Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 33 MINNINGAR ✝ Bergur ÓskarHaraldsson, fv. framkvæmdastjóri, fæddist í Sól- heimum í Blöndu- hlíð í Skagafirði hinn 8. nóvember 1926. Hann lést á heimili sínu, Hraun- tungu 22 í Kópa- vogi, hinn 17. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Haraldar Jóhann- essonar, bónda á Bakka í Viðvík- ursveit í Skagafirði, f. 21.12. 1903, d. 11.6. 1994, og konu hans Önnu Margrétar Bergsdóttur húsfreyju, f. 7.6. 1897, d. 27.1. 1991. Haraldur var sonur Jóhannesar Bjarnason- ar, bónda í Grundarkoti í Blöndu- hlíð, og konu hans Bjargar Sigfús- dóttur, refaskyttu og bónda í Hringey í Vallhólma, Jónassonar. Anna var dóttir Bergs Jónssonar, bónda á Hofsá í Svarfaðardal, og konu hans Óskar Valdínu Rögn- valdsdóttur frá Klængshóli. Systk- ini Bergs eru: Kjartan bifreiða- stjóri á Sauðárkróki, f. 18.9. 1928, látinn; Margrét húsfreyja á Sleitu- stöðum í Skagafirði, f. 15.1. 1932; Rögnvaldur Hreinn fv. fulltrúi í Reykjavík, f. 17.6. 1934, og Bjarni Jóhannes Birgir, fv. bóndi, Bakka í Viðvíkursveit í Skagafirði f. 1.2. 1937. Bergur kvæntist hinn 26.2. 1949 Kristínu Láru Valdemarsdóttur sjúkraliða og húsmóður, f. 22.4. 1927. Hún er dóttir Valdemars Sigvaldasonar, bónda á Blámýrum í Ögurhreppi við Ísafjarðardjúp, og konu hans Ingibjargar Fel- Hólum í Hjaltadal. Árið 1950 lauk Bergur sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann öðlaðist meistararéttindi í greininni 1953 og stundaði síðan framhaldsnám 1953–1954 við Nat- ional Foreman Institute í Banda- ríkjunum. Bergur starfaði hjá Gísla Halldórssyni pípulagn- ingameistara á árunum 1945–51. Var hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1951–64. Starfaði við fast- eignasölu 1964–66 en hóf síðan störf hjá Félagi vatnsvirkja 1967 og vann þar uns hann lét af störf- um sökum aldurs 1996. Þar var hann verklegur framkvæmda- stjóri 1969–71 og þá fram- kvæmdastjóri til 1996. Bergur sat í stjórn Félags vatnsvirkja frá 1969–96, sat í stjórn Sameinaðra verktaka í 23 ár, þar af varafor- maður og formaður í þrjú ár. Hann sat í stjórn Vatnsvirkjans hf. um árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja. Bergur sat í stjórn Hestamanna- félagsins Gusts í Kópavogi og var formaður þess félags í tvö ár. Sat hann fjölmörg ársþing Lands- sambands hestamanna sem fulltrúi Gusts. Bergur og Kristín reistu sér bú árið 1948 á Bókhlöðustíg í Reykja- vík. Þaðan lá leiðin á Njálsgötu 92. Árið 1956 hófu þau húsbyggingu í Víðihvammi 18 í Kópavogi og bjuggu þar til ársins 1967 að þau fluttu í nýbyggt hús, Hrauntungu 22 í Kópavogi, þar sem hefur verið heimili þeirra síðan. Útför Bergs verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ixdóttur húsfreyju. Börn Bergs og Krist- ínar eru; 1) Frosti, fjárfestir í Reykja- vík, f. 30.12. 1948, kvæntur Halldóru M. Mathiesen kerf- isfræðingi og eiga þau Berg, f. 1995. Börn Frosta með fyrri konu sinni El- ínu Guðmundsdóttur eru a) Freyr arkitekt í Reykjavík, f. 1970, sambýliskona Sóley Kristjánsdóttir nemi og eiga þau nýfædda dóttur. Son- ur Freys er Viktor Þór, f. 1992. b) Anna Dóra sálfræðingur í Reykja- vík, f. 1975, sambýlismaður Tryggvi Kornelíusson sölumaður. Uppeldissonur Frosta og sonur Halldóru er Matthías Árni Ingi- marsson nemi, f. 1983. 2) Valdimar framkvæmdastjóri, f. 27.9. 1953, búsettur í Garðabæ, kvæntur Helgu M. Geirsdóttur bankaféh- irði. Börn Valdimars eru Kristín Berglind leiðsögumaður, f. 1974, Katrín Brynja nemi í St. Péturs- borg, f. 1977, Sigríður Regína nemi, f. 1986, og Haraldur nemi, f. 1989. 3) Anna Rós kennari í Garðabæ, f. 8.1. 1961, búsett í Hafnarfirði, gift Haraldi Guð- finnssyni sölustjóra og eru dætur þeirra María Kristín nemi, f. 1985, Ingibjörg Huld nemi, f. 1987, og Ragnheiður Harpa nemi, f. 1992. Bergur ólst upp hjá foreldrum sínum á Frostastöðum í Blöndu- hlíð í Skagafirði. Hann lauk barnaskólaprófi frá Flugumýr- arskóla í Blönduhlíð og búfræði- prófi 1945 frá Bændaskólanum á Það er mikill missir að Bergur Haraldsson tengdafaðir minn hef- ur nú kvatt og haldið í sína hinstu för. Andlát hans bar brátt að. Hann hafði ætíð verið hraustur og ekki kennt sér meins. Það varð því mikið áfall er hann veiktist alvar- lega og skyndilega í byrjun sum- ars. Okkur varð ljóst að mikil al- vara var á ferðum. Þessi hrausti og aðsópsmikli maður sem jafnan var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór háði baráttu sína við sjúkdóminn af því æðruleysi og þeirri einurð sem við þekktum úr fari hans. Þegar ég kom inn í fjölskyldu Kristínar og Bergs fyrir 22 árum tóku þau vel á móti mér og hefur alla tíð verið hlýr vinskapur okkar á milli. Bergur var sterk persóna með mikla framkvæmdaþrá, þar sem fyrsti tíminn var besti tíminn, skapgóður og með hlýja nærveru; og umfram allt Skagfirðingur. Kristín, tengdamóðir mín, hefur persónueinkenni fólksins sem ólst upp við Ísafjarðardjúp, rólegri en bóndi hennar en fór það og gerði, sem hún ætlaði sér, á dugnaði og festu. Þau áttu greinilega vel sam- an Skagfirðingurinn og Vestfirð- ingurinn og það var eins og þau löðuðu fram bestu eðliskostina í fari hvort annars. Verklægni var Bergi eðlileg og glöggur var hann að sjá hlutina fyrir sér. Þetta kom sér örugglega vel í lífsstarfinu þar sem reyndi mjög á útsjónarsemi og kunnátt- usamlega verkþekkingu. Hann var líka einstaklega úrræðagóður. Mörg góð ráðin hef ég því þegið af honum, sem öll hafa reynst mér og fjölskyldu minni vel. Bergur tengdafaðir minn var maður sem hófst af sjálfum sér. Þegar hann, skagfirski bóndason- urinn, hleypti heimdraganum norð- an úr Skagafirði og hélt á vit nýrra viðfangsefna og tækifæra hafði hann í farteski sínu þann dugnað og áræði sem einkenndi hann ætíð. Hann var vel til forystu fallinn og byggði upp með öðrum myndarleg- an atvinnurekstur. Eljusemi hans var einstök og fátt vissi hann verra en verkleysi. Að loknum löngum og erilsömum vinnudegi tóku áhugamálin við. Þar birtist líka dugnaður hans. Bergur var mjög stoltur af skag- firskum uppruna sínum. Þau hjón- in fóru oft norður og áttu þar góð- ar stundir. Laufskálarétt var ómissandi á hverju hausti og hrossin frá Enni skoðuð með glöggu auga. Hestamennska var Bergi mikið áhugamál. Ferðaðist hann um landið með félögum sínum og vin- um og hafa þeir lagt að baki mikið svæði. Bergur var með hesta í Gusti í Kópavogi frá stofnun þess félags eða í 40 ár og gegndi m.a. formennsku þar ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Þar, sem í öðru sem hann tók sér fyrir hendur, lagði hann fram mikið og óeig- ingjarnt starf. Mikla vinnu lagði Bergur í hrossin sín. Þau voru vel hirt og aðstaða þeirra öll til sóma, þetta voru góð hross sem margir muna. Ég man vel fyrsta góða hestinn sem ég eignaðist, Bergur og Krist- ín gáfu mér hann þegar ég varð fertugur. Grár gæðingur sem kom mér fyrir alvöru af stað í hesta- mennskunni. Þessi vísa, ort af Bergi, fylgdi gjafakortinu: Þér við gefum fagran fák frægt ber nafn úr goðafræði Hrímfaxi mun Harald strák hiklaust bera um jörð og græði. Það var því mikill og góður skóli fyrir mig að hafa Berg með mér frá því ég byrjaði í hestum. Þar hef ég fengið margvíslegan fróð- leik sem ég mun búa að alla tíð. Anna Rós mín mátti þola hávaða frá mér þegar ekki gekk allt sem skyldi, en þau feðginin, hún og Bergur, höfðu það engu að síður af að koma mér í gegnum erfiðleik- ana sem mættu manni stundum í upphafi hestamennskunnar. Bergur kunni ógrynni af sögum og kveðskap og var fljótur að finna viðeigandi vísu eða sögu í tengslum við atvik sem upp komu. Ef ekki var til passandi vísa þá setti hann hana saman sjálfur og eru til margar frábærar vísur eftir hann. Upp í hugann koma mörg kvöld og stundir austur í Tröð í Land- eyjum þar sem við fjölskyldan átt- um frábærar stundir. Þar er margs að minnast, til dæmis þegar komið var úr sleppitúr eða að loknu puði í landinu. Í endurminningunni lýstur upp mynd af Bergi með lítil afabörnin í fanginu. Hann var einstaklega góð- ur afi, hlýr barnabörnunum og þol- inmóður, þótt þolinmæði væri hon- um kannski ekki mjög eðlislæg, ákafa- og dugnaðarmanninum þeim. Þarna birtist manni líka önn- ur hlið athafnamannsins en sú sem kannski blasti við í fyrstu kynnum. Hlýja og umhyggja ástríks afa og fjölskylduföður sem sýndi enn eina hlið margbrotins merkismanns sem hann sannarlega var. Eftirminnilegt verður mér ætíð þegar Kristín og Bergur sátu í stofunni sinni í Hrauntungunni og lásu hvort fyrir annað, skiptust á vísum og röbbuðu. Það verða ógleymanlegar stundir. Maður sá þá kannski best hvað þeim þótti vænt hvoru um annað. Þetta voru yndisstundir þeirra beggja. Þau voru sannarlega ólík, höfðu kynnst ung að árum og einlæg væntum- þykja einkenndi sambúð þeirra. Í farsælu og löngu hjónabandi voru ánægjustundirnar margar, oft í hópi góðra vina og fjölskyldunnar. En þau tvö undu sér þó best og nutu þess að vera saman í þeirri sönnu ást og gagnkvæmu virðingu sem einkenndi þau alltaf. Kristín skóp manni sínum og börnum gott heimili, sem var fjölskyldunni allri ómetanlegt. Þetta verður því erfitt nú þegar við þurfum að kveðja þennan mikla höfðingja og heið- ursmann. En minningin um góðan mann, umhyggjusaman föður, afa og tengdaföður mun lifa með okk- ur. Þótt allmörg ár skildu okkur að byggðist samband okkar Bergs á traustri vináttu sem aldrei bar skugga á. Anna Rós, María Kristín, Ingi- björg Huld, Ragnheiður Harpa og ég eigum eftir að sakna hans mikið. Við biðjum góðan Guð að styrkja Kristínu í sorg hennar. Hinsta kveðja frá tengdasyni, Haraldur Guðfinnsson. Ég vil kveðja hann afa Berg með þessum sálmi sem ég hef valið. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku afi ég mun sakna þín og hugsa til þín á hverjum degi. Megi Guð fagna komu þinni. Þinn nafni, Bergur Frostason. Þegar við hugsum til komandi ára er svo skrítið að vita til þess að þú verður ekki lengur með okkur, afi. Frá því við munum eftir okkur hefur þú alltaf verið stór hluti af lífi okkar fjölskyldunnar. Þær fáu minningar sem við eigum af ferðum okkar heim til Íslands, þegar við bjuggum í Englandi, eru heimsókn- ir okkar til þín og ömmu í Hraun- tunguna. Þar sast þú í stólnum þín- um eins og sannur höfðingi og þótti okkur systrunum ekkert betra en að fá að liggja á ístrunni þinni og heyra þig tala um hestana þína sem þér þótti svo vænt um. Fljótlega eftir heimkomuna kom- umst við ekki hjá því að smitast af hestadellunni þinni. Stundirnar sem við áttum saman í hesthúsinu eru ógleymanlegar. Þar gátum við gleymt okkur tímunum saman við að dunda okkur í kringum hestana. Þá gátum við spjallað saman um líf- ið og tilveruna. Okkur þótti svo skemmtilegt og fróðlegt að hlusta á þig tala um ævintýri þín og ferða- lög. Þú hafðir svo gott lag á því að segja frá. Nú er komin sú stund þar sem við þurfum að kveðja þig, elsku besti afi, þó svo að við séum ekki alveg tilbúnar að segja bless strax. Fyrir okkur varstu alltaf kletturinn okkar sem hægt var að leita til þegar eitthvað bjátaði á og hafðir alltaf svo góðar lausnir og ráð. Við vitum að þú ert núna á þeim stað sem þér leið svo vel, ríðandi um fjöll og firnindi í góðra vina hópi á Ölvari þínum. Missir ömmu er mikill og biðjum við góðan Guð að halda utan um hana og gefa henni styrk. Takk fyrir allar yndislegu stund- irnar. Lóurnar þínar, María Kristín, Ingibjörg Huld og Ragnheiður Harpa. Við munum þegar við vorum það lítil að við gátum setið á öðru lær- inu hans afa, hlustað á hann segja okkur sögur þar sem ímyndunar- aflið fékk lausan tauminn. Oftar en ekki endaði lærsetan á afa með stóru knúsi frá honum. Við munum hvað okkur fannst spennandi og gaman að fara í bíltúr niðrí hesthús með afa. Oft til að fara á bak eða hjálpa til að moka og gefa hestunum. Við munum eftir því hvað okkur fannst gaman að horfa á afa segja sögur og fara með vísur. Sögurnar hans voru óteljandi og afskaplega skemmtilegar, sérstaklega þegar þær enduðu með bakföllum af hlátri. Við munum hvað okkur fannst alltaf gaman að koma í heimsókn í Hrauntunguna til ömmu og afa í Kóp. Þar þótti spennandi að vera í pössun sem barn, húsið og garð- urinn stór og hlýlegur. Enn í dag finnum við fyrir afa þarna þegar við heimsækjum ömmu, það er sér- staklega góð tilfinning. Við munum hvað okkur fannst skemmtilegt að fara austur með afa og ömmu í Kristínarkot, sumarbú- staðinn sem afi og amma byggðu. Á leiðinni vorum við ávallt spurð um nafn kirkju á leiðinni og situr því Kotstrandarkirkja föst í minni okk- ar. Í dag spyrjum við okkar börn að því sama. Við munum eftir öllum skemmti- legu samræðunum sem við áttum í stofunni í Hrauntungunni um bæk- ur, ættfræði, þjóðsögur og umdeild þjóðfélagsmál, enda lá afi aldrei á sínum ákveðnu skoðunum. Því var svo sannarlega gaman að ræða mál líðandi stundar við hann, hvort sem við vorum sammála honum eður ei voru þessar stundir ómetanlegar. Við munum þær góðu stundir sem við áttum undanfarin ár á Steinsstöðum í Skagafirði. Þar var gaman að sækja ykkur heim og gista hjá afa og ömmu. Þar sem afi var svo sannarlega ákveðinn í því að veðrið í Skagafirði væri alltaf gott, töluvert betra en í nærliggj- andi fjörðum og sveitum! Enda var hann svo sannarlega sannur Skag- firðingur. Við munum eftir öllum góðu stundunum sem við áttum með afa á Flórída um síðustu páska. Öll fjölskyldan samankomin undir einu þaki í tvær vikur í sól og afslöppun. Þvílík stund! Sá tími er manni í fersku minni og förum við systkinin reglulega í gegnum þær ótal ljós- myndir sem teknar voru í þeirri ferð. Við munum eftir lífsgleðinni, sterka og litríka persónuleikanum og öllum dýrmætu stundunum og minningunum með afa Berg. Elsku afi, við munum þig. Þín afabörn, Freyr Frostason og Anna Dóra Frostadóttir. Bergur Óskar Haraldsson  Fleiri minningargreinar um Berg Óskar Haraldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Þóra Ásgeirsdóttir, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björn Sig- urðsson, Þórey (Eyja). Fallegir legsteinar á góðu verði í sýningarsal okkar Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hafnarfjörður Sími 565 2566 www.englasteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.