Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 32
32|Morgunblaðið FJARKENNSLA.COM SamVil – Símenntun, s. 553 7768, gsm 898 7824 samvil@simnet.is, fjarkennsla@fjarkennsla.com www.simnet.is/samvil, www.fjarkennsla.com Eftirfarandi námskeið eru m.a. í boði í fjarkennslu: • Bókhald I og II • Heildstætt bókhaldsnámskeið • Tölvubókhald • Rekstur og skattskil smáfyrirtækja • Upplýsingatækni og hnattvæðing • Mannauðsstjórnun í nútíma þjóðfélagi Bjóðum einnig upp á staðbundin námskeið. „Já, það er rétt að við erum að flytja. Þetta húsnæði í Skeif- unni hentar okkur á ýmsan hátt betur, við getum safnað starfseminni betur og svo er allt á einni hæð,“ segir Hulda Íslenska fyrir útlendinga Allan ágústmánuð hefur Mímir Símenntun haldið nám- skeið fyrir erlenda stúdenta sem eru að fara að hefja nám við háskóla landsins. „Við höfum haft 69 erlenda nemendur á háskólastigi hjá okkur þennan mánuð, en þeir eru að læra íslensku og síðan hefja þeir háskólanám í vetur,“ segir Hulda. Námskeiðið, sem erlendu stúdentunum býðst, er rúmar fimmtíu kennslustundir og námstakturinn er mjög hraður og krefjandi. „Okkur finnst mikilvægt að leggja áherslu á þennan breiða hóp, þetta eru nemendur sem fara héðan í fjölmargar deildir hinna ýmsu háskóla, Kenn- araháskólann, Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og aðra skóla,“ segir Hulda. Námskeiðin eru fornámskeið, sem á að vera lokið þegar há- skólarnir hefja störf. „Nemendurnir eru frá fjöl- mörgum löndum og mál- svæðum og þess vegna er kennslustarfið mjög krefjandi.“ Fornámskeið fyrir erlenda háskólastúdenta voru áður rek- in af Námsflokkum Reykjavík- ur, en eru nú falin Mími Sí- menntun. Það eru fjórir kennarar frá skólanum sem kenna og leið- beina erlendu stúdentunum, sem komnir eru hingað til lands að sækja háskóla- menntun. Vinnustaðakennsla Fyrir utan hefðbundna ís- lenskukennslu fyrir útlendinga, sem Mímir Símenntun rekur á veturna og í Sumarskólanum, er nú lögð meiri áhersla á vinnustaðakennslu. „Það felst í því að vinnu- staðir af ýmsu tagi hafa sam- band við okkur og biðja okkur um að annast íslenskukennslu fyrir erlenda starfsmenn þeirra. Það geta verið sjúkra- hús, skipafélög, elliheimili eða aðrir vinnustaði, en sameig- inlegt fyrir þessa aðila er að þeir vilja að kennslan fari fram í þeirra eigin húsnæði og að nemendurnir komi ekki til okk- ar,“ segir Hulda. Síðustu fimmtán ár hafa stöðugt fleiri útlendingar kom- ið til Íslands í atvinnuleit eða til náms. Þetta fólk kemur frá nærfellt 80 löndum og mál- svæðin eru mjög ólík. „Venjuleg íslenskukennsla fer fram samhliða námskeið- unum á vinnustöðunum og þar eru nemendur á mörgum stig- um, bæði hvað varðar kunnáttu í málinu og eins eftir því hvað- an þeir koma.“ Mímir Símenntun skiptir nemendunum upp í hópa eftir málsvæðum eins og kostur er. „Kennararnir okkar hafa sérþekkingu hver á sínu sviði, hvort sem um er að ræða Ís- lendinga sem lært hafa erlend tungumál, eða útlendinga sem náð hafa mikilli færni í ís- lensku. Þannig erum við með kennara sem hafa sérþekkingu á tungumálum eins og taí- lensku, víetnömsku, rússnesku og slavneskum málum, auk þeirra tungumála sem eru ís- lenskunni skyldari og fleiri kunna,“ segir Hulda. Nýjungar í kennsluaðferð- um Hulda segir að kennsluað- ferðirnar séu í stöðugri framþróun og margar nýj- ungar séu að koma inn í kennsluna. Meðal annars er farið að kenna íslensku og tal- þjálfun með músík og takti. „Við viljum gjarnan þróa þetta áfram. Við erum tilbúin að taka við fólki sem ekki er læst, hvort heldur er á eigin máli eða á latnesku letri.“ Mímir Símenntun gerir nýbú- um tilboð um aðstoð til að komast inn í íslenska fram- haldsskólakerfið – svokallaður landnemaskóli – en nám við hann gefur einingar inn í framhaldsskólakerfið. „Þetta getur virkað eins og brú inn í skólakerfið, tilboðið sem við gerum er 120 stunda pakki og þar er farið dýpra í málið en á öðrum námskeiðum og að auki er kennd samfélags- fræði,“ segir Hulda. Starfsemi Mímis er víðtæk, þótt málanám vegi ennþá þyngst á metunum (kennd eru 19 tungumál), en svo eru líka listir og menning á dagskrá. „Við verðum með námskeið um Berlín og Pétursborg í haust, þetta eru tveggja kvölda námskeið, og eins mun Jó- hanna Kristjónsdóttir vera með námskeið um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, orsakir þeirra og mögulegar afleiðingar,“ segir Hulda. Mímir Sí- menntun flyt- ur í Skeifuna Mímir Símenntun flytur starfsemi sína í Skeifuna. Aukin verkefni hafa skapað þörf á stærra húsnæði. Menntun talaði við Huldu Ólafs- dóttur, framkvæmdastjóra skólans. Mímir Símenntun er einkahlutafélag í eigu Alþýðusambands Íslands sem starfar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar. Það hóf starfsemi sína 1. janúar 2003 við sameiningu Menningar- og fræðslusambands al- þýðu og Mímis-Tómstundaskólans. Markviss fræðsla Mímir Símenntun leggur áherslu á að skipuleggja markvissa fræðslu fyrir fólk á vinnumarkaði sem minnstu menntunina hefur. Í flestum tilfellum er fræðslustarfið skipulagt í samstarfi við stéttarfélög, fræðslusjóði eða fyrirtæki. Landnemar eða nýir Íslendingar eru einnig vaxandi hópur viðskiptavina Mímis. Í einu stærsta stéttarfélagi landsins, Eflingu, eru um 12% fé- lagsmanna af erlendu bergi brotin. Gerður hefur verið þjónustusamn- ingur milli Mímis Símenntunar og fræðsludeildar ASÍ um námskeið fyrir trúnaðarmenn og almenn námskeið fyr- ir talsmenn stéttarfélaga. Fjölbreytt starfsmenntun Mímir Símenntun leitast við að bjóða upp á fjölbreytta starfsmenntun og eru námskeiðin sérsniðin að þörfum við- skiptavinarins. Einnig eru í boði marg- vísleg almenn námskeið svo sem í mannlegum samskiptum, tölvu- námskeið og lengri námskeið sem styrkja þekkingu fólks í grunngreinum eins og íslensku, stærðfræði, stafsetn- ingu o.fl. Tómstundanám skipar áfram vegleg- an sess í starfi Mímis Símenntunar en eins og sjá má á þessari heimasíðu eru 190–200 námskeið í boði fyrir ein- staklinga og er hægt að skrá sig á nám- skeiðin hér á síðunni. Stjórn Í stjórn fyrirtækisins sitja Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður, Stefanía Magnúsdóttir, Stefán Ó. Guðmundsson, Ólafur Darri Andrason og Linda Bald- ursdóttir. Hingað í Skeifuna flytur Mímir Símenntun starfsemi sína innan skamms. Morgunblaðið/ Jim Smart Hulda Ólafsdóttir, farmkvæmdastjóri Mímis Símenntunar. Í eigu stéttarfélaganna Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.