Morgunblaðið - 28.09.2006, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásthildur Eyj-ólfsdóttir Finlay
fæddist í Braut-
arholti á Kjalarnesi
28. september 1917,
en ólst upp í Reykja-
vík. Hún lést á
heimili sínu í Bus-
hey í Hertfordskíri
á Englandi 22. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Eyjólfur Jó-
hannsson, frá
Sveinatungu í Borg-
arfirði, forstjóri
Mjólkurfélagsins, f. 27. desember
1895, d. 1. apríl 1959 og Helga
Pétursdóttir frá Keflavík, f. 12.
mars 1894, d. 5. janúar 1979.
Systkini Ásthildur eru Jóhann, f.
19. maí 1919, d. 3. janúar 2006 og
Ingibjörg, f. 23. október 1925,
ekkja búsett í Hafnarfirði.
Ásthildur giftist 1942 William
Alexander Finlay, f. 11. júlí 1918,
d. í september 1986.
Árið 1942 flutti
hún til Bretlands en
William var þá í
breska hernum.
Börn þeirra eru
James William Eyj-
ólfur, f. 4. janúar
1943, Peter Roland
Cloud, f. 26. nóv-
ember 1944, Helga,
f. 1. júní 1947 og
Ingibjörg Fionn-
lagh, f. 22. október
1949.
Ásthildur stund-
aði nám í Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Einnig
stundaði hún nám í Danmörku og
Þýskalandi. Þá vann hún við rit-
arastörf hér heima.
Eftir að Ásthildur flutti til Bret-
lands helgaði hún sig heimilinu og
börnunum,en tók einnig þátt í
starfi breska Íhaldsflokksins.
Útför Ásthildar var gerð frá St
James Church í Bushey 10. ágúst.
Þegar komstu þá var hlýtt,
þau voru okkar kynni,
allt var göfugt, gott og blítt
er gafst í návist þinni,
ef að jarðlífs mæddu mein
mest var kærleiksdáðin,
skorinorð og hjartahrein
hollust gafstu ráðin.
Þannig orti móðir mín Guðrún
Jóhannsdóttir.
Þessi orð eiga vel við er ég kveð
frænku mína, en í dag eru 89 ár lið-
in frá fæðingu hennar.
Ég stend við dyrnar í Arthur
Street og banka. Ég heyri lásinn
opnast og slagbrandur tekinn frá, í
dyrunum stendur heimskonan Ást-
hildur Eyjólfsdóttir Finlay. Eftir
kossa og faðmlög var sest niður og
ekki gekk engill um stofuna þegar
við frænkurnar hittumst. Þá voru
öll mál heimsins rædd, stjórnmálin,
vísindin og allar þær framfarir sem
orðið höfðu að ógleymdu hvað leik-
húsin buðu upp á. Hún dró fram
bókastaflann sem hún var að ljúka
við að lesa, því það var bókin og
lestur blaðanna sem hélt heiminum
opnum fyrir henni.
Þá dáði ég sem yngri frænka
„Portera sögurnar hennar“, en það
voru fjölskyldusögurnar sem hún
sagði mér. Það voru frásagnir af því
þegar fjölskyldur okkar komu sam-
an á æskuheimili hennar að Óðins-
götu 5 í Reykjavík, en það hús
byggði faðir hennar og móðurbróðir
minn Eyjólfur Jóhannsson og
nefndi þá húsið Sveinatungu eftir
æskuheimili sínu í Borgarfirði. Og
ekki vantaði okkur kímnigáfuna,
þar eins og í mörgu öðru fundum
við að rætur okkar lágu saman,
þegar við velltumst um af hlátri.
Ásta,eins og hún var jafnan köll-
uð, ólst upp í Reykjavík, sótti nám í
Kvennaskólanum og eftir það
stundaði hún ritarastörf. Sem ung
stúlka ferðaðist hún meira um Evr-
ópu en algengt var á þeim tíma.
Dvaldi lengi í Kaupmannahöfn, og
fleiri borgum og oft var hún með
föður sínum í viðskiptaferðum.
Þetta var fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina.
Hernám Breta 1940 hafði mikil
áhrif á líf frænku. Þá kynntist hún
ungu glæsimenni, breskum lögfræð-
ingi William Finlay. Ástin blómstr-
aði og 1942 þá nýgift, flutti hún af
landi burt til Englands. Fór hún þá
með bresku herskipi frá Akureyri,
en Willi eins og við kölluðum mann
hennar var þá starfandi erlendis í
breska hernum.
Meðan Willi gegndi herskyldu,
bjó Ásta hjá tengdaforeldrum sín-
um og eignaðist drengina James
1943 og Peter 1944 sem báðir eru
búsettir í Bretlandi. Seinna komu
dæturnar Helga 1947 búsett í
Bandaríkjunum og Ingibjörg 1949,
búsett í Ástralíu. Öll börnin hlutu
góða menntun, en það en var sam-
eiginlegt kappsmál þeirra hjóna.
Ekki get ég rætt um frænku
mína án þess að minnast Willa
míns. Einn sá mesti „gentlemaður“
sem ég hef kynnst. Þau hjónin
komu oft til Íslands og Willi gekk
hringinn í kringum landið má segja.
Fyrst frá Akureyri til Reykjavíkur
og seinna kom hann einn og flaug
þá til Egilstaða og gekk til Víkur. Í
ferðum þessum var hann ekki búinn
neinum nýmóðins ferðafötum. Nei,
hann var klæddur eins og hann
væri að fara á skrifstofuna, í jakka-
fötum með slifsi í mokkasíum og
með sér hafði hann lítið tjald sem
hann svaf í, engan svefnpoka en
prímus og lítinn pott svo hann gat
hitað sér te og súpu og svo var auð-
vitað góð regnhlíf með í för. Þá
hafði hann með sér bók sem hann
skrifaði lýsingar á umhverfinu og
veðurfari eins og landkönnuður.
William lést fyrir 20 árum. Það
var mikil missir fyrir frænku.
Ásta kom seinast til Íslands fyrir
4 árum til að hitta okkur systk-
inabörnin á þorrablóti. Íslenskuna
talaði hún alltaf án hreims og með
miklum orðaforða. Hún leiðrétti oft
íslenskuna þegar rangt var skrifað
eða talað. Fyrir um ári síðan fór
heilsu hennar að hraka og flutti þá
Peter sonur hennar til hennar og
annaðist hana allt þar til að hún lést
á heimili sínu 22. júli síðastliðinn.
Hún var borin til grafar 10. ágúst
og hvílir hjá Willa sínum.
Ég kveð frænku mína með virð-
ingu. Líf mitt hefur verið ríkara að
kynnast henni.Ég bið góðan Guð að
vaka yfir öllum hennar niðjum.
Ingibjörg Bergsveinsdóttir.
Ásthildur Eyjólfsdóttir Finlay
✝ ÖrlaugurBjörnsson
(Muggur) fæddist í
Reykjavík hinn 24
júní 1933. Hann
andaðist á Landspít-
alanum Fossvogi
hinn 17. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
þau Björn Leví Þor-
steinsson hús-
gagnasmíða-
sérfræðingur frá
Geithömrum Svína-
dal, f. 27.6. 1907, d.
4.4. 1984 og Kristín Sveinbjörns-
dóttir húsmóðir frá Geishlíð
Flókadal, f. 3.8.1906, d. 14.9.
1980. Hann á fjóra bræður, þeir
eru Hreinn, kvæntur Sigríði Sig-
tryggsdóttur, Sveinbjörn, kvænt-
ur Ólínu Geirsdóttur, Þorsteinn,
kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur
og Sturla.
Örlaugur kvæntist Ástu Soffíu
Gunnarsdóttur 1962 og var
kvæntur henni í 20 ár. Sonur
hennar og fóstursonur hans er
Ingvar Kárason, kvæntur Sólrúnu
Skúladóttur, þau eiga fjögur
börn, þau eru Skúli Þorleifsson,
Ásta Hrönn Ingv-
arsdóttir unnusti
Kristján V. Þór-
marsson , dóttir
þeirra er María Sól
Kristjánsdóttir,
Arna Rún Ingv-
arsdóttir og Dröfn
Ólöf Ingvarsdóttir.
Örlaugur fór
fyrst í sveit upp í
Svínadal 2 ára gam-
all og var þar alltaf
sumarlangt í 10 ár.
Óhapp í æsku varð
til þess að annar fót-
ur hans var alla tíð styttri en hinn
og það háði honum. Heyrnin fór
hjá honum þar til hún var nánast
horfin og það einangraði hann
nokkuð frá umheiminum.
Örlaugur vann ýmsum störfum,
t.d. hjá Eimskip og svo var hann í
húsamálun. Lengst af var hann
húsvörður í Myndlista- og hand-
íðaskólanum, eða í ein 20 ár.
Hann bjó á hinum ýmsu stöðum
en að síðustu bjó hann á Aust-
urbrún.
Örlaugur verður jarðsunginn
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku Muggur afi, elsku hjart-
ans kallinn minn. Ég trúi því varla
að ég sitji hér og sé að skrifa til
þín kveðjuorð. Ég veit að þú ert
kominn á góðan stað þar sem þú
getur hvílt þig því ekki áttirðu allt-
af sjö dagana sæla hér á jörð. Það
gleður mig svo óendanlega mikið
að þú fékkst þó aðeins að kynnast
henni Maríu Sól dóttur minni.
Litla barninu sem ég veit að þú
varst búin að bíða eftir. Hún er svo
ung að hún á ekki eftir að muna
mikið eftir þér en ég skal passa
upp á að segja henni sögur, rifja
upp minningar með henni svo hún
viti hversu góðan langafa hún átti.
Ég mun segja henni frá öllum
þeim jólum sem við áttum saman,
alltaf beið maður spenntur eftir að
Muggur afi myndi láta sjá sig því
þegar hann var kominn vissi mað-
ur a fjörið væri að fara að byrja,
oftast fylgdi góð bók með í för í
fallegum pappír sem gladdi augað.
Eitthvað verða jólin nú í ár skrítin
án þín, en ég mun kveikja á kerti
fyrir þig og ég veit þú verður með
okkur í anda. Einnig mun ég segja
henni hversu spennt ég beið á
hverjum afmælisdegi eftir honum
afa mínum vitandi það að alltaf
væri lakkríspoki með í för. Þú
sagðir mér eitt sinn hversu glaður
þú værir fyrir mína hönd að ég
hafi fundið svona góðan mann til
að passa mig og spurðir ósjaldan
að því hvort ekki væru börn á leið-
inni áður en hún María Sól kom
svo undir. Núna undanfarið hafð-
irðu mestan áhuga á því hvernig
okkur liði í nýju íbúðinni þó að í
einstaka skipti hafirðu gleymt að
við værum flutt.
Ég veit að þetta er ekki endirinn
hjá þér, heldur byrjunin á ein-
hverju enn meira spennandi og því
kveð ég hér í bili en hlakka til að
sjá þig aftur þegar að því kemur.
Nú ertu farinn elsku frændi minn.
Frá okkar veröld lausn fékk andi þinn.
Á himinsboga blika stjörnur tvær.
Hve brosi í augum þínum líkjast þær.
Nú gengur þú til fundar Frelsarans.
Friðargjafans, náðar sérhvers manns.
Þar englar biðja í bláum himingeim
og bíða þess þú komir loksins heim.
(Svava Strandberg)
Vertu sæll og blessaður afi minn
og hafðu það sem allra best þarna
hinum megin.
Þín sonardóttir
Ásta Hrönn, Kristján
og María Sól.
Örlaugur Björnsson (Muggur)
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR JÓHANNSSON
vélstjóri,
hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum,
(áður til heimilis í Krummahólum),
sem lést laugardaginn 23. september verður jarð-
sunginn frá Seljakirkju föstudaginn 29. septem-
ber kl. 15.00.
Birna Einarsdóttir, Hermann Ingólfsson,
Jóhann Einarsson, Herdís Jakobsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg systir mín og mágkona,
ÁSTHILDUR EYJÓLFSDÓTTIR FINLAY,
f. 28. september 1917,
lést á heimili sínu í Bushey, Herts, Bretlandi, laug-
ardaginn 22. júlí.
Útför hennar var gerð frá St. James' Church í
Bushey fimmtudaginn 10. ágúst.
Fyrir hönd barna hennar og annarra aðstandenda,
Ingibjörg Eyjólfsdóttir,
Fríða Valdimarsdóttir.
Útför föður okkar og tengdaföður,
BJARNA VALDIMARSSONAR
fyrrum bónda Leirubakka, Landssveit,
verður gerð frá Leirubakka laugardaginn 30. september kl. 14:00.
Jarðsett verður í Skarðskirkjugarði.
Jón Bjarnason,
Kristín Bjarnadóttir Ævar S. Sigurjónsson,
Þórunn Bjarnadóttir, Carsten B. Möller.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAFSTEINN JÓNSSON
fyrrum rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins
á Hornafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn
30. september kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunar-
heimilið Höfn í Hornafirði.
Bára Hafsteinsdóttir, Bjarni Stefánsson,
Steinþór Hafsteinsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
HALLDÓRA AÐALSTEINSDÓTTIR
frá Laugavöllum,
verður jarðsungin frá Einarsstaðakirkju laugar-
daginn 30. september kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er beint á Heil-
brigðisstofnun Þingeyinga.
Aðalgeir Aðalsteinsson, Kristín Ólafsdóttir,
Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, Skúli Þór Þorsteinsson,
Björgvin Sigurgeir Haraldsson
og systkinabörn.