Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 39
Morgunblaðið |39
Bæklingurinn með námskeiðum á
haustönn kemur í hús 5. september
S Í M E N N T U N
Athugið!
1. september flytjum við í
Skeifuna 8
Sími 580 1800 • mimir@mimir.is • www.mimir.is
e
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
.1
56
Baldur Sæmundsson, sem stjórnar
Hótel- og matvælaskólanum, nefnir
til fleiri námskeið sem fara af stað
núna í haust.
„Námskeiðin eru fjölbreytt að
vanda og má þar nefna námskeið í
matreiðslu á grænmetisfæði,
fræðsla um óþol, námskeið í smur-
brauði og námskeið um matreiðslu á
léttum og góðum réttum, til dæmis
hádegissnarl,“ segir Baldur.
Fyrir þarfir fullorðinna
Baldur segir að þessi námskeið
gefi grunneiningar á mennta-
skólastigi og nefnir til námskeið fyr-
ir fagfólk um matreiðslu á íslenskri
villibráð.
„Jafnframt verður boðið upp á
fagnámskeið í samvinnu við stétt-
arfélagið Eflingu og Menntasvið
Reykjavíkurborgar. Þetta eru 60
tíma námskeið,“ segir Baldur.
Námskeið Sæmundar fróða, en
svo nefnist símenntun MK á mat-
vælasviðinu, eru sérstaklega skipu-
lögð með þarfir fullorðinna og starf-
andi fólks í huga, að sögn Baldurs.
„Við leggjum mikið upp úr því að
námskeiðin séu gagnleg og fræðslu-
starf Sæmundar fróða miðast við
það að auka þekkingu og færni
starfsfólks, til þess að það sé betur í
stakk búið til þess að takast á við
fjölbreytileg og síkrefjandi störf í
sinni atvinnugrein,“ segir Baldur.
Hann segir að kennslan beinist að
raunverulegum viðfangsefnum þar
sem tilteknir verkþættir eru æfðir
undir handleiðslu fagfólks.
Tengsl við César Ritz
Samstarfssamningur hefur verið
undirritaður milli Menntaskólans í
Kópavogi og Hótelskóla César Ritz í
Sviss, en samstarfssamningurinn
tekur til kennslu í hótelgreinum, og
öðlast MK þar með rétt til að kenna í
þessum greinum í nafni César Ritz.
„Þetta er einn af frægari hót-
elskólum heims, og við erum mjög
stolt yfir að hafa undirritað þennan
samning,“ segir Baldur. Námið í
nafni César Ritz skólans hefst ein-
mitt nú í haust.
Ferðafræðinám
Nám í ferðafræðum við skólann
býður líka upp á nýjungar, en
hrundið verður af stað hagnýtu
ferðafræðinámi fyrir þá sem enn
eru starfandi.
„Þetta verður eins konar dreif-
nám, fólk nemur hvað á sínum stað
og svo verður hist nokkrum sinnum
á ári,“ segir Helene Pedersen í
ferðamálaskólanum.
Helene segir að námskeiðið henti
til dæmis þeim sem starfa við ferða-
þjónustu bænda eða svipuð störf
innan ferðaþjónustunnar.
Ferðamannastraumurinn hefur
vaxið gífurlega á undanförnum ára-
tugum og þörfin fyrir menntun
þeirra sem starfa í ferðaþjón-
ustugeiranum vex hröðum skrefum.
„Það er ekki bara verið að tala um
fólk sem vinnur sem leiðsögumenn
og á ferðaskrifstofum, það er verið
að tala um fólk sem vinnur að ferða-
málum úti á landsbyggðinni og þarf
á þessari menntun að halda,“ segir
Helene.
Ferðafræðinámskeiðið er 18 ein-
ingar á tveimur önnum. Námskeiðið
byrjar í október.
„Þá er ferðamannavertíðin eig-
inlega búin og smærri gistiheimili,
bændur sem leigja út og aðrir sem
vinna í geiranum hafa tækifæri til að
nema og afla sér þekkingar. Svo
verður kennt út janúar eða fram í
febrúar, en þá fara ferðamenn aftur
að tínast til landsins,“ segir Helene.
Fleiri námssvið
Anna Vilborg Einarsdóttir í Leið-
söguskólanum segir að námið verði
að mestu leyti hefðbundið en þó muni
skólinn bæta við sig kjörsviðum.
„Það er verið að setja af stað nám í
almennri leiðsögn, afþreying-
arleiðsögn og gönguleiðsögn, og svo
verður leiðsögn sem er sögutengd, en
líklega verður það námskeið ekki sett
af stað fyrr en á vorönninni.
Mörg spennandi
námskeið í boði hjá MK
Menntaskólinn í
Kópavogi er ekki að-
eins framarlega í ferða-
fræði og flugþjónustu.
Matvæli og framreiðsla
er einnig mjög fram-
arlega við skólann.
Menntun leit inn til
að kynna sér málið.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Guðlaug Ragnarsdóttir, Anna Vilborg Einarsdóttir, Helene Pedersen og
Baldur Sæmundsson í Menntaskólanum í Kópavogi.