Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr vörulisti... LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 551-6646 Og svo svona rebbaskinn um hálsinn gerir lúkkið svo mjúkt og það felur líka alveg ósómann. VEÐUR                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '( -- '. '- '( '/ '/ '- '0 -- ) % 1 2! 1 2! 1 2! 1 2! ) % 2! 2!    )*2!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! 0 ! 0. 03 04 04 05 0. 0' 0( 0' 0( 6  2! 2! 2!    2!    2! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 0/ 5 3 0/ 04 3 3 7 00 03 0. )*2! 2!    2! 1 2! 2! 2! 2! 8 2! 8  *%   9! : ;                    !  ! " #  $ #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:    ;= : >          <  ? 76   ?     !!   *      8   ;   ;  < 1 2! *   ;       5 0. < )2!        * <(;0-9  ;    )    "  *     8  %  =  5 0- < )2!     "3(4@ @<4A"BC" D./C<4A"BC" ,4E0D*.C" -/( .0' /0. /<5 /<. /<. 70. 000/ 0-7 3'. 0.'5 05-- 5-( 0'44 '0'7 '-'/ 04/4 0(-- 3/0 ..5 .4/ .'( '/.. '0/( '/.0 '/'3 07.' -<. 0<7 0<' '</ /<7 /<5 /<4 /<3 -<4 0<7 0<' 0<( /<4            Af hverju er stjórnarandstöðunnisvona uppsigað við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra og fyrrum iðnaðarráðherra? Nú er hún sökuð um að hafa haldið upp- lýsingum leyndum fyrir Alþingi.     Hverjum dettur í hug, að þessiröggsami ráðherra hafi vísvit- andi falið upplýsingar fyrir Al- þingi?     Hvers vegnaætti hún að hafa haft áhuga á að leyna slíkum upplýsingum?     Það er hægt aðganga út frá því sem vísu, að íslenzkir ráðherrar leyna Alþingi ekki vísvitandi upplýsingum því að bæði þeir og aðrir bera djúpa virð- ingu fyrir Alþingi sem stofnun.     Komi upplýsingar ekki fram á Al-þingi, sem eiga heima þar, er ástæðan klaufaskapur en ekki vís- vitandi tilraun til að halda upplýs- ingum leyndum.     Það var eindæma klaufaskapurhjá forráðamönnum Orkuveitu Reykjavíkur að banna Grími Björnssyni að tala. Grímur talar um málefni Kárahnjúkavirkjunar af þekkingu og sanngirni og full ástæða til að hlusta á sjónarmið hans. Forráðamenn Orkuveitunnar sáu að sér eins og sjálfsagt var.     Össur Skarphéðinsson, fyrrver-andi formaður Samfylking- arinnar, telur að Valgerður hafi reynt að halda sprungum leyndum fyrir Samfylkingunni.     Það getur varla verið. Samkvæmttraustum heimildum Staksteina hafa einhverjir forystumenn flokksins baðað sig í þessum sömu sprungum!     Er ekki rétt að Össur kanni það? STAKSTEINAR Valgerður Sverrisdóttir Af hverju? SIGMUND UM 140 Íslendingar eru á leið til borgarinnar Marmaris í Tyrklandi í dag, en tvær sprengingar urðu í borginni á sunnudag. Þorsteinn Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Úrvals- Útsýnar, segir að öllum sem áttu bókaða ferð hafi staðið til boða að hætta við og fá endurgreitt að fullu, en allir hafi viljað fara. Um 300 manns eru í Marmaris á vegum Úrvals-Útsýnar og átti um helmingur hópsins bókað flug heim í dag, þriðjudag, en hinn helmingur- inn ekki fyrr en eftir viku. Þorsteinn segir að fyrst eftir að fregnir bárust af sprengingum í borginni hafi hann átt von á því að einhverjir úr þeim hópi sem á eftir að dvelja í borginni í viku vildu komast heim með fluginu í dag, en enginn hafi óskað eftir því, eftir því sem næst verði komist. Guðný Margrét Emilsdóttir, einn fararstjóra Úrvals-Útsýnar í Marm- aris, segir engan hafa óskað eftir að fara heim fyrr en ráð var fyrir gert. Þvert á móti hafi sjö þeirra sem hefðu átt að fara heim í dag óskað eftir því að framlengja dvöl sína í Tyrklandi um eina viku. Það hafi reyndar verið gert áður en sprengj- urnar sprungu, en allir sjö hafi stað- fest þá ósk sína í gær. 140 íslenskir ferðamenn á leið til Tyrklands MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra segir það vilja stjórnvalda að svara því kalli sem komið hefur fram um að tryggja réttarstöðu og öryggi kvenna af erlendum uppruna sem skilja við ís- lenska menn sína vegna ofbeldis innan tveggja ára frá giftingu. Málið enn til skoðunar Að sögn Magnúsar er félagsmálaráðuneytið, í samvinnu við dómsmálaráðuneytið, Vinnumála- stofnun og Útlendingastofnun, að skoða málefni kvenna sem lenda í slíkri stöðu. Segir Magnús þó of snemmt að segja til um hvort breytingar verði gerðar á regluverkinu. „Málið er enn í vinnslu og ég veit ekki hvenær við náum að ljúka því,“ segir Magnús en tekur fram að stefnt sé að því fljótlega. Að sögn Magnúsar er alltaf verið að skoða hvern- ig hægt sé að laga núverandi kerfi hlutanna. Aðspurður um kröfu stjórn- ar Samtaka kvenna af erlend- um uppruna og þingmanna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að gerðar verði breytingar á lögum svo unnt sé að tryggja réttarstöðu og ör- yggi erlendra kvenna sem yfirgefa ofbeldisfulla eiginmenn sína, segist Magnús enn ekki hafa gert upp við sig hvort þörf sé á lagabreytingum. Segist Magnús sammála Hildi Dungal, for- stjóra Útlendingastofnunar, um að fremur eigi að nýta þann sveigjanleika sem þegar sé að finna í lögunum, sem að mati Hildar opnar mögu- leikann á því að konum, sem yfirgefi maka sinn vegna ofbeldis, verði veitt dvalarleyfi af mann- úðarástæðum. „Það má segja að það sé laga- svigrúm til þess. Aðalmálið er að hafa þetta skýrt þannig að þetta sé í lagi. En tilvikin geta verið mjög mismunandi og því þarf að huga að hinu almenna regluverki til þess að það sé hægt að mæta svona tilfelli.“ Vilji til að svara kallinu Magnús Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.