Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 23 matur                          !                " #  $%       &    '  (  !""      # $  %&' " !  ( !         )       *  &    '   + )#  ,             -   -.!!/ .0! *   $    +       %  -1  -.!!/ 0.!! )# "&+ $  2  34     5          - 0              * +  , -   - $             *%   . 6 )+  78  9 +  : "  +       #    '  6 " ;  : 4  : %  3   % 4   7 < 6 "  + ' + : %  3   % 4   7 < 6 )+  #   8  : *  2 4 "  +       #    '  6 "  ' + ;  + : =   3   % 4   7 < 6 "  >     4 : 3   %  )   6 5  7  + :     +    % >   ? '  +4  # +     @ ++   + A   4  6 "     :  4 3   %: >  B  -.!!/ 0.!!  $  .      "  >     4 : 3   %  )                    !                       " #$%&& ' #(%&& )    " # *&&         "     +  ,     *-- .$./                              Mér finnst þetta gaman.Ég kemst í ný samböndog get leitað að nýjumhráefnum og hug- myndum,“ segir Jón Óskar Árnason, íslenskur veitingamaður í Piteå í Sví- þjóð. Hann vinnur að matreiðslubók sem er byggð á hráefni og matar- menningu frá strandhéruðum, ásamt sænskum ritstjóra og finnskum ljós- myndara. Bókina eru þeir að vinna fyrir Norce, Evrópuverkefni um strandmenningu og ferðaþjónustu við Norður-Atlantshaf og í Helsingja- botni. Jón Óskar og félagar hans voru í hálfan mánuð að safna efni í Þingeyj- arsýslum og við Húnaflóa og á Vest- fjörðum en aðilar á þessum svæðum taka þátt í verkefninu hér á landi. Nú eru þeir komnir til Grænlands. Ferðalagið tekur alls um fimm vikur og þá er eftir að fara til Nýfundna- lands. Allt íslenskt tengist ströndinni Jón Óskar vinnur mikið í samvinnu við matreiðslumenn á svæðunum. Hann er ánægður með afraksturinn, það sem af er. Segir að þeir séu komnir með fimmtán rétti frá Íslandi í bókina. Réttirnir eru sjávarréttir af ýmsum gerðum, svo sem fiskur, hum- ar og rækja, hrefna og selur, einnig lax, silungur og lamb. Hann segir að allur íslenskur matur geti flokkast undir verkefnið því að allt hráefnið hér tengist sjónum og ströndinni. Spurður um fjallalamb, hvernig það tengist ströndinni, segir Jón að fjöru- beit sé algeng á þeim svæðum sem taki þátt í verkefninu. Hann á í meiri erfiðleikum með að tengja rjúpuna við ströndina en segist þó hafa séð rjúpu við sjóinn. Jón Óskar þekkir aðstæður ágæt- lega á því svæði sem verkefnið tekur til. Hann er fæddur og alinn upp á Húsavík og hefur búið og starfað í Noregi og Svíþjóð í mörg ár. Hann hefur rekið veitingastaðinn Brygg- argatan í Piteå í Helsingjabotni í Sví- þjóð í rúm tvö ár ásamt konu sinni, Sarah Holmquist, og félaga, Stefáni Jónssyni. Mikið af góðu hráefni Sveitarfélagið í Piteå er þátttak- andi í strandmenningarverkefninu og þegar fundað var þar borðuðu þátt- takendur á Bryggargatan og Jón Óskar var fenginn til að halda fyr- irlestur um matarhráefni þar. Lagði hann meðal annars áherslu á að mikið væri til af góðu hráefni á þessum svæðum og að menn ættu að vera stoltir af því sem þeir hefðu og nýta það betur. Hann telur að það hafi ver- ið ástæðan fyrir því að leitað var til hans um að vera sérfræðilegur ráð- gjafi við útgáfu matreiðslubókar- innar. Hlutverk hans er meðal annars að tryggja gæði hráefna og upp- skrifta og sjá um að réttirnir líti vel út á myndum. „Þetta er ákaflega gaman og við höfum fundið mikið af góðu hráefni,“ segir Jón Óskar. Hann hefur lagt áherslu á norrænt hráefni á veitinga- stað sínum en segir að hvergi sé hægt að ganga að upplýsingum um hráefni. Vonast hann til þess að bókin bæti úr því að hluta. »Sautján þátttakendur eru ístrandmenningarverkefninu, frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Orkn- eyjum, Hjaltlandseyjum og Ný- fundnalandi. »Atvinnuþróunarfélag Norður-lands vestra er í forsvari og Rögnvaldur Guðmundsson ferða- málaráðgjafi er verkefnisstjóri. »Auk AtvinnuþróunarfélagsNorðurlands vestra eru þrír ís- lenskir þátttakendur: Atvinnuþró- unarfélag Þingeyinga og Byggða- söfnin á Hnjóti í Örlygshöfn og Reykjum í Hrútafirði. Í HNOTSKURN Myndataka Jón Óskar Árnason og Friðrik Valur Karlsson, af veit- ingastaðnum Friðriki V. á Akureyri, leggja hér lokahönd á rétt fyrir myndatöku í fallegu umhverfi á Norðurlandi. Stoltir af hráefninu Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.