Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 23
Morgunblaðið |23 Hólaskóli er mennta- og rann- sóknarstofnun sem býður nemendum hagnýtt nám á sviði hrossaræktar, hesta- mennsku, fiskeldis, fiska- líffræði og ferðaþjónustu með áherslu á menningu og nátt- úru. Nýsköpun og framþróun Meginmarkmið Hólaskóla er að styðja við nýsköpun, framþróun og vöxt í þessum atvinnugreinum með öflugu mennta- og rannsóknarstarfi. Skólinn veitir endurmenntun í þeim fræðigreinum sem kenndar eru við skólann. Hann veitir almenningi fræðslu og þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Skólinn leggur áherslu á að þróa starfsemina í anda sjálf- bærrar þróunar við nýtingu náttúruauðlinda, virkrar byggðastefnu og nýsköpunar. Skólinn starfar eftir lögum um búnaðarfræðslu frá mars 1999. Reglugerð sem sam- þykkt var í apríl 2003 gerir skólanum kleift að útskrifa nemendur með háskólagráð- ur. Auk almenns skólahalds sinnir Hólaskóli staðarhaldi á Hólum, með það að markmiði að viðhalda reisn þessa sögu- og helgistaðar og efla gott mannlíf á Hólum. Rannsóknarstarf Hólaskóli býður upp á nám sem felur í sér ákveðna sér- stöðu sem studd er með vax- andi rannsóknarstarfi á öllum brautum. Uppbygging aka- demískrar starfsemi við Hóla- skóla byggist einnig á nánu samstarfi við háskólastofnanir hérlendis sem erlendis. Þetta samstarf eykur gildi þess náms sem boðið er upp á og gefur nemendum skólans færi á fjölbreyttum valkostum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hólakirkja og kirkjuturninn - horft út úr veitingahúsinu "Undir byrðunni" í skólahúsinu. Menntasetrið og sögustað- urinn Hólar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.