólar hinn
raunverulegi höfuðstaður Norður-
lands og helsta menningarsetur
fjórðungsins, enda starfræktur þar
skóli lengst af. Mikill auður safnaðist
að Hólum. Þegar veldi biskupsstóls-
ins var sem mest á fyrri hluta 16. ald-
ar, átti hann 352 jarðir og var það um
1/4 af öllum jörðum í Norðlend-
ingafjórðungi. Þá átti Hólastóll víða
rekaítök og önnur hlunnindi.
Biskuparnir
Alls sátu 36 biskupar á Hólum, 23 í
kaþólskum sið og 13 í lúterskum. Má
þar nefna Jón Ögmundsson helga
(1106–1121), Guðmund Arason góða
(1203–1237), Auðun rauða Þorbergs-
son (1313–1322), Jón Arason (1524–
1550) og Guðbrand Þorláksson (1571–
1627) og Gísla Magnússon (1755–
1779). Árið 1802 var stóllinn lagður
niður og eignir hans seldar.
Vígslubiskupsembættið var stofn-
að 1910. Vígslubiskup hefur setið á
Hólum frá 1986, er hr. Sigurður Guð-
mundsson þáverandi vígslubiskup
flutti á staðinn. Hr. Bolli Þ. Gúst-
avsson tók við af Sigurði og núver-
andi vígslubiskup Hólastiftis er hr.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson og tók
hann við embættinu í júní 2003.
Guðmundur Arason hinn góði var
þekktastur fyrir að eiga í stöðugum
deilum við voldugustu höfðingjaættir
landsins. Mikið orð fór af honum fyrir
ölmusugjafir, bænahald og lækn-
ingar. Gvendarskál er sylla í Hóla-
byrðu, fjallinu fyrir ofan Hóla. Sagt
er að Guðmundur góði hafi farið
þangað reglulega og beðist fyrir.
Fornt altari er í Gvendarskál. Gvend-
arbrunnur er í túninu framan við
kirkjuna.
Jón Arason var síðasti kaþólski
biskupinn á Íslandi og barðist hart
gegn siðaskiptunum. Hann var háls-
höggvinn í Skálholti ásamt tveimur
sonum sínum 7. nóvember 1550 og
markaði það endalok kaþólsku kirkj-
unnar á Íslandi. Jón var höfðingi í
lund og eitt mesta skáld sinnar tíðar.
Til minningar um Jón var reistur
turn við Hóladómkirkju árið 1950.
Guðbrandur Þorláksson er þekkt-
astur fyrir bókaútgáfu sína. Guð-
brandur gaf út fyrstu biblíuna á ís-
lenska tungu 1584 og á útgáfa hennar
stóran þátt í að íslenskan varðveittist.
Guðbrandur var vísindamaður og
reiknaði m.a. út hnattstöðu Hóla.
Honum hefur stundum verið líkt við
Leonardo Da Vinci. Á hans tímum má
búast við að margt hafi verið íhugað
og skeggrætt í hinum forna Hóla-
skóla.
Búnaðarskólinn 1882
Árið 1881 keypti Skagafjarðarsýsla
Hóla, og ári síðar var stofnaður bún-
aðarskóli á Hólum sem hefur starfað
nær óslitið síðan. Hlutverk skólans
hefur breyst í tímans rás og skólinn
hefur lagað sig að breyttum að-
stæðum. Námið miðar að því að efla
atvinnu- og menningarlíf í dreifbýli
með fjölbreyttri starfsmenntun á
sviði nútíma landbúnaðar. Árið 1999
fékk skólinn aftur hið upphaflega
nafn; Hólaskóli.
Háskóli 2003
Árið 2003 fékk Hólaskóli heimild til
að starfa sem háskólastofnun og vera
með fullt nám til fyrstu háskólagráðu.
Á undanförnum árum hefur vísinda-
starf skólans eflst verulega samhliða
námsframboði. Samningar hafa verið
gerðir við aðra háskóla um marg-
víslega viðurkenningu á námi skólans
sem hluta af þeirra námi. Margir
nemendur hafa unnið framhaldsverk-
efni til M.Sc.-prófs undir leiðsögn
kennara skólans. Heimild skólans til
að starfa sem háskólastofnun er hon-
um mjög mikilvæg og markar tíma-
mót í sögu hans.
Hólar hjarta norðlenskr-
ar menningar í 900 ár