Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691122
mbl.is: netfrett@mbl.is
N 10–13 m/s.
Súld eða rigning á
N- og A-landi,
þurrt og léttir til
s-lands. Skýjað og úrkomu-
lítið annars staðar. » 8
Heitast Kaldast
13°C 4°C
ENDURSKOÐAÐ áhættumat vegna mannvirkja
Kárahnjúkavirkjunar var kynnt á stjórnarfundi
Landsvirkjunar í gær og kemur þar fram að
áhætta sé ekki meiri en áður var talið og innan
viðunandi marka. Einnig segir þar að afar ólík-
legt sé að stíflur á Kárahnjúkasvæðinu bresti.
„Menn geta haft mismunandi skoðanir á þessu
verkefni í heild, en ég veit að ég tala fyrir hönd
fleiri stjórnarmanna þegar ég segi að okkur hef-
ur ekki þótt gott að sitja undir því að hætta lífi
þeirra sem búa í nágrenni við þessa stíflu. Ég tel
að með þessu hafi verið algerlega sýnt fram á að
svo er ekki,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir að
ekkert nýtt hafi komið fram í endurskoðuðu mati
en að stjórn Landsvirkjunar hafi lagt áherslu á
að allrar varúðar sé gætt.
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann
matið og kemur þar fram að enginn einn atburð-
ur geti orðið til þess að ein af stíflunum rofni,
heldur þurfi að koma til röð ólíklegra atburða
sem tengjast eða gerast samhliða.
Gert er ráð fyrir því að stíflurnar þoli leka,
jarðskjálftaálag og stærstu möguleg flóð vegna
úrkomu eða leysinga án þess að rofna. Ef hins
vegar kemur til rofs í eina eða fleiri stíflur á
Kárahnjúkasvæðinu sé ljóst að áhrifin yrðu mjög
alvarleg, bæði á líf fólks og umhverfið á mögu-
legu flóðasvæði. Einnig yrðu áhrifin alvarleg á
rekstur Landsvirkjunar, Alcoa Fjarðaáls og
þjóðarbúið í heild.
Tillaga um óháðan hóp felld
Álfheiður Ingadóttir, stjórnarmaður í Lands-
virkjun, flutti á stjórnarfundinum tillögu um að
óháður hópur jarðvísindamanna og verkfræðinga
kynni sér hvað fór úrskeiðis við fyllingu lóna við
Campos Novos-stífluna í Brasilíu og Mohale-
stífluna í Leshoto. Tillagan hlaut ekki stuðning
stjórnarinnar. Álfheiður telur að hið nýja
áhættumat varðandi Kárahnjúkastíflu sé ekki
trúverðugt enda hafi það verið algjörlega í hönd-
um sömu einstaklinga og fyrirtækja og bæði
hanni og hafi eftirlit með framkvæmdum á virkj-
anasvæðinu.
Endurskoðað áhættumat Kárahnjúkavirkjunar kynnt stjórn Landsvirkjunar
Afar ólíklegt að stíflur bresti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhættan innan marka | 6
Eftir Brján Jónasson og Árna Helgason
STÚLKA um tvítugt lést í umferð-
arslysi á fimmta tímanum á Eiða-
vegi, skammt utan Egilsstaða, í gær-
dag.
Hún var ökumaður fólksbíls sem
ekið var eftir veginum en bifreiðin
rakst á sorphirðubifreið sem kom úr
gagnstæðri átt. Áreksturinn var sér-
lega harður, höfnuðu báðar bifreið-
arnar utan vegar og var veginum
lokað og engum hleypt nær en um
100 metra frá slysstaðnum í um
þrjár klukkustundir.
Allt tiltækt lið sjúkraflutninga-
manna og lögreglu var kallað á vett-
vang. Stúlkan var flutt á Heilbrigð-
isstofnun Austurlands þar sem hún
lést. Ökumaður sorphirðubifreiða-
rinnar slapp hins vegar án teljandi
meiðsla og fékk að fara heim að lok-
inni læknisskoðun.
Tildrög slyssins eru ekki að fullu
kunn en lögreglan á Egilsstöðum
ásamt rannsóknarnefnd umferðar-
slysa fer með rannsókn málsins.
Ekki er hægt að greina frá nafni
stúlkunnar að svo stöddu.
Þetta er áttunda banaslysið í um-
ferðinni í ágústmánuði og hið
nítjánda það sem af er árinu – það
eru jafnmörg banaslys í umferðinni
og á öllu síðasta ári. Á árunum 2003
og 2004 urðu 23 banaslys í umferð-
inni á hvoru ári hér á landi en á árinu
2002 létust hins vegar 29 einstak-
lingar í umferðarslysum.
19 látnir í umferðinni á árinu eða jafnmargir og allt árið í fyrra
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vettvangur Nítjánda banaslysið í umferðinni á þessu ári varð í gærdag skammt frá Egilsstöðum.
Banaslys á Eiðavegi
!!!
"#
"
#
#
#
$
HAGNAÐUR umfram ávöxtunarkröfu af Kára-
hnjúkavirkjun verður 2,2 milljörðum króna
minni en upphaflega var áætlað. Þetta kemur
fram í nýju arðsemismati Kárahnjúkavirkjunar
sem fjallað var um á stjórnarfundi Landsvirkj-
unar (LV) í gær.
„Það var kynnt nýtt arðsemismat út frá
stöðu verksins eins og það er í dag. Það voru
teknar inn nýjar forsendur, við setjum inn
byggingarkostnaðinn eins og við vitum hann
réttastan núna, það eru settar inn nýjar for-
sendur út frá álverði og gengi dollarans,“ segir
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður
LV.
LV miðaði við 11% ávöxtunarkröfu á eigið fé
í upphaflegu arðsemismati, og þar var gert ráð
fyrir að arðsemin yrði 1,8 prósentustig yfir
þeirri kröfu, eða 12,8%. Í nýju arðsemismati
hefur hlutfallið lækkað í 11,9%. Hagnaður af
verkefninu umfram arðsemiskröfuna yrði sam-
kvæmt því 4,3 milljarðar króna í stað 6,5 millj-
arða áður, segir Jóhannes.
Áætlaður hagn-
aður LV lækkar
um 2,2 milljarða
HÉÐINN Steingrímsson og Hannes
Hlífar Stefánsson munu í dag tefla
úrslitaeinvígið á Íslandsmótinu í
skák á heimsmeistaraborði Fisch-
ers og Spasskís frá 1972. Einvíg-
isborðið fer síðan í næstu viku utan
til alþjóðlegra sýninga í Þýskalandi
en það verður til sýnis í Bonn næstu
mánuði á viðamikilli sýningu sem
helguð er skák og stjórnmálum.
Hefur aðeins verið leyft að tefla við
borðið við sérstök tilefni. Hannes
Hlífar og Héðinn eru báðir fyrrver-
andi heimsmeistarar í skák í sínum
aldursflokki og þykir mörgum við
hæfi að þeir tefli á borðinu. Fer úr-
slitaeinvígið fram klukkan fimm
síðdegis í dag í húsnæði Orkuveitu
Reykjavíkur og mun Helgi Ólafsson
stórmeistari sjá um skákskýringar
á staðnum.
Úrslitaein-
vígi á borði
Fischers og
Spasskís
MIKIL hætta er nú á faraldri sitka-
lúsar á ákveðnum svæðum á landinu.
Getur lúsin valdið töluverðum
skemmdum á sitkagrenitrjám.
Undanfarnar vikur hafa starfs-
menn Skógræktar ríkisins kannað
stofnstærð sitkalúsar víðs vegar um
landið. Guðmundur Halldórsson,
skordýrafræðingur hjá Skógrækt
ríkisins, segir að eins og menn hafi
spáð sé mikið af sitkalús á vissum
svæðum. „Uppsveitir Suðurlands
munu líklega sleppa og einnig svæðið
við Borgarfjörð. Hins vegar er hætta
á haustfaraldri á Reykjanesi, í
Reykjavík, á Hvalfjarðarsvæðinu, í
Borgarnesi og á hluta Vestfjarða.“ Á
þessum svæðum er mikið um sitkalús
og töluverðar skemmdir farnar að
sjást nú þegar á trjám, t.a.m. í
Reykjavík. „Lúsin er ekki farin á fullt
skrið ennþá en fjölgun hennar er
helst á vorin og á haustin. Núna getur
stofninn tífaldast á skömmum tíma.“
Sitkalúsin leggst eingöngu á greni-
tré og drekkur vökva úr æðakerfi
trésins með því að stinga í nálar þess.
„Trén framleiða eiturefni til að sótt-
hreinsa stungur og sár. Það virðist
vera sem sitkalúsin valdi rosalega
miklum viðbrögðum hjá trjánum og
þau drepa ekki bara örverurnar held-
ur alla nálina. Í raun ekki ósvipað of-
næmisviðbrögðum,“ segir Guð-
mundur. Eitrunin lýsir sér á þann
hátt að nálar gulna og krónur verða
brúnar og detta jafnvel af. Þetta get-
ur tekið töluverðan tíma en Guð-
mundur segir afar sjaldgæft að tré
deyi vegna sitkalúsar. Garðeigendur
geta enn brugðist við og segir Guð-
mundur oft nægja að úða fyrsta tréð
sem verður fyrir lúsinni.
Hætta á sitkalúsafar-
aldri á vissum svæðum
»Sitkalús leggstá grenitré. Trén
bregðast svo harka-
lega við biti lús-
arinnar að þau
drepa eigin nálar.
»Allt stefnir í að sitkalúsa-faraldur muni koma upp í
Reykjavík, á Reykjanesi, Hvalfjarð-
arsvæðinu, í Borgarnesi og á hluta
Vestfjarða.
Í HNOTSKURN
TINNA Gunnlaugsdóttir þjóðleik-
hússtjóri segir vetrardagskrá leik-
hússins blómlega. Hins vegar sé ljóst
að þörf sé á þriðja áfanganum í end-
urnýjun við Þjóðleikhúsið, fyrir utan
lagfæringar sem búið er að gera inn-
anhúss og núverandi viðgerðir að ut-
an. Vegna þrengsla vantar viðbygg-
ingu til austurs og endurnýjun á
tæknisviði. Bráðabirgðaskýrsla
þýskra leikhússérfræðinga á þessum
þáttum er svartari en Tinna átti von
á, sem segir að aðstaðan sé farin að
nálgast hættumörk.
Svört skýrsla um að-
stöðu Þjóðleikhússins
Svört skýrsla | 17