Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 35
Morgunblaðið |35 Einstaklingurinn er undirstaða í öll- um þeim hlutverkum sem hann tekur að sér. Sjálfstraust og sjálfsöryggi hans, hæfni hans í samskiptum við annað fólk ásamt getu hans til að stjórna sjálfum sér og samskiptum við annað fólk er hornsteinn árang- urs. Færni, rétt hugarfar og trú á eig- in getu er m.a. það sem til þarf til að menn nái að sýna það sem í þeim býr. Styrkur í leik og starfi Á námskeiðunum er lögð áherslu á að styrkja þátttakendur í leik og starfi. Farið er í ítarlega sjálfsskoðun og hagnýtar æfingar. Þetta nám hentar öllum sem vilja stórauka færni sína í samskiptum til að ná árangri á hvaða sviði sem er. Skipulag námsins: Námskeiðið er í 4 skrefum sem eru yfir eftirfarandi: Tilfinningagreind og tilfinn- ingagreindarpróf ECI Daniel Goleman, sem hefur m.a. skrifað bækurnar Tilfinningagreind (1995) og Working with Emotional Intelligence (1998), skilgreinir tilfinn- ingagreind sem getu til að þekkja og skilja eigin tilfinningar og annarra ásamt getu til að hvetja sjálfan sig og stjórna eigin tilfinningum og sam- skiptum við annað fólk. Í bókunum sínum sýnir Goleman fram á að til- finningagreind og innsæi eru mik- ilvægari en flest annað til að ná ár- angri í lífi og starfi. Rannsóknir Goleman á frammistöðu framúrskar- andi starfsmanna leiddu í ljós að til- finningagreind skýrir um 70% af frammistöðu þeirra. Fagleg geta og vitsmunagreind saman virðast ekki skýra meira en um 30% af muninum milli þeirra sem skara fram úr og þeirra sem standa sig ekki eins vel. Fyrir námskeiðið verður tilfinning- argreindarpróf ECI lagt fyrir þátt- takendur. Þeir biðja síðan 11 aðra um að fylla það út um sig. Þannig fá þeir samanburð á eigin mati og mati ann- arra. ECI-prófið gefur gagnlegar upplýsingar um frammistöðu á mjög veigamiklum þáttum í samskiptum fólks og er hentugt til að greina færn- isstig einstaklings. Á námskeiðinu er farið í und- irstöðuatriði tilfinningagreindar sem eru sjálfsmeðvitund, sjálfsstjórn, fé- lagsleg meðvitund og félagsleg færni. Helstu þættir tilfinningagreindar verða ræddir eins og sjálfstraust, til- finningaleg meðvitund, sjálfsstyrkur, áreiðanleiki, frumkvæði, samkennd, þjónustulund, áhrif og bjartsýni. Far- ið er yfir kenningalegan bakgrunn kenningarinnar um tilfinningagreind eftir Daniel Goleman. Fjallað er um helstu svæði heilans sem stjórna til- finningum, líffræðilegan grunn til- finninganna, helstu tilfinninga- viðbrögð líkamans og hvernig þau birtast og tengjast árangri ein- staklinga. Markmið: Að auka færni á sviði samskipta og árangurs. Greina styrkleika og veik- leika í samskiptum við sjálfan sig og aðra. Aukinn persónulegur styrkur Árið 2002 kom út metsölubók eftir Karen Reivich Ph.D. og Andrew Shatté Ph.D. sem nefnist The Resili- ence Factor. Í bókinni segja höfundar frá víðtækum rannsóknum sínum á því hvernig framúrskarandi ein- staklingar takast á við mótlæti og erf- iðleika í leik og starfi. Tilfinninga- legur sveigjanleiki byggist á 7 þáttum sem eru tilfinningastjórnun (Emotion regulation), hvatastjórnun (Impulse Control), samkennd (Empathy), or- sakagreining (Causal Analysis), eigið getumat (Self-efficacy), bjartsýni (Optimism) og áskorun (Reaching out). Einstaklingar sem sýna tilfinn- ingalegan styrk halda ró sinni undir pressu og halda aftur af hvötum sín- um. Þeir „lesa“ annað fólk og skilja hvernig því líður. Þeir trúa að þeir hafi áhrif á það hvernig þeir stefna og að þeir geti tekist á við mótlæti. Mat þeirra á aðstæðum og orsökum vandamála er raunhæft og þeir tak- ast á við nýjar áskoranir og stækka þannig stöðugt öryggissvæðið sitt. Á námskeiðinu verður farið yfir þessi atriði, hvernig þau birtast og hvaða áhrif þau hafa á einstaklinga og árangur. Markmið: Að auka persónulegan styrk og til- finningalegan sveigjanleika sinn. Öðl- ast meiri hæfni til að geta tekist á við mótlæti. Samskiptastílar Öll erum við einstök og því gengur okkur betur að ná til sumra en ann- arra. Árangurinn sem við náum byggist á því hvernig við umgöng- umst okkur sjálf og aðra. Persónu- leikapróf MBTI, sem er eitt mest not- aða persónuleikaprófið í heiminum í dag, gefur innsýn í hegðun og sam- skiptamáta fólks. Prófið gerir grein- armun á 16 persónuleikum út frá fjór- um þáttum sem eru Extrovert-Introvert, Sensing- Intuition, Thinking-Feeling og Judg- ing-Perceiving. MBTI dregur fram eðlislægan mismun milli einstaklinga og auðveldar þannig skilning í sam- skiptum við fólk sem er ólíkt okkur sjálfum. Sjálfsþekking er undirstaða þekkingar á öðru fólki og eykur um- burðarlyndi og árangur í sam- skiptum. Á námskeiðinu svara þátttakendur spurningalista, fluttur er fyrirlestur um kenninguna og farið er í æfingar sem draga fram mismuninn milli ein- staklinganna. Samskipti við vinnu- félaga, ættingja, maka og við- skiptavini verða aldrei eins eftir þetta námskeið. Markmið: Að þekkja og skilja eðlislægan mis- mun á milli einstaklinga, þekkja sjálf- an sig og aðra. Starfsþróun og starfsframi Sá sem ekki veit hvert hann er að fara, getur farið hvert sem er. Þannig er það oft með starfsframann að hann þróast meira í takt við verkefnin frek- ar en hvað við viljum. Afleiðingarnar geta orðið þær að hæfileikar okkar og áhugasvið fá ekki notið sín. Krafan um þekkingu, aukna sérhæfingu og fjölbreyttari þekkingu á flestum svið- um hefur vaxið til muna á und- anförnum árum. Starfsþróun og -frami hvers og eins er meira undir hverjum og einum komið en áður var. Starfsþróun getur bæði falist í því að ná árangri í því starfi sem við gegn- um í dag og því að færast á milli starfa og að fá stöðuhækkun. Allt þetta er of mikilvægt til að láta tilvilj- anir ráða. Við verjum of stórum hluta lífs okkar á vinnustað til að láta hend- ingu ráða því hvernig okkur gengur. Við getum haft áhrif á starfsþróun okkar með góðri frammistöðu og með því að gera okkur grein fyrir hvert við viljum stefna og byggja upp raun- hæfar væntingar. Á námskeiðinu velta þátttakendur fyrir sér spurningum á borð við: Hver er ég? Hvað vil ég? Hver eru mín áhugamál? Hvað hef ég að bjóða? Hvert stefni ég? Hvað langar mig til að gera? Hver eru gildi mín? Er ég á réttum stað og hvert er ég að fara? Hvert er draumastarf mitt? Hvar ætla ég að vera eftir 3 ár, 5 ár o.s.frv.? Námskeiðið endar á markmiðasetn- ingu. Markmið: Að hjálpa þátttakendum að for- gangsraða þáttum er tengjast starfsþróun og starfsframa. Bæta sýn þeirra á stefnu sína í lífinu. Að auka persónulega færni Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fyrir: - Börn og fullorðna, - lesblinda og reikniblinda, - þá sem þurfa almenna leiðréttandi hjálp, - eða mjög sértæka þjónustu, s.s. börn með einhverfu, - þá sem eru af erlendum uppruna. Kennslutækni: - Bein fyrirmæli (Direct instruction), - hnitmiðuð færniþjálfun (Precision teaching & measurements), - talnafjölskyldur (Fact families), - lausnaleit í heyranda hljóði (Talk aloud problem solving), - smellaþjálfun (Clicker training). Guðríður Adda Ragnarsdóttir, atferlisfræðingur og kennari. Atferlisgreining og kennsluráðgjöf Behavior Analysis and Teaching Consultation. Sími og fax 562 14 67, adda@ismennt.is Fínstillt er að þörfum nemandans Námsaukinn er mældur í hverjum tíma Heimaþjónusta er veitt á höfuðborgarsvæðinu Kynningar fyrir kennara og skóla um allt land: Erindi, námssmiðjur, ráðgjöf, handleiðsla og eftirfylgd Þjónusta í heimabyggð Einkakennsla og þjálfun - Talnaleikni og reikningur - - Málhljóð, lestur og skrift - Geymið auglýsinguna Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Kvöldskóli Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Allur tréiðnaður. Verk- og fagbóklegar greinar húsgagna, innréttinga og bygginga. Grunnnám rafiðna 1. önn – Rafeindavirkjun Rafmagnsfræði, raflagnir, rafstýringar og lýsingatækni. Listnámsbraut – Almenn hönnun Byrjunaráfangar á kjörsviði almennrar hönnunar og Keramikhönnunar AHS 203 Hönnunarsaga: Hönnun tækni og mverkmenning í sögulegu samhengi; tækni og verkmenning fram yfir miðja 19. öld; og form-, efnis, lita- og markaðsfræði. Brautin er öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám í hönnun. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Undirbúningur undir nám í grafískri miðlun, vefsmíði, ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi. Tækniteiknun Grunnteikning, húsateikning, innréttingateikning og AutoCad. Meistaraskóli Allar almennar rekstrar- og stjórnunargreinar iðnfyrirtækja. Faggreinar byggingagreina 3. önn. ATH. Nemendur skulu hafi lokið sveinsprófi í viðkomandi iðngrein og framvísi sveinsbréfi. Almennt nám Bókfærsla, danska, enska, stærðfræði, eðlis- og efnafræði, félagsfræði, íslenska, spænska, þýska, fríhendisteikning, grunnteikning, vélritun, upplýsinga- og tölvunotkun. Innritun og stundatöflur eru á www.ir.is (sjá kvöldnám). Einnig verður innritað í skólanum 15. og 16. ágúst kl. 16.30–19. Kennsla hefst miðvikudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Nánari upplýsingar á www.ir.is og í síma 522 6500. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Undirbúningur undir nám í grafískri miðlun, vefsmíði, ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi. Tækniteiknun Grunnteikning, húsateikning, innréttingateikning og AutoCad. Meistaraskóli Allar almennar rekstrar- og stjórnunargreinar iðnfyrirtækja. Faggreinar byggingagreina 3. önn. ATH. Nemendur skulu hafi lokið sveinsprófi í viðkomandi iðngrein og framvísi sveinsbréfi. Almennt nám Bókfærsla, danska, enska, stærðfræði, eðlis- og efnafræði, félagsfræði, íslenska, spænska, þýska, fríhendisteikning, grunnteikning, vélritun, upplýsinga- og tölvunotkun. Innritun og stundatöflur eru á www.ir.is (sjá kvöldnám). Einnig verður innritað í skólanum 15. og 16. ágúst kl. 16.30–19. Kennsla hefst miðvikudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Iðnnám til sveinsprófs. Allur tréiðnaður. Verk- og fagbóklegar greinar húsgagna, innréttinga og bygginga. Byrjunaráfangar á kjörsviði almennrar hönnunar og Keramikhönnunar. AHS 203 Hönnunarsaga: Hönnun, tækni og verkmenning frá miðri 19. öld fram yfir miðja 20. öld. AHL 123 Teikning, vinnuteikning, hornrétt fallmyndun, sneið- ingar, staðlar. LIM 113 Skynjun, túlkun, tjáning SJL 103 Teikning og merking. SJL 203 Form-, efnis- og litafræði og markaðsfræði. Einnig valgreinar. Námið er öflugur undirbún- ingur fyrir framhaldsnám í arkitektúr og hönnun. Listnámsbraut - Almenn hönnun Rafmagnsfræði, raflagnir, rafstýringar og lýsingatækni. Grunnnám rafiðna 1. önn - Rafeinda- og rafvirkjun Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.