Morgunblaðið - 18.08.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.2006, Blaðsíða 14
14|Morgunblaðið GÆÐASTJÓRNUNARSKÓLINN ÁNÁMSKEIÐINU verður m.a. farið yfir: • Hvað er gæðastjórnun? • Gæðakostnað • Stefnumótun og stjórnun gæðamála • Hvað er gæðakerfi? • ISO-staðla • Ferlastjórnun og mælingar á ferlum • Innri úttektir • Verkefnastjórnun og umbótaverkefni • Rafræna gæða– og skjalastjórnun KENNARAR SKÓLANS hafa mikla reynslu af gæðastjórnun bæði sem stjórnendur, ráðgjafar og kennarar á háskólastigi. HAGNÝTRI GÆÐASTJÓRNUN ...hefst 12. september Býður upp á 10 vikna nám með vinnu í KENNT verður á þriðjudögum frá kl. 13:00-17:00 SKRÁNING og nánari upplýsingar eru í síma 540-0900 og á www.focal.is, þar má einnig sjá yfirlit yfir fjölda annarra námskeiða. Svala Rún Sigurðardóttir Ábyrgðarmaður Halldóra Káradóttir Fagstjóri MARKMIÐ námsins er veita nemendum heildaryfirsýn yfir aðferðafræði gæðastjórnunar. Segja má að meginmarkmið bóka- verslunarinnar sé að þjónusta stúd- enta við Háskóla Íslands. Þar eiga þeir að geta keypt kennslubækur og önnur námsgögn á sanngjörnu verði. Bóksalan er samt sem áður ekki bara stúdentabóksala í þröngum skilningi orðsins. Alls konar bækur Hún býður upp mikið úrval tölvu- bóka, auk fræði- og vísindarita, bókmenntir, reyfara, sérpönt- unarþjónustu, ritföng og allra handa tímarit í miklu úrvali. Bók- salan er ein af rekstrareiningum Félagsstofnunar stúdenta og þjón- ustar í raun allt háskólasamfélagið á landinu, þar á meðal HÍ, Háskól- ann í Reykjavík, Kennaraháskóla Íslands og Viðskiptaháskólann á Bifröst. Námsmenn eru skiljanlega iðn- astir við að kaupa bækur og ritföng í versluninni sinni, en kennarar, fólk úr atvinnulífinu og aðrir koma líka til að skoða úrvalið sem blasir við þegar inn er komið. Mikil reynsla og þekking „Eitthvað það besta við þessa verslun, auk vöruúrvalsins, er þekking starfsfólksins og kunnátta á flestum sviðum,“ segir Sigurður. Hann segir að reynsla starfsmanna við að útvega fræðirit, handbækur og annað sem háskólamenn og há- skólamenntaðir sérfræðingar nota sé ómetandi. Innkaupastjórar eru Eysteinn Björnsson í erlendum bókum, Kristín Gísladóttir í innlendum bók- um, Reinharð Reinharðsson í tölvu- bókum og Auður Aðalsteinsdóttir í ritföngum. „Það er lítið um mannaskipti hjá okkur og það finnst mér vera fyr- irtækinu til góða,“ segir Sigurður. Af erlendu bókunum fer mest fyrir titlum á ensku, en einnig er nokkurt úrval bóka á Norðurlanda- málunum, sem og á öðrum tungu- málum eins og þýsku, frönsku og spænsku. Skiljanlega hafa íslenskar bækur sinn sjálfsagða sess í bóksölunni og getur starfsfólk útvegað alla fáan- lega titla, sem viðskiptavinurinn kynni að spyrja um. Kennir ýmissa grasa Innan um staflana af tölvubók- um, fræðiritum um allar hugs- anlegar fræðigreinar og þykkum doðröntum um sérhæfð vísindi er að finna alls konar aðrar bækur. Hér eru bækur almenns eðlis,vís- indaskáldsögur, furðubækur og reyfarar. „Við erum fyrst og fremst með gott úrval af kennslubókum og síð- an einnig bækur úr öðrum flokk- um,“ segir Sigurður Pálsson. Hvað önnur innkaup en námsrit og -bækur varðar eru starfsmenn og viðskiptavinir með í spilinu og ráða miklu um úrvalið. Starfsmenn panta bækur sem þeir telja eðlilegt að fáist í búðinni og líklegt sé að eigi sér hljómgrunn meðal kaupenda. Greinilegt er að jaðarbókmenntir eiga sinn stað í hjörtum starfsmanna, því þær fá töluvert rými, einnig margar áhugaverðar bækur sem geta nýst vel til afmælisgjafa. Hröð og góð afgreiðsla Sigurður segir að bóksalan ein- kennist af þjónustuvilja og að af- greiðslan sé hröð og góð. „Styrkleiki bóksölunnar felst í þekkingu, reynslu, áreiðanleika og trausti, og það hlýtur að koma vel út í augum viðskiptavinanna,“ segir Sigurður. Ástæðan er m.a. sú að starfs- fólkið hefur haldið tryggð við bók- söluna. Bóksalan á fjölda tryggra við- skiptavina fyrir utan stúdenta og kennara, enda er hér hægt að kaupa bækur um sérefni, sem aðrar bóksölur hafa ekki á boðstólum. „Styrkur okkar liggur einnig í netsölunni, en þar erum við í fyrsta sæti eftir því sem ég get best dæmt um,“ segir Sigurður. Afgreiðsla pantaðra bóka á net- inu er bæði hröð og trygg og oftar en ekki ódýrari en á erlendum vef- síðum, að sögn Sigurðar. Hér fást einnig ritföng á góðu verði, sem uppfyllir helstu þarfir stúdenta. Bóksalan er fyrst og síðast fyrir stúdenta og markmiðið er að þjóna þeim sem best. Bóksala stúdenta er á tveimur hæðum og í kjallaranum er bókala- gerinn og vinnuaðstaða. Sigurður segir að bóksalan hafi verið með þeim fyrstu sem hófu sölu á tölvu- bókum í einhverjum mæli og í framhaldi af því hafi hún opnað heimasíðu fyrst íslenskra fyr- irtækja. Heimasíðan var nýlega endurnýjuð og því fylgir nýtt útlit og vefbúð með góðri vefvirkni. Á vef bóksölunnar er hægt að senda fyrirspurnir, gera sérpant- anir, fá upplýsingar um bóksöluna, og þar geta kennarar pantað kennslubækur fyrir námskeið, svo fátt eitt sé talið. Þá eru gefnir upp metsölulistar bóka með verði og hægt er að panta bækurnar beint af vefnum. Verslunin setur kennslubókalista Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og fleiri skóla inn á vef- inn og nemendur panta þær. Bóka- listarnir eru uppfærðir jafnóðum og upplýsingar liggja fyrir. Öll viðkvæm gögn á vefnum eru dulrituð áður en þau eru flutt um Netið. Hugbúnaður búðarinnar og vafr- inn þinn sjá um að framkvæma þessa dulritun sjálfkrafa. Allir viðskiptavinir verða að skrá sig með notendanafni og lykilorði til að fá upplýsingar um kaup sín og útistandandi pantanir. Notendur eru með eigin síður á vefnum og geta t.d. skoðað pant- anasögu sína. Leitarvélin á vefnum gerir not- endum kleift að finna bækurnar hratt og sjá hvort þær eru til í búð- inni eða hvort það þurfi að panta þær. Bóksalan er með þúsundir titla á lager og oftast er hægt að afgreiða málin á innan við sólarhring og senda bækurnar kaupanda. Um það bil 30 þúsund bókatitlar eru á bóksala.is; íslenskar, erlend- ar, námsbækur, fræðirit og bækur almenns eðlis. Morgunblaðið/Eyþór Sigurður Pálsson í Bóksölu stúdenta er stoltur af versluninni. Með nærfellt 30.000 titla á skjánum boksala.is er Bóksala stúdenta öflugasti íslenski bóksalinn á netinu. Menntun leit við hjá Sigurði Pálssyni rekstrarstjóra verslunarinnar. Bóksala stúdenta útvíkkar netþjónustuna Þetta er námskeið fyrir fólk sem hefur allnokkra und- irstöðukunnáttu í ensku, vill treysta grunninn og byggja of- an á hann. Markmiðið er að gera nem- endur færari í að tala með því að rifja upp og efla orðaforð- ann, og að æfa þá í að eiga óformleg skrifleg samskipti á ensku. Farið verður í nokkur grunnatriði í málfræði og æfð ritun og stafsetning eftir því sem tími leyfir. Mikil áhersla verður lögð á þjálfun talmáls með samtölum og vinnu í litlum hópum og einnig að skrifa stutta texta. Námsefnið verður að miklu leyti byggt á stuttum textum og leikjum sem henta vel til um- ræðu og til að auka við hag- nýtan orðaforða. Einnig verða lesnar nokkrar smásögur og æft að lesa upphátt. Ekki verður stuðst við kennslubók heldur efni sem kennarinn dreifir. Þetta námskeið er framhald af grunnnámskeiði II sem kennt var á haustönn 2005. Enskunám hjá Símey Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.