Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „REKSTRARAFKOMA sveitarfé- laga var betri á síðasta ári en mörg undanfarin ár. Mörg sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafa notið þenslunnar og uppsveifl- unnar í hagkerfinu en önnur ekki. Þrátt fyrir það er afkoma sveitarfé- laganna almennt slæm og ljóst að nauðsynlegt er að styrkja tekju- stofna þeirra frá því sem nú er. Rík- isvaldið verður að viðurkenna þá staðreynd að ekki er hægt að ýta yfir á sveitarfélögin verkefnum án þess að þeim fylgi nægjanlegir fjármun- ir,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, í setningarræðu landsþings sambandsins á Akureyri í gær. Viðbótarframlag fest í sessi Vilhjálmur gerði að umtalsefni endurskoðun sem stendur yfir á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sagði verulegan hluta tekna sjóðsins renna til sérstakra verkefna sem honum hafa verið falin en ekki til beinna jöfnunargreiðslna, og við end- urskoðun reglnanna verði að líta til þess að ekki verði séð fram á skjótan bata í rekstri þeirra sveitarfélaga sem samtals fá 700 milljóna króna viðbótarframlag, tímabundið í þrjú ár frá 2006–2008, en þar er um að ræða þau sveitarfélög sem eiga í mestum fjárhagslegum erfiðleikum vegna íbúafækkunar og vegna þess að útsvarsstofn hefur ekki fylgt með- alhækkun launavísitölu. „Einsýnt virðist að festa verður hliðstætt framlag varanlega í sessi, ef þessi umræddu sveitarfélög eiga að geta sinnt hlutverki sínu,“ sagði for- maðurinn. Þegar Vilhjálmur ræddi frekar um tekjustofna sveitarfélaga benti hann á hve einkahlutafélögum hefur fjölg- að gríðarlega á undanförnum árum. Árið 2004 fór fjöldi þeirra í fyrsta sinn yfir 20.000 „og á miðju þessu ári eru þau um 25.600. Enn hraðari þró- un hefur orðið í greiðslu fjármagns- tekjuskatts. Á árinu 2003 námu tekjur ríkisins af þeim skatti um 9 milljörðum króna en 2005 voru þær um 21,7 milljarðar króna. Á því ári höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjár- magnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiða því ekkert útsvar.“ Hann sagði Sam- bandið ítrekað hafa vakið athygli á því, að þessar breytingar hefðu leitt til skerðingar á tekjum sveitarfélag- anna en aukið tekjur ríkissjóðs, og að þær samræmdust ekki því sjónar- miði að jafnræði þyrfti að vera í skattgreiðslum einstaklinganna til að fjármagna opinbera samfélagsþjón- ustu – bæði ríkis og sveitarfélaga. „Þróunin hefur leitt til þess að vax- andi fjöldi einstaklinga með miklar tekjur greiðir lítið og í sumum tilfell- um ekkert til þeirrar samfélagsþjón- ustu sem sveitarfélögin veita, þótt þeir njóti hennar með ýmsum hætti, ekki síður en aðrir. Það er því eðlileg krafa sveitarfélaganna að þau fái ákveðna hlutdeild í fjármagnstekju- skattinum.“ Vilhjálmur sagði sveitarstjórnar- stigið gegna þýðingarmeira hlut- verki og hafa fleiri verkefni með höndum en áður. „Ábyrgð sveitarfé- laganna er mikil í þjóðhagslegu tilliti og þeirri ábyrgð verða sveitarfélögin að rísa undir til að sveitarstjórnar- stigið í landinu eflist enn frekar, fái í sínar hendur fleiri verkefni og aukna hlutdeild í opinberri starfsemi, til hagsbóta fyrir land og lýð,“ sagði hann. Formaðurinn rifjaði upp að í 16 ár hefur staðið yfir mikil umræða um stækkun og eflingu sveitarfélaganna en þrátt fyrir að ekki hafi náðst sá ár- angur sem að var stefnt hafi umræð- an um hlutverk og stöðu sveitarfélag- anna og einnig ýmsar aðrar breytingar, eins og flutningur grunn- skólans til sveitarfélaganna á árinu 1996, leitt til mikillar fækkunar sveit- arfélaga. „Á þessum 16 árum hefur sveitar- félögunum þannig fækkað úr 204 í 79, eða um 125 sveitarfélög. Það er eft- irtektarverður árangur í ljósi þess að framundir 1990 hafði sveitarfélögun- um fækkað óverulega. Sveitarstjórn- arstigið hefur styrkst, til hafa orðið fleiri sterk sveitarfélög og óhætt er að fullyrða að þjónusta þeirra sveit- arfélaga við íbúana er meiri, almenn- ari og jafnari en áður.“ Afkoman almennt slæm Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það eðlilega kröfu að sveitarfélög fái hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölmenn samkoma Alls eiga 184 fulltrúar 79 sveitarfélaga rétt til setu á landsþinginu ásamt fráfarandi stjórn- armönnum sambandsins, formönnum og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þingið sett Vilhjálmur Vilhjálms- son flytur setningarræðu þingsins. KRISTJÁN Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi og forseti bæj- arstjórnar Álfta- ness, gefur kost á sér í eitt af efstu sætum í próf- kjöri Samfylk- ingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Kristján hefur starfað lengi að sveitarstjórn- armálum á Álftanesi en áður í Kópavogi. Hann hefur starfað í ára- tugi í stjórnum innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar og einnig að flugmálum, en hann er formaður Svifflugfélags Íslands. Kristján er 48 ára, löggiltur raf- verktaki og rekur eigið rafverk- takafyrirtæki. Hann segir í fréttatilkynningu að þörf sé á að setja saman öflugan og sigurstranglegan lista Samfylking- arinnar til að ná því markmiði að flokkurinn setjist í ríkisstjórn að kosningum loknum. Gefur kost á sér í Suðvest- urkjördæmi Kristján Sveinbjörnsson GUNNAR Axel Axelsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi hinn 4. nóvember næstkomandi. Í prófkjörinu sæk- ist hann eftir stuðningi í 4.–5. sæti. Gunnar Axel fæddist í Hafn- arfirði 3. apríl 1975 og er þar uppalinn og bú- settur í dag. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2003 og hóf sama ár meistaranám við Við- skiptaháskólann í Árósum. Frá árinu 2005 hefur hann starfað sem sérfræðingur í launa- og kjara- málum hjá Hagstofu Íslands. Auk þess sem hann hefur lokið sveins- prófi í framreiðslu frá Hótel- og matvælaskóla Íslands. Stefnir á 4.–5. sæti í SV-kjördæmi Gunnar Axel Axelsson FORVARNARDAGURINN er hald- inn í dag í fyrsta skipti. Dagskrá helguð verkefninu verður í öllum 9. bekkjum grunnskóla landsins. Í skipulagningu dagskrár, sem fer fram fyrir hádegi, taka þátt, auk kennara og nemenda, fulltrúar íþrótta- og æskulýðshreyfinga sem kynna starfsemi sína og taka þátt í verkefnavinnu. Sýnt verður mynd- band þar sem fram koma, auk ung- linga, þjóðþekktir einstaklingar, sem flytja ungmennum boðskap, þrjú heillaráð sem duga vel til að verjast fíkniefnum. Svokölluð heillaráð hafa verið send inn á öll heimili í landinu. Þar segir: Verjum sem mestum tíma saman. Klukkutíma samvera foreldra og barna á hverjum degi getur ráðið úrslitum. Hvetjum börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Okkar stuðningur skiptir sköpum. Því lengur sem unglingar snið- ganga áfengi því ólíklegra er að þeir ánetjist fíkniefnum. Hvert ár skiptir máli. Unnið verður úr niðurstöðum á næstu vikum og þær birtar á heimasíðu verkefnisins: www.for- varnardagur.is Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í sam- starfi við Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands, Ungmennafélag Ís- lands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Forvarnardagur í grunnskólum SIV Friðleifsdóttir heilbrigð- isráðherra átti sl. mánudag fund með heilbrigðisráðherra Banda- ríkjanna, Michael Leavitt, í Wash- ington. Fundinn sátu einnig Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri, Ragnheiður Haraldsdóttir skrif- stofustjóri og Helgi Ágústsson sendiherra. Á fundinum var rætt um þau heil- brigðismál sem eru til umræðu á vettvangi Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar(WHO). Einn- ig var rætt um samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði heilbrigð- ismála s.s. samstarf á sviði hjarta- rannsókna, psoriasismeðferð í Bláa Lóninu og málefni er varða erfða- rannsóknir. Á fundinum bauð heilbrigð- isráðherra Michale Leavitt í heim- sókn til Íslands til frekari viðræðna um samstarf á sviði heilbrigð- ismála. Ræddu samstarf á sviði heilbrigðismála Heilbrigðismál Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra bauð Michael Leav- itt, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands til frekari viðræðna. DR. JAKOB Sigurðs- son efnafræðingur lést í gær, 90 ára að aldri, en hann var fæddur á bænum Veðramóti í Skarðshreppi í Skaga- fjarðarsýslu, er nefnist nú Skagafjörður, hinn 15. febrúar 1916. For- eldrar hans voru Sig- urður Árni Björnsson, bóndi á Veðramóti og síðar framfærslu- fulltrúi í Reykjavík, og Sigurbjörg Guðmunds- dóttir. Jakob lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1936 og BA-prófi í efnafræði frá Háskólanum í To- ronto í Kanada árið 1940. Ári síðar lauk hann mastersprófi í lífefna- fræði frá Dalhousie-háskólanum í Kanada og doktorsprófi í matvæla- verkfræði frá Massachusetts Insti- tute of technology (MIT) í Banda- ríkjunum árið 1944. Að námi loknu og til ársins 1946 starfaði Jakob sem verkfræðingur hjá fiskimálanefnd við skipulagn- ingu verksmiðja og fiskiðjuvera en vann á sama tíma að tilraunum með niðursuðu á síld á Siglufirði, og skipulagði á þeim grundvelli hraðvirka verksmiðju. Var Jakobi m.a. falið að sjá um byggingu og vélbún- að verksmiðjunnar og skipaður formaður stjórnar Niðursuðu- verksmiðju ríkisins á Siglufirði árið 1946. Jakob var fram- kvæmdastjóri Fisk- iðjuvers ríkisins frá stofnun þess árið 1947 til ársins 1959. Þá stofnaði hann ásamt fleirum fisk- vinnslu og útgerðar- félagið Sjófang hf. og starfaði sem fram- kvæmdastjóri þess til ársins 1991. Árið 1966 stofnaði að auki, ásamt fleirum, Stjörnumjöl hf. Jakob sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var hann t.a.m. formaður stjórnar Útvegsmanna- félags Reykjavíkur frá 1977 til 1989 og sat í stjórn Landssam- bands íslenskra útvegsmanna frá 1979 til 1989. Árið 1971 stofnaði hann ásamt fleirum fyrirtækið Sameinaðir framleiðendur til út- flutnings á skreið og var formaður þess frá stofnun þar til það hætti rekstri árið 1991. Eftirlifandi kona Jakobs er Katrín Sigríður Sívertsen og eign- uðust þau þrjú börn. Andlát Dr. Jakob Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.