Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
BJARNI Ásmundsson og Magnús
G. Magnússon keyptu sér eitt
stykki teiknistofu á Akureyri í jan-
úar 2004, fullir bjartsýni enda voru
mörg spennandi verkefni fram und-
an, en um það bil þremur vikum síð-
ar stóðu þeir uppi verkefnalausir og
útlitið ekki bjart.
„Þetta er eina stofan í þessum
bransa utan Reykjavíkursvæðisins.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort
betra væri að vera þar því fyrir
sunnan eru mest umsvifin og flest
fyrirtækin, en mér líkar vel hér og
það er líka gott að vera nær stórfyr-
irtækjunum úti á landi,“ segir
Bjarni við Morgunblaðið. Hann er
skipatæknifræðingur en Magnús
vélatæknifræðingur.
„Grundvöllur þess að við keypt-
um stofuna var gagnkvæmur sam-
starfssamningur við fyrirtækið
Skipsteknik AS í Noregi; ef þeir
hefðu mikið að gera myndu þeir
vísa verkefnum til okkar og öfugt.“
Þannig vildi hins vegar til að hætt
var við öll fyrirhuguð verkefni á
þessum tíma og þremur vikum eftir
kaupin á stofunni sátu þar þrír
menn án nokkurra verkefna.
Grænland
„Ég átti góða vini og kunningja
sem bentu mér fljótlega á eitt og
annað, ég komst í kynni við græn-
lenska útgerð, við fórum að vinna
fyrir hana segja má að verkefni á
Grænlandi hafi haldið í okkur lífi
fyrstu mánuðina,“ segir Bjarni. „Ef
ég hefði ekki kynnst þessum Græn-
lendingum hefði stofan varla lifað af
árið.“ STS hefur unnið talsvert fyr-
ir Grænlendinga síðan en stærstu
viðskipavinirnir eru þó Samherji,
Síldarvinnslan í Neskaupstað, Þor-
móður Rammi-Sæberg og Hrað-
frystistöð Þórshafnar svo einhverj-
ir séu nefndir.
Samningur STS og Skipsteknik
varð til þess að norska fyrirtækið er
að hanna fyrstu togarana sem smíð-
aðir eru fyrir íslenskt fyrirtæki í 15
ár. „Þegar forráðamenn Þormóðs
Ramma-Sæbergs höfðu samband
við mig til þess að athuga alla
möguleika á því að eignast tvo nýja
togara gerði ég það að tillögu minni
að við snerum okkur til Skips-
teknik, þeir samþykktu það og
skrifuðu síðan undir samning um
smíði tveggja togara í Þrándheimi
9. ágúst í sumar. Samningurinn var
gerður við norsku skipasmíðastöð-
ina Solstrand og er líklega stærsti
skipasmíðasamningur sem íslenskt
sjávarútvegsfyrirtæki hefur gert;
togararnir tveir eru að verðmæti
4,6 milljarða, og þetta er reyndar
einnig stærsti einstaki samningur
sem Solstrand stöðin hefur gert.“
Hagkvæmni
Skrokkarnir verða að öllum lík-
indum smíðaðir einhvers staðar í
Suður-Evrópu en verkið klárað í
Noregi. „Okkar hlutverk verður
væntanlega að fylgjast með verkinu
fyrir hönd og með þeim Þormóðs
Rammma-Sæbergs mönnum, fara
yfir hönnun og þess háttar.“
Helstu verkefni STS undanfarin
ár hafa snúist um að gera skip hag-
kvæmari í rekstri en hingað til, ekki
síst með því að breyta þeim þannig
að þau geti brennt ákveðinni teg-
und svartolíu, sem er mun ódýrari
kostur en sú olía sem notuð hefur
verið. „Nýju togararnir eru auðvit-
að hannaðir fyrst og fremst með
hagkvæmni í rekstri í huga og í
þeim verður reyndar allt gert til
þess að hún verði sem mest og ég
fullyrði að þessi skip verða algjör
bylting miðað við önnur skip í ís-
lenska flotanum, bæði fyrir áhöfn-
ina og meðferð afla. Þarna kemur í
rauninni ný sýn inn í íslenskan sjáv-
arútveg.“
Bjart útlit þegar þeir keyptu teiknistofu en 3 vikum síðar var ekkert að gera
Verkefni á Grænlandi hélt lífi
í fyrirtækinu fyrstu mánuðina
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gott að vera á Akureyri Eigendur STS teiknistofu; Bjarni Ásmunds-
son, til vinstri, og Magnús G. Magnússon. Þeir keyptu stofuna árið 2004.
Í HNOTSKURN
»STS er eina teiknistofan ískipabransanum utan höf-
uðborgarsvæðisins.
»Samstarf STS við Skip-steknik í Noregi varð til
þess að þar í landi verða smíð-
aðir tveir nýir togarar fyrir
Þormóð Ramma-Sæberg.
»Keyptu teiknistofuna fullirbjartsýni í janúar 2004 en
þremur vikum síðar sátu þar
þrír menn án verkefna.
»Nýju togararnir verða al-gjört bylting í íslenska
flotanum, að sögn Bjarna.
FÉLAG sjálfstætt starfandi fræðimanna
á Akureyri, sem í daglegu tali verður
kallað AkureyrarAkademían, verður
með almennan félagsfund í gamla Hús-
mæðraskólanum við Þórunnarstræti í
kvöld kl. 19.30. Á fundinum verður
grein gerð fyrir því hvað áunnist hefur
og dagskrá haustsins kynnt. Boðaðar
eru almennar umræður um framtíð fé-
lagsins og nýir félagsmenn teknir inn.
Allir eru velkomnir.
Sjálfstætt starfandi
fræðimenn funda
SEX rjúpur gerðu sig heimakomnar á þak-
skyggni húss við Arnarsíðu á Akureyri í
gærdag. Sveinn Hjálmarsson, sem býr
steinsnar frá, tók meðfylgjandi mynd af
rjúpunum sem voru hinar rólegustu að
hans sögn. Sveinn segist aldrei fyrr hafa
orðið var við rjúpur þarna en sagði hugs-
anlegt að þær væru að leita sér guðs bless-
unar áður en veiðitímabilið hefst – en húsið
er um það bil 50 metra frá Glerárkirkju …
Sveinn rifjaði upp að í íbúðinni sem um-
rætt þakskyggni tilheyrir bjó á sínum tíma
Kristján heitinn frá Djúpalæk, skáldið góð-
kunna. „Skömmu áður en hann lést hafði
Kristján vanið nokkra hrafna og gaf þeim
hér úti í skafli.“
Sveinn bætti við í gamansömum tón að
sér þætti ólíklegt að rjúpurnar væru
hrafnarnir endurfæddir „en það má
kannski segja að jólasteikin sé komin í
Glerárþorpið. Þorpararnir eru oft sjálfum
sér nógir,“ sagði Sveinn.
Sex rjúpur komu í
kurteisisheimsókn
í Arnarsíðuna í gær
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Reykjavík | Miklar endurbætur
hafa verið gerðar á Bústaðakirkju
og segir sr. Pálmi Matthíasson
sóknarprestur að kirkjan sé allt
önnur og betri eftir breytingarnar.
Bústaðakirkja var vígð fyrsta
sunnudag í aðventu 1971 og fyrstu
verulegu endurbæturnar fóru fram
fyrir skömmu, um 35 árum síðar.
Nýtt gólfefni hefur verið sett á
kirkjuna, hún máluð innanhúss,
baðherbergi tekin í gegn, settar
nýjar hitalagnir, stólar lagfærðir
og handrið sett við stiga og á fleiri
stöðum. „Endurbæturnar tóku um
sex vikur og þetta er eitt skemmti-
legasta verkefni sem ég hef upp-
lifað,“ segir Þorsteinn I. Víglunds-
son, formaður byggingarnefndar
Bústaðakirkju. „Allir lögðust á eitt,
jafnt iðnaðarmenn og sjálf-
boðaliðar, og tímaáætlun stóðst.“
Töfrateppi
Helsta breytingin fólst í að
skipta út gólfteppi, sem hafði verið
sett til bráðabirgða fyrir vígslu
kirkjunnar og flísaleggja gólfið í
staðinn. „Mála átti gólfið fyrir
vígslu kirkjunnar 1971,“ segir
Pálmi. „Góður velunnari hennar
sagðist eiga filtteppi í tollvöru-
geymslu og fullvissaði menn um að
miklu fallegra væri að hafa teppi
en máluð gólf.
Teppið var aðeins hugsað sem
lausn til skamms tíma en við höfum
stundum leyft okkur að kalla þetta
töfrateppi vegna þess að það var í
raun ótrúlegt hvað það entist.
Teppið var orðið mjög massíft og
þétt af óhreinindum og umferð
fólks. Það var komið niður í nokkra
millimetra en ekkert gat var á því.“
Helgi Hjálmarsson er arkitekt
kirkjunnar. Pálmi segir að oft sé
talað um Bústaðakirkju sem nýja
kirkju. Finnski arkitektinn Alvor
Alto hafi hins vegar sagt að hún
væri tímalaus. Hún yrði alltaf ný
og hún yrði alltaf gömul. Arkitekt-
úrinn á henni væri þannig. „Það er
snilli Helga Hjálmarssonar sem
ræður því,“ segir Pálmi. „Helgi er
íbúi í sókninni og fylgist með kirkj-
unni eins og hún sé barnið hans og
kemur að öllum framkvæmdum.“
Um 7.000 manns eru í söfn-
uðinum og segir Pálmi að kirkju-
sókn sé góð. „Það er mikið um að
vera í Bústaðakirkju allan daginn
alla daga og við fáum um 85.000
heimsóknir á ári,“ segir hann.
Safnaðarfólk tók ríkan þátt í
endurbótunum. Áður en ráðist var
í þær var byggingarnefndinni sagt
að kostnaðurinn yrði vart undir 20
milljónum króna en Þorsteinn I.
Víglundsson segir að kostnaðurinn
sé um 10,8 millj. kr. Pálmi segir að
fjársöfnun hafi þegar skilað um
fimm milljónum króna, sjálfboðal-
iðsstarfið hafi skilað sínu, efni hafi
fengist á góðum kjörum og iðn-
aðarmenn hafi unnið gott starf.
Pámi Matthíasson segir að
hljómburður kirkjunnar sé nú ann-
ar og meiri en áður. „Það er mikil
ánægja hjá öllu tónlistarfólki með
það hvað hljómburðurinn hefur
aukist. Ómtíminn hefur lengst án
þess að það verði bergmál.“
Guðmundur Sigurðsson, org-
anisti kirkjunnar og kórstjóri, tek-
ur í sama streng. „Flísarnar hafa
búið til betri enduróm og gjör-
breytt hljómburðinum í kirkjunni
til hins betra. Þær hafa komið með
ferskt loft.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breytingar Starfsfólk í endurbættri Bústaðakirkju. Frá vinstri: Sr. Pálmi Matthíasson, Ellen Helgadóttir, Þor-
steinn I. Víglundsson, Sigurbjörg Þráinsdóttir, Lúðvíg B. Albertsson og Guðmundur Sigurðsson.
Aukinn hljómburður í Bústaðakirkju
Bústaðakirkja Sr. Pálmi Matthíasson við „tímalausu“ kirkjuna.
Í HNOTSKURN
» Bústaðakirkja var vígð1971 og fyrstu verulegu
endurbæturnar fóru fram fyr-
ir skömmu.
» Helsta breytingin fólst íað skipta út gólfteppi, sem
hafði verið sett til bráðabirgða
fyrir vígslu kirkjunnar, en það
entist í 35 ár.
» Um 7.000 manns eru ísöfnuðinum og segir sr.
Pálmi Matthíasson að kirkju-
sókn sé góð. Mikið sé um að
vera í kirkjunni allan daginn
alla daga og heimsóknir séu
um 85.000 á ári.
GUÐRÚN Kristinsdóttir, prófessor við
KHÍ, heldur í dag kl. 16 fyrirlestur um of-
beldi gegn börnum, í stofu 14 í húsi Há-
skólans á Akureyri við Þingvallastræti.
Ofbeldi gegn börnum