Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 41 menning Sú ákvörðun forsvarsmannaÞýsku Óperunnar að hættavið uppfærslu Mozart- óperunnar Idomeneo hefur vakið athygli margra og ekki eru allir á eitt sáttir um ákvörðunina.    Ástæða þessa er atriði í óp-erunni þar sem Idomeneo, konungur Krítar, heldur á höfði Múhameðs spámanns, Jesú Krists, Búdda og sjávarguðsins Posei- dons. Atriðið var þó ekki skrifað af Mozart sjálfum heldur er það viðbót leikstjórans, Hans Neu- enfels.    Forsvarsmenn Óperunnar sögðuákvörðunina vera tekna „af öryggisástæðum“ og þýska lög- reglan sagði atriði í uppfærslunni geta haft „óútreiknanlega áhættu“. Óttinn er sem sé fyrst og fremst við viðbrögð múslima við uppátækinu. Bannað er að per- sónugera Múhameð í myndum eða á annan hátt og minnast menn við- bragða við skopteikningunum af spámanninum sem birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten.    Kirsten Harms, óperustjóriDeutsche Opera, sagðist í viðtali harma ákvörðunina en sagði jafnframt að hún hefði ekki átt annars kosta völ þar sem hún beri ábyrgð á „öllu fólki á sviðinu, baksviðs og úti í sal,“ eins og hún orðaði það sjálf.    Þýska lögreglan segist hafafengið símtöl frá fólki sem sé andvígt uppsetningu verksins án þess þó að eiginlegar hótanir hafi átt sér stað. Uwe Kozelnik, tals- maður lögreglunnar, sagði lög- regluna ekki geta útilokað að óeirðir brytust út í kjölfar sýning- arinnar og þeir hefðu stutt ákvörðun Óperunnar þó svo að þeir hefðu ekki haft áhrif á hana.    Sem fyrr sagði hefur ákvörð-unin vakið athygli margra og margir fordæmt hana en aðrir segjast skilja hana. Fjöldi stjórn- málamanna og einstaklinga úr listageiranum í Þýskalandi hefur tjáð sig um málið, meðal annarra kanslari landsins, Angela Merkel. Hún gagnrýndi fosvarsmenn Óp- erunnar harðlega í viðtali við Neu Presse í gær og sagði hún það ótækt að gefa eftir tjáning- arfrelsið af ótta við öfgamenn sem séu reiðubúnir að grípa til ofbeld- is. Innanríkisráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, tók í sama streng og sagði ýmsa ganga of langt í viðleitni til að sýna múslim- um tillitssemi og nefndi sýninguna sem gott dæmi um það.    Í gær hófust samræður milliþýskra embættismanna og leið- toga múslima um leiðir til að að- laga þær þrjár milljónir múslima sem búa í Þýskalandi betur að samfélaginu. Haft var eftir Schäuble innanríkisráðherra að því tilefni að Íslam væri mik- ilvægur hluti af Evrópu og Þýska- landi og yrði því að laga sig að því gildismati sem þar ríki.    Ali Kizilkaya, yfirmaður hinsíslamska ráðs í Þýskalandi, fagnaði hins vegar ákvörðun Óp- erunnar í útvarpsviðtali í gær. Hann sagði marga múslima vissu- lega geta tekið það illa upp að sjá höfuð Múhameðs með þessu móti. Hann sagðist þó jafnframt harma að það væri ótti sem væri und- irliggjandi ástæða þess að ákvörð- unin var tekin.    Þessi uppfærsla Idomeneo varfyrst sýnd í Þýsku óperunni árið 2003 og voru menn uggandi um viðbrögðin. Engin hávær mót- mæli bárust í kjölfarið og ákveðið var að sýna óperuna fjórum sinn- um nú í nóvember, með fyrr- greindum afleiðingum. Óperustjórinn Harms sagði reyndar að sýningin yrði áfram á dagskrá óperunnar og vel kæmi til greina að sýna hana einhvern- tíma seinna. Ef svo er hlýtur þetta að teljast ein af betri ókeypis aug- lýsingum sem um getur.    Umræðurnar snúast ekki baraum þessa tilteknu óperu heldur hvort tjáningarfrelsi fari halloka vegna ótta við ofbeldi eða hvort virðing við trúarbrögð ann- arra sé eitthvað sem eigi að iðka í meira mæli. Það verður spennandi að fylgjast með fólki komast að niðurstöðunni. birta@mbl.is Afhöfðaður Múhameð veldur deilum »Umræðurnar snúastekki bara um þessa tilteknu óperu heldur hvort tjáningarfrelsi fari halloka vegna ótta við ofbeldi eða hvort virðing við trúarbrögð annarra sé eitthvað sem eigi að iðka í meira mæli. Reuters Umdeilt Óperuhúsið í Berlín þar sem hætt var við að setja upp óperu Mozarts, Idomeneo. AF LISTUM Birta Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.