Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 33
✝ Helgi Hall-grímsson fædd-
ist á Húsavík 5.
maí 1950. Hann
lést 18. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Hallgrímur Stein-
grímsson, f. 21.2.
1908, d. 27.2. 1997
og Sigríður Jónína
Helgadóttir sem
dvelur að Hvammi
á Húsavík, f. 26.11.
1922. Systkini
Helga eru Alda
Halldóra, f. 10.5. 1939, Þuríður,
f. 17.3. 1942 og Steingrímur, f.
20.2. 1948.
Helgi kvæntist hinn 18. febr-
úar 1977 Helgu Guðrúnu Er-
lingsdóttur hjúkrunarfræðingi,
f. 18.2. 1956. Börn
þeirra eru Stein-
þór pípulagning-
armaður í Reykja-
vík, f. 12.10. 1978,
Sigríður Svana
laganemi í Reykja-
vík, f. 5.12. 1983
og Arnar verka-
maður á Akureyri,
f. 27.5. 1988.
Helgi lauk
sveinsprófi í bak-
araiðn 1977 og
starfaði allt fram
til ársins 2000 í
þeirri grein. Frá árinu 2000
starfaði hann við Sundlaug Ak-
ureyrar.
Útför Helga verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Þær systur, sorg og gleði hafa
löngum átt samleið. Svo nánar eru
þær að sú skoðun er ríkjandi að eng-
inn kynnist þeim nema báðum í einu.
Enginn gleðjist af alhug nema þekkja
sorgina og enginn syrgi heldur nema
hafa fyrst kynnst gleðinni. Þessar
systur bönkuðu á dyr okkar fjölskyld-
unnar við fráfall Helga Hallgrímsson-
ar. Sorgin fór fyrir þeim systrum og
sló okkur öll út af laginu, eins og
henni er lagið.
Þegar litið er um öxl þá rifjast upp
svo margar yndislegar minningar um
góðan mann. Margar þessar minn-
ingar tengjast ættaróðalinu Harð-
angri á Húsavík þar sem margt
skemmtilegt gerðist. Helgi stundaði
knattspyrnu af kappi á árum áður og
var mjög ötull með sínu liði á Húsa-
vík, og finnst okkur í minningunni
eins og Helgi hafi alltaf verið með
boltann á lofti á sínum yngri árum og
þrátt fyrir að hann hætti að spila
sjálfur þá fylgdist hann grannt með
boltanum alla tíð. Helgi var litli bróðir
mömmu og vorum við þeirrar gæfu
aðnjótandi að hann og Helga kona
hans fluttust til Akureyrar fyrir rúm-
um 20 árum síðan og var mikill sam-
gangur á milli fjölskyldnanna. Oft var
glatt á hjalla, mörg málefni líðandi
stundar rökrædd og var þá oft stutt í
glettið augnaráð og bros hjá Helga,
sem mun fylgja okkur í minningunni
alla tíð. Það var gott að ræða við
Helga því hann hafði svo einlægan
áhuga á því sem við vorum að gera og
var góður hlustandi. Helgi og Helga
eignuðust 3 börn og var Helgi mikill
fjölskyldumaður og börnum sínum
einstakur faðir.
Helgi fékk tvisvar sinnum frænd-
systkini í afmælisgjöf sem honum
þótti mjög vænt um og var hann stolt-
ur yfir þeim og gjafmildur í þeirra
garð á afmælisdegi þeirra. Mjög oft
hefur það heyrst síðustu mánuði, þeg-
ar lítill drengur keyrir stóra græna
traktorinn sinn „Helgi frændi gaf
mér“ Elsku Helgi við minnumst þín
með væntumþykju og virðingu og
hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Elsku Helga, Steinþór, Sigga
Svana og Arnar, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Rafn, Alda, Gísli, Gunnar,
Vigdís, Anna og fjölskyldur.
Sumarið er liðið og haustið er í
nánd.
Fyrstu laufin eru fallin og brátt
fölnar allur jarðargróður, það hefur
líka haustað í hugum okkar sem
starfa við Sundlaug Akureyrar.
Genginn er góður drengur. Við
minnumst Helga Hallgrímssonar
sem góðs vinar og starfsbróður, það
var alltaf hægt að leita til Helga með
ýmislegt. Hann var hreinnskiptinn og
sanngjarn, léttfættur skokkaði hann
um sundlaugarsvæðið, beygði sig
gjarnan og tínir upp rusl er á vegi
hans verður, stoppar þegar hann
mætir okkur fer með vísukorn, eða
fleyg orð úr bók sem hann hefur lesið.
Og þannig viljum við minnast hans,
með sólina í fangið og vísukorn á vör.
Þær voru margar bækurnar sem
hann las, og vísurnar sem hann kunni.
Hann kunni skil á góðum bókum og
slæmum, vel ortum vísum og illa
kveðnum. Það var gaman að heyra
hann fara með vísur og sögur sem
þeim fylgdu. Hann kunni þá list að
tala hreint út um hlutina. Enda duldi
hann okkur ekki um hvernig honum
leið. Við þökkum honum fyrir góða
samvinnu í okkar starfi, er við kveðj-
um góðan vinnufélaga með miklum
söknuði.
Eiginkonu, börnum, móður, systk-
inum og öllum þeim sem eiga um sárt
að binda sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Starfsfólk Sundlaugar
Akureyrar.
Haustið er komið. Litbrigði jarð-
arinnar svo undrafögur. Fjallatopp-
arnir að fá á sig hvítan hjúp. Berja-
brekkurnar skarta sínu fegursta og
vel þroskuð berin bíða þess að ein-
hver komi og tíni.
Fuglar himinsins svífa yfir landi,
snortnir af fegurðinni, meðvitaðir um
að brátt styttist í ákvörðunartöku um
að vera eða ekki vera.
Það er erfið ákvörðum á fögrum
haustdegi að yfirgefa landið sitt og
fljúga til framandi landa.
Þannig er því líka varið um okkur
mennina, þegar við tökum ákvörðun
um vistaskipti. Ákvörðun sem mörg-
um þykir undarleg. Henni verður
hinsvegar ekki breytt og þeirri
ákvörðun verður einungis áfrýjað til
æðra dómstigs.
Fréttin um fráfall æskufélaga,
skólabróður og góðs vinar, Helga
Hallgrímssonar, var harmafregn, sár
og miskunnarlaus. Eftir situr minn-
ing, tær og fögur um góðan dreng.
Helgi í Harðangri, eins og hann var
jafnan nefndur, kenndur við það forn-
fræga hús Harðangur, sem vantar
einungis eitt ár til að uppfylla ár-
hundraðið, varð strax í upphafi skóla-
göngu slíkur atgervismaður til allra
íþrótta, að allir aðrir voru í löngum
fjarska. Í leikfimisal Barnaskóla
Húsavíkur, sem þá þótti einn glæst-
astur íþróttasala landsins, undi Helgi
sér löngum við allskyns íþróttir.Haft
var á orði að í öngvu skipti það dreng-
inn hvort hann gekk á tveimur jafn-
fljótum eður á höndum yfir salinn
endilangan.
Þrátt fyrir að hafa fyrir margt
löngu yfirgefið æskustöðvarnar var
Helgi mikill Húsvíkingur og honum
þótti undurvænt um bæinn sinn. Sú
væntumþykja var mjög sýnileg, ekki
síst þegar hugðarefni hans, íþróttir,
voru annars vegar. Hann var afar
duglegur að sækja íþróttaleiki alls-
konar og hvetja Völsung til dáða. Við,
félagar hans og skólasystkin, minn-
umst hans í okkar hópi sem gleðigjafa
og góðs félaga.
Um margra ára skeið hefur ár-
gangur 1950 hist nokkuð reglulega og
þar höfum við endurnýjað vináttu og
væntumþykju þá sem stofnað var til í
aðdraganda æskunnar.
Þegar kallið kemur er ekkert svar
til annað en já. Helgi Hallgrímsson
hefur sagt sitt já og þarmeð burtkall-
ast frá þessari tilvist. Við, samferða-
menn hans og vinir, kveðjum góðan
dreng og óskum honum velfarnaðar
inn í eilífðina. Hafðu þökk kæri vinur
fyrir yndislega vináttu margra ára.
Eiginkonu, börnum, aldraðri móð-
ur, systkinum og öðrum aðstandend-
um sendum við samúðarkveðjur.
F.h. árgangs 1950,
Þorkell Björnsson.
Helgi Hallgrímsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ERLA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Hrísey,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudag-
inn 18. september.
Jarðsungið verður frá Hríseyjarkirkju föstudaginn
29. september kl. 14.00.
Jóhann Sigurbjörnsson,
Sigurður Jóhannsson, Kirsten Ruhl,
Steinunn Jóhannsdóttir, Barði Sæmundsson,
Sólveig Jóhannsdóttir, Sæmundur Guðmundsson,
Lovísa Jóhannsdóttir, Guðlaugur Georgsson,
Jóhann Pétur Jóhannsson, Margrét Sigmundsson,
Þröstur Jóhannsson, Kristín Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg frænka okkar og mágkona,
GUÐBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR
frá Hólmavík,
dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði,
lést laugardaginn 23. september.
Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu föstudag-
inn 29. september kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurbjörg Ragnarsdóttir og systkini,
Jónas Ingimundarson og systkini,
Margrét Karlsdóttir.
Ástkær sonur okkar, fóstursonur, bróðir, mágur
og frændi,
KRISTJÁN ÞÓRÐARSON,
varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn
23. september.
Jarðarför auglýst síðar.
Aðalheiður Kristjánsdóttir, Vigfús Árnason,
Þórður Rafn Guðjónsson, Jónína Björnsdóttir,
Guðjón Þórðarson, Jensína Helga Finnbjarnardóttir,
Ingvar H. Þórðarson,
Elísa Vigfúsdóttir, Guðmundur Þorleifsson,
Sigrún Óladóttir, Hafsteinn Stefánsson
og frændsystkin.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVAVA J. JÓHANNESDÓTTIR,
Holtsbúð,
Garðabæ,
áður til heimilis
í Melási 12,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum Hringbraut sunnudaginn 24. september.
Guðmundur Bjarni Friðfinnsson, Alda Sigríður Ásmundsdóttir,
Erna Friðfinnsdóttir,
Pétur Hákon Friðfinnsson, Hjördís Braga Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
DR. JAKOB SIGURÐSSON,
Hraunteigi 28,
Reykjavík,
er látinn.
Katrín Sívertsen,
Hildur Jakobsdóttir Deakin,
Björg Jakobsdóttir,
Jón Örn Jakobsson.
Elskuleg dóttir mín, móðir og amma,
SVEINBJÖRG DÓRA SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Suðurvegi 16,
Skagaströnd,
lést mánudaginn 25. september.
Jarðarförin fer fram frá Hólaneskirkju laugardag-
inn 30. september kl. 14.00.
Sveinbjörn Jónsson,
Guðrún Björk Elísdóttir, Óli Aadnegard,
Guðjón Páll Hafsteinsson,
Bergrós Helga Hafsteinsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu, Hátúni 12, þriðjudaginn
26. september.
Jón Oddur Kristófersson, Marín E. Samúelsdóttir,
Guðmundur J. Kristófersson, Inga Jóhannsson,
barnabörn og langömmubörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar