Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 3

Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 3
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar Í kvöld klukkan 22.00 getum við slökkt ljósin og opnað leiðina til stjarnanna. Lengi hefur birta borgarljósanna takmarkað sýn okkar inn í dýpt himinsins. En í einn hálftíma slokkna götuljósin, við teygjum okkur í rofana, heimilin myrkvast, við förum út og sjáum opnunarsýningu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík: sjáum stjörnurnar lifna á himninum. Myrkvun borgarinnar er einstakur atburður sem við hvetjum alla til að taka þátt í að skapa. Öll götuljós á höfuðborgarsvæðinu frá Reykjanesbæ og upp á Akranes verða slökkt klukkan 22.00 og kveikt aftur klukkan 22.30. Umferðarljós verða að sjálfsögðu í gangi og lögreglan verður með sérstaka vakt vegna atburðarins. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur lýsir því sem fyrir augum ber beint á Rás 2. Og til að ná hámarksáhrifum þarft þú að vera með, slökkva ljósin á þínu heimili eða vinnustað og koma síðan út og njóta stjarnanna með okkur. Vertu með. Slökkvum ljósin. Opnum augun. Horfum á stjörnurnar. Saman. í kvöld kl. 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.