Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 10

Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 10
10|Morgunblaðið Ida Semey, öldungadeildarstjóri við MH, segir að nemendurnir séu ennþá aðallega fólk sem kemur til þess að fá prófskírteini. „Sem elsta öldungadeild lands- ins höfum við alltaf haldið ákveð- inni stefnu og það gerir að nem- endurnir eru mjög einsleitir, þótt aldursdreifingin sé oftast nær stór. Þetta er fólk sem kemur til stúdentsprófsnáms og óskar eftir að fá prófskírteini með sér að námi loknu. Öldungadeildin ber sterk einkenni þessarar stefnu og við höfum ekki hugsað okkur að breyta henni í grundvall- aratriðum,“ segir Ida. Dreifnám Námið er skipulagt sem svo kallað dreifnám, það er engin mætingarskylda nema í verklegum fögum og oftast nær er mætingin einstaklingsbundin og í samráði við fagkennara öldungadeild- arinnar. „Fjarnám er ekki í boði hjá okk- ur. Við höfum ekki viljað fara út á þann markað, annars vegar vegna þess að þar eru svo margir fyrir og hins vegar vegna þeirrar hefð- ar sem öldungadeild MH hefur öðlast í huga fólks. Hins vegar bjóðum við dreifnám, sem er eins konar blanda af sjálfsnámi og staðbundnum námslotum, en þetta form hentar reyndar best í bók- legu fögunum,“ segir Ida. Til að byrja með voru nemendur öldungadeildarinnar aðallega eldra fólk, sem ekki hafði lokið stúd- entsprófi eða þá hætt námi í miðjum klíðum. Nú hefur þetta breyst. Áhersla á gæði kennslunnar „Nemendurnir í dag eru oft ungt fólk, sem hefur tekið sér styttra frí eða lagt upp námsferil sinn með það fyrir augum að vinna með náminu. Auðvitað eru hér ennþá eldri nemendur eins og áður en hópurinn er meira bland- aður nú en áður,“ segir Ida. Oftast er fólk að vinna samtímis náminu, en þó koma margir, að sögn Idu, hreinlega vegna þeirra gæða sem einkenna kennsluna í öldungadeild MH. „Þetta á kannski sérlega við um tungumál eins og ítölsku, spænsku og frönsku. Fólk hefur kannski verið á tungumálanámskeiðum og vill læra meira, eða það kemur til að hressa upp á tungumál sem það er farið að ryðga svolítið í eftir lang- ar fjarvistir frá skólabekknum. En fólk sækir hingað vegna þess að kennslan er markviss og kenn- ararnir, sem starfa við skólann búa yfir mikilli reynslu og víð- tækri kunnáttu á sínu sviði,“ segir Ida. Þá er ekki óalgengt að nem- endur, sem ætla til prófs í raun- greinum eins og til dæmis lækn- isfræði í háskóla, komi til þess að rifja upp grundvallaratriði í raun- greinunum. Praktísk kennaranámskeið Ida segir að óreyndir kennarar séu helst ekki settir í kennslu við öldungadeildina, en alls kenna um 20 af kennurum skólans við deild- ina. „Fjöldi nemenda hefur reyndar farið minnkandi á síðustu árum, kannski vegna aukinna tilboða eins og sumarskóla og nám- skeiðahalds hjá öðrum. Við erum því að velta fyrir okkur leiðum til að aðlaga kennsluna betur og ná betur til þess markhóps sem við viljum ná til.“ Milli 250 og 300 nemendur sækja kennslu við öldungadeild MH í dag, en það er nokkru minna en var áður á árum. „Í haust ætlum við að bjóða praktísk námskeið fyrir kennara í fullorðinsfræðslunni og við erum spennt að sjá hvernig það gengur. Við trúum því að með því að koma til móts við fólk og aðlaga kennsl- una betur muni fleiri nemendur koma til okkar,“ segir Ida. Nýlega hefur ástandið verið rætt innanhúss í menntaskólanum og menn eru sammála um að ekki beri að leggja öldungadeildina nið- ur heldur leita nýrra leiða til þess að auka eftirspurnina. „Við viljum leggja áherslu á gæði kennslunnar og halda okkur við það sem MH er þekktur fyrir, nefnilega kennara með mikla reynslu og góða menntun. En við ætlum að fara nýjar leiðir samt sem áður, þótt aðaáherslan verði áfram á þá þætti sem eru góðir hjá okkur og nemendur eru að sækjast eftir,“ segir Ida. Öldungadeild MH leitar nýrra leiða Þeir eru ófáir sem leit- að hafa til öldunga- deildar Menntaskólans við Hamrahlíð til þess að ljúka við stúdents- próf síðustu þrjátíu ár- in. Menntun heimsótti elstu öldungadeild landsins á dögunum. Morgunblaðið/Golli Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð er sú elsta á landinu. Morgunblaðið/Eyþór Ida Semey, öldungardeildarstjóri við MH vill fara nýjar leiðir til að fá fleiri nemendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.