Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 25 Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›?E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2 HRÍFANDI LITIR – EINSTÖK ÞÆGINDI FYRSTI VARALITURINN MEÐ DROTTNINGARHUNANGI SEM NÆRIR VARIRNAR OG GEFUR ÞEIM FULLKOMINN GLJÁA HELENA RUBINSTEIN KYNNING Í HYGEU KRINGLUNNI FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG Rétt húðumhirða er forsenda fallegrar húðar. Með einfaldri förðun er hægt að sýna bestu hliðarnar. Komdu og láttu fagfólk finna vörur sem henta þinni húð og standast þínar kröfur. Veglegur kaupauki fylgir þegar keyptar eru vörur frá Helena Rubinstein fyrir 5.500 kr. eða meira.* Snyrtibudda og varapensill fylgja öllum varalitum meðan birgðir endast. Kringlunni • Sími 533 4533*Gildir ekki með öðrum kaupaukum og tilboðum. Gildir á meðan birgðir endast. Hér á landi annast Umverf-isstofnun eftirlit með svo-kölluðum varnar-efnaleifum í matvælum en til þeirra telst skordýraeyðirinn dímetóat sem er í hættuflokki A og B. Það er eitt af hundrað efnum sem eru á skrá hjá Umhverfisstofnun yfir leyfileg varnarefni í landbúnaði og notuð eru við ræktun og geymslu matvæla hérlendis. Dímetóat er al- hliða skordýraeyðir, m.a. gegn kál- flugu, blaðlús, kögurvængju og spunamaur í mat- og skrautjurtum. Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúkdóma- fræðingur hjá Landbúnaðarstofnun segir að efnið megi ekki nota í líf- rænni ræktun: „Dímetóat er skor- dýraeyðir í flokki lífrænna fosfórsam- banda. Það hefur lengi verið á skrá hér á landi undir verslunarheitinu Rogor L20 en það hefur ekki verið fá- anlegt í mörg ár.“ Elín Guðmundsdóttir, forstöðu- maður á matvælasviði Umhverf- isstofnunar, segir að frá 1991 hafi ár- lega verið tekin um 300 sýni af ávöxtum og grænmeti og skimað fyr- ir 40 varnarefnum, þ.á m. dímetóati. Hluti þeirra sýna sem eru tekin eru úr lífrænt ræktuðu. Einnig eru tekin sýni af öðrum matvælum, s.s. korn- vöru, barnamat og ávaxtasöfum. „Það gilda ákveðnar reglur bæði um notk- un varnarefna á vaxtartíma í Evrópu, t.d. hve langur tími skal líða frá notk- un þar til kemur að uppskeru sem og hvaða varnarefnaleifar mega mælast í mismunandi matvælum og í hvaða magni. Rétt notkun varnarefna við framleiðslu og geymslu matvæla á að tryggja að litlar sem engar leifar þeirra finnist í matvælum sem tilbúin eru til neyslu.“ Evrópusambandið hefur sett lög- gjöf um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum. þ.á m. dímetóats sem í ávöxtum er 0,02 mg/kg en í reglu- bundinni sýnatöku norsku matvæla- stofnunarinnar mældist magnið í arg- entínsku eplunum, sem sögð voru lífræn og flutt inn í gegnum þýska heildsölu, tíu sinnum hærra eða 0,2 mg/kg. Stofnunin gaf samt ekki út viðvörun vegna málsins heldur lét dreifingarfyrirtækinu það eftir, sem taldi nægja að innkalla eplin en láta neytendur annars ekki vita. Í samtali við blaðamann norska Aftenposten fyrir skömmu segir Hanne Marit Gran hjá norsku matvælastofnuninni að eplin hafi verið rúman mánuð á markaðnum þegar sýnin voru tekin, en vegna sumarleyfa hafi stofnuninni ekki borist niðurstöðurnar fyrr en öðrum mánuði seinna. Þá var ekki talin ástæða til að gefa út sérstaka að- vörun þar sem talið var að leifarnar sem fundust í sýnunum hafi ekki stofnað heilsu fólks almennt í voða. Móðirin Joanna Deacon er ekki sátt við þær skýringar. Deacon hafði keypt argentínsku eplin og búið til úr þeim eplamauk handa átta mánaða gömlum syni sínum. Eplamaukið frysti hún í litlum skömmtum og gaf syni sínum öðru hverju. Sá litli var á þessu tímabili mjög veikur, kastaði upp, það rann stöðugt úr augunum á honum og nefinu auk þess sem hann fékk útbrot. Nú hefur móðirin fengið staðfest að einkennin má rekja til eitrunar af völdum dímetóats og er ekki sátt við að norska matvælastofn- unin skuli hafa ákveðið að opinbera ekki upplýsingarnar. Engin tilfelli á Íslandi Elín segir að öðru hverju finnist leifar af varnarefnum yfir hámarks- gildum í matvælum hér á landi og grípi Umhverfisstofnun þá til viðeig- andi ráðstafana. „Við höfum samband við framleiðanda eða sölu- og dreif- ingaraðila, sem stöðva dreifinguna og innkalla í flestum tilvikum vöruna af markaði. Það er metið í hverju tilfelli hvort þörf sé á því hvort opinber til- kynning sé send út en oftast er fyrir- tækjunum sjálfum gefinn kostur á að senda út fréttatilkynningu og inn- kalla vöruna. Sökum smæðar okkar markaðar er yfirleitt hægt að grípa fljótt í taumana. Mér vitanlega hefur ekkert tilvik hér á landi verið tilkynnt vegna eitrunaráhrifa í manneskju af völdum varnarefnaleifa í matvælum.“ Á Íslandi lifa færri skordýr en víða erlendis þar sem loftslag er heitara. Tilvik um efnaleifar í íslenskri fram- leiðslu eru því miklu færri í íslensku grænmeti og ávöxtum, einfaldlega vegna þess að það þarf ekki að eitra fyrir eins mörgum. Í reglubundnu eftirliti árið 2004 sem tekin voru greindust 5% sýna (270 sýni) með varnarefni yfir há- marksgildum og 48% án varnarefna. Í tveimur sýnum af banönum greind- ist varnarefnið dímetóat. Þegar rýnt er nánar í tölurnar og þær greindar eftir íslensku grænmeti og ávöxtum annars vegar og erlendum hins vegar kemur í ljós mikill munur. Íslensku sýnin voru 57 og í 88% tilfella greind- ust engin varnarefni en 12% greind- ust með varnarefni undir hámarks- gildum. Ekkert sýni mældist yfir hámarksgildum. Erlendu sýnin voru 213 en í aðeins 16% tilfella greindust engin varnarefni en 79% með varn- arefni undir hámarksgildum. Fimm af hundraði voru með varnarefni yfir hámarksgildum. Skordýraeyðir á lífrænum eplum Morgunblaðið/Arnaldur Skordýraeyðirinn díme- tóat fannst tífalt yfir leyfilegum mörkum í arg- entínskum eplum í Nor- egi sem sögð voru lífrænt ræktuð. Telur neytandi að eitrið hafi valdið of- næmi og veikindum hjá ungbarni sínu. Unnur H. Jóhannsdóttir kannaði hvernig eftirliti væri hátt- að hér á landi. uhj@mbl.is Skordýraeitrið dímetóat er bannað í lífrænni ræktun. Mikilvægt Nauðsynlegt er að hreinsa ávexti og grænmeti vel, m.a. til þess að skola af því varnarefnaleifar. »Það er góð regla að skolaávexti og grænmeti fyrir neyslu og fjarlægja ysta lag. »Benda má á að hámarks-gildi fyrir varnarefni eru að öllu jöfnu mjög lág. Leyfi- legt magn á að vera langt und- ir þeim mörkum sem hugs- anlega gæti verið varasamt heilsu fólks. »Á heimasíðu Umhverf-isstofnunar, www.ust.is, undir fyrirsögninni Efni og efnavörur eru upplýsingar um varnarefni sem leyfileg eru til innflutnings og notkunar í landbúnaði hér á landi. GUNNAR Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri vottunarstöðv- arinnar Túns, staðfestir að dímetóat sé bannað í líf- rænni ræktun. ,,Fyrir kemur að eiturefni finnast í líf- rænum afurðum en algeng- asta ástæðan er sú að efnin berast með vindstraumum eða grunnvatni frá hefð- bundinni ræktun, þar sem efnið er leyft, og í lífræna ræktun. Slík efni kunna líka að leynast á landi sem áður var notað til hefðbundinnar ræktunar áður en lífræna ræktunin jókst en víða er- lendis er notað mikið magn eiturefna sem tekur langan tíma að losna við úr jarð- vegi. Staðlar um lífræna ræktun eiga hins vegar að fyrirbyggja slíkt að mestu.“ Bannað í lífrænni ræktun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.