Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 20
20|Morgunblaðið
„Eiginlega er ég menntuð í garðyrkjufræðum í
Danmörku og vann við það fram að haustinu
2003, en þá ákvað ég að söðla um og byrja í námi
við Viðskiptaháskólann í Bifröst,“ segir Vigdís.
Kanada er tryggt
Vigdís tók fyrst frumgreinadeild við háskól-
ann en fór síðan í viðskiptalögfræði.
„Ég er búin að ná þeim sem byrjuðu á undan
mér og mun útskrifast um áramótin þegar ég
kem heim frá Kanada, en þar tek ég eina önn
sem skiptinemi.“
Vigdís segir að margir við Bifröst nýti sér
möguleikann til að nema eina eða fleiri annir er-
lendis, bæði á fjarlægum menningarsvæðum
eins og Kína eða þá í Evrópulöndum eins og
Tékklandi. Sjálf valdi hún að halda með tvö
börn sín til Kanada.
„Kanada er tryggt og tungumálið liggur vel
fyrir, þó það sé erfitt að útvega sér húsnæði
nema samið sé til eins árs. Ég ætla hins vegar
bara að vera fjóra mánuði og þótti heldur verra
að þurfa að borga tólf mánaða leigu fyrir það.“
En Vigdís var heppin og fékk góða aðstoð frá
fólki sem þekkti til vestra, þeim Jóhanni Úlfari
og Elaine Sigurðsson.
„Þau redduðu öllu fyrir mig, það er meira að
segja matur í ísskápnum þegar ég kem. Ég þarf
varla að taka neitt annað með mér en fötin,“
segir Vigdís.
Spennandi fyrir krakkana
Börn Vigdísar, þau Hlynur, sem er 13 ára, og
Sólveig, sem er átta ára, hlakka mjög til ferð-
arinnar og dvalarinnar í Winnipeg.
„Íbúðin er í hjarta borgarinnar, ekki langt frá
University of Manitoba, þar sem ég verð í námi.
Ég fékk aðstoð frá Atla Ásmundssyni í íslenska
sendiráðinu í Kanada og hann reddaði skóla fyr-
ir krakkana.“
Meðan Vigdís var við nám á Bifröst voru
börnin í skóla á Varmalandi og líkaði það vel. Og
þau kvíða engu þegar haldið verður til Kanada.
„Ég er búinn að læra svolitla ensku í skól-
anum, svo ég held það gangi bara vel,“ segir
Hlynur. Sólveig tekur í sama streng, enda búin
að fylgjast vel með í sjónvarpi og á Netinu, auk
þess sem hún hefur reynt að kynna sér enskuna
eins og kostur er.
„Systurdóttir mín fer með okkur og lítur eftir
krökkunum og hún býr hjá okkur. Við erum líka
svo heppin að hafa svona góð sambönd þarna
úti, það veitir mjög mikið öryggi,“ segir Vigdís.
Heldur áfram í lögfræði
Vigdís á að baki fimm annir í sumarskólanum
að Bifröst og er að leggja síðustu hönd á BA-
ritgerð sína samtímis því sem hún tekur síðustu
önnina úti, við Manitoba-háskólann. Efni rit-
gerðarinnar er frelsi einstaklingsins til að velja
sér lífeyrissjóð og er hún að fara í yfirlestur um
þessar mundir.
„Ég verð svo í þremur fögum þarna úti og lýk
við ritgerðina samtímis. Að loknum prófum úti í
Kanada ætla ég beint í MS-nám í viðskiptalög-
fræði. Ég útskrifast þá vorið 2008 og hef þá
reyndar flýtt mér um eitt ár í náminu. Það er
allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Vigdís.
Hún ætlar heldur ekki að láta möguleikann til
að sjá Kanada fara fram hjá sér.
„Það er virkilega sterk hefð fyrir íslenskri
menningu þarna og ég vonast til að komast dá-
lítið inn í málin af því að við verðum þarna í fjóra
mánuði.“
Vigdísi finnst það sniðugt að börnin fari með
og að öll fjölskyldan skipti um umhverfi og fái
tækifæri til að kynnast Kanada nánar.
„Við ætlum að ferðast eins mikið og tíminn
leyfir, það er margt að sjá en þó hefur Gimli for-
gang. En ég er ekki heldur í neinum vafa um að
við fáum góðar upplýsingar hvað spennandi og
skemmtilegt er að sjá, þegar út til Winnipeg er
komið,“ segir Vigdís, sem þegar er búin að lesa
fjölda bóka um vesturfarana og landkynning-
arbæklinga um Kanada.
Til Kanada sem skiptinemi
Morgunblaðið/Ásdís
Vigdís Hauksdóttir er á förum til Kanada sem skiptinemi. Hér er hún
ferðbúin með syni sínum Hlyni og dóttur sinni Sólveigu.
Vigdís Hauksdóttir er 41 árs að
aldri og einstæð móðir með tvö
börn. Í lok mánaðarins heldur
hún til Winnipeg í Kanada sem
skiptinemi í viðskiptalögfræði.
Blaðamaður Menntunar for-
vitnaðist nánar um málið.
Alþjóðleg fræðsla og samskipti
www.afs.is
info-isl@afs.org
552 5450
Erum a› taka á móti umsóknum
um skiptinemadvöl. Fjölmörg
lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl,
3 mána›a dvöl og 4–6 vikna dvöl.
Um er að ræða tveggja anna nám
– samtals 462 kennslustundir.
Námið gefur 22 einingar til stúd-
entsprófs.
Markmið
Markmiðið með þessu námskeiði
er að auka enn frekar samkeppn-
ishæfni nemenda og búa þá vel
undir krefjandi störf á vinnumark-
aðnum. Auk þess að undirbúa nem-
endur til starfa við almenn skrif-
stofustörf er lögð áhersla á að gera
nemendur færari í bókhalds-
störfum og skapa ákveðna sér-
þekkingu og færast nær sjálfum
rekstrinum, segir á heimasíðu
NTV.
Flestum námsgreinum lýkur
með prófi en auk þess er gefin ein-
kunn fyrir lokaverkefni og mæt-
ingar.
TÖK – Tölvuökuskírteini (The
European Computer Driving Li-
cense). Ef nemendur ná þeim sjö
prófum sem tengjast tölvufögunum
(upplýsingatækni, Windows, Word,
Excel, Power Point, Access og Int-
ernetið) fá þeir alþjóðlega vottun
um tölvukunnáttu sína. Þetta
styrkir mjög stöðu nemenda gagn-
vart vinnumarkaðinum, bæði hér
heima og erlendis. Við kennum öll
sjö fögin og kaupum alþjóðlegt
prófskírteini af Skýrslutæknifélagi
Íslands.
Fjármál og rekstur
Á seinni önninni er lögð áhersla
á að styrkja enn betur bókhalds-
þekkingu nemenda með frekari
þjálfun í fjárhagsbókhaldi, sölu- og
viðskiptakerfi og launakerfi. Enn-
fremur er farið í gerð fjárhags-
skema og greiningu lykiltalna úr
bókhaldi ásamt undirbúningi og
skil á bókhaldsgögnum til endur-
skoðenda. Fjármál og rekstur fyr-
irtækja eru tekin sérstaklega fyrir
og farið í grunnatriði rekstrarhag-
fræðinnar. Fjallað er um rekstur
fyrirtækja, umhverfi þeirra, mis-
munandi rekstrarform, markmið
og skipulag fyrirtækja, framleiðslu,
framboð, eftirspurn og arðsemi.
Kenndur er arðsemisútreikningur,
fjallað um ávöxtunarkröfur og að-
ferðir við að meta virði verðbréfa
og fjárfestinga. Farið er í áætl-
unargerð fyrirtækja, greiðslu- og
rekstraráætlanir og áætlaðan efna-
hag í árslok. Mikil áhersla er lögð
á verklegar æfingar. Nemendur
eru þjálfaðir sértaklega við notkun
Excel í rekstri, einkum við gerð
rekstraráætlana, notkun fjármála-
falla og arðsemismats. Nemendur
leysa m.a. verkefni í tengslum við
nám í rekstrarfræði og fjár-
málastjórnun. Lögð er meg-
ináhersla á verkefna- og heima-
vinnu.
Inntökuskilyrði: Nemendur
þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi
og vera orðnir 18 ára.
Kennsluhættir:Námið sam-
anstendur bæði af kennslu og
verklegum æfingum og eru próf í
helstu greinum.
Allar kennslugreinar eru kennd-
ar frá grunni og er rétt að gera ráð
fyrir nokkurri heimavinnu. Vönduð
námsgögn eru innifalin í verði.
NTV býður skrifstofu-
og rekstrarnám
Morgunblaðið/Ásdís
Tölvubókhald og önnur notkun tölvu er þáttur í námskeiðinu.