Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 30

Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 30
Í leiðara Morgunblaðsins í gær um botnvörpubann og vísindi er sagt: „Æ fleiri komast á þá skoðun, að botnvörpuveiðar séu ekki forsvar- anlegar, vegna þess að þær valdi svo miklum skemmdum á sjávarbotn- inum að þær eyðileggi kóralmynd- anir og jarðmyndanir og þarmeð lífsskilyrði ýmissa botndýra og fiska. Röksemdafærslan er m.a. sú, að botnvörpuveiðarnar séu ekki sjálf- bærar, gjöful fiskimið séu smátt og smátt eyðilögð með veiðarfærunum og verði ónýt um langt árabil eða jafnvel um alla framtíð.“ – Vitnað m.a. í ályktun 1.136 vísindamanna í Kuala Lumpur fyrir rúmum tveimur árum um áskorun til Sameinuðu þjóðanna um tímabundið bann við togveiðum. Í þessu sambandi vill undirritaður benda á, að umrædd ályktun fól í sér auk textans að fram- an og sem birtist í leiðaranum, þann rökstuðning, að veiðarnar valdi minnkun á „líffjölbreytileika“ (biodi- versity), en þar er m.a. um að ræða erfðabreytingar. Á síðustu árum hafa komið fram vaxandi upplýs- ingar um erfðabreytingar fiska, sem verða með netveiðarfærum á upp- vaxtarskeiði fiska og er þar um að ræða bæði botnvörpu og dragnót. Þessi hlið málanna er illa eða ekki sýnileg og næstum útilokað að sanna, því tölfræðirannsóknir geta ekki einar falið í sér sönnun, en botnskemmdir er unnt að sanna og því er oftast minnst aðeins á þær. Hópur hæfra vísindamanna hefur áætlað, að skemmdir af völdum botnvörpu séu að einum þriðja af völdum botnskemmda og að tveimur þriðju af völdum erfðabreytinga vegna sífelldrar stærðarflokkunar Athugasemd við leiðara Frá Jónasi Bjarnasyni: með veiðunum. Víða eru nú fiskar mjög breyttir af þessum sökum og verða þeir miklu yngri kynþroska en áður auk þess sem þeir vaxa hægar og frjósemi minnkar. Margir hópar vísindamanna eru nú að rannsaka erfðabreytingar af þessu tagi og eru þær m.a. nú einnig stundaðar á Hafró en aðeins svör við fáum spurningum liggja fyrir. Nauðsyn- legt er að þessar upplýsingar komi fram með annarri röksemdafærslu um skaðsemi botnvörpuveiða. Það er nauðsynlegt að Íslendingar taki undir framangreind sjónarmið og reyni ekki að gera lítið úr þeim og kenna þau bara við tilhneigingar til alþjóðlegrar stjórnunar fiskveiða heldur aðallega til verndunar nytja- fiska í víðum skilningi. JÓNAS BJARNASON, efnaverkfræðingur dr.rer.nat. 30 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mjög falleg 5-6 herbergja íbúð á tveimur hæðum ásamt bílskúr og ca 18 fm suður- svölum með miklu útsýni á góðum stað í Grafarvogi. Íbúðin er vel skipulögð, 130,5 fm (svalir ekki inn í fmtölu) og bílskúr 23,6 fm. VERÐ 31,5 millj. Upplýsingar gefur Þóra Þrastardóttir sölufulltrúi í síma 822-2225 TIL SÖLU NÝTT- FROSTAFOLD - 112 RVÍK ÓSKÖP voru sorgleg við- brögð Jóns Sigurðssonar for- manns Framsóknarflokksins við þeirri hugmynd Ómars Ragn- arssonar að fullgera Kára- hnjúkavirkjun en nota hana síð- an eingöngu sem minnismerki um „hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir framtíð- arinnar og eigin samvisku“. Því þótt hugmynd Ómars kunni að virðast nokkuð geggjuð í fyrstu, þá sýnist hún þó vera furðu vel ígrunduð og í raun það eina sem getur bjargað orðstír okkar kynslóðar í sögunni. En Jón Sigurðsson lét aðeins svo um mælt að hér væri aug- ljóslega um að ræða „gam- anmál“. Þótt Ómar Ragnarsson sé vissulega skemmtilegur maður er þessi hugmynd þó ekkert grín, heldur reyndar einhver sú besta sem ég hef nokkru sinni heyrt. Ónotuð Kárahnjúkavirkj- un verður stórfenglegt minn- ismerki sem mun – þó ekki væri annað – draga hingað ferða- menn í margar aldir. Virkjunin gæti þannig orðið eitt athygl- isverðasta og merkilegasta und- ur nútímans. Ég mundi að minnsta kosti ferðast langar leiðir til að skoða svo mik- ilfenglegt og einstætt minn- ismerki. Sorgleg voru líka viðbrögð Geirs H. Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins við þessari hugmynd. En þau voru engin. Því það virðist vera plagsiður Geirs að láta ekki ná í sig, ansa engu, vera einhvers staðar ann- ars staðar. Eru þetta forystumennirnir sem við viljum? Menn sem af- greiða með þögn eða hótfyndni hugmynd sem leitast við að af- stýra því stórslysi sem virkj- unin er? Og gæti reyndar orðið til þess að bjarga leifunum af orðstír einmitt þeirra sem hyggjast innan nokkurra daga hleypa vatni á Hálslón. Því það er mála sannast að verði af þessu stórslysi mun orðstír ekki bara Halldórs Ás- grímssonar og Davíðs Odds- sonar fara fyrir lítið í sögubók- um framtíðarinnar, heldur líka orðstír þeirra Jóns Sigurðs- sonar og Geirs H. Haarde. Illugi Jökulsson Sorgleg viðbrögð Höfundur er rithöfundur. ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 5. september sl. skruppu allmargir landsmenn austur á Þingvöll til að fylgjast með lista- manninum Rúrí fremja gjörning við Drekkingarhyl. Gjörningurinn var áhrifamikill og vakti marga viðstadda af værum blundi: að horfa aftur um öxl til skelfilegrar fortíðar. Listakonan var greini- lega að vekja athygli á þessari glórulausu sál- arlausu grimmd gagn- vart fátækum, varn- arlausum og umkomulausum konum fortíðarinnar sem höfðu það eitt til sakar unnið að hafa fætt börn utan hjónabands. Góðir listamenn láta yfirleitt öðr- um eftir að túlka list þá sem þeir færa þjóðum heims hverju sinni. Hlutverk okkar leikra sem lærðra er að túlka listina og nota til þess þau skynfæri og þær gáfur og næmi sem okkur hefur verið gefið í öndverðu. Einn frægasti gjörningur sem framinn hefur verið á Íslandi var þegar Rúrí kom fyrir um 20 ára gömlum gullnum eðalvagni af Mercedes Bens gerð á Lækjartorgi sumarið 1974. Á tilteknum aug- lýstum tíma mætti listakonan á torg- ið með allmikla sleggju sér í hönd. Án nokkurs hiks réðst hún á hið gullna tákn með sleggjunni og linnti ekki látum fyrr en það sem áður var eftirsóttur og verðmætur gripur, breyttist á nokkrum mínútum í bíl- flak eins og hvert annað rusl. Sjón- arvottar töldu listakonuna gengna af göflunum: að eyðileggja forkunn- arfagran og dýran bílinn. Auðvitað var Rúrí að skírskota til gullkálfsins og í þann atburð bibl- íunnar þegar Móse leið- togi gyðinga kom niður af fjallinu og braut gull- kálfinn í eyðimörkinni. Áleitin spurning er hvort listakonan hafi verið að skírskota til annars en fortíðarinnar í gjörningunum við Drekkingarhyl? Hvað með samtíð listamanns- ins? Í fréttum er alltaf öðru hvoru sagt frá þar sem verið er að níðast á konum. Spurning er hvort Rúrí hafi viljað vekja athygli á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. Græðgi og ágirnd margra er nokk- uð sem skemmt hefur mikið út frá sér í samfélaginu. Þriðjudaginn 29. ágúst ritaði sr. Gunnar Kristjánsson prófastur á Reynivöllum í Kjós frá- bæra grein í Morgunblaðið: Stríð streymir Jökla, um ágirndina og freistinguna. Höfundur tengdi mál sitt deilunum miklu um Kárahnjúka. Hafi hann bestu þakkir fyrir og megi greinin verða sem flestum Íslend- ingum hvatning til alvarlegrar um- hugsunar. Stjórnvöld allra tíma eru bæði seint og snemma að taka ákvarðanir og sumar hverjar oft mjög umdeild- ar. Þá er ekki alltaf farið eftir þjóð- arvilja eða því sem flestir vilja. Þá er stundum vísað til fulltrúalýðræðis þó svo að kannski aðeins einn eða í besta falli tveir eða þrír hafi í raun og veru tekið ákvörðun! Fyrir kemur, að ekki er einu sinni haft fyrir því að leita til sérfræðinga sé einhver vafi á ferð, stundum er skoðunum þeirra stungið undir stól. Umdeild ákvörð- un er tekin og ekki aftur snúið. Nú er unnt að drekkja ýmsu fleira en fátækum og varnarlausum konum á Íslandi. Tiltölulega auðvelt er fyrir ósvífna valdsmenn að drekkja skoð- unum og viðhorfum annarra í þjóð- málaumræðunni. Jafnvel mannrétt- indi er auðvelt að troða niður í svaðið. Hvað með réttlætið? Auðvelt er að sniðganga það einnig einkum þegar lög og reglur eru óskýrar. Skyldi þá ekki jafnvel heilu dalirnir og hálendi landsins falla jafnvel sem fórn og landslagi breytt í þágu gróðafíkninnar? Listamenn allra tíma hafa oft not- að konuna sem tákn fegurðar náttúr- unnar. Hafi listamaðurinn Rúrí bestu þakkir fyrir vel úthugsaðan gjörning við Drekkingarhyl. Ég bíð spenntur að fylgjast með þeim næsta. Gjörningurinn við Drekkingarhyl Guðjón Jensson fjallar um gjörninga og gróðafíkn Guðjón Jensson »Nú er unnt aðdrekkja ýmsu fleira en fátækum og varnarlausum konum á Íslandi. Höfundur er forstöðumaður bóka- safns og leiðsögumaður. NÝLEGA kynnti heilbrigð- isráðherra tillögur um aðgerðir til að efla þjónustu við börn með hegðunar- og geð- raskanir. Tillögurnar gera ráð fyrir að styrkja öll þjónustustig, frá sérhæfðri þjónustu Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans (BUGL) til almennrar grunnþjónustu heilsu- gæslustöðva. Í umfjöll- un og skipulagningu heilbrigðisþjónustu, eru gjarnan skilgreind þrjú þjónustustig; 1. stig al- mennrar grunnþjón- ustu, 2. stig sérhæfðari þjónustu inn- an almenna kerfisins og 3. stig sérhæfðra stofnana svo sem BUGL. Í tillögunum kom m.a. fram að efla eigi Miðstöð heilsuverndar barna (MHB) og að ákveðinn hluti grein- ingar og ráðgjafar færist þangað frá göngudeild BUGL. MHB er sérstök 2. stigs starfseining innan vébanda Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins sem sinnir ýmiss konar sér- hæfðu klínísku starfi og verkefnum í samstarfi við heilsugæslustöðvar. Að auki hefur MHB margþætt hlutverk gagnvart heilsugæsl- unni á landsvísu, ekki síst hvað varðar fræðslu, þróunarstarf og ráðgjöf, sem ekki verður gerð nánari skil hér. Eitt þriggja sviða á MHB er Þroska- og hegðunarsvið þar sem þverfaglegt teymi barna- lækna, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sál- fræðinga og sjúkraþjálfara hefur frá árinu 1998 byggt upp öflugt úrræði við greiningu þroska- og hegð- unarfrávika 0-6 ára barna. Þessi starfsemi, sem þjónar höfuðborg- arsvæðinu og nærliggjandi héruðum, hefur mælst vel fyrir og er í nánum tengslum við ung- og smábarna- vernd, leikskóla, ráðgjafarskrifstofur leikskóla o.fl. aðila. Á síðastliðnu ári var ákveðið að auka þjónustu á MHB fyrir börn með hegðunar- og geðvanda og bjóða m.a. upp á greiningu og ráðgjöf vegna gruns um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og skyldra raskana. Ákvörð- unin kom til bæði vegna tilmæla frá þáverandi ráðherra og til að bregðast við löngum biðlistum víða í þjón- ustukerfinu. Samstarf við BUGL Til að efla sérhæfingu við greiningu og meðferð geðraskana barna á MHB og tryggja sem best gæði og samfellu þjónustunnar hefur frá upphafi verið haft fullt samráð við BUGL við þróun þessarar auknu þjónustu. Gerður var formlegur samstarfssamningur sem kveður á um fræðslu og reglulega handleiðslu sérfræðinga BUGL til fag- fólks greiningarteymisins á MHB. Þessi stuðningur hefur verið ómet- anlegur enda eru þeir sálfræðingar, barnageðlæknir og félagsráðgjafi sem sinna þessari ráðgjöf og handleiðslu öll meðal færustu og reyndustu sérfræð- inga landsins á þessu sviði. Markmið samstarfssamnings MHB og BUGL er „… að stuðla að bættri þjónustu við börn sem hafa vísbend- ingar um athyglisbrest, ofvirkni og aðrar hegðunartruflanir með því að auka aðgengi að sérhæfðri greiningu, meðferð og eftirfylgd annarrar línu þjónustu í heilsugæslunni og draga þar með úr álagi á þriðju línu þjónustu sem veitt er frá BUGL“. Sú staðreynd að ekki er starfandi barnageðlæknir á MHB er ekki vegna áhuga- eða skilningsleysis á nauðsyn þess, heldur vegna þess að fram til þessa hefur ekki verið fjár- magn til slíkrar ráðningar. Tillögur ráðherra um að efla sérhæft starf á MHB fela vonandi í sér að ráðrúm skapist til að bæta úr þessu og ráða fleira sérmenntað starfsfólk, þ.á m. barnageðlækni. Þótt eflaust sé hægt að færa rök fyrir því að enn betur megi gera í efl- ingu þjónustu við börn sem stríða við hegðunar- og geðvanda, ber að fagna þeirri viðleitni sem tillögur ráðherra fela í sér. Það hvernig fagfólk á hin- um ýmsu þjónustustigum vinnur úr þeim tækifærum sem þarna eru sköpuð mun ekki síst hafa áhrif á hvernig til tekst . Orð í belg Gyða Haraldsdóttir skrifar um þjónustu við sérstök börn » Tillögur ráðherraum að efla sérhæft starf á MHB fela von- andi í sér að ráðrúm skapist til að bæta úr þessu og ráða fleira sér- menntað starfsfólk … Gyða Haraldsdóttir Höfundur er sálfræðingur og sérfræð- ingur á sviði föltunar barna og sviðs- stjóri Þroska- og hegðunarsviðs MHB. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.