Morgunblaðið - 28.09.2006, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
AÐ STANDA VIÐ STÓRU ORÐIN
Ræða Valgerðar Sverrisdótturutanríkisráðherra á allsherj-arþingi Sameinuðu þjóðanna í
New York í fyrradag bar þess öll
merki að Ísland er í framboði til ör-
yggisráðs samtakanna. Aðaláherzla
utanríkisráðherra var á þróunarmál,
enda skiptir það miklu máli fyrir Ís-
land að ná fylgi í hinum stóra hópi
þróunarríkja, eigi nokkur von að vera
um sæti í öryggisráðinu.
Valgerður lét m.a. í ljós áhyggjur
af stöðu mála í alþjóðlegum fríverzl-
unarviðræðum á sviði Heimsvið-
skiptastofnunarinnar (WTO). Hún
benti á að frjáls viðskipti gætu orðið
mikilvægasti áhrifaþátturinn í að efla
efnahagsþróun á heimsvísu og ekki
ætti að láta tækifærið, sem Doha-við-
ræðulotan hefði boðið upp á, úr greip-
um ganga.
Utanríkisráðherra nefndi jafn-
framt að Ísland vildi axla ábyrgð í
þróunarmálum og að á næsta ári yrði
þróunaraðstoð Íslendinga við fátæk-
ari ríki heims þrefalt meiri en fyrir
nokkrum árum. Íslendingar væru
staðráðnir í að auka enn þróunarað-
stoð sína og eftir 2009 væri stefnt að
því að ná markmiði Sameinuðu þjóð-
anna um að iðnríkin verji 0,7% af
þjóðartekjum sínum til þróunar-
hjálpar.
Þá vakti Valgerður Sverrisdóttir
athygli á því, að Ísland hefði meira en
tífaldað stuðning sinn við UNIFEM,
þróunarsjóð SÞ í þágu kvenna, og Ís-
lendingar legðu ennfremur hver og
einn meira til UNICEF, barnahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna, en tíðkaðist
með öðrum þjóðum.
Í kosningabaráttu er sjálfsagt að
flagga því, sem vel hefur verið gert,
og gefa loforð sem eiga að auka lík-
urnar á kjöri. En það er líka rétt að
hafa í huga, að í kosningunni til ör-
yggisráðs SÞ skiptir ekki öllu máli
hvort sætið vinnst eður ei, það verður
gengið eftir því að Ísland efni kosn-
ingaloforðin og standi við yfirlýsing-
ar sínar um að leggja meira af mörk-
um til þróunar hinna fátæku ríkja
heimsins.
Íslenzkum stjórnvöldum verður
haldið við efnið á vettvangi WTO. Það
verður horft til þess hvort þau vilja
raunverulega fríverzlun, eða hvort
þau vilja áfram standa vörð um
þrönga sérhagsmuni í viðskiptum
með landbúnaðarvörur.
Íslendingum verður líka haldið við
efnið hvað varðar loforðin um að upp-
fylla markmið SÞ um hlutfall þróun-
araðstoðar af þjóðartekjum. Það
verður horft til samanburðar á fram-
lögum Íslands annars vegar og hinna
norrænu ríkjanna hins vegar, en
hann er enn sem komið er okkur í
óhag.
Með framboði sínu til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna, kosningabar-
áttunni, opnun vefsíðu o.s.frv. hefur
Ísland beint kastljósinu sem aldrei
fyrr að því hvernig það stendur að
þróunarmálum. Það þýðir að fleiri en
áður vita að við höfum góð áform, en
þeir vita líka að eins og er stendur
eitt ríkasta land í heimi flestum öðr-
um þróuðum ríkjum að baki í stuðn-
ingi við hin fátæku þróunarlönd. Það
verður eftir því tekið, hvort við
stöndum við stóru orðin.
HUGMYNDASAMKEPPNI
UM VARNARSVÆÐIÐ
Gríðarlegir möguleikar felast aug-ljóslega í nýtingu þess land-
svæðis og mannvirkja, sem Banda-
ríkjamenn hafa nú afhent
Íslendingum á varnarsvæðinu á Mið-
nesheiði. Þar er um að ræða hundruð
íbúða, flugskýli og skemmur, kvik-
myndahús, sundlaug, sjúkrahús,
kirkju (raunar fjölnota guðshús sem
hentar ýmsum trúarbrögðum)
o.s.frv.
Ljóst er að nýting svæðisins og
bygginganna er ýmsum takmörkun-
um háð.
Í fyrsta lagi er mikið af húsnæðinu
gamalt og úr sér gengið og áætlað
hefur verið að rífa geti þurft allt að
helmingi þess.
Í öðru lagi er ekki víst að hag-
kvæmt sé að reka t.d. sundlaug eða
sjúkrahús á þessu svæði, þar sem
sambærileg aðstaða er fyrir hendi í
Reykjanesbæ.
Í þriðja lagi þarf að vera hægt að
uppfylla skyldur Íslands um að veita
herliði Bandaríkjanna og annarra
NATO-ríkja aðstöðu á svæðinu vegna
heræfinga og ef til hættuástands
kemur, sem kallar á að herlið verði
sent hingað á ný.
Í fjórða lagi vill íslenzka ríkið auð-
vitað hafa tekjur af sölu eigna á svæð-
inu, en hún verður að fara fram í
hæfilegum skömmtum, þannig að
fasteignamarkaðurinn á Suðurnesj-
um verði ekki settur á hliðina.
Enginn skortur er á hugmyndum
um nýtingu svæðisins. Utan um þær
verður væntanlega haldið á vegum
hlutafélagsins, sem ætlunin er að
stofna um svæðið og nýtingu þess.
Það skiptir máli að svæðið verði ekki
nýtt til að auka opinber umsvif nema
að því marki sem stofnanir, sem í dag
búa við ófullnægjandi aðstöðu, gætu
fengið betra athafnasvæði á gamla
varnarsvæðinu. Þar hafa bæði Land-
helgisgæzlan og Lögregluskólinn
verið nefnd til sögunnar. En fyrst og
fremst á að kalla eftir hugmyndum
einkaaðila um það hvernig eigi að
nýta tækifærin, sem í svæðinu og
mannvirkjunum felast.
Hins vegar hlýtur að þurfa að
skipuleggja svæðið upp á nýtt. Það er
skipulagt í samræmi við allt önnur
sjónarmið en verið hafa uppi í þétt-
býlisskipulagi á Íslandi undanfarna
áratugi, enda byggt og notað sem
herstöð.
Þá vaknar sú spurning, hvort ekki
eigi að efna til alhliða hugmyndasam-
keppni, þar sem í fyrsta lagi er aug-
lýst eftir hugmyndum um rekstur og
starfsemi á svæðinu og í öðru lagi
hvernig hægt sé að gera það að eðli-
legu framhaldi byggðarinnar í
Reykjanesbæ annars vegar og flug-
vallarsvæðisins hins vegar. Ef rétt er
á haldið getur Miðnesheiðin orðið eitt
öflugasta vaxtarsvæðið á Íslandi á
næstu árum.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
M
agnús H. Guðjóns-
son, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðis-
eftirlits Suðurnesja,
telur að ástand um-
hverfisins, á þeim varnarsvæðum
sem Bandaríkjamenn hafa haft til
umráða frá 1951, sé ekki eins slæmt
og við mátti búast. Íslendingar taka
við öllum svæðunum nema litlu
svæði í Grindavík, í lok mánaðarins,
samkvæmt samkomulagi íslenskra
og bandarískra stjórnvalda, vegna
brotthvarfs varnarliðsins.
Heilbrigðiseftirlitið hefur farið
með öll umhverfismál á varnar-
svæðunum og er kunnugt um sextíu
mengaða staði á þeim. „Miðað við
sambærileg svæði annars staðar í
heiminum, tel ég að við höfum slopp-
ið mjög vel,“ segir Magnús.
Varnarsvæðin eru á sex stöðum á
landinu. Stærst þeirra er varnar-
stöðin í Keflavík, sem er tæplega
8.400 hektarar að stærð. Mismikil
mengun er á öllum þessum svæðum,
að sögn Magnúsar. Hann segir að
mengunin sé þrenns konar: grunn-
vatnsmengun, jarðvegsmengun og
mengun vegna mannvirkja sem þarf
að fjarlægja, s.s. olíuleiðslur, olíu-
tankar og möstur. Þessi mannvirki
eru ýmist ofan- eða neðanjarðar.
Að sögn Magnúsar er olía aðal-
ástæða mengunarinnar og hefur
hún lekið frá starfsemi Bandaríkja-
hers í áranna rás. Á nær öllum stöð-
unum sextíu er mengunin olía, en á
þremur þeirra er þó vitað um örlitla
PCB-mengun í jarðvegi, segir
Magnús. Þá er vitað um öskuhauga,
sem gætu í framtíðinni mengað
grunnvatn.
PCB er skylt klórlífrænum efnum
og finnst í ýmsum iðnvarningi, að-
allega í olíu. Það safnast fyrir í fitu-
vef lífvera sem lifa í jarðvegi, seti og
sjó, þegar þær éta PCB-ríkan jarð-
veg.
Ríkisstjórnin lýsti því yfir í fyrra-
dag að stofnað yrði hlutafélag í eigu
ríkisins um framtíðarþróu
breytingu fyrrverandi varn
á Keflavíkurflugvelli.
verður m.a. ætlað að bera
hreinsun svæðisins. Magn
ráð fyrir því að Heilbrig
Suðurnesja hafi eftirlit m
hreinsun. Hann segir að vi
unina verði notaðar þekkta
urkenndar aðferðir.
Magnús hefur ekki
áhyggjur af svæðum, sem
eru menguð af olíu. Hann
sjálfu sér stafi lítil hætta
blettum. „Olíubletturinn e
kyrr, hann sest í jarðveg og
ur í berginu. Þú sérð hann
sinni. Hann getur þó menga
vatn ef regnvatn skolar ho
ur en yfirleitt situr hann fa
Magnús segir að ráðist h
hreinsun á olíumenguðum
á Nikkelsvæðinu svonefn
nokkrum árum vegna
Bandaríkjamenn voru að
svæði til Íslendinga, og ti
reisa þar íbúðabyggð. Þar
Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis
Ekki eins slæmt
og við mátti búast
Brotthvarf varnarliðsins hefur á ný beint kastljósinu að umhverfismálum á
varnarsvæðunum. Íslendingar taka við svæðunum um mánaðamót. Heilbr
iseftirlit Suðurnesja hefur vitneskju um sextíu mengaða staði á þeim.
Í TENGSLUM við brottför
Bandaríkjahers frá landinu hyggst
ríkisstjórnin efla öryggisgæslu
innanlands og almannavarnir með
ýmsum hætti. Einnig á að efla
samstarf Íslands og Bandaríkj-
anna á sviði landhelgisgæslu, inn-
flytjendamála, löggæslu, tollgæslu
og landamæraöryggis. Þetta kem-
ur fram í samkomulagi við Banda-
ríkin vegna brottfarar herliðsins
og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
um ný verkefni vegna hennar.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
kemur m.a. fram að samstarf land-
helgisgæslu, slökkviliða og björg-
unarsveita verði aukið enn frekar,
þannig að tryggja megi þátttöku
varaliðs hvarvetna sem þess kann
að vera þörf í landinu.
Varalið til öryggis
Til að efla „almennt öryggi“
verður við endurskoðun laga um
almannavarnir hugað að því að
koma á fót miðstöð þar sem tengd-
ir verði saman allir sem koma að
öryggismálum innanlands, hvort
sem er vegna náttúruhamfara eða
vegna hættu af mannavöldum.
Dagleg stjórn miðstöðvarinnar
verði á vegum dómsmálaráðherra
en til að tryggja sem best samhæf-
ingu innan miðstöðvarinnar munu
forsætisráðherra, utanríkisráð-
herra, samgönguráðherra, heil-
brigðisráðherra og umhverfisráð-
herra sitja í yfirstjórn hennar, auk
dómsmálaráðherra.
Þá segir í yfirlýsingunni að
tryggt verði að íslensk stjórnvöld
hafi lögheimildir til náins sam-
starfs við stjórnvöld og alþjóða-
stofnanir þar sem skipst er á trún-
aðarupplýsingum. Ríkisstjórnin
muni vinna að því að koma á lagg-
irnar samstarfsvettvangi fulltrúa
stjórnmálaflokkanna þar sem
fjallað verði um öryggi Íslands á
breiðum grundvelli, m.a. í sam-
starfi við sambærilega aðila í ná-
lægum löndum.
Starfi með sérsveitum hersins
Fjallað er um nánari samvinnu
við Bandaríkin á sviði öryggismála
í samkomulaginu við Bandaríkja-
menn. Þar kemur m.a. fram að
reglulega muni fara fram reglu-
legar viðræður sérfræðinga um ör-
yggismál, jafnt hernaðarleg sem
önnur öryggismál og er tekið fram
að umræðuefni verði m.a. samstarf
og upplýsingamiðlun á sviði
hryðjuverkavarna, löggæslu,
landamæraeftirlits og öryggis á
hafinu. Fram kemur að Bandaríkin
og Ísland ætli að „auka og styrkja
samstarf á sviði löggæslu og
landamæraöryggis til þess að
hamla gegn og verjast ógnum sem
steðja að báðum ríkjunum frá al-
þjóðlegum hryðjuverkum, þar með
talið með æfingum, þjálfun og
starfsmannaskiptum milli lög-
regluliða ríkjanna, sérsveita
Bandaríkjahers og sérsveitar ís-
lensku lögreglunnar, auk stofnana
sem koma að innflytjendamálum,
tollgæslu og landamæragæslu,
sem og milli Alríkislögreglu
Bandaríkjanna og viðeigandi op-
inberra aðila á Íslandi.“
Þá muni Bandaríkin og Ísland
kanna leiðir til þess að auka sam-
starf milli bandarísku strandgæsl-
unnar og Landhelgisgæslunnar
með æfingum, þjálfun og starfs-
mannaskiptum.
Að auki sé til athugunar að
bandaríska strandgæslan annist
þarfagreiningu varðandi þjálfun
Landhelgisgæslunnar og kaup
hennar á búnaði.
Öryggisgæsla
og almanna-
varnir efldar
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
RATSJÁRSTOFNUN
við eftirliti með óþekkt
vélum í íslenskri lofthe
slíkt eftirlit á vegum v
ins lagðist niður í lok m
Ekki þarf að fjölga sta
mönnum stofnunarinna
taka að sér þetta verke
Í yfirlýsingu ríkisstj
arinnar um ný verkefn
lenskra stjórnvalda við
varnarliðsins frá því á
kom fram að gerðar ha
ráðstafanir til að lesið
öllum merkjum Ratsjá
unar er þýðingu hafi v
irlits með flugvélum í l
Íslands. Ólafur Örn Ha
forstjóri Ratsjárstofnu
festi í samtali við Morg
í gær að stofnunin mun
sér þessi verkefni.
Eins og fram hefur k
Morgunblaðinu hafa flu
Fylgst með Ratsjáreft
Rats
irliti