Morgunblaðið - 25.10.2006, Side 1

Morgunblaðið - 25.10.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 290. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is RANNÍS 2. TBL. 3. ÁRG. 2006 ÚTGEFIÐ AF RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ ÍSLANDS MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 blaðið Rannísblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag með fréttir úr vísinda- og tæknisamfélaginu á Íslandi. LITLI MAÐURINN ÞURFUM VIÐ AÐ KEPPAST VIÐ AÐ VERA STÓR? ÁRNI SALOMONSSON OG ÞJÓÐARSÁLIN >> 43 HUNDATÍSKA SVALIR SMÁHUNDAR Í SVIÐSLJÓSINU PÍFUR OG PJATT >> 23 UM ÞRJÁTÍU prósent nemenda í tí- undu bekkjum grunnskóla landsins vinna meira en hálfan vinnudag á viku í launuðu starfi. Hlutfall þeirra sem vinna 15 klukkustundir á viku eða meira hefur hækkað á undanförnum árum en hlutfall þeirra sem vinna 1–4 stundir hefur lækkað. Jón Sigfússon, forstöðumaður Rannsóknar og greiningar í Háskól- anum í Reykjavík, hélt kynningu á niðurstöðum rannsóknar á vinnu ungs fólks á morgunverðarfundi Vinnueftirlitsins í gær. Hann sagði margt áhugavert hafa komið fram, s.s. að bersýnilegt væri að stúlkur hæfu störf fyrr og ynnu mun meira með námi en strákar. Stúlkur í fram- haldsskólum segjast vinna vegna þess að mikilvægt sé að eiga vasapening en piltar fremur til að geta rekið bíl. Vinna til að geta verið í skóla „Einnig komu fram mjög áhuga- verðar niðurstöður þegar við bárum saman þá, sem segjast þurfa að vinna með skóla til að aðstoða við að fram- fleyta fjölskyldunni, eftir móðurmáli,“ segir Jón. „Það eru 9,4% þeirra sem hafa íslensku að móðurmáli en 17% þeirra sem eiga annað móðurmál.“ Hlutfall þeirra sem vinna með framhaldsskóla til þess eins að geta stundað nám hækkar úr 16% meðal þeirra sem eru að hefja nám í 33% meðal nemenda sem eru að ljúka námi. En þrátt fyrir að nemendur vinni mikið virðist það ekki koma niður á skólanum. Þeim leiðist ekki námið frekar en öðrum, skrópa ekki frekar og vinna jafn mikla heimavinnu. Vinna lengur en áður Stokkhólmur. AP. | Hundruð þúsunda Íraka hafa flúið land sitt frá upphafi innrásar Bandaríkjamanna og Breta í marsmánuði 2003. Flestir flýja til nágrannaríkja Íraks en vaxandi hluti leitar hælis í Evrópu og benda nýjar tölur til, að Svíþjóð sé að verða helsti áfangastaður þessa hóps. Þannig jókst fjöldi þeirra Íraka sem sótti um hæli í 25 aðildarríkjum Evrópusam- bandsins (ESB) um nær helming á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þegar yfirvöldum þessara ríkja bárust um 7.300 umsóknir frá hælisleitendum, að því er kemur fram í nýj- um gögnum frá Sameinuðu þjóðunum. Þriðjungur þeirra fer til Svíþjóðar, þar sem þegar eru fyrir 70.000 innflytjendur af írösku bergi brotnir. Umsóknum þessa hóps í Svíþjóð, þar sem innflytjendalöggjöf er ekki jafn ströng og í flestum ESB-ríkj- um, hefur fjölgað að undanförnu og sækja nú um 1.000 Írakar þar um hæli á mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendinga- stofnun sóttu engir Írakar um hæli á Íslandi í ár og í fyrra en tveir árið 2004. | 16 Þúsundir Íraka flýja til Evrópu FYRIRHUGUÐ er um 30 hektara landgerð á hafnarsvæðinu við Við- eyjarsund, þ.e. í Sundahöfn og Kleppsvík. Á milli tuttugu og þrjátíu umsóknir hafa borist stjórn Faxaflóahafna um lóðir undir atvinnustarfsemi og á að mæta þeirri eftirspurn. „Óskir um meira en 150 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði liggja fyrir stjórn Faxaflóahafna. Ljóst er að miklu meira en það er í píp- unum og því þurfum við að flýta framkvæmda- og þróunaráætlun Umfang framkvæmda þar liggur þó ekki fyrir. Umsvif munu aukast mikið á svæðinu við Sundahöfn við breyt- ingarnar og ljóst að umferð muni þyngjast. Lykilatriði er því að Sundabraut komist í gagnið. „Við höfum lýst því yfir að Sundabraut- in sé algjört forgangsmál og þessi uppbygging undirstrikar það.“ Gísli Marteinn Baldursson, for- maður samstarfshóps um Sunda- braut, segir ákvörðun um legu brautarinnar verða tekna fyrir árslok. sem hefur verið í gildi hjá Faxaflóahöfnum til næstu ára og setja allt á annan hraða en verið hefur,“ segir Björn Ingi Hrafns- son, stjórnarformaður Faxaflóa- hafna. Sundabrautin lykilatriði Á stjórnarfundi í gær var sam- þykkt að fara í tvenns konar að- gerðir. Annars vegar að hefja undirbúning að lengingu Skarfa- bakka yfir í Kleppsbakka og hins vegar að efna til viðræðna við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um tillögur að gerð atvinnulóða á landi hafnarinnar við Gufunes. Aukin umsvif Ef áætlanir stjórnar Faxaflóahafna ganga eftir mun verða um 25 hektara landfylling í Kleppsvík og fimm hektara í Sundahöfn.             Um 30 hektara land- gerð við Sundahöfn Eftir Andra Karl andri@mbl.is  Óskir um | 6 Í HNOTSKURN »Mikil eftirspurn er eftirstórum lóðum á hafnar- svæðum í Reykjavík. Á milli tuttugu og þrjátíu umsóknir hafa borist. »Gífurleg verðmæti felast ílóðunum og eru uppi áform um landgerð til að svara eftirspurn. »Einnig er til skoðunargerð atvinnulóða á landi hafnarinnar við Gufunes. NÝ BANDARÍSK rannsókn bendir til þess, að karlar sem tala tímunum saman í far- síma skaði sæðisfrumur sínar með notk- uninni og hún dragi þannig úr frjósemi. Rannsóknin fór fram á læknasetri í Cleveland í Ohio og byggðist á upplýs- ingum frá 364 körl- um er leituðu hjálpar vegna ófrjósemi á ýmsum stigum. Þegar lífstíll þeirra var kannaður töldu rannsakendur sig hafa komist að því, að þeir sem töluðu í yfir fjóra tíma á sólar- hring í farsíma hefðu haft 72 prósentum færri sæðisfrumur en þeir þátttakendur sem ekki notuðu gemsa. Vísindamennirnir segja þó, að taka beri niðurstöðunum með fyrirvara og að frekari rannsóknir þurfi til að skera úr um samband farsíma og ófrjósemi. Draga gemsar úr frjósemi? ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.