Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 15 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Saab turbo 3.090.000 kr. 2.990.000 kr. Saab 9-3 Combi Turbo, sjálfskiptur Saab 9-3 Sedan Turbo, sjálfskiptur Nú geturðu fengið þér þotu á viðráðanlegu verði Saab á að baki áralanga sögu sem herþotuframleiðandi auk þess að framleiða hina virtu Saab bíla. Saab 9-3 hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir öryggi og aksturseiginleika. Stórkostleg hönnun, öflug vél, frábærir hemlar og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. Nú bjóðum við þér þotuna í Saab bílaflotanum, 9-3 Turbo, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu! Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 Varsjá. AFP. | Ekki sér fyrir endann á stjórnarkreppunni í Póllandi og það nýjasta er, að einn þingmanna stjórnarflokksins Laga og réttar hefur verið staðinn að því að reyna að kaupa til fylgilags við stjórnina einn þingmann úr Samoobrona- flokknum. Var sá flokkur áður inn- anbúðar í stjórninni eða þar til leið- togi hans, Andrzej Lepper, var rek- inn úr ráðherraembætti. Adam Lipinski, einn þingmanna Laga og réttar, PiS, var myndaður á laun er hann reyndi að fá Renötu Berger, þingmann fyrir Samoo- brona, til að segja skilið við flokk sinn og ganga til liðs við PiS. Var Berger sjálf með földu myndavélina innanklæða og voru myndirnar sýndar í fyrrakvöld á sjónvarpsstöð- inni TVN24. Í viðtali þeirra sagði Lipinski, að gengi Berger til liðs við PiS, myndi henni verða útveguð góð staða í ein- hverju ráðuneytanna og gæti jafnvel tekið með sér nokkra vini sína. Talsmenn PiS, sem hefur lög og rétt efst á stefnuskránni eins og flokksnafnið bendir til, neita öllum ásökunum um spillingu en margir, pólskir fjölmiðlar segja, að athæfið sé grafalvarlegt og þeir spá því, að farið sé að styttast í valdatíma Kac- zynski-tvíburanna, þeirra Jaroslaws forsætisráðherra og Lech, forseta Póllands. Pólska stjórnin sögð hafa reynt að múta þingmanni Reuters Lipinski, sem er sakaður um að hafa reynt að múta öðrum þingmanni. Búdapest. AFP. | Ferenc Gyurcs- any, forsætisráð- herra Ungverja- lands, reyndi í gær að skýra það út og réttlæta fyrir löndum sín- um, að hann hefði logið að þeim um ástandið í efna- hagsmálum. Gyurcsany sagði, að það ætti að skipta kjósendur mestu, að ráða- menn hefðu þor til að gera það, sem gera þyrfti, og viðurkenndi, að hann hefði ekki treyst almenningi til að skilja fréttir eða sannleikann um ástandið í efnahagsmálunum. Í raun hefði hann ekki treyst sjálfum sér til að skýra það út. Óvinsælar aðhaldsaðgerðir Gyurcsany sagði á fundi með þing- mönnum Sósíalistaflokksins, að hann og þeir hefðu logið til um efna- hagsmálin en nú væri kominn tími til að horfast í augu við vandann. Vegna þessarar játningar hans hafa verið mótmæli í Ungverjalandi og þess verið krafist, að hann segði af sér. Fyrir þingkosningarnar í apríl síð- astliðnum rak Gyurcsany áróður fyr- ir skattalækkunum og auknum út- gjöldum til velferðarmála en nú beitir hann sér fyrir óvinsælum að- haldsaðgerðum, meðal annars skattahækkunum, fækkun opin- berra starfsmanna og minni niður- greiðslu á orku. Reyndi að réttlæta ósannindin Ferenc Gyurcsany London. AFP. | Bretar sem einstak- lingar skulda mest allra í Evrópu- sambandinu og eiga raunar þriðj- unginn af öllum skuldum, sem ekki eru tryggðar með veði í fasteign. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Datamonitor, fyrirtæki, sem fæst við rannsóknir í viðskipta- og fjár- málalífinu, en í henni segir, að breski meðaljóninn skuldi nú um 400.000 ísl. kr. í óveðtryggðum lánum. Er komist svo að orði í skýrslunni, að breskur almenningur virðist haldinn „óseðjandi þörf fyrir lán“. Hér er fyrst og fremst átt við greiðslukortalán, ýmislegt, sem fólk er að kaupa á afborgunum, en skýrsluhöfundar segja, að mesta áhyggjuefnið sé síhækkandi verð á húsnæði. Mestar hafa hækkanirnar orðið í London og á Suðaustur-Englandi al- mennt og nú er því spáð, að húsnæð- isverð þar muni hækka um 50% fram til ársins 2011. Vara margir við al- varlegum afleiðingum þessarar verðþenslu fyrir samfélagið og benda á, að húsnæði á þessum slóð- um sé að verða utan seilingar fyrir marga, ekki aðeins láglaunafólk, heldur líka fyrir millistéttina og stundum jafnvel þá, sem ofar standa. Skuldugir Bretar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.