Morgunblaðið - 18.08.2006, Side 44
44|Morgunblaðið
grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli
NÁMSAÐSTOÐ
íslenska • franska • spænska • stærðfræði
enska • þýska • danska • efnafræði • eðlisfræði
greining á lestrarerfiðleikum
Nemendaþjónustan sf.
s. 557 9233 www.namsadstod.is
Haustið er bjart og heitt í Kram-
húsinu þetta árið. Vetrardagskráin
verður opnuð með árlegri tangóhá-
tíð og kemur til landsins úrval arg-
entínskra kennara og tónlistar-
manna. Hátíðin hefst fimmtudaginn
31. ágúst með tónleikum, dansleik
og sýningu í Iðnó og námskeið hefj-
ast svo á föstudeginum og standa
alla helgina. Gestakennarar í ár eru
Cecilia Gonzales, Pablo Inza, Do-
nato og Moira. Öll frá vöggu tangó-
sins, Buenos Aires. Meira um dag-
skrána er á www. tango.is.
Skelltu þér í dansinn
Kramhúsið mun þetta árið koma
til móts við þá sem vilja skella sér í
dansinn en vita ekki hvaða spor
skal stíga, með því að vera með dag-
skrá frá mánudegi til föstudags þar
sem hægt er að prófa ýmsa dans-
stíla fyrir vægt verð – 500 kr. tím-
inn.
Dansinn verður mjög fjöl-
breyttur:
Afró – Alzeny og Sandra
Afró fyrir unglinga – Álfheiður
* Tangó – Bryndís og Hany /
gestakennarar Javier og María
* Í boði eru fimm stig – allt frá al-
gjörum byrjendum upp í sýning-
arhóp
Magadans með dönsku dívunni
Sofía Vester
Í boði eru byrjendatímar, fram-
hald og sérstakir tímar f. 40+
Flamenco – Minerva
Salsa – Carlos
Kúban-salsa fyrir pör – Edna og
Pétur Ari
Karabískur dans – Edna
* Raggatone – Rossie
Funk-djass – Guyom / Sigrún
Birna
Funk-djass f. börn og unglinga –
Guyom / Eva Rós
* House-dans – Guyom / Sandra
Hip-hop – Sandra / Natasha
Breikdans – Natasha
* Dans fyrir 7–9 ára, stráka og
stelpur – Sandra
* Contemporary Urban, Jr og Sn
– Eva Rós
* Urban Advanced – Sýning-
arhópur, Eva Rós
(* Táknar nýtt námskeið)
Heitur house- og magadans
Guyom Demba er atvinnudansari
og kennari frá Frakklandi og kemur
nú hingað til lands í 4. sinn á árinu.
Hann kennir funk-djass og house-
dans. Hann verður hér í mánuð og
sér um fyrstu vikurnar í funk-djassi
og house-dansi samkvæmt stunda-
skrá. Þar sem Guyom á marga aðdá-
endur hér á landi eftir sín fyrri nám-
skeið þá verða strax á mánudeginum
4. september tveir opnir tímar með
honum þar sem hægt er að kynna
sér dansstíl hans og fá ráðleggingar
um í hvaða flokk best er að skrá sig.
Námskeiðin hefjast svo þriðjudag-
inn 5. september.
Sofía Vester er ein af eftirsóttustu
magadanskennurum Danmerkur og
kemur nú til Íslands í fyrsta sinn.
Hún verður með 6 vikna námskeið
fyrir byrjendur og framhald.
María Trubba og Javier Antar,
tangómeistarar frá Argentínu, koma
nú í fyrsta sinn til landsins. Bryndís
og Hany koma til með að kenna
tangó fyrstu 3 vikurnar og síðan
taka María og Javier við næstu 4
vikurnar en Bryndís og Hany ljúka
námskeiðinu sem stendur í 12 vikur.
Allir tangóhópar eru einu sinni í viku
en nú eru í boði 5 stig. Hins vegar
eru milonga eða tangódansleikir, og
practica, æfingadansleikir, haldnir
reglulega svo allir geta dansað mun
meira.
Daðrað við afró-rytmann
Barna- og unglinganámskeið hefj-
ast föstudaginn 4. september en þá
byrja námskeið í funk-djassi, house-
dansi, hip-hop og breikdansi. Laug-
ardaginn 5. september hefst lista-
smiðja barna með námskeiðum í tón-
list og hreyfingu fyrir börn frá 3 ára
aldri og verður nú í fyrsta sinn boðið
upp á tónlist og hreyfingu fyrir 6 ára
börn. Þær Elfa Lilja og Nanna Hlíf
sjá um kennsluna fyrir yngstu
Kramverjana eins og þær hafa gert
við góðan orðstír undanfarin ár. Þar
sem mikil eftirspurn hefur verið eft-
ir dansi fyrir börn þá bjóðum við nú
sérstök dansnámskeið fyrir krakka
á aldrinum 7–9 ára og er það jafnt
fyrir stráka sem stelpur. Kenndur
verður dans úr ýmsum áttum og
daðrað við afrórytmann. Einnig
verða sérstakir laugardagstímar í
afró fyrir unglinga. Footloose-hetjan
Aðalbjörg Árnadóttir tekur að sér
kennslu fyrir unga leiklistarnema en
hún mun einnig sjá um kennslu í
dansleikhúsi fyrir 18 ára og eldri
ásamt Völu úr dansflokknum.
Þeir sem vilja svo fá góðar teygjur
og slökun geta valið á milli leikfimi
og jógatíma. Kramhúsið er löngu
þekkt fyrir sína sérstöku leikfimi í
sambatakti sem hægt er að skella
sér í í hádeginu eða síðdegis. Fyrir
morgunhressa eru jógatímar alla
morgna en einnig verða hádegis- og
síðdegistímar. Og ekki gleymast
karlarnir heldur þar sem nú verða
sérstakir karla-leikfimitímar tvo
morgna í viku með Sóleyju Jóhanns-
dóttur.
Fjör í Kramhús-
inu haustið 2006