Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA VAR DÍSA. HÚN AFLÝSTI STEFNUMÓTINU OKKAR ÉG MAN SAMT EKKI EFTIR AÐ HAFA BOÐIÐ HENNI ÚT ÉG ÞEKKI EKKI EINU SINNI NEINA DÍSU! HÚN HEFUR VILJAÐ HAFA VAÐIÐ FYRIR NEÐAN SIG ÞAÐ ER ORÐIÐ MJÖG LANGT SÍÐAN BARN FÆDDIST Í MINNI FJÖLSKYLDU ÞAÐ ERU ENGIN SMÁBÖRN HEIMA HJÁ MÉR, HELDUR ÞÁ ER KALLI BÚINN AÐ EIGNAST SYSTUR BARA ÞETTA OFVAXNA BARN, HÉR ÞETTA ER NÝJASTA TÆKNI- UNDRIÐ VATNS- BYSSA? NEI ÞETTA ER UMBREYT- INGARBYSSAN ÓGURLEGA ÞÚ GETUR BEINT HENNI AÐ HVERJU SEM ER OG BREYTT ÞVÍ Í EÐLU. ÞAÐ ER TÖLUVERT MINNa SUBBULEGT EN AÐ SKJÓTA EINHVERN MEÐ VENJULEGRI BYSSU HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA MEÐ TÆKI SEM BÝR TIL EÐLUR? ÞAÐ ER LÍKA HÆGT AÐ BREYTA FÓLKI Í ANNAÐ. VIÐ GETUM NOTAÐ ÞETTA Á MÖMMU LÍFSPEKI MÍN ER SÚ AÐ HUGSA BARA UM EINN DAG Í EINU MÉR LÍST VEL Á ÞAÐ ÉG ER AÐ SPÁ Í AÐ HUGSA UM AÐFÁNGADAG ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR MEÐ MIG ÚT AÐ BORÐA! FORNMINJA- SAFN ÆTLARÐU EKKI AÐ HALDA UPP Á FÖSTUNA Í ÁR? NEI, ABBY MÍN. ÉG ER ORÐIN OF GÖMUL TIL HALDA SVONA BOÐ EN ÞÚ HEFUR ALLTAF HALDIÐ SVONA BOÐ EN ÉG ER OF UNG TIL AÐ VERÐA ÆTT- MÓÐIR! ÞAÐ SAGÐI ÉG LÍKA ÞEGAR MAMMA BAÐ MIG NEI, MAMMA MÍN GERÐI ÞAÐ Á UNDAN MÉR. SVO TÓK ÉG VIÐ ÉG ÆTLA AÐ KÍKJA NIÐUR Á TÖKUSTAÐ EN ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ TAKA UPP Í DAG NEI, EN ÞETTA ER TÆKIFÆRIÐ MITT TIL AÐ VERÐA STJARNA MIG LANGAR AÐ FRÆÐAST EINS MIKIÐ UM BRANSANN OG ÉG GET SÍMINN! Starfsár deilda ITC á Íslandivítt og breitt um landiðhefst í september. AnnaKristín Kjartansdóttir er þingskapaleiðari Landssamtaka ITC og ITC Jóru á Selfossi: „ITC eru þjálfunarsamtök þar sem starfið beinist fyrst og fremst að því að þjálfa félagsmenn í tjáskiptum og stjórnun. Samtökin eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem Ernestine White stofnaði árið 1938 samtök með það að markmiði að efla konur. Síðan þá hafa samtökin þróast mikið og teygt anga sína út um allan heim, og eru samtökin í dag opin báðum kynjum,“ segir Anna Kristín. „Árið 1975 barst ITC til landsins og gekk fyrst undir nafninu Málfreyjur á Íslandi, en í dag starfa innan samtakanna 10 deildir um allt land með ágætan fjölda félagsmanna.“ Anna Kristín segir það gera mörgum gott að þjálfa sig í tjáskipt- um á opinberum vettvangi: „Sem dæmi má nefna að ótrúlega margir þora varla að segja nokkurt orð ef fleiri en þrír eru samankomnir og margir eiga sömuleiðis erfitt með að tala standandi, þór þeir geti hæg- lega tjáð sig sitjandi. Stór hluti af starfi ITC felst í að hjálpa fólki að komast yfir þennan þröskuld, gera það að flinkum ræðumönnum fyrir framan hóp áheyrenda, svo það geti látið ljós sitt skína annarsstaðar en í eldhúsinu heima.“ Félagar ITC eru þjálfaðir í stjórnun, meðal annars gegnum ýmsar stöður og störf á vegum fé- lagsins: „Fólk gegnir hverju emb- ætti ekki lengur en eitt ár og geta því margir fengið að spreyta sig. Fjöldi nefnda starfar innan félags- ins og hefur hver sínu hlutverki að gegna og hver og einn félagsmaður tekur þátt í starfsemi ITC eftir eig- in hraða og óskum hverju sinni,“ segir Anna Kristín. Drögin að vetrarstarfi ITC verða mótuð hjá deildunum á næstu vik- um: „Við ætlum að byggja okkur upp fyrir veturinn og taka ákvarð- anir um þau verkefni sem tekist verður á við. Flestar deildir hafa þann háttinn á að farið er yfir hvað hver og einn hefur áhuga á að gera, hvaða þjálfun fólk hefur áhuga á að öðlast yfir veturinn, og út frá því ákveðið hvernig best er að haga starfinu.“ Þjálfunarstarfsemi ITC fer bæði fram með því að eldri félagar þjálfa yngri, og einnig eru utanaðkomandi fyrirlesarar og leiðbeinendur fengn- ir til kennslu. Anna Kristín segir ITC á Íslandi hafa hjálpað mörgum að þroska eigin hæfileika og verða að betri ræðumönnum og stjórn- endum og hafa m.a. sumir fé- lagsmanna náð frama í stjórnmálum og margir fundið hvatningu til að fara í skóla til frekara náms. Nánar má lesa um starfsemi ITC á Íslandi á heimasíðu samtakanna á slóðinni www.simnet.is/itc. Heima- síða alþjóðasamtakanna er www.itc- intl.com. Fræðsla | Vetrarstarf ITC hefst í september Góð þjálfun og félagsskapur  Anna Kristín Kjartansdóttir fæddist á Ísafirði 1956. Hún lauk verslunarprófi frá framhalds- deild Gagn- fræðaskóla Sel- foss 1981, starfaði sem bók- ari hjá bókhaldsskrifstofunni Fann- bergi 1985 til 1991 og hefur verið skrifstofustjóri Kjöríss í Hvera- gerði frá árinu 1991. Anna Kristín hefur verið meðlimur ITC síðan 1994 og m.a. gegnt stöðu forseta landssamtaka ITC á Íslandi. Anna Kristín er gift Hafsteini Rúnari Hjaltasyni vörubílstjora og eiga þau samtals fimm börn. Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Björt og falleg 86,7 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Eldhús með 4ra ára innrétt- ingu. Rúmgóð og björt stofa með suðursvölum. Nýlegt eikarparket er á gólf- um. Baðherbergi með innréttingu, baðkeri og glugga. Sólríkur og skjólgóð- ur garður. Leikvöllur innst í botnlanganum. Stutt í verslanir og Laugardalinn. Rólegur og góður staður. Gott lán fylgir. Eignin er laus við kaupsamning. Verð 18,8 millj. Arnar og Margrét taka vel á móti gestum í dag milli kl. 17 og 19. Bjalla merkt Arnar og Margrét. Teikningar á staðnum. Opið hús milli kl. 17 og 19 í dag Sæviðarsund 29 - Laus Hinn margumræddi Kevin Fed-erline, kærasti Britney Spears, mun koma fram í einu hlut- verki í sjónvarpsþættinum CSI sem sýndir eru SkjáEinum. Þátturinn verður sýndur vestanhafs í október næstkomandi. Þar mun hann leika ofbeldishneigðan og hrokafullan tán- ing sem gerir rannsóknarlöggunum lífið leitt. Verður þetta í fyrsta skipti sem að Kevin fær leikhlutverk með texta. Þá er einnig væntanleg frá honum hans fyrsta hljómplata sem ber heitið Playing with Fire. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.