Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 39
Sími 568 2444 Fax 568 2446
a
sb
yr
g
i@
a
sb
yr
g
i.
is
•
w
w
w
.a
sb
yr
g
i.
is
•
w
w
w
.h
u
s.
is
SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR
Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali
RAFN H. SKÚLASON, SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR,
ÁGÚSTA KARLSDÓTTIR RITARI.
Við erum í Félagi fasteignasala
EINBÝLI - PARHÚS - SKIPTI
Erum með ákveðinn kaupanda af 150-
200 fm nýlegu einbýlishúsi eða par-
húsi, helst á svæðum 112, 110 eða
200, í skiptum fyrir litla 4ra herb. íbúð í
Fossvoginum. Tilvalið fyrir fólk sem vill
minnka við sig eða til að auðvelda sölu
á stórri eign. Aðrar staðsetningar koma
til greina. Nánari uppl. veitir Lárus á
skrifstofu Ásbyrgis í síma 568 2444.
HAMRAVÍK - SÉRINNGANGUR
Til sölu 2ja-3ra herb. mjög falleg 88 fm
íbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýli. Íbúðin
skiptist m.a. í forstofu, þvottaherbergi,
stórt baðherbergi, hol, hjónaherbergi,
lítið herb. innaf hjónaherb., stórt eldhús
og stóra stofu. Verönd og sérlóð. Verð
18,9 millj. 36544
SUÐURGATA - LAUS STRAX
2ja herb. 71,0 fm mjög vel skipulögð
íbúð á 3ju hæð í nýlegu fjölbýlishúsi
með lyftu. Inngangur af svalagangi.
Stór stofa, stórt svefnherb., eldhús op-
ið inn í stofu, stórt baðherb. Geymsla í
kjallara og sameiginlegt þvottaherb.
Parket, flísar. Sérmerkt stæði í bíla-
geymslu. Laus strax. Verð 25,9 millj.
Tilv. 38339.
HESTHÚS - BLESAVELLIR
Til sölu gott 12 hesta hús í Andvara,
stór kaffistofa með hitakút, nýlegar inn-
réttingar og drenmottur, sérgerði.
Laust 1. september 2006. Verð 10,3
millj. Tilv. 34533.
KRISTNIBRAUT - ÚTSÝNI
Mjög vel innréttuð og falleg 130 fm 4ra
herbergja íbúð á efstu hæð í nýlegu og
góðu fjölbýli. Eignin skiptist í hol, eldhús,
baðherbergi, stofu og 3 svefnherbergi.
Ljós eik í öllum innréttingum. Vönduð og
góð gólfefni. Glæsilegt útsýni. Þetta er
eign sem enginn má láta fram hjá sér
fara. Verð 35,8 millj. Tilv. 37741
KJARRHÓLMI - NÝTT
Vorum að fá í sölu 75 fm 3ja herbergja
íbúð á þessum eftirsótta stað. Eignin
skiptist í hol, eldhús, stofu, þvottahús
innan íbúðar, baðherb. og 2 svefnher-
bergi. Glæsileg eign á frábærum stað.
Gott útsýni. Verð 18,5 millj. tilv. 38517
FRÓÐENGI - LAUS
Vorum að fá í sölu mjög fallega og
rúmgóða 3ja herb. 102,8 fm íbúð á 2.
hæð í góðu fjölbýlishúsi. Eignin skiptist
m.a. í 2 góð svefnherbergi, baðher-
bergi, gott eldhús og rúmgóða stofu,
góðar suðursvalir, parket og flísar á
gólfum. Verð 20,9 millj. Tilvnr. 38722
ARNARHRAUN - TVÍBÝLI
Vorum að fá í sölu góða 160 fm íbúð á 2
hæðum í góðu tvíbýli ásamt 45 fm bílskúr,
alls 205 fm, á frábærum stað í Hafnarfirði.
Skipting eignar: Forstofa, hol, eldhús,
stofa/borðstofa, þvottahús, 2 baðherbergi
og 4 svefnherbergi ásamt stórum og góð-
um bílskúr. Þetta er falleg og mikið endur-
nýjuð eign á besta stað í Hafnarfirðinum
og því ljóst að það verða færri sem fá en
vilja. Verð 39, millj. Tilvnr. 38705.
BARÐASTAÐIR - LAUS STRAX
3ja herb. 95,6 fm vel skipulögð íbúð á
jarðhæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist
m.a. í hol, tvö góð svefnherb., stóra stofu,
eldhús með borðkrók, baðherbergi og
þvottaherb. innaf baði. Sérverönd. Laus
strax. Verð 20,5 millj. Tilvnr. 38730
FROSTAFOLD - MEÐ BÍLSKÝLI
Mjög falleg mikið endurnýjuð 3ja herb.
95,6 fm íbúð með sérinngangi á 3ju hæð í
góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í for-
stofu, hol, 2 góð svefnherb., eldhús með
borðkrók og stóra stofu. Nýtt baðher-
bergi, nýjar hurðir, nýjar flísar á forstofu,
hol og eldhúsi. Stórar suðursvalir. Frábært
útsýni, Stæði í bílageymslu. Verð 23,5
millj. Tilvnr. 38724.
LAUFVANGUR - 4 SVEFNHERB.
Mjög góð 5 herb. 134,5 fm vel skipulögð
íbúð á 1. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi.
Íbúðin skiptist m.a. í 4 góð svefnherb.,
stofu, sjónvarpshol, baðherb., þvotta-
herb. innan íbúðar og stórt eldhús. Stórar
suðursvalir. Í kjallara eru tvær geymslur.
Ákveðin sala. Verð 26,5 millj.
RAUÐHAMRAR - BÍLSKÚR
Mjög falleg 4ra herb. 108,3 fm íbúð á 2.
hæð í góðu fjölbýlishúsi, auk 20,2 fm bíl-
skúrs. Íbúðin skiptist m.a. í 3 góð svefn-
herb., mjög stóra stofu, eldhús með borð-
krók og þvottaherb. innan íbúðar. Stórar
suðursvalir, frábært útsýni. Fullbúinn bíl-
skúr. Verð 26,7 millj.
RÁNARGATA - MIKIÐ ENDURNÝJUÐ
Mjög góð 3ja herbergja 81,6 fm íbúð í þrí-
býli á þessum eftirsótta stað. Eignin er öll
ný standsett. Eignin skiptist í hol, eldhús,
3 herbergi sem geta verið 2 svefnherbergi
og stofa eða 1 svefnherbergi og 2 stofur,
bað og 2 sérgeymslur í kjallara. Parket á
gólfum, nema á baði sem er með flísum.
Vönduð og góð eign sem vert er að
skoða. Verð 20,9 millj. Áhv 15 millj. í hag-
stæðum lánum með 4,15% vöxtum.
SNÆLAND - VIÐ FOSSVOGINN
Vorum að fá í sölu góða 97 fm íbúð í litlu
fjölbýli á þessu eftirsótta stað í hjarta
Fossvogsins. Eignin skiptist í forstofu,
eldhús, bað, stofu og 3 svefnherbergi.
Þetta er eign á besta og skjólríkasta stað
borgarinnar og því mjög eftirsótt. Verð
24,5 millj. Tilv. 38556.
SUMARHÚS - ÚTHLÍÐ
Til sölu nýtt, glæsil. og vandað 120 fm
sumarhús á einni hæð, sem skiptist í forst.,
geymslu, baðherb., stórt eldhús og borð-
stofu, stóra stofu, stórt hjónaherb. með
sérbaði innaf og 2 stór herb. Húsið selst
fullbúið að öllu leyti með vönduðum inn-
rétt., flísalögðum baðherb. og parketi og
flísum á gólfi. Pallur verður fullfrág. með
heitum potti. Húsið er staðsett á frábærum
útsýnisstað í Úthlíð þar sem öll þjónusta er
til staðar. Arkitekt Helgi Hjálmarsson. Húsið
er til afhendingar fljótlega. Tilvnr. 38417.
GARÐHÚS - NÝTT
Vorum að fá í sölu góða 4ra-5 herb. 132,2
fm íbúð ásamt 26,2 fm bílskúr í Grafar-
voginum. Eignin er á jaðrhæð, með sér-
inngangi í litlu fjölbýli. Þvottahús og
geymsla innan íbúðar. Parket og flísar á
gólfum. Stór og góð herbergi. Baðher-
bergi allt ný uppgert. Svefnherbergi eru
skv. teikningu 3 en rými sem ætlað er
sem geymsla er nýtt sem barnaherbergi í
dag. Bílskúr fullbúinn. Stutt í alla þjónustu.
Verð 34,3 millj.
EINS og kunnugt er féll Bach í
gleymsku eftir dauða sinn og var
það ekki fyrr en um hundrað árum
síðar að Felix Mendelssohn upp-
götvaði hann. Það var þó ekki bara
Mendelssohn, sellósnillingurinn
Pablo Casals á t.d. heiðurinn af því
að hafa uppgötvað sellósvíturnar,
því áður en hann kom til sögunnar
var bara litið á svíturnar sem
fremur ómerkilegar stílæfingar.
Casals rakst á svíturnar í forn-
bókabúð þegar hann var þrettán
ára, og skildi strax hvílíkir dýr-
gripir þær voru. Eftir að hann fór
að leika þær opinberlega tóku aðr-
ir við sér, og í dag er varla til sá
sellóleikari sem ekki hefur ein-
hverntímann reynt við þær. Þeir
eru þó fáir sem geta flutt þær svo
vel þyki, enda eru þær erfiðar
mjög, bæði tæknilega og í túlkun.
Casals sjálfur æfði þær á hverjum
degi í tólf ár áður en hann flutti
þær fyrst á tónleikum.
Svítur nr. 2 og 6 voru á efnis-
skránni á tónleikum í Sigurjóns-
safni á þriðjudagskvöldið. Margrét
Árnadóttir heitir ungur sellóleikari
sem er nýútskrifuð úr Juilliard
tónlistarskólanum í New York og
lék hún þessi mögnuðu verk.
Margt var einstaklega vel gert hjá
henni; stór hluti fyrri svítunnar
var gæddur þeirri alvöru og tær-
leika sem tónlistin krefst og var
unaðslegt á að hlýða. Auðheyrilega
er Margrét nú þegar afburðaselló-
leikari.
Vissulega skortir enn upp á
reynsluna; stundum var eins og
Margrét missti að nokkru einbeit-
inguna, en hún náði sér alltaf á
strik aftur. Sjálfsagt á hún eftir að
leika þessar svítur alla sína ævi og
ná stöðugt betra valdi á þeim. Með
aukinni leikni kemur meira frelsi;
þá er síður hætta á að eðlilegt
flæði tónlistarinnar truflist. Á tón-
leikunum var sumt í túlkuninni
ögn varfærnislegt, eins og prelú-
díuþátturinn í seinni svítunni, sem
var ekki nægilega eðlilegur; og ga-
vottukaflinn, sem var dálítið þung-
lamalegur. En maður fann að rétta
hugsunin lá að baki.
Spennandi verður að fylgjast
með Margréti í framtíðinni og
gaman væri að fá að heyra hana
spila fleira en Bach.
Dýrgripir eftir Bach
TÓNLIST
Sigurjónssafn
Bach: Einleikssvítur nr. 2 í d-moll og nr. 6
í D-dúr fyrir selló í flutningi Margrétar
Árnadóttur. Þriðjudagur 22. ágúst.
Sellótónleikar
Jónas Sen