Morgunblaðið - 28.09.2006, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sydney. AFP. | Vatnslindir í Ástralíu
eru að þorna upp og verði ekki
veruleg breyting á veðurfarinu á
næstunni má búast við alvarlegum
og vaxandi áföllum í efnahagslífinu.
Vegna þessa hefur verið komið á
sérstöku ráðuneyti vatnsmála í
landinu.
Sérfræðingar stjórnvalda segja,
að raunar hafi verið búið að spá fyr-
ir um þessa þróun, vaxandi þurrka
og uppskerubrest, en þó ekki fyrr
en um miðja þessa öld.
„Öll líkön, sem við höfum verið að
vinna með, bentu til, að þetta myndi
gerast um 2050 en þróunin virðist
vera miklu hraðari,“ sagði Peter
Cullen, kunnur sérfræðingur í
vatnsbúskap. Sagði hann, að hugs-
anlegt væri, að þurrkarnir væru
bein afleiðing loftslagsbreytinga eða
gerðu afleiðingar breytinganna
verri en ella.
„Þurrkurinn mikli“
Fyrir skömmu var Al Gore, fyrr-
verandi varaforseti Bandaríkjanna,
í Ástralíu til að vekja athygli á vax-
andi umhverfisvanda og sagði þá,
að áhrifa aukinnar mengunar sæi
stað í Ástralíu. John Howard for-
sætisráðherra vísaði hins vegar á
bug þeirri fullyrðingu Gores, að
gróðurhúsaástandið ætti sök á
þurrkunum og hann vildi ekki sjá
mynd Gores, „Óþægilegan sann-
leik“.
„Þurrkurinn mikli“, sem svo er
kallaður, hefur nú þegar kostað
ástralskan landbúnað um 270 millj-
arða ísl. kr. og stjórnmálamenn
brugðu á það óvanalega ráð í síð-
asta mánuði og biðja presta að efna
til sérstakrar bænastundar í
kirkjum landsins og biðja fyrir
regni.
Ástralska veðurstofan spáir því,
að þurrkarnir í austurhluta landsins
eigi eftir að versna enn á næstu
þremur mánuðum og CSIRO, vís-
indastofnun ríkisins, spáir því, að
meðalhiti í landinu muni hækka um
tvær celsíusgráður fram til 2030 og
um sex gráður til 2070.
Eru þessar spár í líkingu við það,
sem fram kemur í skýrslu frá
James Hansen hjá Goddard-
stofnuninni á vegum NASA, banda-
rísku geimvísindastofnunarinnar, en
hann segir, að líklega hafi ekki ver-
ið hlýrra á jörðinni í eina milljón
ára. Segir hann, að hækki hitinn um
tvær til þrjár gráður að auki, muni
það hafa gífurlegar afleiðingar og í
raun breyta öllum aðstæðum á jörð-
inni frá því, sem við höfum þekkt.
Langvarandi þurrkar og
vatnsskortur í Ástralíu
Reuters
Dýrt Nautgriparækt er mikil í Ástralíu en nú er gróður víða sviðinn af þurrki
og þess vegna verður að fóðra gripina heima við með ærnum tilkostnaði.
Í HNOTSKURN
» Ástralía er stórt land,rúmlega 7,7 milljónir km²,
og afar strjálbýlt, íbúarnir
ekki nema innan við 21 millj-
ón.
» Veðurfar er með ýmsumóti í Eyjaálfu en stór
hluti landsins er hálfgerð eyði-
mörk.
» Í Ástralíu er ekki mikiðum stórar ár en tvær þær
stærstu eru Murray og Dar-
ling. Stór hluti af vatninu úr
þeim er notaður í landbúnaði,
sem er þó ekki nema 3% af
landsframleiðslu.
KARLMAÐUR í Sarajevo talar í
farsíma undir stórum vegg-
spjöldum með kosningaáróðri.
Þingkosningar verða í Bosníu-
Herzegóvínu á sunnudag. Ákveðið
hefur verið að svonefndur aðal-
fulltrúi alþjóðasamfélagsins, sem í
reynd hefur ráðið mestu í landinu,
hverfi þaðan 2007. Þá taka inn-
lendir stjórnmálamenn við stjórn.
AP
Hvern ætti ég
annars að kjósa?
BERTIE Ahern,
forsætisráðherra
Írlands, hefur
viðurkennt að
hann þáði sem
samsvarar 50.000
evrum, ríflega
fjórar milljónir
ísl. króna, sem
gjöf frá vinum
sínum 1993 og
1994 en hann var þá fjármálaráð-
herra á Írlandi. Peningana notaði
Ahern til að greiða kostnað sem féll
til er hann skildi við konu sína, Miri-
am.
Stjórnarandstaðan á Írlandi hefur
gert harða hríð að Ahern vegna
þessa máls síðustu dagana en tals-
menn hennar segja út í hött af Ahern
að segja, að þessar greiðslur hafi
ekki gert hann skuldbundinn gef-
endunum. Ahern lagði hins vegar
áherslu á það í viðtali við írska sjón-
varpið, RTÉ, í fyrrakvöld að hér
hefði verið um persónulega vini hans
að ræða, ekki ókunnuga viðskipta-
menn sem mögulega hefðu viljað
njóta pólitískrar velvildar í kjölfarið.
„Ég hef ekki brotið nein lög. Ég
hef engar siðareglur rofið. Ég hef
ekki gerst brotlegur við skattalög-
gjöf,“ sagði Ahern sem hefur verið
forsætisráðherra á Írlandi í tveggja
flokka samsteypustjórn frá því í maí
1997. Ljóst er að mál þetta gæti haft
áhrif á niðurstöðu kosninga, sem
fara fram í síðasta lagi í maí 2007.
„Viljum ekki peningana“
Fram kom í viðtalinu við Ahern að
hann hefði heitið vinum sínum því að
greiða þeim að fullu aftur, en að þeir
hefðu neitað að taka við peningun-
um. Um vinargreiða hefði verið að
ræða. „Við þurfum ekki þessa pen-
inga og viljum þá ekki,“ hafði The Ir-
ish Independent eftir einum vina
Aherns, kráareigandanum Charlie
Chawke, í gær. „Ef hann vill skila
peningunum í nafni pólitískrar rétt-
sýni þá unum við því, en við þurfum
þá ekki,“ bætti hann við.
Ahern segist
engin lög
hafa brotið
Þáði peninga er hann
átti í erfiðleikum 1993
Bertie Ahern
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
TALSMENN Sameinuðu þjóðanna
hvetja alþjóðasamfélagið til að
þrýsta á Ísraela um að aflétta þeirri
einangrun sem Palestínumenn á
Gaza og Vesturbakkanum búa við.
„Samgöngubannið veldur því að
hvorki fólk né varningur berst og
flóttafólkið [á hernumdu svæðunum]
getur ekki fengið þá þjónustu sem
það þarf á að halda,“ sagði yfirmaður
aðstoðar SÞ við palestínska flótta-
menn (UNRWA), Karen Koning
Abu Zayd, í Amman í Jórdaníu í gær.
Hún hvatti þau ríki sem veita fé til
UNRWA til að fá Ísraela til að draga
úr hömlunum. „Við þurfum á forystu
ykkar að halda á sviði stjórnmál-
anna,“ sagði Abu Zayd.
Atvinnuleysi mun vera um 70% á
hernumdu svæðunum og sár fátækt
hefur aukist síðustu mánuði, einkum
er ástandið slæmt á Gaza en þar býr
alls nærri hálf önnur milljón manna,
heldur færra fólk en á Vesturbakk-
anum. Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun vilja 63% Palestínumanna að
beitt sé sams konar aðgerðum gegn
Ísraelum og Hizbollah-menn í Líb-
anon notuðu, þ.e. að skotið sé flug-
skeytum á borgir í Ísrael. Þrátt fyrir
þetta segjast 77% styðja vopnahlé í
baráttunni gegn hernáminu.
Einkum hefur ástandið versnað á
svæðunum eftir að Ísraelar hertu að-
gerðir gegn vígamönnum í kjölfar
þess að ísraelskum hermanni var
rænt 25. júní. Tafir hafa orðið á mat-
arsendingum UNRWA og einnig er
skortur á eldsneyti. Verslun og við-
skipti hafa að mestu leyti lagst af.
Ísraelsk stjórnvöld létu í gær laus-
an úr haldi hátt settan embættis-
mann Hamas-samtakanna sem nú
fara fyrir ríkisstjórn Palestínu-
manna. Maðurinn, Nasseredine al-
Shaer, er aðstoðarforsætisráðherra
og var handtekinn í ágúst í herferð
Ísraela gegn Hamas sem neitar að
viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.
Vopnaður armur Hamas-samtak-
anna hefur gengist við ráninu á ísr-
aelska hermanninum, sem heitir Gi-
lad Shalit.
Einangrun
verði aflétt
Fulltrúar SÞ eiga erfitt með að koma
nauðsynjum til Palestínumanna
Haag. AFP. | Einn
af leiðtogum
Bosníu-Serba í
stríðinu í Bosníu-
Herzegóvínu
1992–1995, Mom-
cilo Krajisnik,
hlaut í gær 27 ára
fangelsisdóm í
Haag fyrir þátt
sinn í svonefndri
„þjóðarhreinsun“. Alþjóðaglæpa-
dómstóllinn sýknaði hins vegar
Krajisnik af ákæru um þjóðarmorð.
Leiðtogar Bosníu-Serba ráku
fjölda múslíma og Króata af svæðum
Serba og létu myrða tugþúsundir að
auki. „Herra Krajisnik … sætti sig
við þær hræðilegu þjáningar, mann-
dráp og eyðileggingu sem það myndi
hafa í för með sér að Serbarnir næðu
fullum tökum á svæðinu og stofnuðu
þar lífvænlegt ríki,“ sagði forseti
réttarins, Alphons Orie.
Krajisnik er 61 árs gamall, hann
var náinn samstarfsmaður helsta
leiðtoga Bosníu-Serba, Radovans
Karadzic.
Krajisnik hlaut 27
ára fangelsisdóm
Momcilo Krajisnik
MANNRÉTTINDASAMTÖK í Tún-
is saka nú stjórnvöld um að ofsækja
konur sem nota hefðbundnar slæður
eða höfuðklúta múslímakvenna, að
sögn breska ríkisútvarpsins, BBC.
Séu nemendur í framhalds- og há-
skólum þvingaðir til að taka klútana
af sér. Ráðamenn í landinu hafa, alveg
frá því að það hlaut sjálfstæði frá
Frökkum fyrir um hálfri öld, lagt
áherslu á að hamla gegn áhrifum bók-
stafstrúarmanna íslams. Fyrsti for-
seti landsins, Habib Bourgiba, ýtti
m.a. mjög undir réttindi kvenna.
Lýðræði ríkir að nafninu til í Túnis
og lífskjör eru þar betri en í flestum
arabalöndum en einn flokkur er í
reynd með öll völd. Heimildarmenn
segja að margar konur sem mislíkar
einræðið noti höfuðklútana til að sýna
yfirvöldum þögla andúð.
Árið 1981 voru sett lög í Túnis sem
bönnuðu fólki að ganga í fötum sem
einkenndu „sértrúarhópa“. Þess má
geta að rúmlega 98% Túnisbúa eru
múslímar.
Íslamistar segja að með banninu sé
ekki eingöngu verið að leggjast gegn
íslam heldur brjóti það gegn persónu-
legum rétti kvenna til að ákveða
hvernig þær klæðist. Málið er talið
sýna vel togstreituna milli verald-
legra ríkisstjórna í mörgum araba-
löndum sem berjist gegn sumum ytri
táknum trúarinnar en reyni að forð-
ast að lenda í algeru stríði við bók-
stafstrúarmenn.
Slæður bann-
aðar í Túnis
♦♦♦