Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 28.09.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 49 BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eee ÓLAFUR H. TORFASON RÁS2 BÖRN ER EIN BESTA ÍSLENSKA MYNDSEM FRAM HEFUR KOMIД THE ALIBI Hnyttin spennumynd og frábær flétta.Með þeim Steve Coogan (Around the World in 80 Days), Rebecca Romjin (X-Men) ofl. Hann var meistari á sínu sviði þar til hann hitti jafnoka sinn. BLÓÐUGT MEISTARVERK EFTIR NICK CAVE MEÐ ÚRVALSLEIKU- RUM Í HVERJU HLUTVERKI eeee Roger Ebert "Sláandi og ógleymanleg!" eeee VJV eeeee LIB - topp5.is “ógleymanleg og mögnuð upplifun sem mun láta engan ósnortinn” eeee HJ, MBL eeee Tommi - Kvikmyndir.is Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt. Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín. Þetta er saga fjórðu vélarinnar. / ÁLFABAKKI NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. NACHO LIBRE VIP kl. 6 - 8 - 10:10 ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ THE WILD m/ensku tali kl. 4 - 6 LEYFÐ THE ALIBI kl. 8 - 10:10 B.i.16.ára. BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. THE PROPOSITION kl. 8 B.i. 16 ára PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 kl. 10 TILBOÐ 400 kr. B.i. 12 ára MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ OVER THE HEDGE m/Ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ / KRINGLAN BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 10:15 B.i.14.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP kl. 5:50 - 8 B.i. 7.ára. UNITED 93 kl. 10:15 B.i.14.ára. eeee HEIÐA MBL FRAMLAG ÍSLENDINGA TIL ÓSKARSVERÐLAUNA! FRÁ EINHVERJUM MEST SPENNANDI LEIKHÓP SEM ÍSLENDINGAR EIGA Í DAG, VESTURPORT, KEMUR HREINT ÚT SAGT MÖGNUÐ KVIKMYND BÖRN! eeee HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR MBL TOM HANKS. „the ant bully“ eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. eee H.J. - MBL eeee blaðið BJÓLFSKVIÐA Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það sem fólk lætur út úr sér! En hrúturinn er hafinn yfir það að láta móðgast. Hvers vegna er hann þá enn móðgaður? Í dag er ástæðan mannlegur breyskleiki og þín herskáa ástríða, að vanda. Naut (20. apríl - 20. maí)  Allir virðast vera að tala um að finna aftur upp hjólið. Hvað ef það er þegar búið að finna upp hjólið. Þú ert mann- eskjan sem á eftir að finna upp nýtt og betra „hjól“ og í dag er rétti dagurinn til þess. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er engin ástæða fyrir tvíburann að þróa sinn áhugaverða persónuleika. Það gerist sjálfkrafa, án hans atbeina. Him- intunglin gefa í skyn að tvíburinn sé heppnastur ef hann bara hallar sér aftur og nýtur sín. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Auk þess að hugsa áður en maður talar, er líka gott að rannsaka áður en maður hugsar. Það er ekki næstum því nóg að reiða sig á eina heimild. Maður þarf að minnsta kosti þrjár. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt himnarnir virðist alls ekki vera að hrynja í kringum þig, skaltu samt taka myndir til öryggis. Þær munu hjálpa þér að rifja upp atburði dagsins. Þeir munu verða mun eftirtektarverðari í minning- unni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan áttar sig á því að hún er skuld- bundin til þess að gera eitthvað sem hana langar hreinlega ekkert til þess að gera í augnablikinu. Hún getur að minnsta kosti huggað sig við það, að sið- ferðilegt viðhorf hennar laðar þá sem eru eins þenkjandi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Himintunglin leiða í ljós að vitsmunalíf vogarinnar eru svo öflugt í augnablikinu að henni finnst hún jafnvel á leið út úr líkamanum á stundum. Þér tekst að vera í augnablikinu með því að vinna með höndunum. Snerting á hráu og nátt- úrlegu efni er líknandi í augnablikinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Bjartsýni sporðdrekans er heillandi. Gættu þess að verða ekki ástfanginn af möguleikum einhvers. Einblíndu á það hvernig hlutirnir eru, í stað þess hvernig þeir ættu að vera. Þú átt það skilið að einhver sanni ást sína fyrir þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ertu til í að taka næsta skrefið í sam- bandi eða viðskiptasamvinnu? Nú er stemning fyrir því að þú látir ásetning þinn í ljós. Ólofaðir bogmenn stökkva hvatvíslega út í stefnumótalaugina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fyrst þú veist hvað þú vilt, áttu eftir að sjá að hvaða leið sem er liggur að því markmiði. Gerðu fyrirspurnir og þér opnast dyr upp á gátt. Farðu út og blandaðu geði. Þú kynnist fólki sem fær- ir þér gæfu án þess einu sinni að reyna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Skuggalegt og óþekkt svæði virðist ekki svo hræðilegt lengur. Þú hefur heppnina með þér ef þú hættir þér þangað. Í kvöld rennur tónlistin í blóðinu og þú dansar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn skammast sín ekki fyrir til- finningar sínar og uppsker heilbrigði fyrir vikið. Himintunglin hvetja þig áfram þegar þú sýnir hversu þú ert inni- lega laus við bælinguna sem hefur haldið aftur af mannkyninu í aldanna rás. Tungl í bogmanni er í leið- angri af einu eða öðru tagi. Vitandi að tungl í bogmanni hneigist til ævintýramennsku þar til leitinni er lokið, spyr sól í vog viðeigandi spurningar. Getur verið að leitin hafi eitthvað með ást að gera, að fá meiri ást og halda henni eins lengi og hægt er. Auðvitað, svarar tungl í bog- manni, af hverju ekki? stjörnuspá Holiday Mathis MADAGASKAR úr endurvinnslunni, sú hugs- un læðist að manni eftir sýningu á Óbyggð- unum, nýjustu teiknimyndarinnar frá Disney. Báðar hefjast í dýragarðinum í Central Park í New York og fjalla um ævintýri nokkurra íbúa hans sem leggja í sjóferð til fjarlægra stranda. Verða skyndilega að standa á eigin fótum, fjarri „öryggi búranna“. Forsendurnar eru að vísu aðeins öðru vísi en það sem vantar í Óbyggðirnar er nákvæmlega eitthvað ferskt, nýtt og spennandi. Það er ekki nóg með að efnisþráðurinn og aðalpersónurnar komi kunnuglega fyrir sjónir heldur er vakin upp gömul formúla sem var ofnotuð í teikni- myndum um langt skeið; að hella yfir okkur hverju söng- og tónlistaratriðinu á fætur öðru. Sagan er ofureinföld og fyrst og fremst ætl- uð yngstu áhorfendunum. Ljónafeðgarnir Samson (Ólafur Darri) og Rabbi (Sigbjartur Atlason), unginn hans og erfðaprins dýra- garðsins, eru í tilvistarkreppu. Sá stutti er enn á þeim aldri að vera ómögulegt að kvelja fram öskur. Eins og faðir hans og fyrirmynd, sem að eigin sögn var mikill og hugaður konungur dýranna í óbyggðunum, áður en hann lenti í garðinum. En hann var að skrökva því að Rabba litla. Líkt og í öllum fallegum ævintýrum þá er grunnt á umhverfisvænsku og öðrum upp- byggilegum boðskap. Maður á ekki að ljúga að börnum, halda sig við sannleikann, þó það stafi ekki alltaf af honum frægðarljómi. Sannleikur- inn er sagna bestur. Siðfræðin er því á sínum stað, raddsetningin er hnökralaus með styrkan Ólaf Darra í farar- broddi, en sagan er dáðlítil fyrir þau sem hún er ætluð. Nokkrar, fyndnar furðuskepnur, hjálpa upp á sakirnar. Dýragarðsbörnin KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Teiknimynd. Leikstjóri: Steve „Spaz“ Williams. Enskar aðalraddir: Kiefer Sutherland, Eddie Izzard, James Belushi, Janeane Garofalo, William Shatner. Íslenskar: Ólafur Darri Ólafsson, Hjálmar Hjálmars- son, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðmundur Ólafsson, o.fl. 94 mín. Bandaríkin 2006. Óbyggðirnar – The Wild  Sæbjörn Valdimarsson Furðudýr Ófrumlegur en góður boðskapur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.