Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 40
40|Morgunblaðið Fjölbrautaskóli Suðurnesja 1976-2006 Virðing, samvinna, árangur Upphaf haustannar 2006 Töfluafhending fer fram 22. ágúst: – Nýnemar mæta á sal skólans kl. 9:00 – Eldri nemendur ná í stundatöflur kl. 10:00-15:00. Sýna þarf greiðslukvittun fyrir innritunargjöldum. Skólarútur fara frá öllum stöðum kl. 8:30 og frá skólanum kl. 15:00. Skólasetning er á sal skólans 23. ágúst kl. 8:00. Kennsla hefst strax að skólasetningu lokinni samkvæmt sérstakri stundatöflu. Fundur með foreldrum nýnema verður auglýstur síðar. Skólameistari. Ertu búinn að gleyma því sem þú lærðir í grunnskóla? Eða ertu á þeim aldrei að þú varst ekki í grunnskóla heldur í barna- og gagnfræðaskóla? Eða kannski í fjögurra vikna farskóla á fyrri hluta síðustu aldar? Féllstu á landsprófi og fórst svo aldrei aftur í skóla? Eða ertu 16 ára, nýfallinn á sam- ræmdu prófunum og kemst ekki inn í fram- haldsskóla? Gekk þér alltaf vel í skóla, en finnst þú samt búinn að gleyma öllu sem þú lærðir? Ertu innflytjandi með öðruvísi þekk- ingu en við sem erum uppalin hér á landi? Eða áttu börn sem þig langar til að geta hjálpað meira við heimanámið, en veist ekki alveg hvernig þú ferð að því? Nám með nýju sniði Námsflokkar Reykjavíkur hafa um árabil boðið fullorðnu fólki kennslu í námsefni sam- ræmdu greinanna í efstu bekkjum grunn- skóla. Í vetur verður tilhögun námsins með nýju sniði og tilgangur þessara skrifa er að kynna nýjungar og hvetja þá sem langar til að læra meira að koma í Námsflokkana – bæði þá sem vilja læra vegna þess að það veitir þeim innri ánægju og þeim sem vilja menntun til að komast betur áfram í lífinu – og ekki síst þá sem langar í nám af báðum ástæðunum. Námið sem ég mun kynna hér ætti að henta mörgum vel; það hentar til dæmis 16– 18 ára unglingum sem gengið hefur illa í grunnskólum en líka fólki á öllum aldri sem vill bæta við grunnþekkingu sína eða rifja hana upp. Þetta nám er líka kjörið fyrir for- eldra grunnskólabarna sem hafa áhuga á námi og velferð barna sinna og fyrir fólk af erlendum uppruna sem finnst það vanta eitt- hvað af þeirri þekkingu sem innfæddir telja náttúrulögmál að allir hafi. Einstaklingsmiðað og sveigjanlegt nám Í haust verður tekið upp nýtt fyrirkomulag námsins þannig að hætt verður við hefð- bundna bekkjarkennslu og hefðbundnar ann- ir, en hver námsgreinanna fjögurra; stærð- fræði, íslenska, enska og danska, verður kennd í einskonar smiðju þar sem hver og einn nemandi vinnur á eigin hraða undir verkstjórn og leiðsögn kennara. Þar sem námið er einstaklingsmiðað gefst kostur á að hefja nám og ljúka því hvenær sem er á tíma- bilinu ágústlok til júníbyrjunar. Námsefnið samsvarar því sem kennt er í 8.–10. bekk grunnskóla og er skipt í þrjú þrep. Fyrsta þrepið er styst og auðveldast, en svo þyngjast þau stig af stigi. Nemendur safna vinnu sinni í ferilmöppu sem auðveldar bæði þeim sjálfum og kennurum þeirra að fylgjast með framvindu námsins og fram- förum nemandans. Nemandi, kennari og námsráðgjafi finna í sameiningu út úr því á hvaða stigi nemandi skuli hefja námið og hve- nær hann er tilbúinn að fara upp á næsta stig hafi hann áhuga á að halda áfram. Próf verða í boði, en nemendur velja hvort þeir taka próf og þá hvenær. Markmið námsins er ekki að standast próf heldur að finna þá innri gleði sem það veitir að vita meira í dag en í gær og að nýta sér þessa sívaxandi þekkingu í einka- lífi og starfi. En þó sumir kvíði prófum eða sjái engan tilgang með þeim finnst öðrum bæði skemmtilegt og hvetjandi að taka próf og þeim stendur til boða að reyna kunnáttu sína á þann hátt. Nemendur eldri en 18 ára þurfa ekki að hafa lokið grunnskólaprófum til að komast inn í framhaldsskóla, en þess er krafist af yngri nemendum og því þurfa þeir yngri nemendur sem koma í námið til að ná grunnskólaprófum vitaskuld að gangast undir próf. Markvissar leiðir til að læra Það sem reynist fullorðnum nemendum oft erfiðast við að hefja nám að nýju er að hafa aldrei tileinkað sér skynsamlegar leiðir til að læra. Af sömu ástæðu eiga margir foreldrar erfitt með að aðstoða börn sín og leiðbeina þeim í námi. Þeir eiga kannski auðvelt með að setja sig inn í efnið sem börnin læra, þekkja staðreyndir og hafa á þeim skilning, en kunna ekki að leiðbeina börnunum við nám vegna þess að þeir hafa sjálfir aldrei tamið sér skipulagða námstækni. Þess vegna munu Námsflokkarnir leggja áherslu á að nemendur læri og nýti sér hvers konar náms- tækni eins og að setja sér markmið, finna persónulega námsnálgun sína, læra lestr- artækni, glósutækni, próftækni og annað sem gerir fólk betur í stakk búið að stunda nám. Einnig býðst nemendum markviss sjálfstyrk- ing til að takast á við það verkefni að vera í námi. Þar fyrir utan verða kennd und- irstöðuatriði í ritun ritgerða, munnlegri tján- ingu og upplýsingalæsi, en slíkt er mikilvægt að kunna til nálgast þekkingu og koma henni á framfæri. Í hverju þrepi er gert ráð fyrir að nem- endur taki einhvern hluta þeirrar námstækni sem í boði er, en að öðru leyti er þátttaka í þeim frjáls. Einnig er hægt að taka einungis námstækninni en sleppa faggreinunum þ.e.a.s. leggja grunninn að námi sínu með því að styrkja sig fyrst í námstækni og öðrum tæknilegum þáttum áður en fengist er við sjálf fögin. Þessi hluti námsins gæti líka hent- að þeim hópi vel sem vill geta aðstoðað börn- in sín en kann það ekki. Einnig gæti hann nýst þeim sem eru í námi annars staðar en finnst sig skorta markvissa námstækni. Kennsluumhverfið Blackboard Kennsluefni og verkefni þeirra fjögurra faggreina sem í boði eru verða bráðlega sett inn í tölvutækt kennsluumhverfi sem heitir Blackboard og er þessa dagana verið að taka upp í grunnskólum Reykjavíkur. Þeir tölvu- færu sem koma í nám í Námsflokkana munu örugglega sjá sér hag í að nýta kosti kennslu- umhverfisins á meðan þeir sem minni þjálfun hafa í notkun upplýsingatækni geta smám saman og með aðstoð kennara og náms- ráðgjafa sett sig inn í þetta nýja umhverfi sem verður þeim vonandi hvatning til á læra á tölvur. Þeir sem þekkja til kennsluum- hverfa eins og Blackboard eiga auðveldara með að stunda fjarnám en fjarnám er mik- ilvægur þáttur fullorðinsfræðslunnar og opn- ar fullorðnum ótal möguleika til náms. Námsmarkmið og námssamningur Náms- og starfsráðgjafar Námsflokka Reykjavíkur verða nemendum innan handar við námið auk fagkennaranna. Þegar nem- andi hefur nám sitt hjálpar námsráðgjafi hon- um við að setja sér námsmarkmið, en oft vill brenna við að fólk vilji færast of mikið í fang. Viðtöl í upphafi náms gegna því hlutverki að fyrirbyggja að nemendur gufi upp af því að þeir hafi ætlað sér of mikið. Að sjálfsögðu er öllum heimilt að hætta í námi hvenær sem er á sama hátt og þeim gefst tækifæri til að hefja nám hvenær sem er. En námssamn- ingur á milli nemenda, kennara og náms- ráðgjafa á að tryggja að nemandi gefist ekki upp að óþörfu eða vegna einhvers sem auð- veldlega hafði mátt kippa í lag. Hvar og hvenær? Kennt verður í húsnæði Námsflokkanna í Mjódd (í sama húsi og strætóskýlið). Hvert verkstæði er í boði eitt kvöld í viku frá 17.20– 21.00, en tvö verkstæði verða í gangi sama kvöldið þannig að nemendur geta sótt þau bæði ef þeim hentar. Hægt er að skrá sig í eina námsgrein eða fleiri. Námið hefst mánu- daginn 4. september kl. 17.20–18.40 með kynningu á námstækni, sem gert er ráð fyrir að allir skráðir nemendur sæki. Kennsla í faggreinunum hefst viku síðar. Nánari upp- lýsingar fást hjá Námsflokkum Reykjavíkur og eru einnig væntanlegar á vefsíðuna okkar. Finnst þér þú búinn að gleyma öllu sem þú lærðir? Námsflokkar Reykjavíkur hafa um áratuga skeið veitt borgarbúum endurmenntun og fróðleik af öllu tagi. Hér viðrar Björg Árnadóttir, forstöðumaður Námsflokkanna, hugsanir sínar um mikilvægi Námsflokkanna. Björg Árnadóttir hefur starfað við fullorð- insfræðslu og símenntun um árabil og verið forstöðumaður Námsflokkanna síðan 2005. www.namsflokkar.is/ Starfsemi Fulbright-stofnunar- innar felst í því að efla samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta og rannsókna. Hlutverk stofnunarinnar er í meginþáttum tvíþætt: Að veita íslenskum og banda- rískum námsmönnum og fræði- mönnum styrki til náms, kennslu og rannsókna. Að veita námsráðgjöf þeim er hyggja á nám í Bandaríkjunum, á hvaða skólastigi sem er. Þetta er gert með því að veita almenningi aðgang að sérhæfðu bókasafni um nám og skóla í Bandaríkjunum, og að halda úti vefsíðu um sama efni. Einnig eru haldnir almennir kynn- ingarfundir á skrifstofunni. Styrkir fyrir Íslendinga: Námsstyrkir Ætlaðir þeim sem eru að hefja framhaldsnám við bandaríska há- skóla 2007–2008, að upphæð 12.000 dollarar hver. Tekið er við umsóknum í öllum greinum (einnig listgreinum). Rannsóknarstyrkir Ætlaðir vísinda- og fræðimönn- um til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum 2007–2008, að upphæð 8.000 dollara hvor. Frank Boas-styrkur Fulbright-stofnunin tilnefnir umsækjendur um Frank Boas- styrk til framhaldsnáms í al- þjóðalögum við Harvard-háskóla haustið 2007. Cobb family fellowship-styrkur Stofnunin tilnefnir einn umsækj- anda til að hljóta styrk til náms við Miami University, Flórída, skólaárið 2007–2008. Umsóknarfrestur fyrir þessa styrki rennur út 16. október næst- komandi. International Fulbright science and technology award for outstanding foreign students. Nýr námsstyrkur Fulbright í Bandaríkjunum hef- ur tilkynnt um nýjan námsstyrk, sem verður í boði í fyrsta sinn fyr- ir skólaárið 2007–08. Styrkurinn er ætlaður framúrskarandi náms- mönnum í vísinda- og tæknigrein- um til náms til doktorsprófs. Ful- bright á Íslandi mun tilnefna tvo umsækjendur og dómnefnd í Bandaríkjunum velur síðan allt að 25 námsmenn úr hópi umsækjenda hvaðanæva úr heiminum til að hljóta þennan styrk. Þeir sem hljóta styrkinn munu jafnframt hljóta skólavist í einhverjum af virtustu háskólum Bandaríkjanna. Fulbright-stofnunin, Laugavegi 59, Reykjavík. Fulbright-styrkir ársins lýstir út Morgunblaðið/Sigurður Jökull Fulbright-styrkir ársins hafa verið lýstir út. Myndin er frá móttöku Ful- brightstofnunarinnar í Iðnó, þar sem tekið var á móti styrkþegum frá Ís- landi. www.fulbright.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.