Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 47
Morgunblaðið |47
Hafðu samband
við þína stöð!
Nám á landsbyggðinni
Námskeið
Náms- og starfsráðgjöf
Fjarnám
Kvasir - Símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni
Farskólinn - miðstöð símenntunar
á Norðurlandi vestra www.farskolinn.is
Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is
Fræðslunet Austurlands www.fna.is
Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum www.mss.is
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar www.simey.is
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi www.simenntun.is
Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð www.viska.eyjar.is
Þekkingarsetur Þingeyinga www.hac.is
Fræðslunet Suðurlands www.sudurland.is/fraedslunet
Nám sem nýtist þér!
Skrifstofubraut I
Tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.
Kennslutími: 8:20 - 12:30/12:55. Kennsla hefst 23. ágúst
Fjarnám - Skrifstofubraut I
Spennandi möguleiki fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins til að stunda fjarnám á
skrifstofubraut I - sjá frekari upplýsingar á mk.is
Your Golden Opportunity!!
Office Skills Programme for Foreign Students
www.mk.is
Framhaldsnám - Skrifstofubraut II
Tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er
lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar.
Inntökuskilyrði: Krafist er þekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun.
Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga
fyrir um skólavist.
Kennslutími: 8:20 - 12:30/12:55. Kennsla hefst 23. ágúst
Hagnýtt viðskipta- og fjármálagreinanám
Staðbundið nám og fjarnám
Spennandi námsleið sérsniðin að vinnutíma fólks í fjármálafyrirtækjum. Áhersla lögð á
hagnýtar viðskiptatengdar námsgreinar. Kennsla hefst í byrjun september.
Upplýsingar veitir fagstjóri hagnýtra viðskipta- og fjármálagreina í
símum 594 4000 og 824 4114. Netfang. ik@mk.is
Einnig er bent á www.mk.is
hvað mest í gangi. Ég sé ekki bet-
ur en að hröðunarkortið svari flest-
um ef ekki öllum þeim spurningum
sem þar eru uppi, og vel það. Hitt
er annað að við þurfum einnig að
hafa samræmt viðmið á landsvísu.
Það er hins vegar ekki svo að ég sé
að mæla framkvæmd samræmdu
prófanna bót, eins og útfærsla
þeirra er í dag. Heldur er ég að
hnykkja á því sem aðrir hafa bent
á sem er að til þess að við getum
sýnt fram á ágæti tiltekinna
kennsluaðferða, þá þurfum við að
fá árangurinn mældan með einni
mælistiku. Ég á von á því að nið-
urstaða úr slíku mati skipti máli
þegar námskrá er ákveðin hjá þeim
stofnunum í landinu sem mennta
kennara, og einnig síðan þegar
kennarar velja sér starfsaðferðir á
vettvangi. – Að val þeirra byggist á
haldbærum gögnum um hvaða
kennsluaðferðir reyndust nem-
endum best til að ná miklum, skjót-
um og viðvarandi framförum.
Hvað lestrarkennsluna svo varð-
ar þá beiti ég einnig þessum sömu
aðferðum, „beinum fyrirmælum og
„hnitmiðaðri færniþjálfun með
mælingum við hana. Eins og ég hef
sagt einhvern tíma áður hef ég
engan sérstakan áhuga á lesblindu
– dyslexíu, ég bara kenni þeim að
lesa sem eru illa læsir. Það má
segja að vandi þeirra í lestrinum sé
hliðstæður áðurnefndum stærð-
fræðivanda að því leyti að nemend-
urnir hafa ekki á hraðbergi þau
grundvallaratriði í lestækni sem
nauðsynleg eru til að geta kveðið
að. Að kveða að er að blanda mál-
hljóðunum hratt saman eftir því
sem röð bókstafanna sýnir hverju
sinni – nokkuð sem nemendur eiga
að læra, æfa og að ná valdi á fyrstu
skólaárin sín. Að láta þessa krakka
stríða við að „lesa sam fellda texta
tímunum saman dag eftir dag, jafn-
vel í áravís, er aðeins uppskrift af
andúð og uppgjöf gagnvart öllum
lestri, námi, skóla og jafnvel sjálf-
um sér. Þess vegna kenni ég þeim
lykilatriðin í lestrinum og æfi þau í
að beita þeirri tækni. Lykilatriðin
fela í sér sambandið milli málhljóða
og bókstafa; s.s. heyra málhljóð –
benda á bókstaf, sjá bókstaf –
segja málhljóð, heyra málhljóð –
skrifa bókstaf. Þannig læra þau
einnig að skrifa um leið og þau
læra að lesa með því að æfa sig í að
umskrá málhljóð í bókstaf og bók-
staf í málhljóð. Sumir nemendur
þurfa meiri heyrnræna æfingu en
aðrir, sérstaklega við að æfa sér-
hljóðin sem þau heyra ekki alltaf
nægilega vel. Þetta er mjög ólíkt
því að kenna nemendum að þekkja
tiltekin orð. Þá geta þeir lesið texta
sem settur er saman úr þeim orð-
um. En þegar þau svo sjá nýjan
texta með nýjum orðum lenda þau í
vandræðum því þau þekkja ekki
orðin og fara að geta sér til um
hvað standi. Nemendum sem hins
vegar hefur verið kennt að umskrá
málhljóð í bókstaf og öfugt er ekki
kennt tiltekið innihald, þeim er
kennd regla. Hafi þeir vald á um-
skráningunni kunna þeir regluna
og geta beitt henni þótt innihaldið
– röð stafanna – breytist. Þetta
dæmi er samsvarandi því að læra
tiltekna reglu í reikningi eins og að
deila. Kunnáttan er þá bundin við
regluna en ekki innihald tiltekinna
dæma. Með öðrum orðum sagt,
maður þarf að geta reiknað dæmin
þótt tölurnar breytist.
Sumir nemendur lenda svo í því
að vera í sérkennslu og stuðningi
meira og minna öll grunnskólaárin
sín þótt almennur þroski þeirra
virðist vera með ágætum. Í efstu
bekkjunum og framhaldsskólunum
þekkjum við líka svonefndar hægar
ferðir. Það er spurning hvort við
þurfum ekki að endurskoða ræki-
lega það samhengi allt? Til dæmis
það að nemendur fái stuðning af
því að fyrirfram sé eiginlega gefið
að þeir verði áfram á eftir öðrum
nemendum og þ.a.l. áfram með
stuðninginn. Ég er eiginlega að
kalla eftir nýrri hugsun í hug-
myndafræði s.s. þeirri að það að
vinna á eigin hraða þýði ekki það
sama og að nemandinn vinni sér-
staklega hægt. Hin nýja hugsun
felur sem sagt hvorki í sér stuðn-
ing í hefðbundinni merkingu né
hægar ferðir, heldur hitt að allir
nemendur vinna af kappi. Það er
svo aftur breytilegt hvar nemend-
urnir eru staddir í námsefninu.
Þeir sem eru langt á eftir að okkar
mati þurfa að bæta sig hratt. Við
þurfum því að haga fyrirkomulag-
inu þannig að það séu engar inn-
byggðar og kerfislægar hamlanir
eða námsefnisskammtar sem haldi
þeim niðri. Þess í stað fái nemend-
urnir markvissa sérfræðiþjálfun og
nái í náminu þeim áfangamark-
miðum fljótt og vel sem við teljum
eðlilegt og nauðsynlegt að krakkar
á tilteknum aldri hafi á valdi sínu.
Málið snýst sem sagt ekki um
fjölda kennslustunda, heldur þær
mælanlegu breytingar sem íhlutun
kennarans skapar á kunnáttu og
leikni nemandans í hverri einustu
kennslustund. Við hljótum að gera
sömu kröfur um ágæti kennslu og
við gerum um aðra þjónustu sem
skiptir sköpum fyrir okkur í lífinu,
ekki satt?
Ef við skoðum einnig íslensku-
kennslu fyrir börn og fullorðna
sem eru af erlendu bergi brotin þá
hefur hún nokkuð verið í um-
ræðunni hvað varðar aðgengi,
kostnað, fyrirkomulag og tíma-
fjölda. Einnig veltir fólk því fyrir
sér hvort málið skuli kennt fræði-
lega eða hvort leggja skuli áherslu
á einhvers konar vinnustaðamál
s.s. heil orð og setningar. Mig
langar til að mega taka þessa um-
ræðu aðeins lengra og bæta við
mikilvægi kennslu og þjálfunar
málhljóða sem eins konar fornámi,
hvaða leið sem fólk velur síðan að
fara í íslenskukennslunni. Kennsla
með beinum fyrirmælum fellur
bæði að kennslu einstaklinga sem
hópa. Hún felur í sér ferlið: Sýna –
leiða – prófa, þannig að nemend-
urnir heyra fyrst rétt hljóðdæmi,
síðan segja þeir það með kenn-
aranum, og að lokum endurtaka
þeir dæmið einir og kennarinn
hlustar, ekki ósvipað og gert er í
tónlistarkennslu. Þegar svarið er
örugglega rétt tekur færniþjálf-
unin við og nemandinn nær sam-
fellu, öryggi og mýkt með því að
auka tíðni rétt myndaðra málhljóða
á kostnað annarra. Kennsla af
þessu tagi gefur okkur einnig
ómetanlegar upplýsingar um sam-
band hljómmyndunar í íslensku og
upprunamáli, þ.e. hvað er auðvelt
og hvað er erfitt fyrir hvern. Með
því að taka þessar upplýsingar
saman og gera þær aðgengilegar
öðrum kennurum geta þeir skipu-
lagt kennslu sína í ljósi þeirra s.s.
um það hverjir þurfi lengri tíma en
aðrir til að æfa tiltekin málhljóð.
Þarna liggja einnig mörg og
áhugaverð rannsóknarverkefni.
Það er sjálfsagt að geta þess hér
að kennsluaðferðirnar bein fyr-
irmæli og hnitmiðuð færniþjálfun
með mælingum hafa reynst sér-
staklega vel til að kenna börnum
með einhverfu. Árangurinn verður
eftirminnilegur eins og þeir þekkja
sem það hafa gert. Mikilvægi þess
að hefja kennsluna sem allra fyrst
á meðan börnin eru ung og kenna
þeim þétt er einnig vel þekkt. Það
er því grafalvarlegt mál ef börn á
Íslandi þurfa að bíða í tvö ár eða
lengur eftir greiningu um ein-
hverfu og erfitt að skilja hvers
vegna slík greining fer ekki fram á
fleiri en einum stað. Ef svo væri
kæmust börnin fyrr að og þjálfunin
skilaði sér margfalt, bæði til ein-
staklingsins og til samfélagsins.
Eins og staðan er í dag eru
greiðslur vegna þjálfunar úr okkar
sameiginlega sjóði skilyrtar klín-
ísku greiningunni sem þýðir að það
eru aðeins börn þeirra foreldra
sem hafa fjárhagslegt svigrúm til
að greiða sjálfir nauðsynlega þjálf-
un sem ekki þurfa að bíða.
Ég starfa á eigin vegum og eins
og undanfarið býð ég í vetur
kennslu í lestri, reikningi og skrift,
auk kennslu- og atferlisráðgjafar
fyrir skóla. Þar að auki vil ég
benda kennurum á að ég fer hvert
á land sem er með kynningar og
námskeið í kennsluaðferðunum,
beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri
færniþjálfun með mælingum,
ásamt skyldum aðferðum. Annars
eru tildrög þess að ég fór að ein-
beita mér að kennslunni aftur þau
að með átta ára reynslu minni af
atferlisráðgjöf í skólum lærði ég
fljótt að þeir nemendur sem eiga í
linnulitlum útistöðum þar vegna
hegðunar sinnar eiga nær und-
antekningalaust einnig í alvar-
legum vanda með skólanámið sitt.
Ef litið er á grunnskólastigið þá
sýnist mér að fjöldi beiðna um að-
stoð vegna hegðunarvanda taki
vaxtarkipp á miðstigi, svona um
tíu, ellefu ára aldurinn. Í þessu
samhengi er brýnt að birtar séu
opinberar tölur svo maður geti
mátað reynslutölur úr starfinu við
þær. Þegar þar er komið í skóla-
göngunni eykst magn og umfang
námsefnisins og þá reynir á leikni
nemendanna við að beita í marg-
víslegu samhengi þeirri tækni í
lestri, ritun og reikningi sem þeir
eiga að hafa á valdi sínu eftir
fyrstu árin í skólanum. Það gefur
auga leið að sá sem er skyldugur
að mæta til vinnu sinnar á hverjum
degi en ræður ekki við verkefnin
sem bíða hans þar og getur ekki
fylgt því eftir sem þar er gert,
jafnvel árum saman, hlýtur að
bresta. Hvers vegna kennslan í
skólanum hefur ekki skilað sér til
þeirra nemenda sem hér um ræðir
veit ég ekki og fyrir því liggja
væntanlega ýmsar ástæður og
margþættar. En hvað sem því líður
þurfum að koma miklu fyrr inn í
ferlið og hlutast til um atburða-
rásina í stað þess að bíða og sjá og
lenda síðan í því að verða að
bregðast við orðnum hlut og alvar-
legum. Mig langar til að mega und-
irstrika þetta sérstaklega. Við
kennarar hljótum að bera ábyrgð-
ina á kennslunni og framförum
nemendanna. Ef það er hins vegar
almenn skoðun í skólasamfélaginu
að námsvandi sé til kominn af öðr-
um ástæðum, s.s. því að foreldrar
sinni ekki sem skyldi heimanámi
barna sinna, þá vaknar sú spurning
um leið hvort ekki þurfi að endur-
skoða skólaskylduna, og taka upp
fræðsluskyldu að nýju?
Guðríður Adda Ragnarsdóttir,
atferlisfræðingur og kennari.
Sími/fax: 562 14 67, adda@is-
mennt.is