Morgunblaðið - 18.08.2006, Blaðsíða 8
8|Morgunblaðið
Þótt einkennilegt megi virðast er
aldrei talað um hnakksmíði og orðið
söðlasmíði hefur fest rætur í málinu.
Til forna var talað um karlsöðul og
kvensöðul og orðið hnakkur kom
ekki inn í íslensku fyrr en löngu síð-
ar. Þetta má til dæmis sjá af því að
alltaf er talað um að söðla hesta eða
leggja á hesta, segir Skeggi.
Þótt söðlasmiðir séu útskrifaðir á
ári hverju og maður myndi halda að
útbreiðsla hestamennskunnar gerði
þessa iðn að vinsælli og arðbærri
menntun, er því ekki þannig farið.
Flestir hnakkar innfluttir
Innlendir söðlasmiðir starfa, að
því er næst verður komið, mest að
viðgerðum og viðhaldi hnakka og
reiðtygja, þótt eitthvað sé um það
að hnakkar, söðlar og reiðtygi séu
smíðuð hérlendis. Flestir hnakk-
ar eru nefnilega innfluttir.
Hnakkarnir koma frá löndum
eins og Indlandi, Argentínu og
Póllandi, en það eru allt saman
lönd þar sem löng hefð er fyrir
leðurvinnslu af öllu tagi og auk
þess er vinnukrafturinn talsvert
ódýrari í þessum löndum en ger-
ist hérlendis.
Hins vegar er ekki óalgengt að
beisli séu búin til af íslenskum
söðlasmiðum og kannski aktygi
líka, en þetta eru mest viðgerðir,
segir Skeggi.
Erlent efni mest notað
Efnið til smíðanna kemur líka
að mestu leyti erlendis frá enda
er lítið unnið af leðri hérlendis um
þessar mundir.
Ekki er mikil leðurvinnsla hér
nema þá kannski helst vinnsla á roði
og það kemur mest allt frá Sauð-
árkróki. Virkin eru líka erlend, en
trefjaplastvirki hefur þó verið búið til
hérlendis. Annars er virkið oftast úr
tré en fyrr á öldum mun nokkuð hafa
verið um að þau væru búin til úr
hvalbeini, segir Skeggi.
Leðrið, sem íslenskir söðlasmiðir
hafa notað, var að mestu flutt inn frá
Bretlandi, en eftir að Creutzfelt-
Jacobs, eða kúariðu, varð vart þar-
lendis fyrir nokkrum árum hefur inn-
flutningurinn að mestu verið frá Suð-
ur-Ameríku, Ítalíu og Austurríki.
Skeggi tók próf í söðlasmíði á of-
anverðri síðustu öld, eins og hann
segir sjálfur, og byrjaði fljótlega sem
varamaður í sveinsprófsnefnd í
söðlasmíði. Í dag er hann meðlimur
sveinsprófsnefndar.
Söðlasmíði
„Þetta er nú eins og hvert annað
iðnnám, söðlasmíðin er fjögurra ára
nám en það stendur til að stytta það í
þrjú ár. Munurinn er kannski að fag-
legi þátturinn er minni en í öðrum
iðngreinum enda erfitt að komast að
sem lærlingur þar sem flestir eða all-
ir söðlasmiðir eru einyrkjar. Auðvit-
að er líka almennt nám eins og í öðr-
um iðngreinum í söðlasmíðinni,“
segir Skeggi.
Í fornritum Íslendinga er hvergi
minnst á sérstaka söðla- eða reið-
tygjasmiði þótt slíkir menn hafi vafa-
laust verið til. Öll vinna við söðla eða
reiðtygi var unnin heima á bæ og síð-
an var smíðin send sérstökum málm-
smiði sem fullvann verkið. Sú hug-
mynd hefur verið sett fram að
söðlasmíði hafi því verið kennd við
málsmíði þar sem málmsmiðirnir
luku verkinu.
Algengast var að nautsleður væri
notað í reiðtygi þar sem það þótti
sterkt og endingargott. En áður en
hægt var að nota leðurreimar eða
búta til smíða varð að meðhöndla
leðrið með sérstökum hætti. Menn á
Austurlandi notuðu annað efni í reið-
tygi en nautshúð. Þar voru beisli,
bönd og reiðar gerð úr sútuðu sel-
skinni sem þeir töldu henta betur en
hefðbundin efni í regni og þurrkatíð.
Leðrið er fyrst þurrkað. Síðan er
borið á það lýsi. Þegar leðrið er orðið
löðrandi í lýsi er það barið varlega til
á hnalli. Að lokum er leðrið lagt á
jörðina og troðið undir fótum þar til
það er orðið mjúkt.
Þegar leðrið er orðið mjúkt er það
litað eftir smekk hvers og eins. Al-
gengast var að lita leðrið svart með
sortulyngi eða rauðbrúnt með járn-
ryði eða birkiberki.
Þegar lagt var á hesta var lögð
ábreiða undir söðulinn. Algengasta
ábreiðan á miðöldum var svokall-
að þóf og var það notað á Íslandi
langt fram á 19. öld. Ull, tog og
annar úrgangur við ullarvinnslu
var tekið og lagt margfalt í bleyti
og þæft þar til úr varð samfelldur
ullarflóki. Flókabreiða þessi var
síðan lögð yfir hrygg hestsins og
margbrotin saman á síðunum en
stundum var þófið einnig klætt
skinni. Menn á Austurlandi fóru
öðruvísi að við að búa til undir-
breiðslur. Þar ófu menn úr rót-
artægjum melgresisábreiður sem
sagðar voru langar og seigar og
hentugar til slíkra nota.
Gildislærður söðlasmiður
Lítið er vitað með vissu um
söðlasmíði og almenna reiðtygja-
smíði á Íslandi á miðöldum þar
sem heimildir skortir eða þær
eru ekki áreiðanlegar, en hnakk-
ur var alltaf nefndur söðull í
fornu máli Íslendinga. Flestar
heimildir um söðlasmíði eru frá
19. öld en söðlasmíði var þá farin
að festast í sessi sem iðngrein á
Íslandi.
Þrátt fyrir heimildaskort er
óhætt að fullyrða að söðlar og reið-
tygi hafi verið smíðuð á Íslandi frá
landnámi. Það hefur vafalítið verið
metnaðarmál fyrir fyrirmenni og
stórhöfðingja að sitja í fallegum
söðli og nota falleg reiðtygi þótt ekki
væri það til annars en að skera sig
úr sauðsvörtum almúganum.
Sjálfsþurftarbúskapur var eitt af
einkennum íslensks bænda-
samfélags á fyrstu öldum eftir land-
nám. Slíkt fyrirkomulag leiddi af sér
að sjaldan voru aðföng sótt út fyrir
bæjarsamfélagið heldur allt fram-
leitt heima fyrir. Á þeirri forsendu
má ætla að laghentir bændur, hús-
karlar eða vinnumenn hafi smíðað
þau reiðtygi sem þurfti til daglegra
nota þótt engar áreiðanlegar heim-
ildir staðfesti slíkt.
Starfsheitið handverksmaður var
ekki bundið í lög fyrr en árið 1787 en
þá gengu lög í gildi sem leyfðu hand-
verksmönnum að starfa í kaup-
stöðum að fengnu leyfisbréfi og lög-
gildingu yfirvalda.
Ekki er vitað með vissu hver
fyrstur lagði fyrir sig söðlasmíði á
Íslandi á þann hátt að kalla mætti
iðngrein en árið 1808 var Tómas
Björnsson Beck talinn eini „gild-
islærði“ meistarinn í söðlasmíði hér
á landi. Tómas lærði söðlasmíði í út-
löndum og er því í heimildum notað
orðið „gildi“ um handverksmanninn,
en fyrirbærið „gildi“ var óþekkt á
Íslandi á þessum tíma.
Í Kópavogi heldur einn
af fáum starfandi söðla-
smiðum landsins til.
Menntun gerði sér er-
indi til Skeggja Guð-
mundssonar, eins af
tæplega tuttugu starf-
andi söðlasmiðum á
landinu. Að eigin sögn
hefur hann alltaf lang-
að í mynd af söðli
Genghis Khans. Við
ræddum við hann um
þessa fornu iðngrein.
Sveinstykki Skeggja Guðmundssonar,
forláta hnakkur, sem hann reyndar
hefur gefið vini sínum að gjöf.
Morgunblaðið/Golli
Skeggi Guðmundsson er einn af fáum starfandi söðlasmiðum landsins. Hér á verkstæðinu sínu.
Langar í mynd af söðli Genghis Khans
Innritun stendur
yfir á vef skólans
www.ir.is
(sjá fjarnám)
Kennsla hefst mánu-
daginn 4. sept.
Nánari uppl‡singar
á www.ir.is
og í síma 522 6500.
Fjarnám
me› áherslu á starfstengt nám
Byggingagreinar
Efnisfræ›i, fagteikningar,
framkvæmdir og vinnuvernd.
Grunnnám rafi›na
Rafmagnsfræ›i, efnisfræði og rafeindatækni.
Rafvirkjabraut
L‡singatækni, rafmagnsfræ›i, regluger›ir,
raflagnateikning, st‡ringar.
Rafeindavirkjun
Rafmagnsfræði, rafeindavirkjun, rökrásir.
Tækniteiknun
Grunnteikning, húsateikning, innréttinga-
teikning, raflagnateikning, vélateikning
og AutoCad.
Tölvubraut
Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð,
netst‡rikerfi.
Uppl‡singa- og fjölmi›labraut
Allar greinar í grunnnámi
uppl‡singa- og fjölmi›labrautar.
Meistaraskóli
Allar stjórnunar- og rekstrargreinar.
Traust menntun í framsæknum skóla
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK