Morgunblaðið - 28.09.2006, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUGASTI starfsvetur
Kammermúsíkklúbbsins hófst á
sunnudagskvöld við fjölmenna að-
sókn. Í boði voru tvö öndvegisverk
úr kannski kammermúsíkölskustu
allra kammertóngreina, tríói fyrir
píanó, fiðlu og selló.
Fyrst var hið ástsæla Tríó
Franzs Schuberts í e-moll frá næst-
síðasta æviári hans 1827, er menn
hafa látið að liggja að sé til óyfir-
lýstrar minningar um Beethoven
sem hinn feimni Schubert dáði
mjög en hafði aldrei uppburð til að
kynnast nánar í lifanda lífi. Ekki
minna efnistökin þó á tríó Beet-
hovens. Nær væri að nefna Schu-
mann, og skýrist það auðvitað af að-
dáun yngri höfundarins á þessu
fjórþætta verki, eins og sést hvað
bezt á lokaþætti þess sem víða er
nánast næsti bær við kammertón-
mál Schumanns.
Það er engin spurning að B-dúr
tríóið er meðal allra innblásnustu
verka fyrr og síðar fyrir téða áhöfn.
Því mætti í sjálfu sér halda að lítill
vandi væri að gera því fullkomin
skil svo lengi sem flytjendur leika
óaðfinnanlega hreint, samtaka og í
góðu styrkrænu jafnvægi eins og
hér var oftast uppi á teningi. En
þrátt fyrir vandaða spilamennsku
fór mér fljótt að hálfleiðast. Það
vantaði eitthvað umfram, og smám
saman hvarflaði að mér hvort ekki
birtist hér sem oftar aðalvandi ís-
lenzks kammerflutnings í hnot-
skurn – tímaleysi undir samæfingu.
Vitaskuld er hróplega ósann-
gjarnt að bera hérlendar „ad hoc“
aðstæður saman við þaulrútínu er-
lendra atvinnukammerhópa sem
gera ekkert annað en að flytja
sömu tiltölulega fáu verk árið um
kring. Samt virtist mér þar einmitt
hundurinn grafinn. Verk eins og e-
moll tríóið útheimtir nefnilega akk-
úrat þetta – inngróna samspila-
mennsku „per esp“ eða svefngeng-
ilslega öruggt hópefli við fínmótun
stórra hendinga og tempóbreytinga
svo músíkin öðlist hið sérstaka líf
og spennu sem hvergi stendur í
nótunum. Þar vantaði herzlumun-
inn hjá Trio Nordica, og þess vegna
verkaði túlkun hópsins oftar en
ekki líkt og kreist úr túpu við jafn-
an þrýsting. Fyrir vikið kom flutn-
ingurinn, ekki sízt í lokaþætti þar
sem Schubert nærri því „hjakkar“ á
grunnfrumi aðalstefs, furðu vél-
rænn fyrir í mínum eyrum.
Öðru máli gegndi um snilldar-
verk Dmítrís Sjostakovitsj í e-moll
frá 1944. Einhverra hluta vegna,
hugsanlega tengt tragísku megin-
inntaki verksins í manískri
hryllingsumgjörð heimsstyrjald-
arinnar, virtist það þola betur fá-
breytt tempóval hópsins, ef þá ekki
beinlínis þurfa þess. Alltjent lifnaði
ég allur við eftir hlé, því það sem
mætti mér þá var af allt öðrum
toga. Hindurvitni sammannlegrar
sektarkenndar vegna stríðs-
grimmdar og gyðingamorða risu
kviklifandi upp úr fjöldagröfum fyr-
ir innlifaða meðferð hópsins svo
manni rann kalt vatn milli skinns og
hörunds, og hin stöku gálgahúmor-
ísku broshvörf sovézka meistarans
drógu hvergi úr nema síður væri í
snilldartúlkun þeirra þremenninga.
Hér var vel að verki staðið, og
hin sjarmerandi tvö aukalög eftir
Piazzolla tryggðu eins og eftir forn-
grískan harmleik að hlustendur
gengu þrátt fyrir allt ekki grátandi
heim.
Vélrænn Schubert,
magnaður Sjostakovitsj
TÓNLIST
Bústaðakirkja
Schubert: Píanótríó í B Op. 99. Sjostako-
vitsj: Píanótríó í e Op. 67. Trio Nordica
(Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Bryndís
Halla Gylfadóttir selló og Mona Sand-
ström píanó). Sunnudaginn 17. septem-
ber kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Ýmsir – 100% Sumar
Safnplatan 100% sumar inniheldur
tuttugu lög með jafn mörgum flytjendum.
Útgefandi er 2112 Culture Company.
ÞAÐ fyrsta sem maður tekur eftir í
sambandi við þessa sumarsafnplötu
er umslagið, sem er hreint og beint
skelfilegt. Minnir á þessa fríu diska
sem bankar eða símfyrirtæki gefa
viðskiptavinum sínum í jólagjöf, eða
þá á hinar mögnuðu safnplötur sem
Spor gaf út fyrir um tíu árum; Reif í
skóinn – pakkann – ísinn eða hvað
þetta hét nú allt saman.
Þá finnst mér sú yfirlýsing sem
prýðir framhlið plötunnar hæpin;
það er að platan innihaldi tuttugu af
vinsælustu ís-
lensku lögunum,
vorið og sumarið
2006 og geti valdið
„varanlegri sumar-
gleði við ofhlust-
un!“ Hér er öllu
heldur um að ræða samtíning úr hin-
um og þessum áttum, lög með flytj-
endum sem eru að fara að gefa út
plötu hjá 2112 í bland við annað; og
platan ekkert sumarlegri en hver
önnur safnplata.
En hvað um það, heyrn er sögu
ríkari. Því miður er hún þó ekkert
sérstakleg rík og þess heldur fátæk-
ari.
Mesta athygli vekur að byrjunar-
lögin, líklega tromp plötunnar, eru
vart boðleg. Framlag Margrétar
Eirar og Helga Rafns eru mjög
snautleg og ég botna ekki í því
hvernig lagið „Ó María“, með þeim
Gretu Mjöll og Hólmfríði komst á
diskinn.
Fleira gleður þá ekki. Plast-„doo
wop“ söngsveitarinnar Brooklyn
Fæv er jafn yfirborðskennd og alltaf
og maður veit varla hvort maður á
að hlæja eða gráta þegar maður
hlýðir á Ellert Heiðar syngja lagið
„Þú sagðist elska mig“. Stórkostlega
ömurlegur texti við yfirdrifna
dramatík. Hanna Guðný, Guðrún
Árný og Leone Tinganelli eiga þá öll
lög sem hreyfa engan veginn við
manni.
Eftirfarandi listamenn bjarga
plötunni frá algerum óskunda. Lag
Baggalúts og Valgeirs Guðjónssonar
er líklega frískasta lagið hér; dæg-
iskemmtilegt þó að þolinmæði mín
gagnvart heimabrugguðum húmor
Baggalúts sé takmörkuð. Svavar
Knútur á þá lag sem sólólistamaður
og einnig á hann lag með sveit sinni
Hrauni. Angurvær lög og snotur. Ei-
vör Pálsdóttir og Högni Lisberg
eiga góð lög bæði tvö og útsetning
MoR á lagi Gunnars Þórðarsonar,
„Ástarsæla“, gengur vel upp í ein-
faldleika sínum. „Take me with you“
með Myst er þá gott og Bogomil
Font á gríðarhresst innslag. Annað
er þarna einhvers staðar á milli.
Semsagt, ekki merkilegur pappír
og þessi „100%“ sumarsafnplata á
heildina litið fremur kauðsk.
Arnar Eggert Thoroddsen
Kauðskt
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14
Sun 8/10 kl. 14 Sun 15/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Lau 30/9 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20
Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Í kvöld kl. 20 Fös 29/9 kl. 20 UPPS.
Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20
HVÍT KANÍNA
Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk
eftir hópinn
Í kvöld kl. 20 Fös 29/9 kl. 20
Lau 30/9 kl. 20 Sun 1/10 kl. 20
BANNAÐ INNAN 16 ÁRA.
Engum hleypt inn án skilríkja.
FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI
Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í
fylgd með forráðamönnum*
*Gildir ekki á söngleiki og barnasýnin-
gar.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
MEIN KAMPF
Fös 29/9 kl. 20
Lau 7/10 kl. 20
Sun 8/10 kl. 20
Lau 14/10 kl. 20
Lau 21/10 kl. 20
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskriftarkorta stendur yfir!
5 sýningar á 9.900 kr.
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk
Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil
Ólafsson
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lind-
gren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Manntafl e. Stefan Zweig
Alveg brilljant skilnaður e. Geraldine
Aron
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
www.leikfelag.is
4 600 200
Kortasala í fullum gangi!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu
Lau. 30.sept. kl. 14 UPPSELT - 3.kortasýn.
Lau. 30. sept. kl. 15 UPPSELT
Lau. 30. sept. kl. 16 Aukasýning - í sölu núna
Sun. 1. okt. kl. 14 UPPSELT - 4.kortasýn.
Sun. 1. okt. kl. 15 UPPSELT
Sun. 1. okt. kl. 16 UPPSELT
Sun. 8. okt. kl. 17 örfá sæti laus - 5.kortasýn.
Næstu sýningar: 15/10, 22/10, 29/10
Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu
Fös. 29.sept. kl. 21 UPPSELT - 1.kortasýn.
Lau. 30.sept. kl. 21 2.kortasýn.
Næstu sýningar: 05/10, 06/10, 12/10, 13/10, 14/10
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi
LEIKHÚSTILBOÐ:
Tvíréttaður kvöldverður og
leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga
í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með
greiðslu viku fyrir sýningardag
Miðvikudagur 27/09 kl. 20 Uppselt
Fimmtudagur 28/09 kl. 20 Örfá sæti laus
Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Uppselt
Föstudagur 6/10 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 8/10 kl. 20 Uppselt
Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 13/10 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 14/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 15/10 kl. 20 Uppselt
Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 20/10 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 21/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 22/10 kl. 20 Uppselt
Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu
Laus sæti
Eftir Benedikt Erlingsson
Sýningar í september og október
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Hljómsveitarstjóri ::: Krzysztof Penderecki
Einleikari ::: Florian Uhlig
Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30
Krzysztof Penderecki ::: Sjakonna fyrir strengi
Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 4
Krzysztof Penderecki ::: Píanókonsert
Það ferskasta í norrænni nútímatónlist
FIMMTUDAGINN 5. OKTÓBER KL. 19.30
Jón Leifs ::: Edda I
LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER KL. 17.00