Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 27. sept. – 30. sept verð nú verð áður mælie. verð Bónus fersk kjúklingablanda................. 979 1259 979 kr. kg Ferskt ungnautahakk 8–12 % feitt ......... 899 1259 899 kr. kg Sjófryst ýsuflök, roðlaus ........................ 599 799 599 kr. kg Steinbítur, roð- og beinlaus................... 599 799 599 kr. kg Þorskbitar roð og beinlausir .................. 595 699 595 kr. kg Rækja búhnykks, 1 kg .......................... 599 699 599 kr. kg Bónus kornbrauð 1 kg .......................... 98 129 98 kr. kg Goudaostur 17 % í sneiðum ................. 930 1105 930 kr. kg Bónus fetaostur í gleri, 250 gr. .............. 198 0 792 kr. kg Euroshopper hvítlauksbrauð, 2 stk ........ 98 0 49 kr. stk . Fjarðarkaup Gildir 28. sept. – 30. sept. verð nú verð áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði .................... 998 1198 998 kr. kg Svínahnakki úrb. sneiðar, kjötborð......... 998 1298 998 kr. kg Svínalundir, kjötborð ............................ 1698 1998 1698 kr. kg Kjúklingur 1/1 ferskur .......................... 494 749 494 kr. kg Freschetta pizzur, 400 gr. ..................... 298 398 750 kr. kg Frosin ávaxtablanda, 2,5 kg.................. 998 1235 399 kr. kg Appelsínur .......................................... 98 129 98 kr. kg Perur .................................................. 98 219 98 kr. kg Pepsi max, 2 ltr.................................... 129 189 65 kr. kg Appelsín, 2 ltr...................................... 129 189 65 kr. kg Hagkaup Gildir 28. sept. – 1. okt. verð nú verð áður mælie. verð Lambahryggur af nýsl. úr kjötborði ......... 1398 1649 1398 kr. kg Lambafile m/fitu úr kjötborði ................ 2798 3398 2798 kr. kg Svínagúllas úr kjötborði ........................ 1098 1549 1098 kr. kg Holta kjúklingabringur, magnpakkn........ 1873 2675 1873 kr. kg Findus sweet & sour chicken................. 438 548 438 kr. stk. La baquette snittubrauð ....................... 249 299 249 kr. stk. Kaskó Gildir 28. sept. – 1. okt. verð nú verð áður mælie. verð Campagna sólþurrkaðir tómatar............ 119 239 418 kr.kg Campagna Pesto grænt, 130g .............. 95 199 731 kr.kg Campagna Pesto rautt, 130g ................ 95 199 731 kr.kg Campagna Spaghetti 500 gr................. 39 79 78 kr.kg Campagna Penne Rigate 500 ............... 42 85 84 kr.kg Campagna Fusilli 500 gr. ..................... 42 85 84. kr kg Campagna Farfalle 500 gr. ................... 44 89 88 kr. kg Campagna Pastas. Caponata................ 98 199 196 kr. kg Campagna Lasagna, 500 gr.................. 85 169 170 kr. kg Campagna Ólívuolía Ex.Vir .................... 249 499 830 kr. ltr Krónan Gildir 28. sept. – 1. okt. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri frosið, í poka....................... 899 1165 899 kr. kg Reyktar svínahnakkasneiðar ................. 1189 1698 1189 kr. kg Ýsa.is roð- og beinlaus, 800 gr. ............. 599 780 749 kr. kg Bayoneskinka ...................................... 898 1588 898 kr. kg Kjúklingalæri, magnpk.......................... 389 649 389 kr. kg Blóðmör/Lifrarpylsa ósoðin, 4 stk.......... 698 1198 175 kr. stk. Kjúklingur 1/1, kryddaður..................... 389 599 389 kr. kg Grísasteik BBQ .................................... 1049 1498 1049 kr. kg Krónubrauð, stórt og gróft, 770 gr. ........ 99 149 129 kr. kg 7-UP 2 ltr ............................................ 99 185 50 kr. ltr Nettó Gildir 28. sept. – 1. okt. verð nú verð áður mælie. verð Easy Oxi Action blettahreinsir, 500 g ..... 115 229 230 kr. ltr Easy taumýkir 2 ltr, Jasmin ................... 99 199 50 kr. ltr Easy taumýkir 2 ltr, Kiwi&Aloa Vera........ 99 199 50 kr. ltr. Easy þvottaduft, Aloa Vera 3,15 kg........ 299 599 95 kr. kg Easy þvottaduft 3in1 3,15 kg, Summer.. 299 599 95 kr. kg Easy þvottaduft Oxi Action Complete ..... 99 199 152 kr. kg Easy gólfklútar 12s+50% meira magn ... 95 189 5 kg stk Easy uppþvottalögur AloaVera, 625 ml .. 65 129 104 kr. ltr. Easy uppþvottalögur Orginal, 625 ml..... 65 129 104 kr.ltr. Easy uppþvottalögur sítrónu, 625 ml ..... 65 129 104 kr. ltr Nóatún Gildir 28. sept. – 1. okt. verð nú verð áður mælie. verð Ungnauta innralæri .............................. 1998 2998 1998 kr. kg Nóatúns kjötfars, nýtt ........................... 398 698 398 kr. kg Lambalæri, kryddað ............................. 998 1598 998 kr. kg Lambalæri krydd.m/ferskum kryddjurt. .. 1398 1798 1398 kr. kg Lambagúllas í hvítlaukssósu ................. 1398 1998 1398 kr. kg Tígris rækja, án skeljar.......................... 1698 2998 1698 kr. kg Ítalskt salami....................................... 1499 2347 1499 kr. kg Kjúklingabringur magnpakkn................. 1999 2679 1999 kr. kg El Toro þurrverkaður nautavöðvi ............. 3999 5986 3999 kr. kg Hörpuskel úr fiskborði .......................... 2498 4498 2498 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 28. sept. – 1. okt. verð nú verð áður mælie. verð Matfugl kjúklingur, ferskur..................... 439 749 439 kr. kg Goða saltkjöt, blandað ......................... 667 953 667 kr. kg Lambasvið af nýslátruðu....................... 371 619 371 kr. kg Helgargrís m/indverskum hætti ............. 1259 1799 1259 kr. kg Bautab. Skólaskinka, bunki .................. 1137 1624 1137 kr. kg Ísfugl Buffalovængir ............................. 230 384 230 kr. kg Pepsi Max 2 ltr..................................... 149 215 74 kr. ltr Doritos Snakk, 2 teg. 200 gr................. 179 259 895 kr. kg Vínber, rauð......................................... 299 469 299 kr. kg Kínakál, íslenskt .................................. 199 319 199 kr. kg helgartilboðin Spagettí og hakk að ítölskum hætti Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Hvirfilbylir, bráðnandi jökl-ar, flóð og almennur veð-urfarsglundroði. Þanniglýsir Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna áhrifum gróðurhúsaáhrifanna svokölluðu í heimildarmynd sem lætur fáa ósnortna sem á horfa. Æ fleiri sjá nauðsyn þess að draga úr mengun sem hefur neikvæð áhrif á loftslags- breytingar og venjuleg heimili eru þar ekki undanskilin. Bryndís Þórisdóttir, verkefnis- stjóri hjá Landvernd, segir viðkvæðið gjarnan að einn einstaklingur eða fjölskylda geti lítil áhrif haft. „Kannski er sú hugsun stærsta um- hverfisvandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það lífshættir okkar Vest- urlandabúa og þar á meðal Íslend- inga sem hafa skapað þessi vanda- mál. Fræðsla sem miðar að breytingum er hið eina sem getur snúið þróuninni við.“ Tré vega á móti mengun En hvað getur venjulegt fólk gert til að leggja sín lóð á vogarskálarnar? „Langstærsti þátturinn í daglegu lífi okkar Íslendinga er samgöngurnar,“ segir Bryndís og bendir á einkabílinn sem aðalsökudólginn í þeim efnum. „Best væri að leggja honum alveg og hjóla, ganga eða taka strætó í staðinn en ekki treysta allir sér til að taka svo stórt skref. Þá munar strax um að nota bílinn minna þótt ekki sé nema að honum sé startað einu sinni sjaldn- ar yfir daginn.“ Samnýting ferða er því mikilvæg og þannig geta vinnu- félagar flotið hver með öðrum á vinnustað eða foreldrar sameinast um að skutla börnum í þeim tilfellum sem of langt er fyrir þau að ganga. Við kaup á bíl er mikilvægt að kanna hversu miklu hann eyðir. „Á vef orkustofnunnar www.orkusetur.is má finna út hversu mikið mismunandi bílategundir menga,“ segir Bryndís. „Þar er líka reiknivél sem sýnir hversu mörgum trjám þarf að planta til að vega upp á móti ákveðinni vega- lengd sem tiltekin tegund bifreiðar fer. Þetta er kallað að vera koldíoxíð- hlutlaus því bílarnir gefa frá sér kol- díoxíð en trén gleypa það á móti.“ Kaldar bílvélar menga margfalt á við heitar og stuttar vegalengdir á köldum vetrardögum eru því gríð- arlegur halli á umhverfisbókhaldi fjölskyldunnar. „Svokallaðir hreyf- ilhitarar sem er hægt að tengja við langflestar bílvélar draga verulega úr mengun auk þess sem þeir spara bensín og slit á vélinni,“ segir Bryn- dís sem bendir einnig á lausagang bif- reiða sem allt of algengan meng- unarvald hér á landi. Loks má læra svokallaðan vistakstur en nokkrir ís- lenskir ökukennarar hafa tileinkað sér þá ökutækni. Sorpmálin er það næsta sem Bryn- dís tiltekur þegar kemur að því að draga úr gróðurhúsaáhrifum fjöl- skyldunnar. „Öll endurvinnsla, hvort sem það er plast, málmur eða pappír dregur úr mengandi lofttegundum,“ segir hún. „Jarðgerð úr lífrænum úr- gangi er til dæmis mjög jákvæð því mikið metan myndast á sorphaug- unum sem aftur ýtir undir gróður- húsaáhrif.“ Hún segir sennilega auðveldast að byrja á því að flokka pappír og dag- blöð frá öðru sorpi. „Fólk getur farið með flokkað sorp í grenndargáma og endurvinnslustöðvar Sorpu eða feng- ið sérstaka endurvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni. Allur pappi og pappír fer laus í tunnuna en plast, fernur og málmur er settur ofan í hana sorteraður í pokum. Vilji maður flokka sorpið frekar er t.d. hægt að halda til haga gleri, batteríum og vaxi og skila því til Sorpu.“ Vatnið betra úr krananum en flöskunni Gullna reglan með tilliti til gróður- húsaáhrifa er þó einfaldlega að nota minna. „Auðvitað er það betra en að kaupa stöðugt fleiri hluti sem enda í endurvinnslu eða ruslinu. Best er að takmarka neysluna, minnka umbúðir og gefa t.d. þjónustu í gjafir í stað efnislegra hluta.“ Bryndís segir sömuleiðis skipta máli um hversu langan veg vörurnar sem við neytum hafa komið. „Það fer gríðarleg orka í flutningana en með því að kaupa innlenda framleiðslu eða frá Norðurlöndunum dregur maður úr þessum áhrifum.“ Hún bendir á grænmeti sem dæmi. „Íslensku tómatarnir eru ekki aðeins bragðbetri heldur er ræktun þeirra vistvænni en þeirra erlendu og flutn- ingurinn á markað hefur mengað margfalt minna en þeirra erlendu. Svo er ekkert sem jafnast á við ís- lenska vatnið úr krananum. Þótt vatn sem keypt er á flöskum sé líka ís- lenskt hefur farið gríðarleg orka í framleiðsluna og hráefnið í sjálfa plastflöskuna er búið til erlendis þar sem orkugjafinn er kol, olía eða ann- að slíkt.“ Síðast en ekki síst segir Bryndís mikilvægt að venjulegt fólk þrýsti á um breytingar „hvort heldur er við kosningar, með þátttöku í umhverf- issamtökum eða með því að huga að þessum málum þegar peningum er varið til ólíkra hluta.“ Viðhorfið stærsti umhverfisvandinn Morgunblaðið/Eyþór Hjólar Bryndís Þórisdóttir fer gjarnan á hjólhestinum í og úr vinnu. Morgunblaðið/Þorkell Sökudólgar Einkabíllinn er helsti mengunarvaldur íslenskra heimila enda umferðin oft á tíðum ærið þung. VISTVERND í verki nefnist námskeið á vegum Land- verndar þar sem fjölskyldum gefst kostur á að tileinka sér umhverfisvænni lífshætti. Á tólf vikum hittast fulltrúar nokkurra heimila sjö sinnum og fræðast um hvað hægt er að gera til að draga úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum. Þeir setja sér markmið og á fundunum er rætt um hvernig gengur að ná þeim. „Reynslan hefur sýnt að nánast allt sem gert er fyrir umhverfið er líka gott fyrir heilsuna auk þess sem það sparar peninga,“ segir Bryn- dís. „Þannig sýna mælingar þátttakenda hjá okkur að hvert heimili sparar sér u.þ.b. 50 þúsund krónur á ári með því einu að taka upp umhverf- isvænni lifnaðarhætti.“ Læra betri lífshætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.