Morgunblaðið - 18.08.2006, Side 42
Fréttir í tölvupósti
42|Morgunblaðið
BUGL er Barna- og unglingageð-
deild Landspítalans á Dalbraut.
Starf iðjuþjálfa við deildina er
margvíslegt og fjölbreytt.
„Við vinnum með unglingum og
börnum, metum hvar þau eru stödd
og hver færni þeirra til að takast á
við umhverfið er. Sum börn missa
hæfni til að vera í skóla, þau ein-
angrast og detta út úr tóm-
stundaiðju og jafnvel fjölskyldum
sínum,“ segir Kristjana Milla.
Rútínan mjög mikilvæg
Kristjana Milla segir að reynt sé
að byggja upp traust skjólstæðing-
anna og að út frá því sé hægt að
fara að vinna.
„Við komum á rútínunni aftur,
það að borða reglulega og mæta í
skólann á réttum tíma eru áherslu-
atriði í meðferðinni. Það eru bæði
stelpur og strákar sem koma til
okkar, stelpurnar eru oft haldnar
meiri kvíða á meðan hegð-
unarröskun er algengari hjá strák-
unum.“
Til að vinna gegn þessu er unnið í
svokölluðu vettvangsteymi – farið á
vettvang barnanna eða unglinganna
og þau styrkt í daglegu lífi.
„Umhverfið hérna er öruggt og
reglurnar eru á hreinu. Þetta er svo
fært yfir í lífið sjálft og því fylgt eft-
ir.“
Vissi ekki að hverju hún gekk
Kristjana Milla útskrifaðist frá
Háskólanum á Akureyri árið 2003,
en fjögurra ára nám í iðjuþjálfun
var sett á laggirnar fyrir tíu árum
síðan.
„Ætli það séu ekki um það bil 140
starfandi iðjuþjálfar á Íslandi núna,
en þeir starfa á mjög víðu sviði, eins
og til dæmis við endurhæfingu á
Reykjalundi, Grensási og hjá Gigt-
arfélaginu. Um er að ræða end-
urhæfingu fólks sem misst hefur
færni.“
Sjálf segir Kristjana Milla að hún
hafi ekki haft hugmynd um að
hverju hún gekk þegar hún byrjaði
námið við HA.
„Ég ætlaði til Akureyrar og dreif
mig bara í þetta. Þetta var lifandi,
náið og skemmtilegt umhverfi og
auðvitað var það plús að námið var
mjög skemmtilegt. Fagið er of lítið
þekkt enda hafði ég varla hugmynd
um hvað ég var að fara út í.“
Fjöldatakmörkun er í hverjum
árgangi sem nemur iðjuþjálfun við
HA.
Mætir fólki í eigin umhverfi
Kristjana Milla leggur áherslu á
örar breytingar þjóðfélagsins síð-
ustu áratugina.
„Krakkarnir hreyfa sig mikið
minna núna, hér áður fyrr var til
dæmis enginn keyrður í fótbolta.
Einnig hafa leikir með mikilli kyrr-
setu og einhliða örvun aukist með
tilkomu sjónvarpsins, tölvunnar og
netsins.“
Iðjuþjálfinn mætir fólki í þess
eigin umhverfi, hvort sem er heima,
í vinnunni, skólanum eða annars
staðar. Hér skiptir greining miklu
máli, hvatning til frumkvæðis og að-
stoð við skipulagningu daglegs lífs.
„Þetta getur verið vinna með
öldruðum, þar sem unnið er að því
að virkja fólk og örva til þátttöku í
daglegu lífi. Hér er hægt að nota
alls konar föndur, það að nota hend-
urnar og heilann meira. Þetta getur
líka verið vinna með fólk sem er
veikt og sem hefur á einhvern hátt
misst hlutverk sitt. Verkefni iðju-
þjálfans er að hjálpa fólki að öðlast
aftur ábyrgð og hlutverk í lífinu.“
Að sögn Kristjönu Millu eru það
að mestu leyti konur sem mennta
sig í iðjuþjálfun og henni finnst ekki
ólíklegt að launin hafi þar einhver
áhrif.
„Það eru of fáir strákar sem taka
þetta fag, jafnvel þótt ekki sé hægt
að segja að iðjuþjálfun sé umönn-
unarfag, heldur þvert á móti þjálf-
un.“
Iðjuþjálfun – of
lítið þekkt fag
Í þjóðfélagi sem hefur breyst ört og er í sí-
felldri þróun verður starf iðjuþjálfans æ þýð-
ingarmeira. Við ræddum við Kristjönu Millu
Snorradóttur hjá BUGL.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Hér eru börn frá Umhyggju, sambýlunum á höfuðborgarsvæðinu, BUGL og fleiri stöðum í
heimsókn í Tívolíinu í Smáralind Vettvangsferðir eru hluti af meðhöndlun BUGL.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
1976-2006
Virðing, samvinna, árangur
Innritun í Öldungadeild
Innritun í Öldungadeild og meistaraskóla verður í anddyri skólans
dagana 24. og 25. ágúst frá kl. 16-19 og verður þá hægt að ræða við
námsráðgjafa og fulltrúa nemenda úr öldungaráði.
Nú er einnig mögulegt að innrita sig með tölvupósti en þá fylla nemendur út
innritunareyðublað öldungadeildar og senda það á elsak@fss.is og verður
umsóknin tekin gild um leið og greiðsla berst á reikning skólans nr. 1109-26-6612
kt. 661176 0169.
KL. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur
18:00 Stæ 193 Ens 102 Dan 102 Ísl 102
18:00 Stæ 202 Ens 202 Mhl 103 (myndvinnsla) Ísl 202
Stæ 363 Ens 303 Sag 423 (galdrasaga) Ísl 212
18:00 Stæ 413
Ens 503 Upp 103
Ísl 403
18:00 Mtb 103* Msv102/Mþf 101* Spæ 103
20:00 Spæ 303 Utn 103
Dan 202 Þýs 103
20:00 Sál 103 Sag 103 Dan 202 Nát 103
20:00 Nær 103
Bók 103 Nát 123
-og efnafr.)
20:00 Teh 103/Grt 102-203 Mgv 102/Mvb 101*
-
Námskeið í íslensku fyrir útlendinga hefjast 13. september hjá Mími Sí-
menntun. Nemendur geta valið milli morgun- og kvöldkennslu. Venju-
leg námskeið standa í tólf vikur, og eru alls fimmtíu kennslustundir,
fjórar á viku. Við bjóðum einnig upp á einkakennslu, kennslu fyrir sér-
staka hópa og kennslu á vinnustöðum.
Áhugasamir geta hringt á skrifstofuna s. 580 1800, og skráð sig, eða
skráð sig á heimasíðunni. Skráning hefst 21. ágúst.
Courses in Icelandic
Courses in Icelandic for foreigners will start September 13th. Stud-
ents can choose between morning- and eveningclasses. The duration of
standard courses is twelve weeks, a total of fifty lessons, four a week.
We also offer private lessons, courses for special groups, and teaching
for groups at the workplace. If you are interested, please contact the
office, telephonenumber 580 1800, where you can register, but it is
also possible to register on our website. Regsitration will commence
August 21st.
Námskeið í íslensku
fyrir útlendinga