Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 16

Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í dag. Sýndar verða myndir frá öllum heims- hornum er eiga það sameigin- legt að vekja áhuga þeirra sem þyrstir í „frumlegheit og ómengaða listræna sýn“, eins og dagskrárstjórinn, Dimitri Eipides, orðar það. Opnunar- myndin, Queen, um viðbrögð Bretadrottningar við dauða Díönu prinsessu, hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir leik Helen Mirren í hlutverki drottningar. Kvikmyndahátíð minnir á sig með síkviku sjónarspili himnanna, kl. 22 í kvöld þegar Reykjavík verður myrkvuð. Kvikmyndahátíð Ómenguð listræn sýn og frumlegheit Mirren í hlutverki Elísabetar ROKKHLJÓMSVEITIN Brainpolice heldur tón- leika á Paddy’s í kvöld, en hljómsveitin gaf nýverið út breiðskífuna Beoynd the Wasteland sem hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda. Brainpolice fær til liðs við sig heimabæj- arhetjurnar í hljómsveit- inni Tommygun. Í frétt frá hljómsveitinni segir að búast megi við því að í hita leiksins, þegar best lætur, mæti hljóðfæri og annar búnaður hljómsveitarinnar örlögum sínum. Það má því búast við að það verði vagg og velta, hopp og skopp og jafnvel brauk og braml á Paddy’s, en tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Tónleikar Brainpolice með brauk og braml Í TILEFNI af 150 ára afmæli Bríetar Bjarnhéðinsdóttur bjóða Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum, Kvennasögusafn Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til málþings um Bríeti og arf hennar á morgun, í hátíðarsal Háskóla Íslands. Dagskráin hefst kl. 13.30 með ávarpi há- skólarektors, Kristínar Ing- ólfsdóttur. Þorgerður Einars- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og fleiri flytja erindi um arf Bríetar, en auk þess les Ragnheiður Stein- dórsdóttir úr bréfum hennar og Sesselja Krist- jánsdóttir syngur. Allir eru velkomnir. Málþing Arfur Bríetar 150 árum síðar Bríet Bjarnhéðinsdóttir HUGMYNDIN að byggingu Safns umburðarlyndisins varð til hjá Sim- on Wiesenthal-stofnuninni og átti tilgangur safnsins að vera sá að stuðla að sátt og samlyndi milli múslíma, gyðinga og kristinna manna í hinni helgu borg. Byrjunin lofaði góðu. Jerúsal- emborg gaf lóð undir bygginguna í miðju borgarinnar en þar var fyrir fjögurra hæða bílastæðahús sem hafði verið byggt neðanjarðar árið 1974. Þá var vitað að lóðin var hluti af kirkjugarði múslíma sem hætt var að nota árið 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað. Talsmenn verkefnisins segjast ekki hafa vitað af gröfunum og benda jafnframt á að hluti af svæð- inu hafi verið seldur árið 1930 að til- stuðlan háttsetts embættismanns í röðum múslíma og þar reist hótelið Palace. Grafirnar og bygging safnsins hafa orðið til þess að vekja upp deil- ur milli múslíma og gyðinga og það áður en sjálf byggingin hefur risið. Margra mánaða samningaumleit- anir hafa runnið út í sandinn. Fyrr á þessu ári fundu mælingamenn grafir á svæðinu. Í framhaldi af því fengu samtök araba í Ísrael því framgengt að sett yrði lögbannskrafa á fram- kvæmdirnar. „Íslömsk lög eru skýr: Það er óheimilt að byggja á landi þar sem áður hefur verið kirkjugarður,“ seg- ir Muhammad Suleiman, lögmaður samtakanna. Málamiðlunartillaga Wiesenthal-stofnunarinnar er sú að gerður verði sérstakur minningar- reitur og grafirnar fluttar þangað. Deilan er fyrir hæstarétti í Ísrael en jafnvel þótt hann gefi grænt ljós á áframhaldandi framkvæmdir er ekki víst að Safn umburðarlyndisins hristi af sér slyðruorðið. Morgunblaðið/Ómar Sagan Borgarmúrar Jerúsalem. Framliðnir stöðva fram- kvæmdir Safn umburðarlyndis vekur upp deilur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tenórinn Finnur Bjarnasonfer með hlutverk Belmonteí Mozartóperunni Brott-námið úr kvennabúrinu sem Íslenska Óperan frumsýnir á morgun. Belmonte er spænskur að- alsmaður sem freistar þess að ná unnustu sinni, Konstönzu, úr kvennabúri tyrknesks höfðingja. „Ég hef sungið rómantíska elskhug- ann Belmonte tvisvar áður, í Berlín og Frakklandi,“ segir Finnur og bætir við að hann sé alls ekki kom- inn með leið á hlutverkinu enda sé það mjög krefjandi. „Verkið gerir miklar kröfur til okkar söngvaranna. Mozart skrifaði oft erfiðar óperur og þessi er engin undantekning.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Finnur syngur með Angelu Gilbert sem fer með hlutverk Konstönzu. „Hún fer með mikið og nærri því ósyngjandi hlutverk en hún gerir það vel og ég held að hún verði stjarna.“ Gaman og alvara Finnur segir þessa uppfærslu leikstjórans Jamie Hayes mjög blandaða í stíl og tíma og að hann leggi mikla áherslu á að segja sög- una og láta verkið njóta sín. „Þetta er ævintýranleg gamanópera með örlagasögu sem við reynum að taka alvarlega til mótvægis við sprellið.“ Það eru fimm ár síðan Finnur söng seinast í Íslensku Óperunni, þá hlutverk Tamino í Töfraflautunni, og segir hann alltaf hafa gaman af því að syngja á Íslandi. „Ég er núna lausráðinn við óperuna í Berlín en annars lifi ég bara þessu sígaunalífi sem er á söngvurum ásamt konu minni Emmu Bell og þriggja ára syni okkar,“ segir Finnur. Eftir þær tíu sýningar sem stefnt er að á Brottnáminu úr kvennbúrinu ætlar Finnur að taka sér smá frí en síðan er nóg framundan hjá honum m.a. Jóhannesarpassían í París, Evgeni Onegin í Berlín og The Turn of the Screw í Leipzig. Ekki pláss fyrir mistök „Ég elska að vera á Íslandi, hing- að til hef ég átt frábæran tíma; farið Gullnahringinn, notið landsins og skemmt mér mikið með samstarfs- fólkinu,“ segir hin brosmilda óperu- söngkona Angela Gilbert sem fer með hlutverk Konstönzu í Brott- náminu úr kvennabúrinu. Angela, sem er 32 ára, kemur frá Höfðaborg í Suður-Afríku en hefur búið í New York seinustu sjö ár. Henni hefur verið spáð miklum frama innan óperuheimsins og margir segja hana næstu stórstjörnu óperunnar. Að- spurð hvort það sé satt hlær Angela hátt og segist ekki vita hvort það sé eitthvað til í þeim sögusögnum. „Ég vil bara vera söngvari, ég elska starfið mitt hvort sem ég verð fræg eða ekki.“ Angela segir tvær ástæður vera fyrir því að hún kom til Íslands. „Sú fyrsta er að ég hef beðið eftir því lengi að fá að syngja hlutverk Kon- stönzu og hin var að mig langað að koma til Íslands en ég hafði heyrt margt frábært um landið. Ég hef aldrei sungið hlutverk Konstönzu áður en ég hef sungið aríur úr Brott- náminu úr kvennabúrinu í Danny Kay leikhúsinu undir stjórn James Levine. Þetta er mjög áhugavert hlutverk og Konstanza er öðruvísi en aðrar persónur sem ég hef leikið og sungið. Hún er mjög mannleg og með mikinn persónuleika. Raddlega er þetta talið eitt erfiðasta hlutverk óperubókmenntanna: það þarf mikla öndun, mjög háar nótur og mjög lág- ar nótur, hraða og þunga rödd. Ég veit ekki hvað Mozart var að hugsa þegar hann skrifaði þetta hlutverk en kærasti minn segir að hann hafi hatað konuna sem hann skrifaði hlutverkið fyrir.“ Bókuð til 2010 Angela segir Mozart eitt af sínum uppáhalds tónskáldum til að horfa á og læra af en ekki til að syngja. „Það þarf mikla tækni til að syngja hann og það er ekkert pláss fyrir mistök.“ Amerísku óperuhúsin sem Angela er vön að syngja í eru harla ólík hús- næði Íslensku Óperunnar sem þykir gamalt og þröngt. „Þetta er ólík að- staða frá því sem ég er vön og ég vildi að það væri meira pláss bak- sviðs en ég kann samt vel við húsið, það verður allt miklu nánara hér. Svo hefur mér líka fundist svo gam- an í vinnunni að annað skiptir minna máli.“ Angela er bókuð til ársins 2010 og þegar hún fer héðan af landi brott í lok október bíður hennar titil- hlutverkið í Lucia di Lammermoor í San Diego. „Mér finnst fínt að vera svona bókuð en stundum er lífið líka mikilvægt, ég kvarta samt ekki því ég er að gera það sem ég elska. Það er erfitt að ferðast en stund- um er það frábært eins og að fá að koma til Íslands, en héðan verður erfitt að fara.“ Tónlist | Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart frumsýnt í Íslensku óperunni Ævintýraleg gamanópera Morgunblaðið/Golli Rómantískur Belmonte, sem Finnur Bjarnason leikur og syngur, reynir að frelsa unnustu sína úr kvennabúri. Stjarna Angela Gilbert í hlutverki Konstönzu ásamt Pálma Gestssyni sem leikur hinn tyrkneska kvennabúrseiganda Selim. Eftir W. A. Mozart Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky Aðstoðarhljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason Leikstjóri: Jamie Hayes Leikmynd: Snorri Hilmarsson Búningar: Filippía Elísdóttir Ljós: Björn B. Guðmundsson Konstanza: Angela Gilbert Blonde: Katharina Th. Guðmundsson Belmonte: Finnur Bjarnason Pedrillo: Snorri Wium Osmin: Bjarni Thor Kristinsson Selim: Pálmi Gestsson BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU Kvikmyndahátíð í Reykjavík ,."C?  '(  ,,,     9@A     B  A   B  A     !"#"   & C   #)   &)D E 3  F   &)D  )      9G  H)           " I    & J   )           &)B ,   &)I!  = A     &'#   K  =     A   L   ?  A      G @   "     &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.