Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Ný sýning í Skaftfelli | Nú stendur
yfir í Skaftfelli, menningarmiðstöð á
Seyðisfirði, sýning Guðnýjar Rósu
Ingimarsdóttur og Gauthier Hu-
berts og ber hún yfirskriftina Adam
var ekki lengi í Paradís.Guðný og
Gauthier hafa dvalið um skeið í lista-
mannaíbúð Skaftfells og kynnst
bænum og bæjarbúum og er sýn-
ingin að hluta sprottin út frá veru
þeirra hér á landi.
Egilsstaðir | Nú eru 17 dagar eftir af hrein-
dýraveiðitímabilinu og hafa veiðst rúmlega
fimm hundruð dýr af þeim 909 sem heimild er
fyrir. Veiðimenn voru ágætlega fengsælir um
helgina þrátt fyrir rysjótt veðurfar.
Á sunnudagskvöld var búið að veiða 278
tarfa og 234 kýr ásamt einhverju af kálfum.
Þetta þýðir að veiða þarf um 20 dýr að með-
altali daglega ef nást á upp í kvóta. Veðursælu
tímabili virðist lokið í bili og erfiðara um vik að
finna og vinna dýrin í þokusudda til fjalla.
Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður veiði-
stjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, segir að
vel hafi veiðst á Fljótsdalsheiði um helgina.
Aftur á móti hafi gengið erfiðlega að ná dýrum
í Fjarðabyggð, Sandvík, Hellis- og Viðfjörðum
á tímabilinu, en hann segir það ekki síst stafa
af því að menn hafi ekki notað þá góðviðr-
isdaga sem komu snemma í ágúst og aftur síð-
ari hluta mánaðarins til veiða. „Menn eru bún-
ir að sleppa mörgum góðum dögum og
leiðsögumenn eru sammála mér í því að þar
hafi góð veiðitækifæri farið forgörðum að
nauðsynjalausu,“ segir Jóhann. „Nú eru menn
ekki lengur í útdráttarlottói um leyfin, heldur í
veðurfarslottói fram til 15. september þegar
tímabilinu lýkur.“
Það sem af er tímabilinu hefur veiðst álíka
fjöldi og í fyrra. Búið að veiða heldur fleiri dýr
en kvótinn er líka stærri. Ekki er heimilt að
endurgreiða veiðimönnum leyfin þó þeir nái
ekki bráð, nema í sérstökum tilfellum, en vilji
menn skila inn leyfum er hægt að fá 75% and-
virðisins endurgreidd ef leyfinu er skilað sem
fyrst og það selst öðrum.
Jóhann segir yfirleitt hafa náðst langleiðina
í kvóta síðan hann fór upp í 900 dýr og hann
eigi frekar von á að það takist einnig í ár. „Það
er alltaf happdrætti hvernig veðrið verður síð-
ustu dagana og augljóslega ætla margir sér að
veiða í september.“
Jóhann var staddur á Fljótsdalsheiði þegar
Morgunblaðið ræddi við hann og sagði hann
þar mjög leiðinlegt veður. Þar ætti eftir að
veiða hvað stærstan hluta dýranna sem eftir
væru óveidd, um 100 tarfa og 100 kýr. Annars
væri í góðu lagi að veiða í norðaustanáttinni á
svæðum 7–9, þ.e. í Berufirði, Geithellnadal og
þar um kring og sunnan jökla.
Veiðitímabil hreindýra er frá 15. júlí til 15.
september. Heimilt var að veiða tarfa frá 15.
júlí en kýr og kálfa sem undir þeim ganga
mátti veiða frá 1. ágúst.
17 dagar eru eftir af hreindýraveiðitímabilinu og
rysjóttara veður torveldar veiðimönnum veiði
Tæplega 400 dýr óveidd
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Egilsstaðir | Byggðaþing samtakanna Lands-
byggðin lifi og Framfarafélags Fljótsdalshér-
aðs 2006 verður haldið að Hallormsstað 2. og 3.
september undir yfirskriftinni Lífið eftir virkj-
un.
Þingið mun m.a. fjalla um hvernig menn sjá
fyrir sér lífið eftir „útfallið“ þegar virkjun við
Kárahnjúka og bygging álvers Alcoa í Reyð-
arfirði lýkur og hvort verið sé að gera eitthvað
markvisst og nægilegt í því máli, og þá hvað og
af hverjum.
Fjalla á um hver þróun atvinnu- og byggða-
mála verður í kjölfarið og hvort aukin áhersla
verði á nýsköpunarfyrirtæki, þekkingariðnað
og fjölbreytni í atvinnuflórunni almennt. Að-
standendur þingsins vilja m.a. kanna hvernig
viðhorf til menningar, náttúruverndar og verð-
mætamats tengdum grunnatvinnuvegunum,
sjávarútvegi og landbúnaði þróast.
Meðal framsögumanna á þinginu verða
Sveinn Jónsson verkfræðingur og byggingar-
stjóri álvers Alcoa Fjarðaáls, Signý Ormars-
dóttir menningarfulltrúi, Skúli Björn Gunnars-
son forstöðumaður Gunnarsstofnunar, Sigur-
borg Kr. Hannesdóttir ráðgjafi hjá Alta, Jón
Sigurðsson forstjóri Össurar og stjórnarmaður
í Alcan Island og Andri Snær Magnason skáld.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Framtíðin Á ráðstefnu í Hallormsstað um
næstu helgi verður skoðað hvernig lífið verð-
ur á Austurlandi eftir álvers- og virkj-
unarbyggingar.
Umræða um lífið
eftir virkjunar- og
álversbyggingar
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
VEGFARANDI um Hellisheiði
eystri sem hafði ekið snúinn veg-
inn upp Vopnafjarðarmegin og
niður á við Héraðsmegin tók and-
köf er við blasti snjakahvítt bylgj-
andi skýjahaf sem fyllti Hér-
aðsflóann út á sjó og inn í land eins
langt og augað eygði. Uppi á heið-
inni var skínandi bjart veður en
niðri á láglendi svartasta þoka.
Ekki er óalgengt að þoka hafi leg-
ið í austfirskum fjörðum í sumar
þó oft hafi verið bjart veður inn til
landsins. Nú hefur hins vegar eitt-
hvað snúist í veðrinu og spáð aust-
lægum áttum fram í vikuna, eftir
sumarlanga einmunatíð.
Skýjahaf í
Héraðsflóa
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
AUSTURLAND
49 millj́. til flugsafns | Á
fundi bæjarráðs Akureyrar
á dögunum var m.a. tekið
fyrir erindi frá Svanbirni
Sigurðssyni þar sem hann
óskar eftir því að framlag
Akureyrarbæjar til fjár-
mögnunar nýbyggingar fyr-
ir Flugsafn Íslands á Ak-
ureyri verði aukið. Lögð
voru fram á fundinum drög
að samningi Akureyr-
arbæjar við Flugsafn Ís-
lands. Þau samþykkti bæj-
arráð, en þar er gert er ráð
fyrir fjárframlagi að upp-
hæð 49 milljónir króna til
nýbyggingar Flugsafns Ís-
lands.
TEKJUHALLI Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri fyrstu sex mánuði ársins er
45,2 milljónir króna eða 2,8% miðað við
fjárlög. Kostnaður hefur farið vaxandi eftir
því sem liðið hefur á árið, skv. upplýsing-
um á heimasíðu FSA.
Launakostnaður á FSA nam 1,3 millj-
örðum og hefur hækkað um 8,5% miðað við
fyrra ár. Yfirvinna hefur þó hækkað enn
meira hlutfallslega eða um 12,%. Þar er
einkum um að ræða fjölgun aukavakta sem
tengjast aukinni starfsemi, að því er segir
á vef FSA. „Þá hefur verið gengið frá nýj-
um stofnanasamningum sem höfðu nokk-
urn kostnaðarauka í för með sér umfram
það sem áætlað var. Launakostnaður
vegna veikinda starfsmanna hefur lækkað
um 5% frá fyrra ári en kostnaður vegna
námsleyfa hefur hækkað lítillega.“
Þrátt fyrir ýmsar verðhækkanir eru al-
menn rekstrargjöld þó aðeins um 1% um-
fram áætlun eða 3,5 milljónir.
Starfsemi spítalans hefur vaxið töluvert
að undanförnu. Þannig hefur sjúklingum
fjölgað um 3% og skurðaðgerðum um 9%.
Fæðingum hefur fjölgað um 5% og slysa-
deildarkomum einnig um 5%. Lítilsháttar
fækkun er þó á almennum rannsóknum.
Á vef FSA segir að versnandi afkoma
spítalans komi ekki á óvart þegar litið er til
aukinnar starfsemi og vaxandi verðbólgu.
„Fáar leiðir eru færar til að mæta versn-
andi afkomu aðrar en þær að skerða þjón-
ustu á einhverjum sviðum. Nánari ákvarð-
anir verða teknar þar um að lokinni
endurskoðun á rekstraráætlun.“
Fáar leiðir færar
aðrar en að
skerða þjónustu
Tekjuhalli á FSA
45,2 milljónir fyrstu
sex mánuði ársins
miðað við fjárlög
VINNA er hafin við gerð stórs
útilistaverks í urðinni neðan við
skátaskálann Fálkafell, ofan
Kjarnaskógar í landi Akureyrar.
Vinnuvélar færðu þar til grjót í
nepjunni í gær, en ástralski
listamaðurinn Andrew Rogers
fékk í sumar leyfi til þess að
setja stórt listaverk upp á svæð-
inu. Það verður einungis gert úr
grjóti og öðru efni af svæðinu,
ekkert efni í verkið verður flutt
að.
Annað listaverk eftir Ástr-
alann verður sett upp skammt
norðan skíðasvæðisins í Hlíð-
arfjalli og því þriðja verður
hugsanlega komið fyrir í Vaðla-
heiðinni, gegnt höfuðstað Norð-
urlands.
Andrew Rogers, sem er einn
virtast nútímalistamaður Ástr-
alíu, vinnur að umhverf-
islistaverkum sem fyrirhugað er
að verði staðsett á 12 mismun-
andi stöðum í heiminum, allt að
þrjú á hverjum stað og eru þau
stærstu 100 x 100 metrar að
stærð. Rogers hefur þegar sett
upp slík verk í Ástralíu, Bólivíu,
Chile, Ísrael og Sri Lanka. Þau
eiga að mynda táknræna keðju
eða safn tengdra listaverka víðs-
vegar um heimsbyggðina.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Urð og grjót Hafist hefur verið handa við gerð stórs útilistaverks í urðinni neðan skátaskálans Fálka-
fells, upp af Kjarnaskógi. Fyrir neðan gröfuna er hesthúsahverfið Breiðholt og einnig sést yfir bæinn.
Urð og grjót, niðr’í mót
Stígur yfir Egilsstaðanesið | Göngu-
og hjólreiðastígur milli Egilsstaða og
Fellabæjar var formlega tekinn í
notkun um helgina. Fast hefur verið
þrýst á að koma upp slíkum stíg á
milli þéttbýlanna yfir Egilsstaðanesið
enda mikil samskipti á milli þeirra og
þau í sama sveitarfélaginu núorðið.
Götulýsing var sett á veginn um Eg-
ilsstaðanes fyrir nokkrum árum.
»Launakostnaður var 1,3 milljarðar oghækkaði um 8,5% frá því í fyrra.
»Yfirvinna hefur hækkað um 12%. Þarer einkum um að ræða fjölgun auka-
vakta sem tengjast aukinni starfsemi.
»Almenn rekstrargjöld námu 464milljónum á tímabilinu og hafa þau
hækkað um 9,3% miðað við fyrra ár.
»Versnandi afkoma spítalans þykirekki koma á óvart þegar litið er til
aukinnar starfsemi og vaxandi verð-
bólgu.
Í HNOTSKURN